Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Side 13
Sögur cf ÁSA-ÞÓR. Úr Eddu Snorra Sturiusonar — Teikninqar eftir Harald Gubbergsson >VI HttiT SÁ HAHH ELDtNQAIt OK HtyHI MVMUR SrÖKII*. iA HfílM Þ'A ÞORt ‘ASrtOOI. FÍA HANH 'AtCAFLHA 0K KBIDDI HAHARWH OK KASTAOt Urt LANC.A LEIO AT HRUHfHl. HAVflANllt F£AIK VPP HEININA D'AOU/i UTSNOVrt OK KASTARÍ rtOT. neitn nm nAMmurt 'a nu^t ok brotnab SUADA UZIHW. FSU.ua ANHAW HLUIR 'A JOftD OKEKV Mfl AFORBW 'OU H£MD£R5 ANNAAR HLUTR B RfíST T HOFtl ÞOAm STA AT HANN FELL FRArt 'A i'ÓfíÐ. ÍH HAAHRBIHf) /UOUHlR KM 'i AITT HÖFVD HAUHam OK LArtOI HAUSINN 1 Srt'AN rtOLA, OK FELL HANrt FRArt VFJ/f p'OR. SYÁ AT FÍTR HRNS L’A OF H'ALS MOR. ÍH Pi’fíirt v> AT rtÖKKURKALFA, OK FEU tíftUfi VIO L'iTINN OROST/A. ÞA CBKK ÞJALFl HL ÞORS OK SKYLDt 7AKA F6T HRVNfMlS RT HONUM OK 4AT HVCR4I VALOtT. Þ4 ÓEf/óU TlL yfSIR ALLIR, ER ÞBIR JPVRDU AT M'ORR YAR FALUNN, OK SKYLDU TAKA FÓr- !NN AF NONUM OK FtNCjJ HVORSI KOrttT. ,, , , , ____ þ'A KOrt TiL rtACNl. SONR ÞoRi OK JARNSOKU. HANN VAR ÞA ÞKiN/ETTH. ’ i væri að yfirgefa allan veruleika, er ég ihafði þekkt fram að þessu, eins og allt, sem ég hafði lært og kunni skil á, væri af engu orðið. Ég kenndi svima og hef sjálfsagt verið reikull í spori; það hvarfl aði að mér að kannske hefði ég sálazt í svefninum, og væri kominn inn í riki hinna dánu. Ég hafði lesið bók lord Daw dings: „Margar vistarverur", og hrifizt af henni. Kannske var þessi dularfulla kvenvera send til að taka á móti mér og fylgja mér til þess staðar sem mér var ætlaður? Það var ekkert að marka Þótt allt væri fast fyrir og áþreifanlegt; þannig átti það einmitt að vera, sam- kvæmt lýsingum „andanna." Og mér var satt að segja léttir að þeirri tilhugs- un, að jarðlífi minu væri lokið, ég hafði svo sem ekki frá neinu að hverfa. JLj g hugsaði um þetta fram og aft- ur, meðan við gengum þama í hlýrri næturkyrrðinni, og allt í einu datt mér ráð í hug, til að kanna það, hvort ég v íri raunverulega sálaður: Ef veran, sem gekk við hliðina á mér, var líka áþreifanleg, þá var andlát mitt stað- reynd, annars ekki. Ég rétti út höndina og tók um arm hennar. En þar var eng- in fyrirstaða, það var eins og að þreifa á tunglsljósinu. Eigi að síður virtist hún verða þess vör. Hún leit á mig dimm- um augum sínum, og mér fannst bregða fyrir í þeim glampa af ljúfri glettni. Þegar við komum að tjörninni, var sem hún hikaði lítið eitt og hægði á sér, en svo gekk hún rakleitt að gamla mar- marabekknum, sem hefur verið þarna á tjamarbakkanum frá ómunatíð, og Eettist. Ég tók eftir því þá, hve þokka- fullar hreyfingar hennar voru, en jafn- framt mótaðar af virðulegum glæsi- leika; þetta var auðsjáanlega hefðar- mær. En aldur hennar gat ég ekki gizk- að á; andlitið var ungt, en augun virt- Us‘ geyma reynslu aldanna. Ég settist hjá henni á bekkinn. Það var dálítið bil á milli okkar, svo að ég gat virt hana vel fyrir mér. — Nóttin var yndisfögur, og svo björt að litir blómanna sáust vel í beðunum hinum megin við tjörnina; vatnsflöturinn sýnd- ist svartur, og rauðu og hvitu liljumax sváfu í spegli hans — það var eins og þögnin hvíslaði um draum þeirra. Hand an við garðinn var dimmur skógarjað- ar, krónur trjánna líkt og límdar á dökkbláa festinguna. Og angandi kyrrð- in allt um kring — hve hún er mér minnisstæð, þessi algjöra kyrrð, eins og tíminn hefði numið staðar í hvild, sem ekkert gat raskað. — Og í augum henn- ar sá ég einnig dýrð hins kviðalausa algleymis. Þau virtust ekki geyma neina mannlega ástríðu, löngun eða von, að- eins fullkomnun einhvers, sem var ofar öllum skilningi. En þau áttu líka hlýju sem gaf hjarta mínu ró og gerði harm þess að engu. Eg reyndi að tala við hana í huga minum, þvi að ég þóttist viss um að hún heyrði ekki orð þessa heims: — Hver ertu, gestvina mín, og hvað er erindi þitt á minn fund? Amar eitthvað að þér, og get ég bætt það á nokkurn hátt? Ertu bundin þessu gamla húsi, og er þér um megn að losa þig úr þeim viðjum? Hvað get ég gert fyrir þig? Við horfðumst enn í augu, og mér fannst ég skynja innra með mér eins- konar svar: Mér þótti sem ég sæi ljós- fagurt land, þar sem eilífur vormorgunn ríkti og hvergi bar skugga á. Þar lifði hún í ljóma æsku sinnar og gleði, og hver dagur var sem þúsund ár, og þús- und ár einn dagur. En stundum hvarfl- aði að henni kynleg minning, draumi lík ust, um aðra æskutíð, horfna og gleymda, en angurvært heillandi: Mána- birta í kyrrð rökkvaðrar nætur, og dap- ur sveinn, er þurfti huggunar hennar við. >á breyttist skyndilega umhverfi hennar, og hún var í garðinum gleymda. Ef hún fann hann efcki þar, leitaði hún hans í húsinu. — Og láttu svo huggast, sögðu augun dimmu. Sorg þín er ímynd- un, söknuðurinn skynvilla; sjá: í hjarta þínu geymist allt sem þú þráir. Á þeirri stundu fann ég að þetta var rétt. Allur ami minn var horfinn, en djúp, hljóðlát gleði komin í hans stað. Og ég gaf mig á vald þeirri hamingju, er streymdi til mín frá verunni ókunnu, þeirri hamingju er sameinar fortíð og framtíð í eilífð augnabliksins, og á lítið skylt við uppfyllingu jarðneskra vona. f heimi hennar var tíminn hættur að líða. En í garðinum minum var hann bundinn lögmáli sínu, og þegar fyrsti fuglasönguxinn boðaði nýjan dag, hreif hann einnig mig í hringiðu sína. Og um leið sá ég hana leysast upp og hverfa smámsaman. En ég þóttist skilja af máli augna hennar að hún myndi vitja mín aftur. Ég fór beint í rúmið mitt og sofinaði vært. — Þegar ráðskonan kom með morgunverðinn, tók ég að spyrja hana um frænda minn. Ég hafði að vísu heyrt sitt að hverju um hann, að hann væri einrænn og sérvitur og sinnti lítt fólags- skap annarra manna. „Hann var sérkennilegur í háttum,“ játaði gamla konan. „En hann var göf- ugur maður, er vildi öllum vel og kom hvarvetna fram til góðs.“ Hún hló hressi lega. „Þér eruð morgunsvæfur, eins og hann .Stundum komst hann ekki úr ból- inu fyrr en um hádegi, og var oft á ferli um nætur — einkum þegar bjart var af tungli.“ „Hefur þú séð — vofuna?" spurði ég hikandi. „Ójá, ekki get ég neitað því. En hana þarf ekki að hræðast, hún gerir engum mein. — Frændi þinn var heldur ekkert smeykur við hana. Ég sá þau oft saman úti í garðinum á nóttinni.“ „Einkum þegar bjart var af tungli?" „Já, rétt er það, og oftast þegar tungl- ið var fullt.“ Hún vitjaði min fimm nætur í röð, og hið sama endurtók sig hverju sinni. Svo hvarf hún mér alveg um þriggja vikna skeið, en þá kom hún aftur. Ég var svo feginn að því fá ekki lýst nein orð; — og svona gekk þetta sumarið á enda. Um veturinn sá ég hana sjaldan. Hún kom aðeins að rúminu mínu þrisv- ar sinnum, en hvarf eftir stutta stund. Ég beið vorsins í örvæni. Og þegar garð- urinn var kominn í blóma, mættumst við þar á sama hátt og árið áður. Þegar aftur leið að hausti, fór ég að hugsa ráð mitt: Mér var fyrir löngu orðið ljóst að nágrannarnir litu mig skrítnum augum — og raunar fleiri en þeir. Vinur minn einn kom í heimsókn, og ég sagði honum allt af létta. — „Komdu með mér til London þegar í stað,“ sagði hann, mjög alvarlegur 1 bragði. „Þetta má ekki svo til ganga lengur. Losaðu þig við þessa draumóra, maður, þeir eyðileggja þig, ef þú spym- ir ekki fótum við í tíma. Þú ert ungur, og framtíðin brosir við þér; fyrir alia muni — við förum í fyrramálið." Ég fór með honum, og fékk mér starf héma í London. Ég hef gaufað við það 1 vetur. En nú — nú er komið vor á ný, og garðurinn minn í blóma.“ , Hann þagnaði og tæmdi glasið sitt. Ég starði á manninn, og vissi ekki hvað ég átti að halda. Var hann kannske bil- aður á geðsmunum — eða var allt þetta rétt, sem hann sagði? Eftir nolckra þögn brosti hann eilítið og mælti: „Ég sagði upp starfi mínu í gær.“ „Og hvað ætlizt þér nú fyrir?“ spurði ég lágróma. „Hvað mynduð þér gera í mínum sp>orum?“ „Ég veit það ekki,“ svaraði ég án. sannfæringar. „En ég veit það,“ sagði hann og hló glöðum hlátri. „Ég ætla að fara niðrí Kent, setjast að í gamla húsinu mínu, og verða sérvitringur, eins og haxrn frændi minn.“ 18. tbL 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.