Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 5
ra Islenzka jóla- og nýársgrínið er um garö gengið, og sú stað- reynd verður Ijósari með hverju árinu sem líður, að andleg reisn pjóðarinnar stendur í öfugu hlut- falli við auraráð hennar, og er það að vísu í fullu samrœmi við hið fornkveðna, „margur verður af\ aurum api“. íslenzki apaskapurinn kemur bezt fram í metsölubókum jólaflóðsins og hátíðahaldi áramót- anna. Lengi hefur pað verið tízka úti í heimi að tala um svonefnda nýríka menn með engri sérstakri virðingu, par eð pá pykir skorta vit, reynslu og smekk til að fara með fémuni eins og vera ber. Þeir pykja um- gangast peninga eins og dónar, kunna sér hvorki lióf né hafa smekk til að auðga eigið líf eða meðbrœör- anna með auði sínum. Islendingar eru langflest- ir í pessum hvimleiða hópi hinna nýríku pykk- höfða og broddborgara, sem bera ekk- ert skynbragð á gildi pen- inga. Kemur petta kannski Ijósast fram í hátterni œskulýðsins, sem er vita- skuld aðeins spegilmynd af foreldr- um og öðrum uppalendum. Það er engu líkara en unga fólkið sé að týna öllum áttum, og hvar skyldi orsakanna vera að leita nema í sið- ferðilegum tvískinnungi og hrœsni eldri kynslóðar og pjóðfélagsins í heild ? Gott dœmi um pennan tvískinn- ung er pað, að hér á landi er lialdið uppi öflugri og stríðalinni góð- templarareglu fyrir hluta af peim tekjum, sem ríkið hefur af sölu áfengis. Önnur hélzta tekjulind ríkisins er tóbakseinkasala. Nú er tíunda hvert 10-ára barn í höfuð- staðnum farið að reykja, sam- kvœmt skýrslu borgarlœknis, og pví ekki annað sýnna en ríkið verði 2Ö verja álitlegum hluta af tóbaks- tekjum sínum til að stemma stigu við reykingabölinu í barnaskólum! Stuðlað var að pví fyrir skömmu, að einn stœrsti og vistlegasti skemmtistaður borgarinnar var tekinn í pjónustu œskufólks, án vínveitinga, en á gamlárskvöld er par tæplega hálft hús á sama tíma og aðrir skemmtistaðir eru yfir- fljótandi af áfengi og œskufólki, sem lögum samkvœmt má ekki sækja pá fyrr en pað hefur náð 21-árs aldri. Sjálfu Skátaheimilinu varð að loka fyrir tilsettan tíma vegna drykkjuláta. Og svo tála menn af fjálgleik um œskuna og framtíðina á hátíðum og tyllidög- um! Þá er illa komið fyrir pjóð, pegar hugsjónirnar sem œskufólk liennar tékur að erfðum frá éldri kynslóö eru slark, hófleysi, siðferðilegur tví- skinnungur og virðingarleysi fyrir háttvísi og góðum siðum. Ætli peir ávextir verði ékki mjög ósœtir sem nœstu tvœr eða prjár kynslóðir eiga eftir að uppskera af peim lifsháttum sem við höfum ? tamið okkur á vargöld peninganna? 1 s-a-m. MALRAUX: bardagamaður í orði og athöfn André Malraux birti skáldsög- urnar fjórar, sem mörkuðu honum sérstakan sess meðal franskra menntamanna og áunnu honum virðing- arsess í samtímabókmenntum, á aldrin- um 27 til 36 ára. Tvær þeirra, „La condition humaine“ (Mennsk kjör) og „L’Espoir" ( Vonin), sem komu út 1933 Og 1937, færðu honum heimsfrægð sem um sumt minnti á Byron: höfundurinn varð persónugervingur söguhetja sinna, dáðir þeirra voru honum eignaðar. Geng- ið var út frá því, að bækur hans væru partar úr sjálfsævisögu, þar sem nöfn helztu söguhetjanna voru gagnsær dul- arbúningur sjálfs höfundarins. bessi persónugerving er ein orsök þess, að Malraux er enn í augum ótal- margra lesenda ungi maðurinn frá ár- unum milli 1930 og 1940, eða a.m.k. höfundur æskunnar sem snilldin hefur haldið síungum á svipaðan hátt og Byron, Shelley, Búchner, Púsjkin og Rimbaud eru ævinlega ungir í augum okkar sem síðar lifum. Kannski var það dauði löngu fyrir aldur fram sem gaf nefndum ljóðskáldum eilífa æsku, en Malraux fæddist í París fyrir rúmlega 60 árum og er enn á lífi. T iminn hefur ekki breytt yfir- bragði hans að ráði, aðeins gefið því sterkari einstaklingseinkenni. Hakan ein hefur breytzt; hún hefur harðnað og týnt munúðinni. Ennið er enn sem fyrr ungæðislegasti andlitsparturinn, það minnir á myndir af rómantískum skáld- um frá 1830 og þar um kring. Stór bláleit augun eru að vísu skær og stundum gneistandi, en þau bera vitni hinum mörgu árum ákefðar og ástríðu í ævi manns, sem hefur ekki enn uppgötvað töfra eða nauðsyn hvíld- arinnar. f>að er erfitt að hugsa sér Malraux sofandi eða með augun lukt. Sjónræn forvitni hans er óseðjandi. Þeg- ar hann er þungt hugsi hneigir hann ekki höfuðið, heldur kastar því aftur, tillit hans verður stingandi, hann ein- blínir á einhvern ósýnilegan blett úti í geimnum. Þegar hann skrifar snýr hann baki í gluggann; þegar hann lítur upp frá pappírnum sér hann ekkert nema hvítan vegg. Ásjóna þessa manns vitnar ekki fyrst og fremst um það sem hann hefur reynt i lífinu, heldur miklu fremur um það sem hann gerði til að andæfa örlögum sínum og móta þau. Hann var mjög bráðger og hafði þegar á unga aldri gert sér í hugarlund hvers konar maður hann vildi verða. Upp frá því reyndi hann að lifa lífi sínu eins og hann væri þegar orðinn þessi maður. Þess vegna fór hann inn í frumskógana og út á eyðimerkurn- ar, tók þátt í byltingum og bardög- um — ekki aðeins til að vinna sigra heldur engu síður til að fá staðfestingu á hugrekki sínu. Uafin var 22 ára gamall þegar hann fór frá Evrópu. í Indókína kastaði hann sér út í ævintýri fornleifanna og stjórnmálanna. Hann tókst á hendur að grafa upp dauða guði, sem jörðin hafði gleypt, 1 því skyni að gefa þeim nýtt líf, og hann leitaðist við að bjarga á þurrt land listaverkum sem höfðu drukknað í hafi gleymskunnar. Það var þar og þá sem hann varð á vegi manna sem honum virtust vera að berjast fyrir framtíð mannkynsins, og hann gekk 1 lið með þeim. Hvar sem sköpun og athöfn lágu saman, þar voru örlög hans ráðin. Malraux átti veigamikinn þátt í að vekja and-fasismann í Evrópu. Nokkr- um dögum eftir að borgarastyrjöldin á Spáni brauzt út, kom hann á fót Alþjóð- lega flughernum, sem hann stjórnaði sjálfur í hinum grimmilegu bardögum yfir Medellin og Teruel; lýðveldissinnar gerðu hann að ofursta. í september 1939 gerðist hann sjálfboðaliði í franskri skriðdrekasveit og var óbreyttur liðs- Eftir Mahés Sperber maður. Hann var tekinn til fanga, en komst undan og leitaði hælis í Roque- brune nálægt ítölsku landamærunum. Þar fór hann aftur að skrifa, en neitaði að birta nokkuð meðan Vichy-stjómin væri við völd. Jafnskjótt og andspyrnu- hreyfingin fór að láta að sér kveða, fór hann „undir jörðina“ og kom upp öflugri bardagasveit í miðju Frakklandi, fyrstu frönsku innanlandssveitinni sem neyddi heila SS-herdeild til uppgjafar. Malraux tók upp nafnið „Berger ofursti", skipulagði og stjórnaði Alsace-Lorraine- stórfylkinu og hlaut æðstu heiðursmerki Frakka og Bandamanna fyrir vasklega framgöngu. A rið 1945 varð Malraux upplýsinga málaráðherra, en þegar de Gaulle ákvað að draga sig í hlé í janúar 1946, sagði Malraux líka af sér. Skömmu síðar féllst hann á að verða útbreiðslustjóri gaul- listaflokksins „Rassemblement de Peu- ple Frangais“ (RPF), en hann sneri brátt til skrifborðsins aftur; þangað hafði hugur hans leitað árum saman. Hann hóf að vinna eins og munkur á miðöld- um mundi hafa gert til að finna leið til sáluhjálpar. Hann hafði nýlokið við aðra gerð síðasta bindis af hinu mikla verki „Mynd breyting guðanna“, þegar Gharles de Gaulle kvaddi hann aftur tii skyldu- starfa. Síðan í júní 1958 hefur Malraux setið í frönsku ríkisstjórninni. Titill hans nú, menningarmálaráðherra, sýnir það sem margir af aðdáendum hans og and- stæðingum eiga bágt með að trúa: Mal- raux hefur ekki snúið sér að stjórnmál- um aftur. „Af hvaða hlut er ég gagntekinn sem rithöfundur, ef ekki af Manninum?“ spyr Berger, söguhetjan í skáldsögu Malraux „Les noyers de l’Altenburg“ (Valhnotu- trén í Altenburg, 1943). V issulega hefur Malraux aldrei skrifað neitt án þess að vera knúinn til þess af óslökkvandi ástríðueldi sem sífellt rekur hann til spurninga og sjálfs- könnunar. Hann þurfti ekki að fara langt til að hitta fyrir Sfinxina — hún hefur fylgt honum eftir frá æskudögum og lagt fyrir hann spurningar, ekki hin- ar barnalegu gátur, heldur þær fáu grundvallarspurningar sem stofnendur trúarbragða og heimspekiskóla hafa ævinlega gefið svör við, en hin beztu þeirra hafa varðveitzt- tií að sýna sömu vandamál í lítið eitt breyttu ljósi. Hver sem lesið hefur þó ekki sé néma nokkrar blaðsíður í bókum eftir Mal- raux getur þaðan í frá þekkt hann á stílnum, því hann er öðru vísi en stíll allra annarra höfunda. Hin þindarlausa ákefð sem leyfir aldrei að hægt sé á Framhald á bls. 14 1. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.