Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1963, Blaðsíða 13
| SMÁSAGAN | Framh. af bls. 3 klefagluggann og horfði á eftir honum ineðan lestin ók af stað. Svo fékk hún kolaryk í annað augað og varð að setj- ast niður og leita að vasaklútnum sínum. Hermaðurinn gekk og litaðist um og talaði við sjálfan sig: Það er líkt. Já, en hvað það er líkt. Það hlýtur að vera hér. Heppni að ég skyldi koma þessa leið. Eg hefði getað leitað í langan tíma. Þangað til ég hefði ekki getað meira. Góðir menn, að hleypa mér út úr lestinni. Merkitegt hvað menn geta ver- ið góðiir. Já, það er líkt. Lítill skógur. Bakkarnir þarna. Engin hús. Og líka ekýin þarna. Mér datt það í bug, þegar ég sá skýin ....“ Þannig gekk hann og talaði í hljóði. IÞegar hann kom að tjörninni sá hann að það var stór mergilnóma. Það var vatn í henni og sef. „Já, hér hlýtur það að vera“, sagði Ihann — „og það er bara viðkunnanlegt að vera í góðum félagsskap.“ Það var gamla ruslið í tjörninni, sem hann hafði í huga ryðgaðar fjaðradýn- ur, fúnir pokar götóttar skjólur, brotin skófla, diskabrot, glerbrot o.fl. Á elri- viðargrein sem teygði sig út yfir vatn- ið, hékik kjóldrusla. „Góðan daginn frú,“ sagði hermaður- inn við kjólinn — „Kærar þakkir fyrir (heimboðið. Eg er viss um að ég kann mjög vel við mig hérna.“ R JL1 ann settist niður í grasið, undir einu pílviðartrénu og reimaði af sér 6tígvélin, sem hann sparkaði því næst af fótum sér. Annað þeirra valt næstum út í tjörnina. „Þetta var gott“, sagði hann og tók af sér orðuna. „Þetta er prýðilegasta orða, heiðraða mergilgröf", sagði hann — „Hún hefur að vísu ekki verið eins gagnleg og hinir hlutirnir i safni þinu. En sarnt sem áð- ur....“ Hermaðurinn fleygði orðunni út í tjörnina. Þvi næst kveikti hann sér í sigarettu og lagðist út af á tjarnarbakk anum með hendur undir hnakka. Það leið að kveldi og tók að kólna, en hann skeytti því engu. Hann gat legið og horft upp yfir baikkana. Þar voru engin hús, tré, ekkert korn. S kýin höfðu færzt úr stað, roðnað og breytt lögun sinni. Aldrei yrðu þau aftur eins og áður en hann gat samt enn þekkt þau. Henmaðurinn sofnaði. Sígarettuna hafði hann vafið sjálfur, svo að það slóktonaði í henni. Hann svaf ekki sem værast, en brátt kom rökkrið og sam- einaði hann mergiltjörninni og hinum hlutunum og nú ldktist hann.sjálfur auðri og kyrrlátri jörðinni. Þegar hann vaknaði var orðið nærri aldimmt. Hann þreifaði í kringum sig, greip um viðarteinung sem lá þar og reis svo gætilega á fætur. Hann hélt með báðum höndum um teinunginn og leit í allar áttir. Húfan var dottin af honum og grannir fingur kvöldkulsins ýfðu á honum hárið. Mánann bar nokkuð yfir bakkabrúnina. Hann hafði ekið á eftir sólinni mikinn hluta dagsins og var nú á niðurleið. Hermaðurinn kveikti sér í sígarettu og lagði sig aftur. Svo hlustaði hann stundarkorn á rottu eða eitthvert annað smádýr, sem rjálaði við annað stígvél- ið hans. „Hver ert þú?“ var sagt hljóðlega fyrir aftan hann. Hermaðurinn lá og starði —Hann greip emi til viðarteinungsins en liann gat ekki orðið neins var. „Eg er hermaður". sagði hann svo. „Þarf ég nofctouð að óttast þig“? spurði röddin. „Nei,“ sagði hann. „En þú hefur þó unnið mönnum mein?“ spurði röddin. Þetta var stúlkurödd. Hún var ekki sérlega há, en greinileg. Og enn gat hermaðurinn ekki séð neitt. „Geturðu séð hvar tunglið er,“ sagði hann — „Það hlýtur að vera nýkomið UPP;“ „Eg ligg hérna og get ekki séð neitt“, svaraði hún. Hermaðurinn vafði frakkanum þéttar að sér og braut upp kragann. Nú sakn- aði hann hnappanna tveggja. Það var kalt. „Þú skalt ekki vera hræddur við að segja það“, sagði stúlkuröddin. „Þú varst hermaður og þá gaztu auðvitað ekki komizt hjá því“. „Segðu mér eitthvað, stúlka mín“, sagði hermaðurinn. „Ah, það er svo lítið“. Svo var þögn það lengi, að músin þorði aftur að glíma við stígvélið. „Ég er bara svo ein“, sagði stúlku- röddin, „en nú ert þú kominn". „Já“, sagði hann. „Þú hefur eflaust farið um allt, séð allt og reynt svo margt vont“, sagði hún, „en ég hef legið hér og þráð, svo lengi, svo lengi“. „Hérna eru menn afskráðir“, sagði hermaðurinn. „O, það er svo lítið“, sagði stúlku- röddin, „ég var ekki gömul. Eg vildi svo íegin vera glöð og lifa. En svo varð ég hrædd og hljóp hingað niður að vatn- inu“. „Ég spyr þig ekki um neitt, stúlka mín“, sagði hermaðurinn. „Nú ligg ég róleg. Og mér sýnist ég sjá tunglið núna“. „Mér missýndist áðan“, sagði hann, „tunglið er ekki nýkomið upp. Það er að setjast. Mér fellur illa við þennan rauða lit, sem það fær á sig. En það hverfur rétt strax“. „Þá ætla ég bara að liggja og hugsa um það, að þú ert hérna“, sagði hún. Tunglið var næstum horfið, en það speglaði sig enn í tjörninni fyrir framan hermanninn. Það var eins og orðan hans væri komin upp á yfirborðið og hefði bráðnað þar í vatninu. R I S I N N Framhald af bls. 9 heiðri sínuim út á við, samkvæmt göml- um kínverskum sið, eða heldur hann þrátt fyrir hörmungar þær, sem leitt hefur af kreddum hans, enn fast við þær? E f það síðamefnda er rétt, er hið aufcna frelsi nú aðeins „skipulagt undanliald", og þá verður innan tíðar gripið til gömlu þvingunaraðferðanna, sem hafa leitt Kinaveldi á barm glöt- unarinnar. Svarið' við áðurnefndri spurningu er allt á huldu. Atburðir síðustu manaða benda til, að flokksstjórnin hafi látið eitthvað af strangleika sínum, en hin opinbera yfirlýsing flioktosþingsins er tviræð. Víst er um það, að Mao hefur enn útsfcúfað öllum þeim, sem hafa gagn- rýnt grundvallaratriði stefnu hans. Ný- loga urðu tveir fyrrverandi hershöfð- ingjar og núverandi keppinautar hans að hverfa úr flokksstjórninni. Ef yfir- lýsingin á að þýða, að haldið sé fast við alþýðusveitirnar, minnir það óhugn- anlegia á sálarástand Hitlers á siðasta hluta valdaskeiðs hans, þegar hann bjóst alltaf við að sigra vegna einhvers kraftaverks, er hann vænti á hverri stundu. Ef þessi sátsýki hefur einnig gripið Mao, verða afleiðingarnar í ná- inni framtíð slœlfilegar fyrir Kína. T „China Quarterly“, sem gefið er út í London, gaf stj órmnálamaður og rithöfundur frá Vietiram, Hong Van-s-í, skýringu á því, hvers vegna samyrkju- kerfið reynist svo gróflega illa í ris- löndum Asíu. Reynsla hans var sú, að meðan bændur áttu risakrana sjálfir gætti öll fjölskyldan þeirra nótt og dag. Slíkrar gæzlu er þörf, sökum þess að á vaxtarskeiðinu þarf rísjurtin að standa í vatni. í Kína og Vietnam fer risyrkjan að mestu leyti fram á hjöll- um. Þar verður því að halda við stíflu- görðum, sem umlykja Utlar tjarnir. Garðai'nir eru úr leir, og ef þeir renna burt, sem mjög er hætt við, er upp- skeran í voða. Engar þvingarnir hafa getað komið bændunu.m á samyrkju- búunum til að gæta rísakranna eins vel og áður. Hong kemst að þeirri nið- urstöðu, að einstaklingseðli ríssins sé svo mikið, að hann komi fram eins og ,. afturhaldssinni“ á samyrkjuibúum ,í Asíulöndum koimmúnista. „Risinn getur orðið til að koima kommúnismanum í Asíu á kné“, segir hann að lotoum. Eins og hér hefur stuttlega ver- ið sýnt fram á, hefur kommúnistastjórn- in í Kína orðið að lá.ta undan hungrinu í bili. En því miður fyrir Kína, eru ekki mikil líkindi til að breyting verði á til lengdar. Kínversku kommúnistarn- ir eru staðráðnir í að berja niður sér- fhverja tilhneigingu til „tækifærisstefnu“ innan floktosins. ebta má ráða af því, að stál- hnefi Maos hefir lostið hvern þann, sem hefur stutt stefnuibrey tingu. Og enn- fremur hefur orðið „endurskoðunar- sinni“ jafngilt „Krúsjeff“ í Kína í tvö undamfarin ár. Humgur síðustu þriggja ára í Kína hefur valdið samdrætti í iðnaðarfram- leiðslunni. Til dæmis er vitað með vissu, að nýju stálverksmiðjurnar í Shanghai hafa staðið ónotaðar í meir en ár, og baðmuliaiiðnaðurinn afkastar aðeins -40% af því, sem hann gæti efkastað. Að vísu er mat manna á samdrætti iðnaðarins afar breytilegt, en hitt er víst, að hin hraða þróun þungaiðnaðar- ins, sem áætluð var, verður að bíða. Þjóð, sem fær aðeins 75 sentimetra af klæði á mann á ári og stundar búskap sinn með hinum frumstæðustu tækjum, verður að fá einföl dustu þörfum sín- um fullnægt, ef stöðnun síðustu tveggja ára á ekki að verða framtiðarástand. F L' iin bezti mælikvarðinn á iðn- þróun Kina er utanrífcisverzlunin, því að án innflutnings framleiðslutækja er ómögulegt að auka iðnaðinn. Eins og áður varð að flytja talsvert af korni til Kína árið 1962. Af hagskýrslum vest- rænna landa kemur í ljós, að Kina flutti inn meira en 3 milljónir tonna af korni 1962. Enn skulda Kínverjar sem nemur 6400 mLlljóinum ísl. króna fyrir þær 5,5 milljónir tonna korns, sem þeir fluttu inn 1961. Sökum þessa innflutnings, hefur Kína orðið að hætta nær alveg að flytja inn framl©iðsi.u- tæki. Sovéti'íkin hafia ekkert gert til að hjálpa Kina úr þessum kröggum. Sovét- ríkin fluttu vörur til Kína fyrir 47 milljarða króna 1959. Þessi verzlun hafði minnkað niður í 17,8 milljarða króna 1961. Verzlun Kínverja við önnur komm únistaríki nam 80% utanríkisverzlunar- innar. Hlutur Sovétríkjanna minnkaði úr 50% niður í 38%. Árið 1962 hef.ur enn meiri samdráttur átt sér stað. Verzlun Kína við lönd Vestur-Evrópu hefur minnkað á sama tima um 50% til 65%. Verzlun við Afríku, sem Pek- ingstjómin vænti mikils stjórnmálaá- vinnings af, er hverfandi. Á síðustu árum hefur stjórnin hvorki getað flutt framleiðslutæki inn frá Austur- né Vestuir-Evrópu, og því átt í erfiðleikum með að auka þungaiðnaðinn. í utan- ríkisverzluninni endurspeglast sú stað- reynd, að eins og stendur á kínverska þjóðin fullt i fangi með að berjast fyrir lífimu . U tanríkisverzlunin við Japan hef- ur hins vegar aukizt, en hún nam, árið 1960, aðeins 115 milljónum króna. Þessi verzlun fimmfaldaðist árið 1961, og hef- ur sennilega tvöfaldazt árið 1962. Kín- verski utanri,kisráðhernann gekk svo langt, þegar japanskur stjórnmálamað- ur heimsótti Peking í haust, að lýsa yfir því, að samband Japans við Sjang Kæ-sék skipti Pekingstjórnina engu. Kinaveralunin hlýtur að vera mikil freisting fyrir hinn markaðshungraða japainska stáliðnað, en aðalverzlun Jap- ans er við Bandaríkin, og Bandaríkja- stjórn hefur sýnt verzlun Japana við Kina óvild. Það þarf því ekki að búast við mikilli aukningu á henni. Hinir rauðu mandarínar geta að- eins lagt áiherzlu á landbúnaðinn, eins og sjá má af því, sem hér hefur ver- ið sagt. Hin forna bústoaparaðferð Kín- verja gæti komið mikiu til leiðar, en stjórnin er treg að slafca til og heldur afar fast við sínar kenningax. Ef hinn haltrandi risi ætlar að taka en* eitt framfarastökk, er ekki annað sýnt en hann muni stingast á höfuðið. Enginn veit enn, hvort Pekingstjórnin lætur sér nægja að halda sig við jörð- ina á næstu árum. Yfirlýsing flotoks- ins dregur ekki fjöður yfir það, að nú kraumar í _Kínverju.m, jafnvel innan flokksins. Árásin á Indland átti að nokkru leyti rætur sínar að rekja til ástandsins i Kina sjálfu. S M Æ L K I Bölsýnn fulltrúi hjá Sameinuðu þjóð unum minnti á hin beisku orð Victors Hugos: — Diplomat er maður, sem er reiðu- búinn til að svíkja allt hér í heimi — nema sínai- eigin tilfinningar og lang- anir. □ ★ □ Nototorir æfðir innbrotsþjófar voru komnir inn á stórt fyrirtæki i Chicago og tótou þar til óspilltra málanna við gamlan peningaskáp í einni skrifstoí- unni. Ein þótt þeir væi-u reyndir í „fa.g- inu“ oig notuðu öll nýjustu verkfæri, sem því tilheyra, gekk hvorki né rak með að opna skápgarminn. Þjófarnir hurfu því frá við svo búið — en þótti að vonum súrt í brotið, ektoi sízt þar sem þeir höfðu oft unnið á stærri og öflugri peningaskápum en þessum „gamlingja“. Þegar lögreglan kom á staðinn, upp- lýstist málið skjótt: Peningaskápurinn gamli var aliLs ekki læstuii'! □ ★ □ Hinn kjarkmikli skozki rithöfundur, Sir Compton Mackenzie, sem sjaldan hefur látið hlutina á sig fá, hefur verið dálítið miður sín að undanförnu — og ástæðan er: 80. afmælisdagurinn. — Hann segix: — Þegar maður verður gamall í þessu landi, er farið að líta á mann sem virðu- legt minnismerki. Fólk kemur og glápir á m.ann ,eins og eitthvert furðuverk, sem notað er til þess að egna fyrlr feirða- menn. Það er óhugnanlegt. Hér fyrrum hélt ég, að þetta væri eintómt slúður og vitleysa — en, já, því miður er það allt of satt. Eg ætla að flýja. Já, svei mér þá — ég flý! 6. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ifí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.