Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 4
Nokkrir af áheyrendum Eskelands, jþega r hann flutti meðfylgjandi erindi í Xjar narbúð.
FJÖLMIDLUNAR- OG ARðDURS-
r /
TÆKI NUTIMAHS
Efiir Ivar Eskeland
Hheima í Noregi hef ég orðið
var við það sjónarmið, að
formaður útvarpsráðs eigi að hafa
sem allra minnst af skoðunum, þeg-
ar um er að ræða starfsemi og rekst
ur útvarpsins, og þó umfram allt
eigi hann ekki að láta í ljós mein-
rngu sína í þessu efni opinberlega.
En ég vil taka það fram, að það eru
ekki margir, sem hafa þessi sjónar-
mið, og þeir hafa líka rangt fyrir
sér. Meðan ég gegni þessu trúnaðar-
starfi, mun ég segja meiningu mina
þegar ég sé ástæðu til þess. — Ég
mun líka gera það hér. f>að er mitt
eðli og geðsmunir sem ráða því.
Þessvegna vil ég taka það fram hér,
að mér finnst það bæðd rétt og sann-
SEINNI GREIN
gjamt, að Norðurlönd tækju
sinn þátt í því að koma á fót
íslenzku sjónvarpL En maður skyldi
ætla, að það stæði Ameríkönum
næst að verða til aðstoðar í þessu
efni. Þeir ættu að skilja það næstum
því eins vel og íslendingar, að am-
erískt einokunarsjónvarp er óeðli-
legt á íslandi. Þeir ættu að skilja
hvað það er, hvaða verðmæti það
eru, sem íslendingar vilja og þurfa
umfram alít að varðveita. Hér er
spurningin einfaldlega þessi: þjóð-
leg menning eða ekki, — vera eða
ekki vera.
E f til vill er það beint hégóma-
mái að berjast við það verkefni að varð-
veita og halda lífi í því bezta og því
sem okkur er kaerast í þjóðlegri menn-
ingu okkar og máli. Ef til vill er það
vonlaust, meðan við siglum hraðbyri inn
í öld el-dflauga og gervitungla.
Ég vona að orð mín verði ekki skilin
á þann veg, að ég mæli með menn-
ingarlegri einangrun, nei, alls eikki, en
ég vil halda því fram, að minnsta kosti
að því er okkur Norðmenn snertir, að
við þurfum að vera meira á varðbergi
og reyna eftir mætti að varðveita það,
sem okkur þykir einhvers virði í menn-
ingu okkar. Það er eins og við Norð-
menn höfum ekki ennþá gert okkur
grein fyrir þvi, í hvaða hættu við
erum staddir. Það hefur oft verið
þannig, að þegar við rumskum og
vöknum upp, þá uppgötvum við að það
er um seinan. Samt sem áður hef ég
þá trú og hef ástæðu til þess að vona,
að í þetta skipti munum við halda vöku
okkar. Við viljum halda áfram að lifa
sem þjóð og gerum okkur grein fyrir
því um leið, að sú þjóð, sem hefur ekk-
ert að gefa öðrum, er svo fátaek og ves-
öl, að hún á engan tilverurétt.
E g sagði víst hér á undan, að ég
sæi ekki ástæðu til þess að biðjast af-
sökunar á því að taka til umræðu mál,
sem mætti segja að kæmi íslendingum
einum við, en ég tel mér þó skylt að
sýna þá kurteisi að biðjast samt afsök-
unar, en ég geri það með það í huga,
að ég tel þjóðlega menningu íslands
og sjálfstæði vera mál, sem ekki aðeins
kemur þeim einum við.
Við Norðurlandabúar erum svo fá-
mennir, að það er þörf á því að við
stöndum saman og styðjum hver ann-
an. Þróun síðari ára á alþjóðlegum vett-
vangi hefur gengið í þá átt, að skapazt
hafa stærri og stærri þjóðasamfélög
eða heildir, sem tengdar eru misjafnlega
sterkum böndum. ísland er ef til vill
það norræna land, sem myndi skaðast
minnst á því að sigla sinn eigin sjó, en
bræðraþjóðir íslendinga á Norðurlönd-
um þurfa kannski meira á nánum sam-
skiptum að halda við ísland en ísland
við þær. Það myndi verða óbætanlegt
slys fyrir Noreg í menningarlegu tíllíti,
ef ísland hyrfi úr hinni norrænu fjöl-
skyldu eða fjarlægðist frændþjóðir sin-
ar á Norðurlöndum. Það er með þetta
í huga, sem ég hef fengið mikinn á-
huga á tilraun, sem við Norðmenn höf-
um gert, að gera islenzku að námsgrein
í norskum menntaskólum. Þegar norsk-
ir menntaskólanemendur hafa verið að
læra það fag, sem við Norðmenn köll-
um á okkar smekklausa hátt gamraal-
norsk, en sem er, réttara sagt, íslenzka
eins og hún var á þrettándu öld, þá
veit ég af eigin reynslu, að þeir eru að
puðast við þessa námsgrein, vantar all-
an áhuga, því þeir hafa það á tilfinn-
ingunni, að hér séu þeir að fást við
dautt og gleymt mál. Allt öðru máli
gegnir, eftir því sem mér hefur skilizt,
um þá nemendur, sem hafa í stað
„gammal-norsk“ fengið tækifæri til þess
að fá kennslu í nútímaislenzku. Þess-
ir nemendur finna, að hér séu þeir að
fást við lifandi mál, sem hefur upp á
margt að bjóða, mál sem hefur þróazt
viðstöðulaust án óeðlilegra áhrifa frá
öðrum tungumálum. Ég gæti ímyndað
mér, að margir af þessum nemendum
skilja það, hvað samhengi íslenzkrar
tungu er þýðingarmikið, ekki bara fyr-
ir íslendinga, heldur fyrir okkur hina
líka.
E g get ekki neitað því, að ég er
dálítið hreykinn af því, að Noregur,
land mitt, var fyrsta land í Ev-
rópu og sennilega í öllum heimi, sem
gaf menntaskólanemendum sínum tæki-
færi til þess að læra íslenzku. Þetta
hefði mátt verða fyrr, en ég held að
það sé ekki of seint. Sami hugsunar-
háttur varð þess valdandi, að Norður-
landaráð samþykkti á sínum tíma, að
í Reykjavík skyldi sett á laggimar stofn
un, Nordisk Instut, Norræna húsið. Það
sem lá til grundvallar þeirri hugmynd,
var það að styrkja og efla tengsl fs-
lands við bræðraþjóðir sínar á Norður-
löndum. í þessu tilfelli hefur ekki ráð-
ið úrslitum býró'kratísk íslandsvinátta,
sém blossar stundum upp, jafnvel á ó-
þægilegan hátt, í veizlum og fær útrás
í löngum skálaræðum og söng.
Þegar ég varð gripinn áhuga fyrir
íslandi og íslenzkri menningu — það
var ekki fyrr en árið 1946, en árin þar
á undan höfðum við Norðmenn um allt
annað að hugsa — þá hafði ég ekki orð-
ið var við mikinn áhuga af Norðmanna
hálfu fyrir fslandi. En þetta hefur
breytzt ótrúlega mikið. Ég held ég geti
fullyrt, að í dag sé ekkert land í Norð-
urálfu, sem Norðmönnum finnst að þeir
séu tengdir sterkari böndum.
En þrátt fyrir þann áhuga, sem al-
mennt ríkir núorðið í Noregi fyrir ís-
landi — ef til vill er afstaða Norðmanna
til íslands að vemlegu leyti tilfinninga
legs eðlis — þá er mér það undrunar-
efni, hve margir Norðmenn eru fáfróð-
ir um ísland og íslenzku þjóðina. En
það eru til mörg ráð til að auka og
stuðla að nánari kunningsskap þessara
þjóða. Það eru ýmsir möguleikar, sem
enn hafa ekki verið notaðir. Það er
nauðsynlegt að hafizt verði handa að
stuðla að auknum túristaferðalögum
milli landanna, og ég get tekið það fram,
í þessu sambandi, að ég hef átt nokk-
urn þátt í því að í sumar kemur fjöl-
mennur túristahópur til íslands. — Ég
trúi kenningum höfundar Hávamála um
vinskap. Hann segir einhversstaðar:
„Hrísi vex og háu grasi
vegur es vættgi treður“.
A. nnar veigamikill þáttur í þeirri
tilraun að styrkja kynni og vináttu
þessara þjóða gæti orðið gott íslenzkt
sjónvarp. Með því væri auðvelt að gefa
Norðmönnum skýrari mynd af þessu
landi, íslandi, sögueyjunni. Upplýsingar
um atvinnuhætti, náttúru landsins og
menningarlíf þjóðarinnar. En síðast en
ekki sizt vil ég taka það fram, að ég
teldi það hafa mikla þýðingu, að Norð-
urlandabúum verði gefinn kostur þesa
að kynnast íslenzkum bókmenntum,
sérstaklega leiklist, og íslenzkt sjón-
varp ætti að geta auðveldað iþað. íslenzkt
sjónvarp myndi tvímælalaust skapa hér
möguleika og stuðla að nánari skilningi
og bræðraþeli. Bf við, þessar frænd-
þjóðir á Norðurlöndum, tökum ekki
sjálfir frumkvæðið að því að tengja okk-
ur föstum frændsemisböndum, þá gæti
svo farið, að við yrðurn reyrðir í önn-
ur bönd, sem væru svo sterk að hvað
fegnir sem við vildum yrði það ekiki á
okkar valdi að slíta þau.
E n svo ég víki aftur að sjónvarpL
Fyrir nokkrum dögum hitti ég kollega
minn, sem þá var nýkominn frá Af-
ríku. Hann hafði meðal annars verið
í Nígeríu. Þá hafði þetta land nýlega
fengið sjónvarp, sem á vondu máli
myndi vera kallað „kommersielt fjern-
syn“. Hann var staddur á bar og sjón-
varpið var í gangi. Það var Hollywood-
filma, kannski ekki ein af þeim beztu.
Barþjónninn, Nígeríumaður, var dáleidd
ur af því sem fór fram í sjónvarpinu.
Hann hellti viskíi af mikilli hroðvirkni
yfir allt og alla meðan hann starði stöð-
ugt inn í sjónvarpstækið, en þar átti
sér stað það mikla ævintýri, að vöðva-
mikill mannuxi faðmaði að sér kven-
mann með annarri hendi, en hina hönid-
ina notaði hann samtímis til þess a3
hleypa af byssu sinni aftur fyrir sig
yfir öxlina, og honum heppnaðist með
þessum vinnubrögðum að drepa fjölda
fólks. (Þetta mun líka hafa verið afreks-
maður í atvinnu sinni). Blaðamaðurinn,
vinur minn, spurði barþjóninn hvort
honum fyndist ekki dálítið flott að
hafa sjónvarp. ,,Jú“, sagði hann, „og
það er alveg sérstaklega gagnlegt fyrir
okkur og fróðlegt, við þurfum að kynn-
ast lifnaðariháttum annarra þjóða.“
Það myndi verða þjóðarógæfa, ef
íslenzkt sjónvarp yrði til þess, að Is-
Framhald á bls. 14.
AHRIF ÞEIRRA A LiTSL
MENNINGARSAMFÉLÖG
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. tbl. 1965