Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1964, Blaðsíða 13
OSCAR CLAUSEN: PRESTASÖGUR Sonur prestsins í Reykjahlíð týnist Síra Jón Sæmundsson var prestur í Mývatnsþingum í byrjun 18. aldar (1716—1733). — Hann var sonur Sæmundar bónda Þorsteinssonar á Stóru-Brekku í Hjótum og konu hans, Unu Guð- mundsdóttur. Sæmundur var stór- bóndi og vel fjáður. Hann hafði áður búið á Þverá í Fljótum, og bar brann bærinn hjá honum rétt fyrir jólin 1694. Brann þar inni mikið af harðtfiski og hákarli, en Sæmundur bóndi hafði skömmu áður svarið fyrir að hann ætti nolikra björg og neitað að hýsa snauða menn, eða vikja að þeim munnbita. — Hann þótti því sleginn hendi Guðs, þegar eldurinn var látinn eyðileggja allan hinn mikla forða hans fyrir há- tíðina miklu. — Síra Jón rnissti föður sinn þegar hann var aðeins 15 ára gamall, en móðir hans var háöldruð, 93 ára, og dó ekki fyrr en árið 1745 norður á Helgastöðum í Reykjadal. — Una gamla sagði frá.því í elli sinni, að á hennar ungdómsérum, laust eftir miðja 17. öld, hefði barnastaðfesting eða konfirmation tíðkast í Fljótunum, og að hún hafi aðeins verið á tíunda árinu þegar hún var fermd. S íra Jón var fæddur á f>verá í Fljótum árið 1682. Það kom þegar í Ijós á æskuárum Jóns, að hann var vel gáfaður og líklegur til lærdóms, og með því að foreldrar hans voru efnuð, cg áttu mikið og gott bú, voru þau þess megnug að kosta hann í skóla. — Þau komu honum því í Hólaskóla 16 ára gömlum og þaðan útskrifaðist hann 23 ára, árið 1705. Skömmu síðar varð hann smásveinn Magister Björns biskups Þorleifssonar á Hólum. Tveim árum siðar, eða árið 1707, vígði svo þerra biskupinn þennan unga skjólstæðing sinn til Grenjaðarstaðar, sem „millibils- prest“ eftir dauða séra Þorláks prests Skúlasonar, og þjónaði séra Jón þar 1 ár, en þá var brauðið veitt öðrum. En út úr þessari veitingu urðu snarpar deilur milli Hólabiskups og Bessastaða- valdsins, en biskup hafði hugsað sér að koma séra Jóni að Grenjaðarstað, þó að ungur væri, aðeins 25 ára, en hinir dönsku á Bessastöðum gengu með sigur af hólmi í þeirri viðureign, eins og vænta mátti. Um vorið fékk séra Jón bvo Munkaþverár-klaustursbrauð og var þar prestur í 8 ár. Fékk síðan Mývatnsþing 1716 og var þar prestur í 17 ár, og bjó þá í Reykjahlíð tvisvar í 11 ár, á Kálfaströnd 2 ár og á Skútu- stöðum 4 ár. Síðustu árin, sem séra Jón lifði, þjáð- ist hann af steinsótt til kviðarins", sem á nútíma máli nefnist þvagteppa, en kvaldist þó einkanlega einn mánuð fyrir andlát sitt. f síðustu vikunni, sem hann lifði, kallaði hann saman á heimili sínu, allt sóknafólk sitt og heimamenn, og var það mikill fjöldi. Þai- kvaddi hann það og „fól Guði á hendur með fögirum orðum og heitum andvörpum“. — Síðan dó hann daginn eftir, 14. febrúar 1733, eftir að hafa meðtekið heilagt altarissakramenti. — Síra Jón er lýst þannig: (Præ Sig- hvats XVI, 1530.) „Hann va.r vel viti- borinn, stilltur og hægur geðþægðar- Framlhald af bls. 2 og Bandaríkjamönnum datt loks í hug að skipa Erhard í hana. N liú hefst tímabil, þar sem stað- reyndir og sögusagnir eru ofnar saman í flækju, sem erfitt er að greiða úr. Var það Erhard sjálfur sem ákvað að binda enda á öll höft, þegar genginu var breytt í júlí 1948? Það var hættuleg tilraun. Er rétt að hann hafi átt hinn sögufræga fund við Clay hershöfðingja, þar sem sá síð- arnefndi sagði: „Þér getið ekki breytt þeim höftum sem bandamenn hafa sett“, en Erhard anzaði stuttaralega: „Ég hef ekki breytt þeim. Ég bef afnumið þa.u“? Flestir Þjóðverjar trúa þessari sögu. Hins vegar íullyrða þeir sem bezt þekkja til aðstæðna og tóku þátt í þessum mál- um, að það hafi verið Bretar og Banda- ríkjamenn sem tóku ákvörðun um að leggja niður höftin, og að Erhard hafi í fyrstu verið sem þrumu lostinn. Hvað sem satt er í þessu máli, þá reyndist afnám haftanna þegar mikið framfaraspor. Fólkið fór að vinna, kaupa og selja. Verzlanir fylltust strax af vör- um, sem safnað hafði verið saman. Síðan 1949, þegar Erhard varð efnahagsmála- ráðherra í stjórn Konrads Adenauers, hefur hann haft yfirumsjón með þeirri maður, — kempinn en þó alvörugef- mn þegar við lá og nauðsyn krafði. Við fátæka var hann örlátur framar en efni leyfðu, — ágætur predikari, \'el að sér í lögum og góður búsýslu- maður, — en aldrei skrifaði hann ræð- ur sínar.“ — Svo var Séra Jón vinsæll meðal sóknafólksins, að það unni hon- um eins og bezta föður, og tregaði hann lengi. — Kona hans var maddama Halldóra dóttir Einars merkisbónda í Iléðinshöfða. Þau eignuðust 5 börn, og var sonur þeirra, séra Sæmundur á Þóroddsstað, en hann dó 1790. S kal nú sagt frá sorglegum af- drifum yngsta sonar prestshjónanna, séra Jóns og maddömu Halldóru, í Reykjahlíð. Hann hét Bjarni og var fæddur 12. sept. 1716, og var því orð- inn nærri 13 ára gamall, sérstaklega efnilegur, næmur og miklum náttúru- gáfum gæddur, og var kominn langt að læra undir skóla. Rétt fyrir sólstöðurnar sumarið 1729, eða 20. júni, var séra Jón faðir Bjarna tiðinn norður á Melrakkasléttu til ótrúlegu viðreisn sem átt hefur sér stað í Vestur-Þýzkalandi. Hann hefur jafnan prédikað, að einungis frjáls verzlun og frjáls markaður hafi gert hana kleifa. Um það má vissulega deila, hve stóran þátt Erhard eigi í „efnahagsundrinu“. En í embætti kanslarans skipta efnahags- kenningar hans minna máli en stjórn- málaviðhorfin. Og hann er í sannleika einn allra „ópólitískasti" maður sem nú fæst við pólitík. Hann hefur stæka skömm á öllum flokksböndum og flokks- sjónarmiðum. Hann viðurkennir fúslega að hending ein hafi ráðið því, að hann gekk í flokk Kristilegra demókrata en ekki Frjálsra demókrata. Það er mjög einkennandi að í pólitískum ræðum vík- ur hann sjaldan að flokknum, en fer þeim mun fleiri orðum um það sem hon- um liggur mest á hjarta: „Látið engan eyðileggja velmegunina sem við höfum öðlazt!" að sem skiptir Erhard mestu máli er almenningsálitið. Skoðanakönnun hef- ur lengi leitt í ljós, að hann er langsam- lega vinsælasti maður í Þýzkalandi nú. Sem kanslari mun hann áreiðanlega reyna að komast í nánari snertingu við almenning, bæði með blaðamannafund- um, sjónvarpi og ferðalögum um lands- byggðina. Það var til að varðveita vinsældir hans, sem ráðgjafar hans komu í veg fyrir að r s SVIPMYND fjárkaupa. Þennan morgun var á mikil þoka, og var pilturinn sendur að sækja kýr út í dal nokkuru fyi'ir utan eða noirðan Reykjahlíð. Hann kom ekki aftur um daginn, á réttum tíma, og var því maður sendur að leita hans, en þegar hann kom aftur að stundu liðinni og hafði ekki fundið drenginn, fór fjöldi manna að leita sama daginn. Daginn eftir fór einnig fjöldi manna að leita, úr báðum sóknum prestsins, en allt að árangurlausu, og svona hélt leit- xn áfram í 3 vikur stanzlaust, þangað til faðir hans kom aftur heim. U m sömu mundir og séra Jón kom heim úr Sléttuferðinni, eða um miðjan júlí 1729, varð hann að flýja með allt sitt frá Reykjahlíð að Skútu- stöðum, undan vellandi eldi og bruna- flóði, sem hljóp ofan í sveitina, og skömmu síðar eyddi 3 bæjum, Reykja- hlíð, Gröf og Fagranesi. — Þá höfðu undanfarin 3 ár brunnið eldar frammi á Mývatnsöræfum, sem færðu sig nú nær byggðinni, og steyptu logandi hraunflóði yfir hana. — Þetta voru séra Jóni sannarlegir raunatímar, og því eðlilegt að leitin að týnda drengnum yrði að sitja á hakanum, enda töldu allir hann fyrir löngu af. Nóttina eftir að drengurinn villtist í þokunni, hafði skollið á krapaveður og illviðri, og þótt- ust menn vera vissir um, að drengur- inn hefði gefist upp og dáið af „mæði, lúa og þreytu". Svo liðu 2 ár, en þá fundu tvær sel- ráðskonur úi' svoköMuðu Auraseli, lík lians, en það sel er suðaustur frá Reykjahlið. — Þær fóru einn morgun að leita að hvönnum, og fundu þá líkið liggjandi á sléttum sandi, — að öllu óskaddað að sjá, og var pilturinn eins og nýdáinn, — en þegar það var snert, var ekkert nema beinin innan í skinn- inu. Önnur höndin lá undir kinn hans, en hina hafði hann rétt frá sér. Skórn- ir hans lágu hjá honum, gengnir upp að vörpum, og eins voru sokkarnir gat- slitnir, sem ekki var að furða, þax sem hann hafði gengið svo langan veg yfir liraun og klungur. Hann hafði farið ótrúlega langa leið. — Bein hans voru fiutt til Skútustaða og þar voru þau lögð til hvíldar í hinum vigða reit, — kirkjugarðinum. — hann segði af sér, eftir þá hrottalegu lítilsvirðingu sem Adenauer hafði sýnt honum hvað eftir annað. í rauninni er Erhard að biðja almenning um stuðning gegn stjórnmálaflokkunum, einnig sín- um eigin flokki. Hann hefur aldrei lagt sig niður við að koma sér upp „Erhard-kjarna" í flokkn- um eða á þinginu í Bonn. Hins vegar gæti það reynzt honum hættulegt að vanrækja flokkinn, sem þegar er farinn að þrátta um það innbyrðis, hvernig Þjóðverjar geti bezt fært sér i nyt „hlák- una“ í kalda stríðinu. Gamli kjarninn undir stjórn Adenauers mun eflaust berj- ast gegn öllum tilslökunum við Rússa og jafnvel gegn hinni vinsamlegu afstöðu Erhards til Breta og Efnahagsbandalags- ins. Nýi kanslarinn getur vafalaust vakið metnaðai-gjarna samstarfsmenn sína til vináttu og jafnvel aðdáunar á sér. En fær hann þá til að hlýða sér? Þeir þrir mánuðir sem hann hefur verið við völd gefa enn sem komið er fátt til kynna um það. En geti þessi mildi og einræni mað- ur í sannleika orðið „kanslari fólksins“, þá mun hann breyta undirstöðu þessa virðulega embættis. Takist honum það ekki, er hætt við að fylgismenn hans líti aðeins á hann sem gagnlegan millibils- mann til að halda hásætinu heitu, þar til nýr „sterkur maður“ kemur fram á sjónai'sviðið. 3. tölublað 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.