Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 2
Bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Walter Lápp- mann á að baki sér einstæðan feril. Hann hefur iengur en nokkur ann- ar blaðamaður haft bein og óbein áhrif á bandarísk þjóðmál og af- skipti Bandaríkjamanna af alþjóða- málum. í meir en hálfa öld hefur hann haldið áfram að ræða brýn- ustu vandamál líðandi stundar og einatt beint þróuninni inn á þær brautir, sem hún hefur tekið. Hann hefur einnig átt stærri lesendahóp en nokkur annar blaðamaður, því hann hefur ekki einungis verið les- inn um gervöll Bandaríkin, þar sem fjöldi blaða birtir vikulega greinar hans, heldur hafa þær verið þýddar og birtar í dagblöðum um víða ver- öld, meira að segja á íslandi. Um það er ekki heldur neinum blöðum að fletta, að áhrif hans hafa verið djúptækari en nokkurs núlifandi blaðamanns. Hver einasti bandariskur stjórnmála- maður, sérhver embættismaður í ábyrgð arstöðu, allir sem á einhvern hátt eru tengdir stjórnmálum og stjórnarathöfn- um í Washington hafa lesið greinar Lippmanns í „New York Herald Tri- bune“ þrisvar í viku yfir morgunmatn- um. Fylkisstjórar í öllum fylkjum Bandaríkjanna lesa þær og sömuleiðis allir áhrifamenn í stjórnmálum um gerv öll Bandaríkin. Utanríkisráðherrar um heim allan og dagblöð i öllum löndum fylgjast með skrifum hans. Bkki leikur vafi á því, að ráðamennirnir í Kreml fylgjast náið með því sem hann hefur aö segja. Allar hliðar opinberra mála — hvort sem þau eru bandarísk eða al- þjóðleg — eru kannaðar af þessum aldna vitringi, sem hefur einstakt lag á að draga fram höfuðatriðin í hverju máli, varpa nýju ljósi á gömul vanda- mál, kasta fram ferskum og eggjandi hugmyndum. í sem stytztu máli má segja, að Walter Lippmann sé alþjóð- legur uppalandi í bezta skilningi þess orðs. ílverjar eru ástæðurnar fyrir hin- um miklu og víðtæku áhrifum Lipp- manns? I blaðaheiminum hafa þó verið margir aðrir skarpir heilar og góðir pennar á þessari öld. Hvernig stendur pá á þvi, að hann virðist gæddur slík- um yfirburðum á vettvangi þar sem margir afburðamenn hafa komið við sögu? Ein hugsanleg skýring er sú, að starf Lippmanns hefur hæft skapgerð hans og hæfileikum svo sem bezt varð á kosið. Heiðrikja hans og fullkomið öryggi bera því vitni, að hann hafi fund ið sér starf sem á hug hans allan og óskiptan. Hann hefði getað orðið há- skólakennari, og hann hafði á sínum tíma talsverða löngun til að gerast virk- ur þátttakandi í stjórnmálum, en hann var of áhugasamur um málefni líðandi stundar fyrir háskólalífið og of fræði- lega sinnaður fyrir stjórnmálabaráttuna. alter Lippmann fæddist árið 1889 og hlaut menntun sína í Harvard, áður en hann gaf sig blaðamennskunni á vald. Segja má að hann hafi verið búinn að finna sjálfan sig árið 1914, þeg- ar hann starfaði við vikublaðið „New Republic" og birti fyrstu bók sina af fjölmörgum um opinber málefni, „Drift and Mastery". Hún er afburðaskýr og eggjandi eins og. flest sem hann hefur látið frá sér fara. Þessi háttur hæfði skapgerð hans og hæfileikum fullkom- lega: dagleg blaðamennska þegar um var að ræða brýn mál liðandi stundar, bækur þegar gefa þurfti víðari yfirsýn og stærra samhengi. Hann var á kafi í viðburðum daglega lífsins, en gat eigi að síður dregið sig út úr þeim og virt þá fyrir sér úr fjarlægð. Svo vitnað sé í hans eigin orð, þá gat hann „varðveitt hljóðlátt afskiptaleysi um nærtækustu hluti og heiðríka hollustu við viðleitn- ina til að kanna og skilja.“ Lippmann tók þátt í fyrri heimsstyrj- öldinni, starfaði fyrir bandarísku njósna þjónustuna og varð kafteinn. Hann varð síðar ritari hjá ofurstanum og stjórn- málamanninum Edward Mandell House (1858-1938), sem var náinn vinur Wil- sons forseta og pólitiskur ráðgjafi hans um málefni Evrópu (hann undirritaði Versala-samninginn fyrir hönd Banda- ríkjanna). Fram til 1931 gaf Lippmann út „New York World“, en varð á því ári sérlegur dálkahöfundur hjá „New York Herald Tribune“ og gegndi því starfi lengst af síðan, jafnframt því sem hann samdi bækur. að verður að teljast til undan- tekninga að maður skrifi viðstöðulaust í dagblöð i hálfa öld og sé jafnan les- inn af sama áhuga. Á því leikur enginn vafi, að áhrif Lippmanns hafa aukizt en ekki minnkað eftir því sem á ævi hans og ritferil hefur liðið. Og sé reynt að grafast nánar fyrir um, hvernig á þessu standþ verður fleira fyrir en það eitt, að starfið hæfi skaphöfn hans og hæfileikum. Má þar nefna þá veiga- miklu staðreynd, að líf hans og skrif einkennast af sérkennilegu jafnvægi, þar sem andstæð öfl togast á, gagnstæð- ir pólar vega salt. Greinar hans og allt líferni bera vitni ströngum sjálfsaga, sem ljær málflutningi hans spennu og ferskleik. Blaðamennska er sennilega erilsamasta starf á jarðríki: látlausar truflanir, sífellt ný viðfangsefni. Frétta- skeytin slíta sundur hvern virkan dag, stórviðburðir eins og fundir ríkisleið- toga eða krýning páfa skyggja hver á annan árið um kring. Loks fer einatt svo, að þörfin á truflun, nýrri stórfrétt, verður eins og banvænt eiturlyf. Lipp- mann hefur aldrei orðið þessari vá að bráð. Hann skipuleggur hvert ár fyrir- fram — utanlandsferðir og sumarleyfi — og hnikar ekki frá þeirri áætlun, nema mikið liggi við. Hvern morgun sezt hann við skrifborðið og lætur ekk- ert trufla sig fram að hádegi. Hann skil- ar þremur vikulegum greinum sínum á tilsettum tíma í Washington, og þannig er starfsdagur hans í föstum skorðum. Seinni hluta dagsins gefur hann sér svo tíma til að fá sér gönguferð, hitta fólk, ræða við starfsbræður sína eða áhrifamenn í höfuðborginni, snæða kvöldverð á veitingahúsi eða bjóða heim nokkrum kunningjum, þar sem hanu heldur uppi léttum og skemmti- legum samræðum. Kona hans. Helen, er honum mjög samhentur lífsförunautur. og fer orð af gestrisni þeirra og létt- leika Lippmann er fjarri því að vera einrænn eða lokaður inni í eigin hugar heimi. Hann hefur mikið dálæti á vinuna sínum og kemur fram við alla af undra- verðum áhuga og kurteisi. En ekkert fær truflað þá reglu sem hann hefur tamið sér í lífs'háttum. Hann heldur jafnvægi milli agaðrar vinnu og frjáls- mannlegrar dægrastyttingar þar sem hann er jafnan opinn fyrir nýjum áhrif- um og eggjandi verkefnum. betta sérkennilega jafnvægi og hátt- festa kemur fram í skrifum hans; stíll- inn er glæsilegur, en þó jafnan á hvers- dagslegu máli, og einstaklega skýr og skilmerkilegur. Óánægður stjórnmála- maður komst eitt sinn svo að orði: „Hann er skýrari en sjálfur sannleik- urinn.“ Jafnvægið birtist líka í viðhorfl hans við mannkynssögunni. Á hir.u dag- lega plani eru fáir skarpskyggnari en Lippmann. Sem dæmi má nefna, að hann sá það fyrir, löngu á undan öllum öðrum, að de Gaulle mundi koma í veg fyrir aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu. Samt leitast hann sífellt við að ljá hinum daglegu viðburðum, sem hann á svo auðvelt með að túlka, stærra sam- hengi í sögunni. Hann reynir að vera „kaldgeðja og spurull“, að beina sjónum sínum „að lengri fortíð og lengri fram- tíð.“ Alllöngu áður en hugmyndin um einingu Atlantshafsrikjanna kom til op- inberrar umræðu, hafði Lippmann bent á fortíð þessarar einingar, þegar öryggi Bandaríkjanna valt á flotastyrk Breta, og á framtíðina þegar slík eining gæti orðið veigamikill hyrningarsteinn ein,- hvers konar samræmds alheimskerfis, sem ekki væri enn búið að finna upp. D ýpra en allt þetta í fari Lipp- manns liggur hið andlega og siðferði- lega jafnvægi. Eðlishvatir hans og sam- úð stjórnast fyrst og fremst af frjáls- lyndi og mannúð. Sumir hafa borið á móti þessu, og í því sambandi bent á heldur kaldranalega afstöðu hans í hinu hörmulega máli þeirra félaga Sarros og Vanzettis upp úr fyrri heimsstyr’ö'd, og á fráhvarf hans frá Franklin Roose- velt. En sé litið á áhrif skrifa hans i h',;id og afstöðu hans til mála eins og a^l- kommúnista-móðursýkinnar í Bam'a- ríkjunum eftir báðar heimsstyrjaldir, kynþáttavandamálsins eða valdahlut- fallanna í kalda stríðinu, þá hefur h nn jafnan talað máli hófsemdar. i'>- lætis og miskunnsemi. Því : ð frjálslyndi Lippmanns er n',' t hinni göfugu íhaldsstefnu B: 1:3, þar sem öll vandamál eru í innsta eðli sínu siðferðileg vandamál. Alla ævi hefur Lippmann leitazt við að móta og túlka „opinbera heimspeki“, þar sem grundvöllur er lagður að sátt- um eða samræmingu þess sístæða og þess stundlega, með það fyrir augurn að auka gildi og áhrif hvors fyrir sig. Þrátt fyrir stöðuga gagnrýni frá efa- gjarnari starfsbræðrum hefur Lippmann ævinlega trúað á æðra „náttúrulögmál“, sem upplýstir menn og opnar sálir eigi Framhald á bls. 7- Framkv.stj.: Sigfas Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjarnason frá Vieur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garöar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti G. Sími 224(10. Utgefandi: H.t Arvakur. Reykjavllc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 18. tbl. 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.