Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Blaðsíða 6
þekktur, og sú tilhugsun gleður mig, að ég muni halda áfram að vera það þang-- að til ég gef upp öndiná.“ Sartre kveðst hafa verið blekktur og sefjaður til þeirra muna, að hann" hafi með mikilli ánægju lýst óhrjálegum kjör um mannkindarinnar í „La Nausée“. Jafnvel lengi eftir þá bók svaf hann svefni réttlátra, en 25 árum siðar segir hann í „Les Mots“: „f um það bil 10 síðastliðin ár hef ég verið maður, sem er smám saman að vakna ... sem getur ekki minnzt gamalla mistaka sinna án þess að skella upp úr, og veit ekki leng- ur hvað hann á að gera við líf sitt.“ S artre heldur áfram að lifa lífi sínu að nokkru leyti í félagi við Sim- one de Beauvoir, sem enn einu sinni seg- ir okkur frá ástarævintýrum sínum (bæði með Sartre og öðrum), vinum sínum, ferðalögum, bókum, vonum og vonbrigðum. Sartre hefur greinilega í huga höfund „La Force de l’Age“, þeg- ar hann skrifar í „Les Mots“: „Samt dái ég og virði hina auðmjúku og þrá- kelknislegu trúfesti sem margt fólk — sórstaklega konur — sýna smekk sínum, löngunum, gömlum ævintýrum og horfn um ástasigrum.“ Okkur þykir líka vænt um þessa brennandi ást á lífinu hjá Simone de Beauvoir og virðum hana. Fordómar hennar hryggja okfcur — ekki vegna þess að við séum alltaf andvíg ástríðu- fullum hugsjónum hennar eða gagnrýni, heldur vegna þess að við höfum upp- götvað og dáð í fari hennar eitthvað, sem er haíið yfir hversdagsleg yfir- borðsviðbrögð: ákveðna andlega göfgi, sem leitt er að sjá hana misnota. Til dæmis fær hún af sér að skrifa þetta um mann sem hún kallar vin sinn: „Eft- ir að R. hafði tæmzt arfur, gekk hann í lið með Gaullistum: hann var orðinn fjáður.“ En hin eiginlega Simone de Beauvoir, sem er laus við allan auvirðileik, horf- ir á sjálfa sig eldast með hrolli og skelfingu, og játar það hreinskilnislega. Og það er þessi kona sem í lok síðustu bókar sinnar skrifar þessi orð: „I lífi mínu hefur verið eitt ótvírætt lán -— samband mitt við Sartre. í rúm 30 ár höfum við aðeins eitt kvöld^sofnað ó- sátt.“ ó gagnkvæmur skilningur þeirra sé vissulega aðdáunarverður, þá er hann harla ólífcur ást tveggja annarra París- arbúa, sem eru engu síður fræg eða ver- aldarvön. Þau eru Louis Aragon og Elsa Triolet. Enn einu sinni syngur Aragon konu sinni og ást þeirra lofgerðaróð, sem aldrei var fegurri en nú, í löngu og flóknu ljóði sem hann nefnír „Le Fou d’Elsa“ (Flónið hennar Elsu). Hann beitir margs konar bragairháttum í lof- gerðinni um ástvinu sína, lætur þau tvö eiga heima í Granada á Spáni undir loka Máraveldisins þar. Hinn eldheiti kommúnisti Aragon sér fram á, að hon- um kunni að verða legið á hálsi fyrir að flýja samtíðina, vanrækja skyldur sínar við samborgarana og þjóðfélags- baráttuna, og gefur. þessi svör: „Aðrir geta annazt um það núna. Ég, sem á að deyja, þarfnast hvetrs andardiráttar til að nefna Elsu.“ J ean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir eru óðum að eldast, ekki mjög fjarri hvort öðru, en þar sem þau hafa ekki bundizt neinum tryggðaböndum, eldast þau hvort í sínu lagi, aðskálin. í Granada skáldsins — sem er líka „þetta Granada sem við nefnum Lif“, umsetið af kaþólskum kóngum — heyrir Aragon í fjarska orð manna frá annarri öld og sér í framtíðinni „þessi hjón, sem veitt verður sú blessun að eldast saman“. Aragon minnist líka á alla þá, sem ekki skilja slíka ást og henda gaman að henni, vegna þess að þeir vita ekki nema hún kunni að rjúfa hinar hefðbundnu borgaralegu reglur ástarinnar, þar sem menn lifa í friði með konum sínum og hjákonum, skipta-um konur án minnstu fyrirhafnar, og láta sem þeir viti ekki um elskhuga eiginkonunnar. En Aragaon lætur sér fátt finnast um glens annarra. „Kona lífs hans og arma heldur áfram að vera honurn eilíf tón- list“. Hann elskar efckert nema hana. „Þegar ég sýnist stundum vera að yrkja um aðra hluti í ljóðum mínum, eru þeir ekki annað en táknin sem sýna Elsu, táknin um Elsu“. Það er óneitanlega hjartnæmt að hlusta á Simone de Beauvoir gera sér í hug- arlund.hina óhjákvæmilegu hinztu skiln aðarstund þeirra Sartres. En það kyn- ferðislega frjálsræði, sem Jean-Paul og Simone hafa opinberlega veitt hvort öðru, þessi eigingimi sem þau hafa vilj- að varðveita, jafnvel þó hún feli í sér afneitun ástarinnar, fangelsar þau í ein- semd, sem Louis og Elsa hafa losnað úr, að svo mifclu leyti sem hægt er. GÍTARINN Framhald af bls. 1 ungu fólki — sem hefur engjin önnur áhugamál á sviði alvarlegrar tónlistar. Og sannleikurinn er sá, að ekki eni margir, sem mundu ganga yfir þvera götu — auk heldur borga fyrir hljóm- leika eða plötur — til að hlusta á verk flestra höfunda, sem Segovia leikur — ef það væri ekki Segovia, sem flytti þau. Sumar efnisskrár hans hafa ekki annað inni að halda en eintóma óþekkta r.útímatónlist. Tónlistargáfa Segovia er svo djúpstæð, að hann gæti hrært áheyr endur heilt kvöld með eintómum fingra æfingum. Á' öllum ferli Segovia hefur ekk- ert valdið honum meiri erfiðleikum en það að búa efni í hendúrnar á sér og hljóðfæri sínu. Um mexíkanska tónskáld ið og hljómsveitarstjórann Manuel Ponce hefur hann einhverntíma skrifað þetta: „Svo er honum fyrir að þakka, að..... gítarnum var forðað frá tónlist saminni eingöngu að gítarleikurum“. Segovia hef ur skrifað, fremur dapur í bragði, um þá bamastrú sína, að „svona yndislegt hljóðfæri hlyti að eiga sér tónverka- safn, jafn víðtækt, göfugt og viðurkennt og nokkurt annað hljóðfæri" — og svo um léitina, sem hafði að árangri „fá- ein verk eftir Arcas, Sor og Tarrega". Berlioz og Paganini höfðu báðir leik- ið á spænskan gítar, en Berlioz skrifaði ekkert fyrir það hljóðfæri og verk Paga- ninis fyrir fiðlu og gítar gerðu hlut síðarnefnda hljóðfærisins hálfvesæld- arlegan. Sumir söngvar eftir Schubert eru með gítarundirleik, og til er gull- fallegur kvartett eftir hann, fyrir flautu, gítar, violu og selló — en ekkert fyrir einleik. Fyrsti konsertinn fyrir gítar og hljómsveit var ekki saminn fyrr en 1932. Að öllu samanlögðu var Segovia í fyrst unni bundinn við renessans- og snemm- barok tónverk fyrir lútu eða spænska vihuela (gítartegund), og svo eigin umskriftir af verkum, sem ýmsum öðr- um hljóðfærum voru æitluð. Og næstum algjör skortur hans á samúð með öll- um aðalstraumum 20. aldar tónlistar, þrengdi mjög það svið þar sem hann gæti leitað sér nýmetis. Af heldri tón- skáldum samtíðar hans lögðu de Falla og Roussel til hvor sitt litla verkefni fyrir gítar og Villa-Lobos einn æfinga- flokk (mjög fallegan). Enginn af þeirri tylft manna, sem hefur samið tónlist fyr ir Segovia, nema ef til vill Castelnu- BandaJÍkin ovo-Tedesco hinn ítalsk-amerísiki, mundi nú vera þekktur utan heimalands síns, ef Segovia hefði ekki tekið þá að sér. V itanlega er hljóðfærið svo „nýtt“, að Segovia hlýtur að vera sjálfur með- höfundur allra tónverka, sem hann fer með. Nýlega var hann spurður, hvort hann væri enn í umskriftunum, svaraði hann: „Já, vitanlega. Ég er með nýtt verk eftir Federico Mompo, Suite-Cam- postellana. Svo er ég að laga þessi 28 lög eftir Castelnuovo-Tedesoo fyrir „Platero og ég“, bókina eftir Jiménez, sem fékk Nóbelsverðlaunin.“ Viðmælandinn botnaði ekki neitt 1 - neinu. „Fyrir hvaða hljóðfæri var þetta sumið up.prunalega?“ „Fyrir gítar“, svaraði Segovia með hægð. „En það veit ekkert tónskáld. Hvað sgm þau semja, verð ég að láta það falla inn í mitt svið.“ „En þetta er ekkert mjög ólíkt og með önnur hljóðfæri", hélt hann áfram. Sambandið með höfundinum og túlk- aranum er eins og sagan um Jesúm og Lazarus. Jesús gekk að gröfinni og sagði „Statt upp og gakk!“ Túlkandinn fer eins að. Tónlistin liggur þama dauð á blaðinu á borðinu og hann segir: „Statt upp og gakk!“ Og eftir að Jesús vakti Lazarus frá dauðum, tilheyrði Lazarus honum meir en sínum eigin föður.“ Eins og eðlilegt er um jafn róman- tískan mann, hefxu- einkalíf Segovia ver ið umhleypingasamt. Hann segir: „Þýzkl heimspekingurinn Schopenhauer var bál vondur út í tvennt, sem hann hafði aldrei náð tökum á í lífinu — konum og gítarnum.“ Segovia hefur gengið vei við hvorttveggja. Það er einhver há- tíðleg riddaramennska í framkomu hana við konur, sem er fyrst og fremst spænsfc — en tilheyrir samt ef til vill honum einum, rétt eins og „segoviafingurnir", sem Carl Sandburg skrifaði einhvern- tíma um. F yrir fáum árum voru seld pall- sæti á einum hljómleikum hjá Segovia, og eftir þriðju eða fjórðu framköllun reis upp kona ein úr sæti sínu aftast á pallinum, og tók að glíma við að kom- ast í kápuna sína. Þá fann hún hönd koma, sem hjálpaði henni í kápuna, og þegar hún leit við til að þakka fyrir sig, var næstum liðið yfir hana, þégar hún sá, að þetta var Segovia. Hann hafði komið fram á pallinn til að hnéigja sig einu sinni enn, tók eftir konunni, sem var í vanda stödd, og án þess að muna eftir hvar hann var staddur, flýtti hann sér að hjálpa henni. Fyrra hjónaband Segovia endaði með skilnaði, á þeim árum þegar hjónaskiln- aðir leyfðust á Spáni. (Sonur af þvi hjónabandi er listmálari og á heima í Frakklandi). Svo átti hann langt og næstum opinbert samband í New York, en sumarið 1962 fcvæntist hann ungri og Framhald á bls. 14 fj LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.