Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1965, Blaðsíða 14
Fjölmiðl unartæki Framttiald af bls. 4. lemdingar misstu á'huga á sögu sinni og bókmenntum. En ég er ekki á þeirri skoðun að sú hætta sé mikil. Það segir sig sjálft, að sjómvarp er tímalþjótfíur í mörgum tilvikum. Hinsvegar má líka reka sjónvarp á þann hátt, að það verði til þess að auka bókmenntanlegan á- huga manna. í mínu landi er því mið- ur áfhugi fyrir bókmenntum engan veg- imn eins mikill og bókmenntalegur á- hugi íslendinga. En ég vil taka fram, að það er ekkert, sem bendir til þess, að norskt sjónvarp hafi að marki dregið úr bókalestri Norðmanna. Þegar um leikhús er að ræða má fullyrða, að sjón- varpið hefur haft mjög góð áhrif. Sjón- varpsleikhúsið, sem engar áhyggjur þarf að hafa í sambandi við tekjur vegna aðgöngumiðasölu eða tap, hefur frjálsari hendur með leikritaval, og þessvegna eru í sjónvarpinu oft sýmd nýtízkuleg leikrit og leikrit, sem segja mætti að væru á tilraunastigi, sem venjuleg leikhús þora oft og einatt ekki að leggja út í. Leikritaval norska sjón- varpsins hefur því orðið fyrir töluverðri gagnrýni, og á það hefur verið bent, að meira tillit ætti að taka til þess f jölda fólks úti um byggðir landsins, sem eru börn og byrjendur þegar um leik- list er að ræða. En nú hefur það komið í ljós, að einmitt þetta fólk, sem lítið eða ekkert þekkir til leiklistar, „skilur“ betur, ef svo má segja, þessi nýtízku- legu „moderne" leikrit, og það er af þeirri einföldu ástæðu, að þetta fólk hef ur ekki gert sér fyrirfram skoðanir um það, hvernig leikhús eigi að vera. Að minnsta kosti er hægt að fullyrða það, að norska sjónvarpsleikhúsið hefur orð- ið til þess að örva áhuga fólks á leik- list. JL efnisvali sínu getur útvarp ekki tekið tillit til kröfu eða smekfcs allra, og það á heldur ekki að gera það. Þetta er heldur ekki hægt, og þó það væri hægt, þá yrði þessi dagskrá óþol- andi. (Þegar ég tala um „útvarp“ í þessu sambandi, þá á ég bæði við radíó og sjónvarp). En því miður er það svo að ennþá er það þannig að fjöldi fólks væntir þess og krefst að það sé gert .í sumum tilfellum er sjálfsagt rétt að beygja sig að einlhverju leyti fyrir smekk meirihlutans, en samt verður krafan til gæða að vera skilyrðis- laus. Hver er svo tilgangurinn með þjóð- legu útvarpi? í stuttu máli: Það er til- raun að brúa höf og rjúfa landamæri, þó ekki með það í huga að allir eigi að verða hver öðrum líkur, heldur til aukins skilnings manna á meðal. Út- varpið á að vera hjálp í viðleitni okkar til að skerpa hugsun okkar, róta við okkur, fræða okkur, eyða fordómum og misskilningi manna á meðal. En útvarp- ið á samt ekki aðeins að gefa okkur þurran fróðleik, það á að reyna að auðga ímyndunarafl okkar og skilning okkar á því „dularfulla og óskiljanlega“ í tilverunni. *r á kem ég að þeirri spurningu: Hvert verður hlutverk radíósins í út- varpsstarfseminni í framtíðinni? Þegar radíó-öldin hófst í Noregi, voru margir, sem spáðu því að örlög dagblaðanna væru ráðin og hlutverk þeirra væri eldd lengur annað en að birta andláts- bæn sína. En sú varð ékki raunin. Nú álíta sumir, að radíóið verði sjónvarp- inu að bráð. En ég álit, að ekki séu miklar líkur til þess. í Noregi eru um það bil hálf milljón radíóeigenda, sem hafa ekki sjónvarp. Radíóið verður því á næstu árum að taka sérstakt tillit til þessara manna. Það er talið, að sjónvarpseigendur í Noregi séu um það bil fjögur hundruð XII. Síðustu æviárin bjó Davíð Jónsson á Brattlandi, afskekktu fjallakoti aust ast á Síðu, í hrikalegu landislagi langt ina m>eð Hverfisfljóti. Hann orti þar kvæði, sem sum lýsa trega og lífs- leiða. Þögnin umlhverfis hann ver'ður tómlát, einangrunin er honum ógeð- fel'ld. Gáfur Davíðs verða ekki dregnar í efa. En í eðli hans voru ýmsar ættarfylgjur, sem hvergi urðu til FJÖRÐI HLUTI gæfu. Hann var ekki beilsteyptur persónulei'ki, skorti einlægni í lið- veizlu við lítilmagna. Ójöifnuður ald- arandans var ríkur í fari hans sjálfs, og hann átti ekki festu og gætni, þær höfuðdyggðir, sem a’ð gagni máttu verða í átöfcum við útsmogna hroka- gifcki og harðdræga kóngsins menn. Hann yrkir til að stytta stundir í sólleysunni, er allajafna hressilegur þó að ábjáti, skapið funheitt. Hríðar- kóf leitar inn í kofana, matvælin gaddfrjósa í búrkrófcnum. En þá fyrst kárnar og slær um þverbak, ef konan köld að nafla í kokkhúsinu deyr. Hann telur það hinsvegar enga bót, a’ð golan tol'li í honum sjálfum, er orðinn eins og krumpinn hrafn, grátt hárstrý veitir lítið skjól. Hann mæt- ir óttalaus þeirri örlagastund, að reka feita fætur í forlaganna stafn. Mála-Davíð anidaðist á Brattlandi 5. janúar 1839, liðugum tveim ára- tugum eftir að bækur hans voru undir fógetahamri í þinglbúsi Beýk- víkinga. Dánarbú hans jaðraði við þrot, þegar öll skuldakurl voru kom- in til grafar. Sennilega má rekja munnmælasagnirnar um graut- morknu guðsor’ðaskræðurnar til þeirrar uppskriftar. Þetta var talið bókakyns við leið- arlok: , Rytja af Gíslabiblíu Skræða af Herlebs — predikunum Passíusálmakver í biluðu bandi Sál. Espolins annálar 2 bækur af Sturlungu í góðu bandi Saga Ólafs konungs Tryggvasonar Ævisaga konferenzráðs Jóns sál. Eiríkssonar Klausturpóstur Tíðindakver af 1795 Svartfdæla og Reykdæla, skrifuð Sættastiftunarkver Sunnanpóstar Ledetraad for nordisk oldkyndig- ■ Ibed Virðinigarver’ð bókanna 6 rd. 70 sk. — Þá var sagan öll. — Hér befur nú verið rakið, að 1 stofninn úr bókasafni Mála-Davdðs lenti undir löghaldi og selt hæstbjóð- endum á opiniberu uppiboði. Má furðu legt heita hve undrafljótt fennti yfir gang þeirra mála. Sannar þó aðeins sem vitað var, að nærtækar heknildir hveri'ðust oft í munnmæli. í upphafi þáttarins er þess getið, að Henderson kom að Hofi í Öræf- um. Bóndinn þar, Öræfa-Davíð, meðal fárra islenzíkra allþýðumanna, sem hann nafngreinir í ferðabófc sinni. Honum verður hugleikið: bóka safnið, áhuginn á fornnorrænu fræð unum og neistinn aif skaplyndi for- fe’ðranna. Gesturinn skozki á við veg friðarbrotamáiið, sem var í alræmi og komið til löggæzluvaldsins. Það þurfti dirfsku til að stöðva sýslumann konungs á förnum vegi, og varð víkingnum dýhkeypt áður en lauk. í bréfinu til Bjarna skálds Thorar- ensens sagði Davíð: „Minn eigindómur er einasta inni- falinn í téðum bókum.“ Hann hefur þá etoki a’ðeins í huga veraldlegt verðgildi bókasafnsins, merking orða hans nær lengra og sér fram á veg. Bóndinn verður aldrei samur maður eftir — svo djúpt standa lífsrætur hans í lind- um bókanna. Heimildir: Ferðabók Hendersons. Sunnanfari 1. árgangur. Landsyfirréttardómar. Uppiboðsbók Reykjavíkur. Bréf og skj'öl í Þjóðskjalasafni. og fimmtíu þúsund, en radíóeigendur um það bil ein milljón. Þetta sýnir greinilega, að radíó hefur sínu hlut- verki að gegna. í mörgum löndum, sem hafa komið á fót hjá sér sjónvarpi, verður þeirrar þróunar vart, að radíóið er á vissu und- anlhaldi og litið á dagskrá þess sem ein- hverskonar uppbót, eða öllu heldur út- fyllingu í þær eyður, sem hljóta alltaf afc verða í dagskrá sjónvarps. En ég lít svo á, að hlutverk radíósins hljóti að vera miklu stærra og þýðingarmeira en þetta. Rannsókn, sem átt hefur sér stað í Danmörku, gefur til kynna, að radíóhlustendur velji yfirleitt dagskrár- efni að eigin geðþótta, en hinsvegar séu sjónvarpsmenn alætur á dagskrána. Þar að auki er ekki ósennilegt, að áður en langt um líður fái menn snert af sjón- varpsþreytu, þegar nýjabrumið er farið af. Og þá kemur aftur til kasta radíós- ins. Það ætti ekki að þurfa að óttast sjónvarpið, þó dagskrár verði samtímis hjá báðum, til dæmis verða áreiðanlega margir, sem vilja heldur hlusta á hljóm- list í útvarpi en sjónvarpi. Ennfremur hefur radíó þann kost, að yfirleitt kemur það fyrr fréttum á framfæri en sjónvarpið hefur tök á. Þá er líka hægt að nefna það í þessu sambandi að margir eru meiri hlustend- ur en sjáendur. Orðið, mannsröddin, hef ur sitt sérstaka gildi. Hið talaða orð, hvort sem nú um er að ræða ljóð, út- varpsleikrit, söguupplestur, gefur ímynd unaraflinu meira svigrúm í útvarpi en í sjónvarpi. Ég trúi á endurreisn orðsins og mannsraddarinnar. Egvil fullyrða, að samkeppni sjón varps og radíós í Noregi hefur tví- mælalaust haft bætandi áhrif á dagskrá radíósins. Á hinn bóginn er það til allrar hamingju ekki nokkurt takmark í sjólfu sér, að sem allra flestir horfi á sjón- varp eða hlusti á útvarp. Þetta ætti að styðja þá skoðun mína, að hjá báðum þessum stofnunum verði umfram allt lögð áherzla á, að það efni, sem boðið er upp á, sé fyrsta flokks. Það er öruggt, að radíó, dagblöð og sjónvarp eru orðin staðreyndir í til- veru okkar og verða það eftirleiðis. Hitt er eins öruggt, að þróunin heldur áfram og miklar breytingar verða líka á þessu sviði. Öll þessi tæki hafa sínu þýðing- armikla hlutverki að gegna, en þau munu hafa áhrif hvert á annað. Ég hef áður lagt mikla áherzlu á það, hver hætta er í sambandi við þessi á- róðurs- eða fjölmiðlunartæki. Þau geta til dæmis orðið lífshættuleg í höndum harðsvíraðs einræðisherra. Við getum hrósað happi yfir því til dærnis, að herra Göbbels hafði ekki tækifæri til að nota sjónvarp í þágu hugsjóna sinna. Hinu verður heldur ekki neitað, að þessar stofnanir hafa líka alltaf í för með sér vissa hættu, einnig í löndum sem telja má til lýð- ræðislanda. Það er því nauðsyn- legt að vera stöðugt á varðbergi og taka sem oftast til athugunar, hvort þessar stofnanir rækja hlutverk sitt á réttan og æskilegan hátt. E n þrátt fyrir allar efasemdir, vil ég samt sem áður óska Islendingum til hamingju með það, að þeir hafa nú á- kveðið að koma upp hjá sér því tæki, sem er í senn það fullkomnasta og það hættulegasta í nútímafjölmiðlun. En ég er viss um, að á íslandi verða þeir mögu leikar, sem skapast með þessu, notaðir á heillavænlegan hátt. Að lokum vil ég færa fram mínar beztu þakkir fyrir það að hafa fengið tækifæri til þess að ræða þetta mál hér. Ég hef ekki sett fram nein ný sjón- armið, en um þetta efni er nauðsynlegt að hugsa og ræða. Þetta er alvarlegt mál og ég hef reynt að ræða um það með alvöru. E g vil svo að lokum taka það fram, að þó ég hafi í tali mínu vakið athygli á þeim hættum, sem ávallt hljóta að vera samfara áhrifamiklum fjölmiðlunar- og áróðurstækjum, hef ég þá trú að einstaklingsihyggja nor rænna þjóða, sem er svo snar þáttur í eðli þeirra, komi í veg fyrir að þessum tækjum takist að steypa okkur öll í sama mótið, sjóða okkur í sömu deiglu. Ef norræn samvinna kæmist á það stig myndi ég ekki vilja taka þátt í henni. Hagalagöar Bert og kalt Fyrir tæpri viku gisti ég á Gils- bakka. Um moriguninn gekk ég einn út í kirkju. Húsið er snoturt, sr. Magn ús Andrésson hefur lagt fram mikið fé frá sér að gjöf til hinnar sárafá- tæku kirkju, allt var sópað og tand- urhreint. En þegar ég kom inn úr vallarskrúðinu og skógarilminum, fannst mér þar svo hræðilega bert og kalt. Engir lausir munir nema 2 gler- stjakar á altari. (Þ. Bj. N. Kbl. 1906). 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.