Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1963, Blaðsíða 9
Á BAK JÓLUM OKKUR kom í hug allt í einu, að við settum kunningja suð- ur í Garðahreppi. Það er 12 ára piltur, Sigurlinni Sigur- linnason að nafni. Það var því eitt kvöldið að við knúðuni dyra að Hraun- hólum 2. Ekki leið á löngu, xinz við vorum boðnir til stofu og farnir að spjalla við Sigurlinna. Kemur þá allt í einu óvæntur aðili í hópiiin. Og Sigurlinni kynnir okkur fyrir vini sínum, sem er Ijóm- andi fallegur hundur, Hringur að nafni. Hringur athugar okkur varfærnislega, en virðist síðan sannfærast um, að við séum sæmilegustu náungar og lætur svo lítið að „sitja fyrir“ með Sigurlinna. Okkur langar nú til að vita, hvernig þeim félögum hefur liðið um jólin og þá .líka, hvað þeim sé minnisstæðast frá liðnu ári. Sigurlinni. skýrir okk ur frá því, að þeir hafi báðir A helgri shind „HANN var látinn heita Jesús, eins og hann var nefndur af englunum“ — (Lk. 2. 21.) Nafn manna er mikils virði. Það greinir þá frá öðrum mönnum og við nafn okkar er bundið það álit, sem fólk fær á okkur, gott eða illt. Nafnið Jesús er fegursta nafnið, sem kristnir menn heyra, því að við það er tengt allt hið bezta og full- komnasta, sem við þekkj- um. Lesbókin óskar ykkur ungu vinir, góðs og farsæls árs og þeirri ósk fylgir sú von, að nafnið Jesús Krist ur verði ljósgjafinn á braut ykkar og þið lærið a? byggja á Honum, sem be: þetta nafn, allt ykkar traust og líf. B. F. dvalið í sumar austur í Hraun- gerði og minnisstæðasti atburð urinn hafi verið, þegar Hring- ur lenti undir bíl. Þegar hér er komið sögu, lítur Hringur upp og sperrir eyrun spekingslega eins og hann vilji segja: „Já, þar fór illa, en betur rættist úr, en út fyrir leit um tíma, því að ég var slappur í nokkra daga, en náði mér furðu fljótt.“ „Hver var þér kærkomnasta Anna Birgis jólagjöfin?“ spyrjum við Sig- urlinna. Hann situr hljóður stutta stund, hugsar sig um og segir svo: „Ja, ég held að mér hafi þótt Fuglabókin einna bezt.“ „Hefir þú áhuga á fuglum?" „Já, en ég er viss um að bókin getur hjálpað mér mikið til að kynnast þeim betur. — Þetta voru annars mjög skemmtileg jól, gott veður og sérstaklega var gaman og fall- egt að horfa á alla dýrðina á gamlárskvöld.“ „Og leggst nýja ái'ið vel í Þig ?“ „Já, já, það verður gaman að fara í skólann aftur og svo býst ég við að vinna hjá pabba í sumar.“ Við kveðjum nú þessa skemmtilegu félaga og þeir fylgja okkur til dyra og við óskum þeim báðum góðs árs og allra þeirra ánægjustunda, sem slíkir vinir geta átt sam- an. — Úr því að við vorum komn- ir svo sunnarlega ákváðum við að fara til Hafnarfjarðar og heimsækja vinkonu okkar, Unni Sigurðardóttur. Hún sat við sjónvai'pstækið þegar við komum. „Þú horfir á sjónvarp?“ „Jahá.“ „Er gaman að því-“ „Já, ég vil ekki missa það?“ „Að hverju er svo mest gam- an?“ „Disney Presents. Það eru ýmsar barna- og unglinga- myndir í útsetningu Walt Disney (ekki teiknimyndir), svo auðvitað að ýmsum teikni- myndum og Bonanza, sem eru spennandi þættir.“ „En hvernig voru jólin?“ „Alveg prýðileg." „Nokkuð sérstaklega minnis- stætt?“ „Já, ég fór í messu í ka- þólsku sóknai'kirkjunni hér í Hafnarfirði á aðfangadags- kvöld kl. 12, það var mjög há- tíðlegt. Nú svo auðvitað jóla- gjafirnar, t.d. gaf mamma mér ægilega fallegt bollasett, erfða- grip, — og allur jólamaturinn, miklu meiri en ég gat borðað og svo góður. Og svo jólaboð- in.“ „Nokkurt jólaball?" „Já, ég fór sem barnapía á jólaball í Rafha.“ „Nokkuð gaman?“ „Já, ágætt.“ „Hvað ætlarðu svo að gera þar til skólinn hefst aftur, skemmta þér?“ „Nei, ég ætla að hreinskrifa stilana mína.“ Og við kveðjum Unni og höldum til Reykjavíkur. Þar ríkir enn jólahugur, við göng- um um bæinn og á Lindar- götunni hittum við Önnu Birg- is, og spurðum hvernig hún hefði haft það um jólin. „Dásamlegt, ég var með for- eldrum og systkinum, borðaði indælan mat, svaf og fór í jólaboð.“ „Þú ert með hring, kannski opinberað um jólin?“ „Nei, fyrir jól.“ „Þið hafið þá líklega farið á jólaball saman?“ „Við fórum í Lidó á gamlárs- kvöld.“ „Var gaman?“ „Já, skemmtilegt og liflegt ball og dansað til kl. 4 um nóttina.“ Sigurlinni ITnnur Sigurffardóttir „Dansaður þú mikið?“ „Já, allt kvöldið.“ „Þú hefur þá ekki tekið þátt í að brenna eða skjóta gamla gamla árið út?“ „Ja — ég skaut einni rakettu um kvöldið." „Fóruð þið ekki á fleiri jóla- böll?“ „Ja, ég fór með frænku mína, tæpra tveggja ára, á jólatré hjá Starfsmannafélagi Reykja- víkur.“ „Var nokkuð gaman á barna- balli?“ „Já, geysilega gaman, þar var sniðugur jólasveinn og mikið sungið og auðvitað gam- an að sjá litlu krakltana skemmta sér.“ „Hvað tekur nú við að lokn- run jólum?“ „Skólinn, ég er í Gagnfræða- skólanum við Lindargötu, 4. bekk.“ „Hvað er skemmtilegast þar?“ „Handavinnan, því að ég er í verknámi, saumadeild.“ Og Anna horfir björtum aug- um út í góða veði’ið og til fram tíðarinnar. H.S. og B.F, * FRlMERKJA- PATTUR til.. Nú á tímum er motiv-söfnun úr- ræði flestra, því hún er tiltölulega auðveld, en getur gefið mjög skemmti legan árangur ef safnarinn býr yfir dálítilli hugkvæmni. E, aga frímerkjanna hófst 1. maí 1840 en þá gaf brezka póststjórnin út fyrsta frímerkið, eins pennys merki, með mynd af brezku drottningunni, svart að lit og var venjulega kallað „Penny Black“ (að vísu voru áður til einkapóstar sem höfðu eigin frí- merki og út höfðu komið bréfsefni þar sem burðargjaldið var fyrirfram greitt, t.d. voru Sardíníuhestarnir frægir á sinum tíma, en mynd þeirra var á bréfsefnum sem giltu á Sard- íníu.) Smátt og smátt hófu fleiri þjóð ir útgáfu frímerkja og árið 1873 kom fyrsta íslenzika frímerkið út. Fri- merkjasöfnun er jafngömul frímerkj- unum, þótt hún væri ólíkt auðveldari í byrjun vegna þess hve fá merki voru in til að geta orðið góður safn ari, verður hver og einn að afla sér þekkingar um meðferð og greiningu frímerkjanna. Við fengum þvi leyfi til að vera viðstaddir þar sem vanur safnari var að leiðbeina pilti um undir stöðuatriði þessai’ar listar. Þessi pilt ur (eins og flestir byrjendur) fær gefins þau merki sem til falla af bréfum vina og ættingja. Hann var þegar búinn að eignast dál tið af merkjum en spui'ði hvernig ætti að meðhöndla þau og geyma. Fyrst er þá að ná merkjunum af umslögunum og er þá umslagið klippt í sundur krxng um frímerkið ca. V2 cm frá brún þess Merkið er síðan látið í voigt vatn (gott er að setja örlítið edik í vatnið ca. 1 matskeið í lítra af vatni. þá er siður hætta á að litur merkioins renm út) og innan stundar er merkið laust af pappírnum og límið horfið af bak- hlið þess. Gætið þess ef umslag er fóðrað að fjarlægja fóðrið áður en merkið er sett í vatnið því að slíkt fóður lætur oft lit og getur spillt merkinu. Þá er merkið tekið upp með frímerkjatöng (notið aldrei flisa töng) varizt að nota fingurna þvi að húðfita eða óhreinindi geta sett blett á merkið eða skemmt það á annan hátt. Þá er frímérkið lagt á grúfu á þerripappír (notið ekki prentpappír) og látið þorna þar. Þegar merkin eru þurr losna þau sjálfkrafa ef örk- in er sett upp á rönd. Þá eru tekin tvö hrein blöð og frimerkin lögð á milli þeirra og þess gætt að þau liggi vel slétt, en síðan eru blöðin ásamt merkj unum sett inn í bók eða undir farg og látin vera þannig t.d. yfir nótt. N. 1 æst er að athuga merkin, hvort þau séu ógölluð og nothæf í safn. Frímerkin eru þá fS^ð á grúfu á dökkan pappír og þá sést vel ef takka vantar eða ef kantur þess er rifinn eða hvort grisjar í gegn um merkxð. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að merkið sé heilt er það sett í geymslu, t.d. venjulegt umslag sem klippt er í trvennt og merkin látin þar í þannig að þau liggi slétt, en um- slögin síðan sett í góðan kassa (t.d. vindlakassa). Greining merkjanna fer svo fram þegar hent-ar og þá er mjö.g gott og oft nauðsynlegt að hafa við höndina frímerkjaskrá til að vita deili á merkjunum, greina þau eftir landi, en SÍðan 1 þá flokka sem skráin gefur upp, t.d. aldur og vei'ðgildi. í sumum merkjum er svokallað vatnsmerki og sést það bezt er dropi af hreinsuðu benzíni er látin drjupa á bakhlið merkisins. Vatnsmerkið er tákn þess að merkið sé prentað á 1. flokks papp ir, auk þess eru vatnsmerkin margs- konar og ýmist rétt eða á höfði Þann ig hafa öll frímerki sín ákveðnum sér kenni (auk ýmissa afbrigða) og ræð- um við greiningu þeirra í næsta þætti. H.S. ■nmmm mmmu. 'Bnmss 1. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.