Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 3
PEIMLEIKAR EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON Hann var dsemigerður Knglend- ingur í útliti og fasi, hár og grannur, ixánast horaður, með skarpa andlits- drætti, grá augu, og þetta góðlátlega afskiftaleysi í svipnum— ekki alveg laust við yfirlæti — sem fer í taugarn- ar á mörgum aðkomumönnum, Við sát- um oft samtímis á „pö'bbinum“ niðri við ána, sem lengi hefur haft orð á aér fyrir reimleika. Eg veitti honum enga sérstaka athygli í byrjun, en varð þess brátt var að hann horfði stundum einkennilega á mig. Það var eitfhvað í augnaráðinu, er samrýmdist ekki svip hans, að mér fannst, eitthvað dreym- andi og hálfvandræðalegt, og stundum 6pyrjandi, eins og hann langaði til að leita ráða hjá mér. Þetta varð til þess að ég fór að taka betur eftir honum. H'.nn var kseruleysislega klæddur, en þó smekiklega, og var ávallt vel snyrt- ur. Það var naumast vafi á því að hann tillheyrði yfirstéttinni, og liklegt að hann væri vel efnaður, en að öðru leyti var hann . mér ráðgáta. Þetta var mjög hreinn maður, ef ég má taka þannig til orða, en það hvarflaði að mér að hann myndi vera einmana. Ég gá hann aldrei í félagsskap annarra, hann virtist ekki þekkja neinn, sem þarna kom, og hann gaf ekki gaum að neinu í kringum sig — nema þá helzt mér — en horfði löngum út um gluggann sem snéri að ánni; róleg augu hans störðu í fjarsk- ann, og það var því líkt sem hann gleymdi oft stund og stað. Hann sat þarna við lítið tveggja manna borð, og var ætíð látinn í friði, þótt fulLskipað væri í „pöbbinum“. Enginn settist hjá honum; það var eitthvað í svip hans og fasi, er bægði öðrum frá. Eitt kvöldið var „pöbburinn" svo full- ur af fólki að nálega varð hvergi þver- fótað. Ég náði mér samt í ölglas, gekk með það út á gólfið og svipaðist um, hvort einhversstaðar væri sæti að fá. Hann veitti þessu athygli, og allt í einu benti hann mér á stólinn gegnt sér við litla borðið. Ég brO'Sti til hans í þakklætisskyni, og settist. Hann hélt áfram að horfa út um gluggann, en þegar hæfilega löng stund var liðin hóf ég samræður um veðrið, en það er nálega hið eina sem hægt er að ympra á við Englending, sem maður þekkir ekki persónulega — nema ef hann skyldi vera með hund í eftirdragi. Hann tók þessu vel, sagði að vorið væri nokkuð kalt þetta árið, það hefði verið hlýrra í fyrra og hitteð- Kveðja tsl bró&ur míns, þess sem unsr sér vel í glaumnum Eftir Björn Gunnarsson Mér er tjáð að stúlkan er nú reikar sturluð meðal öskugrárra rústa heimiiis síns haifi grátið unz hún varð blind er trylltir og svitastorknir hermienn helteknir drápsfýsn ] sikutu föður hennar stoltan og vamarlausan svívirtu grjátbiðjandi móður hennar milli brennandi þilja undir krosstmarkinú og yfirgáfu hana ósjálfbjarga til að verða gráðugum logum að bráð misþyrmdu og hröktu bróður hennar , og drifu bjarta lokka hans þykku blóði en heyrðu ekki hljóð hinnar bamungu stúlku 1 er vitstola af skelfingu kraup í afkima og horfði á ástmenni sín limilest og myrt siíðan visnaði blómlegur líkami hennar og tærðist og bak við ósjáandi augu varðveitir hún ógnþrungnar sýnir og blóðlaus munnur hennar er neyðarop betlarar og förumenn t er eiga sér hæli milli hrynjandi veggja og sótblakkra rafta miðla henni af ó'hrjálegri fæðu sinni aukia óafvitandi á þjánmgar hennar i þar sem hún krýpur og kreppir fölnaða fingur um brjóst sín þar sem vsegðarlaust lífið er í þann mund að taka sér bóilfestu og ennþá heyrir hin herskáa veröld ekki þögul neyðaróp hennar. ^ V- \v’ ’*' • , , , , _ v .. ; ^ » / ' - \ (<-\_* _')) v 1 |C' l /9 U'ik '. ' -I: í • ÍCS; HV.J , <3 .........ý/.-þ.t-V-. ^ y'-f; í - v '' .1 T .. ' 1 / ' í ••• <■••)''' ||-.-J $#.’i ■ - ?! fyrra, sem sagt: heldur svalt að hans dómi, en hann vonaði að úr þvi rætt- ist bráðum. — Ég var sammála honium; þó með no'kkrum fyrirvara, því að mér fannst hlýjan mátuleg, enda verra van- ur frá íslandi. „fsland?“ sagði hann áhugalaust. „Ég kom þangað í stríðinu — það var um vetur, og veðrið þá ekki ósvipað og hér, að mig minnir.“ Allt í einu leit hann á mig, og enn brá fyrir þessu kynlega úr- ræðaleysi í svip hans. „Útlendingur? — já, mig grunaði það. Þér komið hér nokkuð oft.“ Það var vingjarnlegt kæruleysi í rödd hans, og ég svaraði í sama tón: „Þetta er þægilegur staður. — Og svo langar mig til að sjá vofuna, sem sagt er að gangi hér ljósum logum. En ég hef því miður aldrei orðið hennar var.“ „Það hef ég“, sagði hann breyttum rómi, það var líkt og hann sypi hvelj- ur. Ég leit snöggt á hann. Svipmót hans hafði breytzt þannig að mér varð hverft við; augun voru hiálflokuð, varirnar herptar. „Eruð þér skyggn?“ spurði ég í hálf- um hljóðum. ,,Nei, ég — ég veit það ekki.“ Hann þagði langa stund og varð aftur eins og hann átti að sér, en loks mælti hann lági-óma: „Ég hef aldrei séð hana bein- línis, aðeins spegilmynd hennar hérna á rúðunni.“ „Hvernig er hún í hátt?“ „Öldruð kona — frá Viktoríutímabil- inu, er mér nær að halda. Hún er býsna þunglyndisleg.“ Ég leit ósjálfrátt út í gluggann, en þar var ekkert að sjá. „Ég vildi að ég gæti komið auga á hana,“ sagði ég í ein- lægni. „Síðan ég var lítill strákur hef ég ekki séð neitt „yfirnáttúrlegt11, að talizt geti.“ „En þá — þá sáuð þér „Já. Þá sá Kæruleysið þegar þér voruð lítill -?“ ég ýmislegt.“ var allt í einu horfið og rómi: „Þá munuð þér — ein'hvernveginn grunaði svip hans skilja mig mig þetta.“ „Hafið þér séð fleira?“ spurði ég með hálfum huga. „Já“, svaraði hann blátt áfram. „Ég hef það.“ Ég fann á mér að hann langaði til að halda áfram þessu tali, en þorði ekki að ýta undir hann, því að ég var farinn að kynnast Englendingum og vissi hve örðugt þeim veitist að tjá einkamál sín. Hann starði ofan í glasið sitt, opn- aði munninn tvisvar eða þrisvar, eins og til að hefja máls, en hætti við það í hvert sinn. Ég þagði einnig og reyndi að láta ekki bera of mikið á forvitni minni. „É, l g á hús niðri í Kent“, sagði hann loks eftir langa þögn. „Það er skammt frá Canterbury. Ég erfði það eftir frænda minn, sem dó síðasta stríðs- árið. Ég lá á spítala þá — særðist í einni af síðustu loftárásunum hérna á London, missti konuna mína og barnið okkar líka þá sömu nótt. — Jseja, Það áttu margir um sárt að binda, en það sem hittir mann svona sjálfan er öðru- vísi. Ég var nokkurn tíma að ná mér, dálítið niðurdreginn og slæptur, svo að ég brá mér út í Kent í hressingar- skyni, og til þess að líta á húsið hans frænda rníns. Ég hafði aldrei séð það áður, en heyrt ýmislegt; það átti að Framihald á bls. 12. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 18. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.