Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1967, Blaðsíða 14
Framhald af bls. 13
eru hans yngingarlyf, hans kínalífsel-
íxír til að halda sér ungum.
Eins og heimurinn hefur orðið vitni
að, hefur þessi tækifærissinni, sem lét
óspart í ljós að hann ætti í fórum sínum
kenningu í þessu efni og vildi að þýzka
ríkið yrði þurrkað burt með öllu, upp-
gfctvað 18 árum síðar að honum þætti
vænt um hina þýzku þjóð. Ég verð að
játa, að þessi sinnaskipti komu mér á
óvart af tveimur ástæðum, fyrst þeirri
hversu áköf sinnaskiptin urðu, og i
annan stað að það skyldi taka hann svo
langan tíma að vinna bug á andúð sinni.
Ég gerði ráð fyrir, að de Gaulle myndi
fre.istast til að skipta um skoðun fyrr,
vissulega ekki af því að tilfinningar
hans hefðu breytzt í þessu efni, heldur
vegna svika. Ferðirnar til Bonn og
Bevh'nar eru likar ferðinni til Moskvu;
það var þarna möguleiki á að ergja aðra.
Haldið ekki, að ég mæli svo af illgirni.
Að ergja, æsa og rugla aðra er oft sterk-
ur þáttur í ákvörðunum Hershöfðingj-
ans, og ég verð að segia, að það er
svo um fleiri mikla menn.
að sem ég vissi ekki á þessum
tíma var að í rauninni er de Gaulle
fljótfær og lætur stjgrnast af tilfinning-
um sínum.
Har.n hugsar oft iengi um hlutina,
leggur þá til hliðar, hverfur aftur að
þeim og ákveður þá oft að það sé enn
nægur tími, „Frakkland mun sjá okkur
öllum fyrir legstað“, og leitar síðan
gild>-a afsakana til þess að skjóta sér
undan ákvörðun.
Síðan skeður það, að hann tekur
skyndilega ákvörðun, og þegar hann
hetur gert það. hreyfir hann sig með
elclmgarhraða eða æðir yfir eins og plág-
an.
Þessi snöggu sinnaskipti eru grund-
völluð á meginþættinum í lífi hans:
reiðinni. Þegar geð hans er kyrrt og
er.ginn þorpari til að hegna né fífl til
að r.iðurlægja, þá gefur hann sér lang-
ar. tíma til að hugsa sig um. Það skipt-
ist á flóð og fjara til eilífðarnóns og
mennirnir horfa út yfir hafið og brjóta
heilann um hvaðan öldurnar komi, en
þær hreyfast ekki áfram og allt þetta
mikla vatnsmagn aðeins rís og fellur
á vixl.
ÁRNI ÓLA
Framhald af bls. 7
blaðsms. Er það dálítið einkennilegt, að
eftir 42 ára hrakninga fram og aftur
um bæinn, skyldi Morgunblaðið að lok-
um fá fastan samastað þarna, þar sem
afi stofnenda þess hafði stofnað fyrsta
blaðið í Reykjavík.
Kona Þórðar var Soffía Dorothe f.
Lvnge. Synir þeirra voru Theodór amt-
maður og Jónas landlæknir og kölluðu
sig báðir Jónassen. Þórður dó 25. ágúst
1880, en ekkja hans bjó í húsinu þar
til hún lézt 21. jan. 1890.
Húsið var selt 1892 og keypti það
Sigurður Jónsson járnsmiður fyrir 6250
krónur _ Sigurður var ættaður frá Hliðs-
nesi á Álftanesi. Hann hafði fyrst stund-
að járnsmíðanám hjá Birni Hjaltested
og síðan hjá Teiti Finnbogasyni. Þótti
hann um langt skeið fremsti iárnsmið-
ur hér í bæ og völundur i höndunum.
Þegar þakjárn tók að flytjast hingað
1870—1880 með Slimmons-verzluninni,
var það bæði þykkt og þungt og plöt-
urnar um 3 metrar á lengd. Voru þá
mikil vandkvæði á því að sníða þetta
járn eins og þurfti, og var það engum
manni fært nema Sigurði. eftir þvi sem
sagt er, og var þetta tekið til dæmis um
handiagni hans og úrræði. Fyrst í stað
hafði Sigurður smiðju sína á ýmsum
stöðum í bænum og lærðu hiá honum
ýmsir sem urðu kunnir i-átrnsrniðir,
svo sem Gísli Finnsson, Ólafur Þórðar-
son, Bjarnhéðinn Jónsson o.fl.
egar Sigurður hafði eignazt hús-
ið Aðalstræti 6, stækkaði hann það og
gerði nýja hæð ofan á það, svo upp
frá því var það talið tvílyft. í garð-
inum að húsabaki reisti hann svo smiðju
og smíðaði þar fram til aldamóta. Árið
1901 keyti Bjarnhéðinn Jónsson smiðj-
u.‘a og rak hana til dauðadags 1920. En
þá var Sigurður enn á lífi og dó ekki fyrr
en 1935, þá kominn á tíræðisaldur og
elzlur allra iðnaðarmanna hér í bæ.
Sigurður bjó á efri hæð hússins, en
mðri var verzlun Guðmundar Olsens.
Guðmundur Olsen var launsonur
Þorstems Jónssonar Kúlds kaupmanns
í Hafnarstræti og Ragnheiðar Ingimund-
ardóttur í Brennu, systur Gróu sem
Gróubær var við kenndur. Guðmundur
var „efnilegur og merkilegur og áð öllu
út.iti eins og Þorsteinn*', segir Benedikt
Gröndal. Skömmu eftir að hann fæddist
gífiist Ragnheiður móðir hans Jóhann-
esi Olsen útgerðarmanni í Hjallhúsinu,
og gerði hann Guðmund að kjörsyni
sínum og var hann því nefndur Guð-
mundur Olsen. Hann varð maður mjög
vinsæll er hann þroskaðist og annál-
aður söngmaður. Ungur að aldri gerð-
ist hann verzlunarþiónn hjá Fischer
og vann þar meðan Guðbrandur Finn-
bogason var verzlunarstjóri. En er Guð-
brandur lézt 1899 tók Guðmundur við
verziunarstjórastöðunni og gegndi henni
þa>' til Duus keypti verzlunina 1904. Þá
stofnaði Guðmundur eigin verzlun í
Aðalstræti 6 og rak hana síðan. Það
var aldrei stór verzlun, en Guðmund-
ur var talinn mjög laginn á að afla
sér viðskiptavina og koma út vörum
sínum. Var þá mikil samkeppni meðal
kaupmanna, en fólk gekk búð úr búð,
einkum í kauptíðinni. til þess að spyrja
um vöruverð, því að þá skipti miklu
máli eins eyris verðmunur á kaffipund-
inu, eða einhverju öðru. Sagt er að eitt
sinn hafi sveitamaður komið í búð til
Olsens og spurt um verð á eldspýtum.
Olsen sagði að búntið kostaði 10 aura.
Það þótti manninum dýrt, kvaðst geta
fengið eldspýtnabúntið fyrir 8 aura í
næstu búð. „Það er ekkert að marka“,
sagði Olsen, „eldspýturnar eru ódýrast-
ar hjá mér, þvi að í hverjum stokk er
10 eldspýtum fleira heldur en hjá öðr-
um“.
Guðmundur erfði Hjallhúsið eftir
kjörföður sinn og bjó þar alltaf. Þetta
hús stendur enn og efst í Fischersundi
að norðan. Guðmundur sat í niðurjöfn-
unarnefnd 1911—17 og slökkviliðsstjóri
var hann 1910—11 og aftur 1914—17.
Hann dó í jan. 1918.
Eftir Sigurð Jónsson eignaðist Guð-
mundur Bjarnason klæðskeri húsið í
Aöalstræti. Hafði lóðinni þá verið skipt
milli smiðjunnar og íbúðarhússins þannig
að smiðjunni fylgdi efri hlutinn og var
það rúmur helmingur. En þann hluta
hafði h.f. Héðinn eignazt.
Guðmundur var fæddur í Haga á
Mýrum 27. júlí 1878. Foreldrar hans
voru Bjarni Jónsson frá Svarfhóli í
Hraunhreppi og kona hans Biarndís
Bjarnadóttir skipasmiðs í Straumfirði,
Einarssonar bónda í Kalmanstungu.
Guðmundur var öðlingsmaður og um
lang; skeið framarlega í félagsskap
K.F.U.M. hér í borginni. í félagi við Jón
Fieldsted rak hann klæðskerastofuna
G. Bjarnason og Fieldsted í Aðalstræti
6 og var orðinn allvel efnaður. Hann
andaðist 20. apríl 1939, ókvæntur og
barnlaus. f erfðaskrá sinni arfleiddi
hann K.F.U.M. að húsinu í Aðalstræti,
en aðrar eignir sínar ánafnaði hann
fæðingarsveit sinni og skyldi af beim
stofna sérstakan sjóð, svonefndan „Haga
sjóð“.
Síðan keypti h.f. Árvakur húsei°nina
handa Morgunblaðinu. Var gamla húsið
þá tekið af grunni og flutt í heilu lagi
inn í Langholt og endurreist bar, og
stendur þar enn. Svo slógu h.f. Árvakur
og h.f Héðinn saman lóðunum til að
reisa þar hús það, sem kennt er við
Morgunblaðið.
Saga þessa staðar, þar sem ósélp®ur
moidarkofi brevtist í stórhýsi. er tát-n-
mynd af sögu Reykjavíkur seinustu 200
árm.
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 5
hefði stundum orsakað góðlátlegt grín á hans kostnað.
Feimni G. virtist söm og jöfn. Sumir þóttust geta
merkt, að hann roðnaði oftar og af minna tilefni en
áður, sem líkast til var ímyndun ein. Þeir veittu hon-
um aðeins nánari athygli. íbúar á D. stóðu agndofa
og efuðust um að rétt væri hermt. En eftir vitnis-
burð ljósmóður, auðvitað í trúnaði, og eftir að læknir
og sóknarprestur höfðu staðfest vitnisburðinn,
einnig í trúnaði, leyfði enginn sér að efast. Hugur
þorpsbúa var svo upptekinn af þessu, að hvað sem
samtalið snérist um í byrjun, var fyrr eða síðar
komið inn á hinn furðulega framburð R. Málið var
rætt frá öllum hliðum, og þeir sem meira vissu miðl-
uðu öðrum. Þeir sem séð höfðu barnið báru, að það
væri algjör eftirmynd G. og yngsta drengsins hans.
Nánasta vinkona móður R. hafði árætt að færa málið
í tal við hana og einungis orðið þess vísari, að hún
var ekki fróðari en aðrir óvandabundnir. Móðir konu
G. hafði talið það skyldu sína að ræða málið við
hana, um leið og hún sýndi henni hluttekningu í því
óláni, sem maður hennar hafði ratað í og leitt með
smán yfir hana og börn hennar. Kona G., sem ekki
hafði verið áberandi í þorpinu og talin lítil fyrir sér,
sagði móður sinni, eins og hún sagði síðar öllum
þeim, sem hreyfðu málinu í hennar áheyrn, að hún
kærði sig ekki um slettirekuskap og hnýsni ill-
gjarnra slaðurbera um málefni, sem ekki kæmu
öðrum við en henni og manni hennar og þau hefðu
löngu gert út um sín á milli. Aðeins ein kona, ljósmóð-
irin hafði talað um faðerni barnsins við R., sem reynd
ar var skylda hennar, og ekki fengið önnur svör en
góðlátlegt mas í þá átt, að nú hefðu íbúar D. fengið
þá gátu að glíma við sem myndi endast þeim.
ó barnið væri nú feðrað og faðernið viðurr
kennt, var málið enganveginn afgreitt í augum
þorpsbúa. Þeir höfðu nefnilega ekki verið uppaldir
í þeirri trú, að gönguferðir niður í bæ á sunnudög-
um eða vingjarnlegt viðmót orsökuðu tilkomu barns.
Þaðan af síður lét nokkur það henda sig að segja
barni sínu sögur um ljósmæðratöskur eða útlenda
fugla. Þeir vissu að börn komu undir við ónefnd
atlot gagnstæðra kynja, og slík atlot voru óhugsandi
án vissra kringumstæðna. Þ.e.a.s tíma og aðstöðu.
Hér vantaði hvorttveggja, tíma sem hugsanlegt var
að þau hefðu verið tvö ein, og það sem verra var,
enginn staður, sem til greina kom, virtist uppfylla
þær kröfur, sem sérhver viti borinn maður með
nokkra siðferðiskennd mundi gera.
Tengsl mín við báða málsaðila virtust hæfilega
náin til að hver sem var af þorpsbúum gat tekið
mig tali og spurt mig í þaula um hugsanlega vit-
neskju mína. Eftir slík samtöl var ég gersamlega
niðurbrotin og fór einförum. Þó ég, vegna G. og R.
og minnar eigin samvizku, vísaði eftirgrennslunum
á bug á svipaðan hátt og kona G., stóð ég sjálfa mig
að því eftir á að vega og meta þær líkur, sem fram
komu. Já, meira að segja koma með mínar tilgátur.
Ég hafði unnið með R. í frystihúsinu þennan janú-
armánuð, svo mér var kunnugt að einskis samdráttar
hafði orðið vart milli þeirra G. Einhver stað-hæfði
að hafa komið að þeim tveim einum inni í frysti-
klefa. Sami gat þó ekki borið að hann hefði
merkt neitt grunsamlegt. En eins og nú horfði voru
allir hlutir grunsamlegir. Frystiklefum er aðeins
hægt að loka utan frá og af minni litlu líffræðiþekk
ingu vissi ég að kyngeta karlmanna veTður nær
engin við slíkt hitastig. Auk þess sem bíræfni hefði
mátt teljast í vinnutímanum og fyrir opnum dyrum.
orrablótið kom vel heim við ætlaðan tíma.
Ég hafði orðið R. samferða bæði á staðinn og heim
á eftir. G. ók okkur R. ásamt konu sinni og elzta
syni. R. gisti hjá mér um nóttina. Ég gat því borið
til baka þann að því er virtist útbreidda misskiln-
ing, að eitthvað hefði átt sér stað í bílnum.
Eftir að vitnaðist að sonurinn varð henni sam-
ferða heim og að hann dansaði við hana á ballinu,
fór að heyrast hávært hvískur um, að liklega ætti
drengurinn barnið og framburður G. yfirhilming
ein, og fannst mönnum mikið til um drengskap hans
og föðurlega ábyrgð. Varla hefur hjá því farið, að
drengurinn yrði var við óþægilegar augnagotur dag-
ana sem þessu var trúað, og ekki síður eftir að
læknirinn staðhæfði í trúnaðarsamtali við kunningja
sinn, án þess þó að vilja gefa frekari skýringar, að
komið hefði í ljós við skólaskoðun að drengurinn væri
ekki kynþroska og yrði ekki í bráð.
Ótal fleiri tilgátur og staðhæfingar hnigu í sömu
átt. Einhver stakk upp á salernunum í félagsheim-
ilinu þorrablótsnóttina. Uppástunga sem hvert manns
barn vissi að var fráleit. Ástand salernanna hafði
lengið verið framámönnum þorpsins feimnismál.
Læsingar brotnar og vatnselgur á gólfum sökum
sprunginna klóaka.
Allar vangaveltur um heimili annars hvors aðilans
enduðu á einn veg. Eftir rækilega könnun á her-
bergjaskipan og útsmognar eftirgrennslanir hjá
börnum og gamalmennum meðal heimilisfólks hættu
þær umræður. Það, sem flestir að endingu hneigð-
ust að og ég hafði í einrúmi vandlega yfirvegað,
var leynifundur undir berum himni. En með tilliti
til veðrahamsins þennan mánuð og stöðugra um-
hleypinga, og eftir að ég hafði athugað gamlar veð-
urskýrslur, vísaði ég þvi einnig á bug.
Þegar systir mín kom heim, var ég búin að panta
far með áætlunarbílnum og flugfar suður. Blaðinu
með brúðkaupsmyndinni stakk ég niður í tösku hjá
farangri mínum. Kannski gæti ég á þann hátt sloppið
við að endurlifa ógeðfelidar umræðar um barns-
föðurmál R. frænku minnar.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstj. fltr.: Gísli Sigurðsson.
Augiýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Útgefandi: H.f. Árvakur, Reykjavík
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. apríl 1967