Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.1964, Blaðsíða 8
Elena Whiteside: Hlutskipti Sovétkonunnar MiBlungskona i Rússlandi vinnur sjö stundir crð atvinnu sinni, en sex heima Eg verð uppgefin heima og hvíli mig við vinnuna“, sagði gildvaxna kennslukonan, sem var með okkur í járnbrautarklefan- um. Maðurinn minn og ég erum bæði Bandaríkjaborgarar en tölum rússnesku, og nú vorum við á heim- leið úr mánaðarheimsókn hjá afa mínum og ömmu og öðru skyld- fólki. Með okkur var sonur okkar, tíu mánaða gamall. Við höfðum komið á mörg miðlungs heimili í Moskvu og í þorpi með 4000 íbúum, svo sem fimm klukkustunda járnbrautarferð norð-austur frá höfuð- borginni. Nærvera sonar míns hafði gef ið mér tækifæri til að taka eftir við- brögðum rússneskra kvenna við börn- um og heimilum sínum, og nú hafði ég ekki annað að gera en hafa eyrun opin og taka eftir því, sem þær segðu um vinnu síria. Ég komst að þvi, að miðlungs kona í Sovétríkjunum vinnur úti sjö stundir á dag (laugardagurinn þó ekki nema hálfur), og er siðan sex stundir við húsverkin. Af næstum tuttugu konum, yngri og eldri, sem ég átti tal við, eitthvað að ráði, var engin sem ekki hafði starfi að gegna, eða þá var að læra til þess. í þessum hópi var ein dr. phil. og prófess or í fornaldarsögu, um það bil að segja aí sér — ein fertug og ógift, sem var ritstjóri sveitarblaðs; ein fjörug og fynd in, sem var tannlæiknir; tvítug stúlka, sem las lyfjafraeði; gagn.fræðaskólakenn ari á eftirlaunum; uppgjafaforstjóri hattaverksmiðju; 35 ára verkfræðingur, sem byggir brýr; ein dr. phil og dr. med., sem fæst við berklarannsóknir í Moskvu; ein sem hafði gifzt snemma og átti fjögurra ára dreng, en var nú að læra í bréfaskóla til kennara í rúss- neskum bókmenntum; 35 ára gömul leiðsögukona í Sögulega safninu í 'Moskvu (hún átti fjögurra ára gamlan son og hafði lokið prófi í Frakklands- sögu í háskólanum í Moskvu); 24 ára gömul landmælingakona frá Leningrad; samyrkjuverkakonur; teiknari hjá járn- brautunum, frá Moskvu. Þessar konur voru hreyknar af því að mega vinna. Þær töldu sig frjálsar frá þrældómnum við heimilisstörfin. Vegna menntunar sinnar áttu þær sér sérgrein ar, sem gerðu þeim það óþolandi að húka heima. í þeirra augum var vinnan 9pennandi tilbreyting, sem hélt haafileik um þeirra við, og þeim sjálfum vak- andi. E n þarna voru líka rík hagsmuna leg sjónarmið að verki. Sovéthúsmóðir veit, að aukatekjur hennar geta veitt henni það sem er fram yfir það bráð- nauðsynlegasta, en í það fer kaup eig- inmannsins. Ef kaup í Bandaríkjunum er miðað við eina fyrirvinnu í hverri fjölskyldu, er rússneskt kaup miðað við, að fyrirvinnurnar séu tvær. „Konan min hefur gaman af verkfræðistörfunum sín um“, sagði verksmiðjustjóri einn við mig, „en hún verður líka að vinna til þess að létta undir með heimilinu“. Og svo hefur hún verk að vinna heima fyrir, og það mikið. Enda þótt miklar framfarir hafi orðið á undanförnum ár- um, hvað lífskjör snertir, eru rússnesk heimili nú eins og þau voru fyrir 30 árum í borgunum," og eins og þau voru fyrir 100 árum í sveitunum. í þeim hús- um, sem ég kom í, sá ég hvergi upp- þvottavél, þurrkara, tauvindu, eða jafn- vel ryksugu. I þorpinu eru meira að sc-gja kústarnir handunnir og engir þvottakústar eru þar til, heldur eru gólfin þvegin með tusku. í flestum þorpum Evrópu-Rússlands er engin vatnsveita. í gamaldags leigu- húsi í Moskvu er aðeins kalt vatn og það aðeins í sameiginlegu baðherbergj- unum og eldhúsunum, en ekki í íveru- herberjjunum. Allan þvott verður að sjóða og nudda, og það eitt getur tekið sem svarar tveim erfiðum vinnudögum á viku. Þetta er því framkvæmt á kvöldin og á frídög- um. í þorpinu þar sem við vorura í þrjár vikur, þvoði ég bleyjurnar af barninu í tjörninni, ásamt frænkum mínum. Það gat verið gaman að sum- arlagi og i fáar vikur, en heiniamenn verða að gera það árið um kring. frænku minnar í Moskvu, bjó ung móð- ir með sex mánaða barn. Á hverjum degi sá ég hana i félagseldhúsinu í kjall aranum, kófsveitta að sjóða og nudda flíkurnar af barninu. En erfiðast af öllu var þó að þurrka þvottinn. Snúrur, strengdar undir tíu feta háu loftinu, voru eini staðurinn fyrir votan þvott. Og það var ekki auð- Hinumegin við ganginn, gegnt íbúð hlaupið að þessu, eins og ég fékk að reyna við bleyjurnar hans sonar míns. Ég varð að klifrast upp á stól og svo upp í háa glugigakistu. Þar stóð ég, með prik í annarri hendi að vopni, og varð að hengja hverja einstaka flík á snúru, sem ég rétti náði til, og svo ýta henni burt með prikinu. „Þú verður að vera handviss", sagði unga móðirin aðvar- andi. „Stundum fæ ég svima af því að horfa svona lengi upp. Og sumir detta af því að þá 9vimar.“ Hvert húsverk tekur miklu lengri tíma en ég hafði átt að venjast. í hverju húsi, sem við komum L, varð t.d. að hita vatnið á eldavélinni. J flestum íbúðum eru mikil þrengsli, svo að ekki er hægt að draga nein húsverk á lang'inn. í íbúð frænku minnar var eldhúsborðið eini staðurinn þar- sem börnin gátu lesið lexíurnar sínar. Þessvegna varð að þvo það taf- arlaust eftir hverja máltíð. Mörg heimili hafa ekki einu sinni ttl afnota kæliskáp, enda þótt það ástand fari nokkuð skánandi. Þannig verður' að gera innkaupin að minnsta kosti einu sinni á dag — oft tvisvar eða þrisvar, einkum þó að sumarlagi. Ég varð að kaupa nýmjólk handa barninu mínu fyrir hverja máltíð, og frænka mln keypti kjöt tvisvar á dag. En innkaup- in þýða sama sem að þurfa að fara í nokkrar búðir — matvörubúðina, kjöt- búðina, mjólkurbúðina — frekar en t eina fjöldeildaverzlun. Símapantanir eða heimsendingar eru óþekkt fyrirbæri. Matarsuða fer venjúlega fram á gas- ofnum, sem enda þótt 1 sambýlishúsum sé líkjast mjög þeim, sem við þekkjum. Það, að matarsuðan tekur miklu lengri tíma enn í dag en Ameríkumenn þekkja, stafar mestmegnis af vanafestu. „Maðurinn minn vill alltaf hafa matinn soðinn eins og hann átti að venjast hjá henni mömmu sinni“, sagði kvenlækswr við mig. „Þetta þýðir aftur, að þegar ég kem frá vinnu minni, klukkan hálf- fimm, er ég minnst þrjár klukkustund- ir í eldhúsinu að malla súpu af bein- um, baka kökur og brauð og steikja stór kjötstykki". Enda þótt suijiar tegundir af vinnu- sparandi mat séu farnar að fást víðast hvar, vilja rússneskar húsmæður held- ur búa til m.at með gamla laginu. Ég sá oft fryst kjöt og grænmeti í búðar- gluggum, en þetta er enn of mikil nýj- ung til þess að hafa hlotið almenna út- breiðslu. Einn erfiðleiki hjá sovézku húsmóð- urinni er sá, að húshjálp kemur ekki til nokkurra mála. Almenn, ókeypis framhaldsmenntun veldur skortinum á þessu sviði. Það er svo að segja óþekkt að fá nokkurn til að sitja hjá börnum. Ein bókmennta-kennslukona, sem á tvö börn og á heima í Moskvu, sagði mér: „Nómsfólkið okkar kærir sig ekki um slík störf. Það er of önnum kafið við lesturinn. En það gæti annars verið heppilegt. Enda þótt ég geti komið börn- unum fyrir í góðar hendur að deginum er mjög erfitt að fá nokkurn til að gæta þeirra á kvöldin, þegar okkur langar í leikhús. Stundum bið ég gömlu uppgjafa konuna í næstu íbúð að líta eftir þeim, en hún er bara svo lasburða. Þetta er orðið mesta vandamál." V i msir hlutir, sem amerisk ung- barnsmóðir telur vera sjálfsagða hluti, eru enn ekki tíðkaðir í Rússlandi. Þeg- ar ég sýndi ungu móðurinni, hinumegin við götuna, pappírsbleyjurnar, sem ég hafði keypt til að nota á járnbrautarferð inni, ætlaði hún ekki að trúa sínum eigin augum. „Áttu við, að þú fleygir þeim bara á eftir?“ spurði hún. „En sniðugt! Ég hef aldrei heyrt þær nefnd. ar hér“. Plastbuxur eru einnig óþekktar. Þeg- ar ég fól frænku minni son minn 1 nokkra klukkutíma, fann ég hana aftur ljómandi á svipinn. „Hann gerði, og ekk ert varð óhreint!“, sagði hún, frá sér numin.',,Þú hefur allt fullt af þessum dásamlegu hlutum!“ í Rússlandi eru bleyjur alls ekki not- aðar á börn, heldur eru þau lögð nakin milli tveggja hreinna laka, en þar undir eru höfð mörg lög af striga. Þegar svo barnið vætir sig, er undir eins skipt um lök. Útkoman verður ósköpin öll af þvotti. Rikið hefur gert tilraunir til að hjálpa vinnandi mæðrum. Það útvegar þeim mæðraleyfi og ágætis læknisþjónustu, og auk þess fjölgar það mjög vöggu- stofum. Rússneskar húsmæður verða að gera innkaup sin daglega, þvi kæliskápar eru á fæstum heimilum. g LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ------------------------------------------------------------ 15. tölublað 1964 w €

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.