Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Page 8
Kleifar — Kaldbakur í baksýn. (Ljósm. Ir. Sam.) Guðbrandur Benedlktsson, Broddanesh Sunnudagur á slættinum SEINNI GREIN Á Skeljavíkinni er góð skipalega. I»ar lágu skip lausakaupmannanna (spekúlantanna) er verzlunarviðskipti þeirra stóðu hér um slóðir. Ég minnist þeirra sem 9 ára snáði, að mikill var sá auður og mikil var sú diýrð yfir öllu sem þar var á boðstólnum. Þar voru Iolútar, tau, leir og glervara, fagurlega lit búsáhöld o.g fieira af þeirri gerð, að ógleymdum gráfíkjunum og fagurlega skreyttu sætabrauði. Já, þar var margt sem bernskan girntist. Fyrir botni Skeljavíkur eru Kálfa- nesmelar, þar er flugvöllur um 1000 rnetra langur. Á hægri hönd, þegar ek- ið er norður er grafreitur þorpsins vand- aður og vel hirtur. Inn af botni Steingrímsfjarðar ganga tveir dalir, Staðardalur til vesturs, en Seiárdalur til norðurs. Staðardalur er grösugur, þar voru um síðastliðin alda- mót 6 bæir, en nú eru þar aðeins tveir í byggð. Sauðlönd eru þarna mjög góð, og sauðfé afurðamikið. Jarðir í Staðardal voru eftirsóttar til ábúðar, en það gild- ir nú um hann, eins og fleiri dali lands- ins, að hann er í öldudal. Hann býður með landskosti sína, kyrrð og fegurð, til þess að ný kynslóð komi með tækni tímans og gjöri hinn frjóa jarðveg marg- faldan til auðs og ávaxtar Neðan til í dalnum, norðan árinnar undir grösugri hlíð með fossandi silfur- tærri bergvatnslind, er hið forna prest setur Staður í Steingrímsfirði. Það þótti eitt að beztu og tekjumestu brauðum landsins. Sagt var að presturinn þar hafi árlega fengið sextíu fjórðunga smjörs, auk annarra tekna. Ýmislegt bendir til þess að fleira hafi fylgt staðnum en góðar tekjur. Eru til þess m.a. ummæli þeirra, er þar dvöldust bernskuár sín. Ragnhildur Sigurðardóttir, prests Gíslasonar, var þar á árunum 1838 — 1868. Hún var um sjötugt er fundum okkar bar sam- an. Oft minntist hún á bernskustöðvar sínar, hlíðina er bærinn stendur undir, túnið ög gilið, þar sem lindin hoppar silfurtær stall af stalli, grundirnar þar sem áin fellur með þungum nið til sjáv- ar, fjallið á móti, gróðri vafið til efstu brúna. Svipuð voru ummæli annarrar prestsdóttur frá Stað, frú Guðrúnar Guð laugsdóttur, prests Guðmundssonar, en hún dvaldist þar 1908-1920. Sagði hún m.a. frá dvöl sinni þar í erindi s.l. sum- ar í erindaflokknum í útvarpinu, „Þeg- ar ég var sautján ára“. Og sagan um prestssoninn frá Stað, er dvalið hafði erlendis frá bernsku, en á endadægri þráði að sjá mynd af Stað — og fékk það. Og með hana fyrir framan sig kvaddi hann þennan heim. Selárdalur er girtur háum fjöllum, með bröttum hlíðum. í austurhlíðinni er víðiskógur, sá hinn eini í Strandasýslu. Dalurinn nær langt norður í fjöllin. Selá fellur eftir honum, vatnsmikil og skol- lituð, og á upptök sín í Drangajökli. Er hún eftirsótt sem laxveiðiá. Vegurinn liggur út með firðinum, þar til hann beygir upp á hálsinn, á leið til Bjarnarfjarðar. Þegar við fórum þessa leið, skein sólin, og ilm blómanna lagði fyrir vitin. Fjörðurinn er spegilsléttur, og fellin og hamraborgirnar endurspeglast fagurlega í haffletinum. Það bregður sem leiftri fyrir I huga mér, sögu frá löngu liðn- um öldum. Flokkur manna er þarna á ferð. For- inginn er mikilúðlegur, og af brám hans neistar eldur haturs og hefnda. Hann er líka að leita sonarbana síns, sem er undir vernd brellikarlsins Svans á Svanshóli. En Svanur skynjar hættuna í tíma, býst til varnar, dregur geita- skinn á höfuð sér og segir: „Verði þoka, verði skrípi og undur öllum þeim, sem efíir þér sækja“. Varð flokkurinn frá að hiverfa. Ó- happamanninum var borgið. Hann átti eftir, áður en hann varð allur, að vinna annað og öllu afdrifaríkara clheillavei’k, er dró langa slóð á eftir sér. Nú býr á Svanshóli, Ingimundur Ingi- mundarson. Hann temur sér ekki svarta- galdur en stundar bú sitt af áhuga, bylt ir jörðinni, svo þar sem áður stóðu 10 strá, standa nú 100 af kjarngóðri töðu. Híbýli sín og peningshús hefur hann látið endurbyggja, með hagsýni og myndarbrag. Þarna undir hlíðinni er jarðhiti, eink- um á Klúku. Rétt við veginn er bærinn Oddi, nýbýli úr Svanshóli. Arngrímur bóndi þar veitir vegfarendum þá þjón- ustu er þeim er nauðsynleg. í fjarðarhorninu að norðan er Ás- mundarnes. Þar bjó um nokkurt árabil Benedikt Benjamínsson póstur. Hann var trúverðugur og dyggur starfsmaður, sem aldrei lét óveöur, hríð ar, fannkyngi, vatnsföll, eða aðrar ham- farir náttúrunnar, hindra för sína þeg- ar skyldan kallaði. Hann vissi sig vera að færa lífsloft heimsbyggðarinnar norður í einangrunina. Sunnan fjarðarins er höfuðbólið Kaldrananes, mikil nytjajörð, þar sem fæst dúnn, selur og rekaviður. Ströndin norðan Bjarnarfjarðar er kölluð Balar, allt norður að Birgisvik- urfjalli. En þar eru ekki grasnir balar. Flesta þá, er koma úr hinum grösugu byggðum, mun undra að hér skuli hafa verið búið. Hér getur aðeins að líta ber- ar klappir og klettaborgir, með smá mýrarsundum og finnungsbrðkikum á milli. Hér hefur því verið að verki dug- mikið fólk aftur í ættir, sem unnið hef- ur af karlmennsku og hagsýni, og sótt lífsbjörg sína á hin auðugu fiskimið Strandaflóa. Mesta jörðin norður þar er Eyjar. Þar er selur, æðarvarp og viðarrekL Skammt undan landi eru eyjar grös- ugar til heyöflunar og haustbeitar, og skammt er þaðan á veiðisæl fiskimið. Eftir því sem norðar dregur, hækka fjöllin, stuðlaberg er hið efra í brún- unum, sem enda í hinu rismikla Kald- bakshorni. Fjallið er dökkt og svip- þungt, þar sem það rís mót norðri. Nokkurt undirlendi er frá eyjum norður á Brimnes, sem svo er kallað, en það myndar útlínu Kaldbaksvíkur. Ligg ur ströndin vel við viðarreka. Mikið er þar af sel, sem liggur á skeljum og hleinum, örfáa metra frá veginum. Ber það vott um að húsráðendur á Eyjum, og vegfarendur gera ekki hervirki I heimkynnum þeirra. Vegurinn liggur undir Kaldbakghornl yfir Kaldbakskleif, um bergskriður, og er breiður og vel gerður. En landslag er þarna hrollvekjandi, skriður og berg hávaðar í sjó niður, og yfir höfðum okk- ar gin 300 metra bergveggur. En ferða- maðurinn nýtur þarna blessunar Guð- mundar góða Hólabiskups. Sagnir eru um hættur, sem ferðamönnum eru bún- ar á kleifinni, en þar mun þó aldrei hafa orðið manntjón. Skulum við vona að sú blessun haldist ,þótt með tækjum nútímans hafi verið gjörður breiður og beinn vegur um ófæruna. Enginn mun telja eftir sér erfiðið af að sjá Kaldbaksvík. Hana afmarka há fjöll, með tröllslegum gljúfrum, er ár og gil hafa mótað í bergveggina. Vatn- ið er tært og kyrrt, grundirnar iðja- grænar af angandi og fjölbreyttum, þroskamiklum gróðri. Tvö býli eru i víkinni, Kleifar að innan, Kaldlbakur að norðan. Nú er sú ætt, sem þarna hefur búið kynslóð fram af kynslóð, að flytja burt. Nýtt landnám er að hefjast, nýir menn að koma með nýjar hugsjón- ir. Á túninu á Kaldibalk stóð ný dráttar- vél með nauðsynlegum hjálparvélum, nokkrar gljáandi bifreiðir stóðu við heimreiðina, og menn voru að veiðum í vatninu, sem talið er mjög hentugt tii fiskiklaks. Skammt innan við Kleifina er sam- nefndur bær. Hann er nú í eyði. Þar ber mest á hamrafellum og borgum, sumum mjög listrænum að gerð. Eru þar til- valin heimili huldufólks og annarra góðra vætta. Þarna voru bernskustöðv- ar skáldkonunnar Magneu frá Kleifum, lieiöadalsá. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 18. tbl. 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.