Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.1964, Blaðsíða 9
Richard J. Neutra: Skrifstofubygging í Los Angeles. Hliðin snýr í suður og er því þakin hreyfanlegum alumíníum- rimlum, sem skýla fyrir sólarljósinu. Corbusier einna fremstur þeirra, er áhrif höfðu með ritum sínum og verkum. Hanr. var mikilihæfasti og frjóasti höf- undur nýrrar stefnu í byggingarlist, og óspar á að fræða aðra um áhugamal sín og hugmyndir. Til Bandaríkjanná kom Corbusier fyrst í heimsókn árið r935, þá í boði Museum of Modern Art í New York, — en svo aftur síðar, ásamt nokkrum heimsiþekktum húsa- meisturum öðrum, til þess að móta byggingu Sameinuðu þjóðanna, — en í því starfi gegndi hann forustuhlut- verki. Þótt áhrifa Corbusiers gætti.nokkuð þessi ár, voru þó einnig fleiri arki- tektar af evrópskum stofni, er flutt höfðu til landsins, og gerzt þax borg- arar sumir hverjir. Arkitektar, sem h’otið hafa alþjóðaviðurkenningu fyrir störf sín í Bandaríkjunum, og þar með verið í fararbroddi hinna nýju viðhorfa í byggingarlist þar um slóðir. JMá þar einna fyrstan nefna ÞjóSverjann Mies van der Rohe, er gerðist bandarískur borgari, og svo hinn merka húsameist- ara er stofnaði árið 1919 Bauhaus í Þ /zkalandi, Walter Gropius, en Gropius hafði um tíma starfað með þeim Corbusier og Mies van der Rohe í skóla meistarans Peters Behrens í Ilarmstadt. Gropius hefir alla tíð verið sterkur sjálfstæður persónuleiki, hæ- verskur en þó ósveigjanlegur í sann- færingu sinni um eðli sannrar bygg- ingarlistar. Hann trúir á hina félags- legu þýðingu hennar, og náið samstarf allra greina lista og tækni, er húsið móta og byggja. Persónudýrkun er hon- um mjög fjarri skapi, og hann telur að sé um vandasamt verketfni að ræða, verði og hljóti heiðurinn af vel unnu verki að skiptast réttlátlegg, og á fleiri en einn, í því mikla samstarfi, sem nauðsynlegt er til þess að árangur náist. Áhrifa hans hefir m.a. gætt í því, að hvergi er meira samspil milli arkitekta og verkfræðinga en í Ame- ríku — móske vegna þeirrar stærðar og umfangs verkefnanna, sem til úrlausn- ar eru. Gropius starfar nú í félagi við fleiri arkitekta í Bandaríkjunum, og kennir auk þess nokkuð fullnuma arkitektum, er til hans leita, áður en þeir byrja eigin starfsemi. Frá árinu 1937 hefir hann verið búsettur í Bandaríkjunum, en varð þá strax og fram til ársins 1952 kennari í byggingarlist við eina fremstu menntastofnun þar, Harvard- háskólann. Áhrifa hans hefir ekki ein- ungis gætt verulega í Vesturálfu, held- ur um víða veröld, og verið fyrirboði hins nýja tíma, og nýrrar stofnu í byggingiarháttum. Aðrir Evróþumenn, sem að meira og minna leyti hafa á sama hátt komið við sögu síðustu þrjá áratugina, og með verkum sínum sett svipmót á byggingarlist Bandaríkjanna, eru Aust- urríkismaðurinn Riohard Neutra og ítalinn Pierre Nervi, en hann er jafn- framt verkfræðingur, og einn fremsti Ihöfundur byggingarlistar hinnar járn- bentu steinsteypu — og að lokum má ekki gleyma hinum finnsku feðgum Saarinen og landa þeirra Alvar Aaalto eða Niemeyer. Saarinen-feðgar eru senni lega, hvor á .sínu tímabili síðustu 30 árin í byggingarsögu Bandarikjanna, í fremstu röð þeirra, er skapað hafa ný viðhorf. Báðir gerðust þeir bandarískir borgarar, og báðir hafa afrekað miklu í sköpun byggingarmála þeirrar þjóð- ar, er gaf þeim og öðrum ríkulegt tæki- færi til þess að koma hugmyndum sín- um og hugsjónum á framfæri. Aalto var hins vegar og er, líkt og Corbusier, fremur gestur en heimamaður, en eftir- sóttur lærifaðir og meistari eigi síður en annars staðar í heiminum, og gegnir enn miklum verkefnum einnig í Vest- urheimi. Þannig hefir það orðið um bygging- arlist og þróun byggingarmála í Bandaríkjunum, að fyrst nú á síð- ustu áratugum má heita að tala megi um sjáifstæða byggingarlist þar. Læri- meistararnir hafa þó mestmegnis kom- ið úr hinum gamla heimi og sagan þannig endurtekið sig. Bandaríkin eru því að miklu leyti hinn nýi heimur enn í dag, en hefir kunnað að tilenka sér og fulkómna á margan hátt hið bezta í listmenningu og tækni á þessu sviði, sem innflytjendur okkar tíma til Vín- lands hins góða hafa fært þeim. Bygg- ingarlist vorra tíma kallast alþjóðleg, og hver þjóð styðst mjög við fyrirmynd- ir, reynslu og þekkingu annarra. Að sjálfsögðu eru mörg fleiri nöfn í heimalandinu sjálfu, Bandaríkjunum, sem nefna mætti í þessarri þróun mála, en yrði í stuttu erindi aðeins upptaln- ing nafna. ]Víér hefir gerzt tíðrætt um bygg- ingarsögu Bandaríkja Norður-Ameríku, enda það verkefni, er mér var einkum falið. Af lestri minum þykist ég vita, að hinn gamli heimur hafi að mestu mótað byggingarsögu þessarrar ágætu og framtakssömu þjóðar. Það er líka rétt, og engir viðurkenna það fremur Bandaríkjamönnum sjálfum. En svo er einnig Suður-Ameríka, og þær þjóðir er hana byggja, sem ekki verður kom- izt hjá að geta um, þegar talað er um byggingarlist Vesturálfu. Margir þeir meistarar, er áður voru nefndir, hafa einnig veiáð þar að verki, og margar eru þær upprennandi stjörn- ur meðal yngri kynslóðar, er fetað hafa í fótspor þeirra, og sýnt heiminum á síðari árum ferska og frjóa byggingar- list, og skemmtilegar tilraunir. — í sköpun jafnvel heilla borga, þar sem tækni nútímans er nýtt til hins ýtrasta, og þar sem arkitektinn og byggingarverkfræðingurinn sameina í ríkari mæli en áður hefir þekkst, hug- myndaflug sitt og sköpunarmátt, með nánu samstarfi. Forustuþjóðir Suður-Ameríku eru 1 þessum efnum Mexíkó, Argentína og Brazilía, og áhrifa af byggingarlist þeirra gætir ekki einungis í Bandaríkj- unum, heldur um allan heim. Suður- Ameríku-þjóðirnar flestar hafa frá önd- verðu búið við meiri menningararf í byggingarlist en bræður þeirra í norðri, og kunna vel að meta þá arfleifð, — en hika þó ekki við að byggja upp nýtt í samræmi við kröfur tímans og tækni- þróun alla. Má segja, að þar hafi nú sk&pazt alþjóðlegur byggingarstíll, en einnig þar gætir evrópskra áhrifa, og í all ríkum mæli frá arkitektum hins gamla heims. Þrátt fyrir alla hina miklu innrás arkitekta Evrópuríkja til Vesturálfu á þessari öld og áhrif þeirra á bygg- ingarþróun hennar, hafa þó margir inn- fæddir tekið duglega á móti, og sumir innrásarmanna setzt að fótskör hinna innfæddu höfðingja og hlýtt boði þeirra. Fremstur Bandaríkjamanna þetta tímabil er vafalaust Frank Lloyd Wright, — eitt skærasta nafnið á himni bandarískrar byggingarlistar. Galdra- maður, — gáfaður og í senn skáldlegur en raunsær um leið. Wright var mikill lærimeistari hinnar yngri kynslóðar. í byggingarlist Bandaríkjanna, og i skóla hans síðustu árin, er hann iifði, voru farnar pílagrímsferðir til eyðimerkur Arizona, en þar hafði hann aðsetur sitt í sínum fræga „Desert Camp“. Vil ég ekki skilja svo við þessi orð min, að þessa br'áutryðjanda í byggingarlist Bandaríkjanna sé ekki að meiru getið, og leyfi mér að láta hann að lokum sjálfan tala um afstöðu sína til arki- tektsins og byggingarlistarinnar, — en Framhald á bls. 14. Guggenheim-listasafnið í New York. 6. tölublað 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.