Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 4
Fljótt á litið virtist umsókn
þessi ekkert grunsamleg —
Kannski var hún það alls
ekki í rauninni, ef betur er
að gáð. Og það er nú lóðið
ef skrifstofubáknið tekur
í taumana, þá er allra
veðra von
Lögboðið
stimpilmerki
Smásaga eftir
Svjatoslev Minkov
Egill Jónsson þýddi
er vonandi að hann eigl enn
eftir að sitja lengi í ritdómara
sæti. Fáum hefur farnast betur
í þessu starfi en honum. And-
rés hefur ekki þann hátt á að
dæma bækur út frá einhverjum
fyrirfram meira eða minna ann
arlegum og umdeilanlegum for-
sendu'm, eða hæpnum og vafa-
sömum kennisetningum. Hann
dæmir bókmenntaverk út frá
eðli og anda þess sjálfs.
Þetta er snarasti og sterkasti
þátturinn í rýni Andrésar.
Og þetta er sú aðferðin, sem
ræður úrslitum um réttlátan
dóm. Engin önnur aðferð er
þessari fremri. Og góðu heilli
hefur þessari aðferð verið beitt
til muna í íslenzkri bókmennta
gagnrýni, þó hún hafi verið af-
rækt um sinn, af sumum þeim
sem fjalla um bækur.
Ég fæ ekki séð, að Andrés
Kristjánsson hafi ruglað öðr-
um óskyldum efnum saman við
bókrýni sína. Hann leikur ekki
þann gráa leik, að hefja höf-
unda til skýjanna, bara fyrir
það eitt, að viðkomandi höfund
ar fylgja þeim túlkunarmáta,
sem Andrési er kannski hug-
leiknastur, eða þá að hann sjái
ekkert nýtilegt í verkum
þeirra höfunda, sem fara aðrar
leiðir í skáldskap sínum, en
Andrés persónulega hefur sér-
stakt dálæti á.
Það er tiltrúin við skáldverk
ið sjálft, sem gerir Andrés
Kristjánsson að svipmiklum rit
dómara.
Að vísu er hann ekki alltaf
jafn markhittinn, og stundum
setur hann fram fullyrðingar
sem engan veginn fást staðist.
En hér er ekki ætlunin að vera
með neinn sparðatíning.
Ég hygg, að fáar séu þær
bækur, sem út hafa komið síð-
asta áratuginn og eitthvað
nýtilegt hafa upp á að bjóða,
að Andrés hafi ekki ritað um
þær af kunnáttu bókmennta-
mannsins, karlmannlegri ein-
urð og samvizkusemi.
ÓJ: Manni kemur helzt í hug
eldflaug, sem ekki er á réttri
braut, en líkur bendi til að
skekkjan verði leiðrétt — , já,
þannig hugsar maður gjarnan
um Ólaf Jónsson sem gagnrýn
anda (áður hjá Alþ.bl., nú
VÍSI). Hann byrjaði feril sinn
með miklum gauragangi Fyrstu
sprettir hans á ritvellinum eru
með þeim ólíkindum, að naum-
ast á sér hliðstæðu í íslenzkri
bókmenntagagnrýni. Framan af
einkenndust skrif hans mjög af
æsilegum upphrópunum ogmóð
ursýkiskenndum langhunda-
skrifum, einkum þegar hann
fjallaði um þau verk, sem komu
ekki heim og saman við ýkju-
og kreddukenningar hans í
bókmenntum, er hér að fram-
an hafa verið tekin saman íhin
„10 ginheilögu boðorð,“ sem
ÓJ hefur lengst af haft að leið
armerkjum í ritskýringum sín-
um.
Þessar fáránlegu kenningar
eru ekki fundnar upp af ÓJ,
heldur teknar að láni hjá fá-
mennum erlendum bókmennta-
klíkum. En sé litið á skrif ÓJ
í heild, kemur í ljós, og það
þegar í hinum fyrstu ofsa-
kenndu skrifum hans, að undir
niðri ólgar þróttmikil bylgju-
hreyfing. Má ætla að það sé
þessi upprunalegi kraftur, sem
dregið hefur unga áhugamenn
Fraimlh. á bls. 16
Þessir ógleymanlegu atburðir
áttu upptök sín í búlgarskri rík
isstofnun, aðeins fáum vikum
áður en sjálf 1. maí sigurhátíð-
in hófst.
Penchev, mjög tilvonandi
einkaritari var staddur á skrif-
stofu Genchevs, yfirmanns síns
og deildarstjóra, árla morguns
að vanda. Hann nálgaðist skrif
borð yfirboðarans með tilhlýði
legri virðingu, og tók að laða
upp úr tösku sinni hin og þessi
skjöl er undirrita þurfti — að
sjálfsögðu þó eftir nákvæma
rannsókn. Framan af gekk
þetta allt dável. Genchev deild
arstjóri grannskoðaði og rýndi
hvert skjalið eftir annað gegn
um virðuleg gleraugu, og veitti
þeim síðan undirskrift sína með
glæsilegu rósaflúri. Penchev,
mjög tilvonandi einkaritari stóð
reiðubúinn með bleksuguna
reidda, og duldi með naumind-
um kæfðan geispa.
Nú hendir það tíðum í skrif-
stofuþrasinu að menn hnjóta
um skuggaleg málgögn. Nema
skýtur ekki eitt slíkt þokka-
plagg upp kollinum meðal
skjala þeirra er Penchev, mjög
tilvonandi einkaritari lagði
fyrir Genchev deildarstjóra
þennan fagra morgun. Reynd-
ist það vera orlofsumsókn frá
ríkisstarfsmanni úti á landi,
Gervasi nokkrum Zehtnikov að
nafni.
Fljótt á litið virtist umsókn
þessi ekkert grunsamleg. Téð-
ur ríkisstarfsmaður sendi ósköp
bláttáfram beiðni um veikinda-
frí, ásamt vottorði frá héraðs-
lækni, er lagði á það ríka
áherzlu að téður Gervasi Zeht-
nikov, ríkisstarfsmaður og sjúkl
ingur hans væri í brýnni þörf
fyrir skurðaðgerð. Að öllu sam
anlögðu hefði málið því átt að
ganga eins og í sögu — hinn
sjúki að sjálfsögðu fengið taf-
arlausa heimild til að leggjast
nokkuð áhyggjulaus á skurðar
borðið — ef honum hefði ekki
yfirsézt um smávægilegt forms-
atriði, sem sé gleymt að klína
lögboðnu stimpilmerki á bréfið.
Oss leyfist að draga þá álykt
un, að meginorsökin fyrir yfir-
sjón hans hafi verið afbrigði-
legt hugarástand og þráhyggju
ofsóknir um sveðju skurðlækn-
isins. Jafnframt er augljóst að
mál þetta hefir ekki verið sál-
ræns eðlis. Hér hefir því verið
um strangar skrifstofureglur og
opinber fyrirmæli að ræða. Því
hvað er óstimpilmerkt umsókn
strangtekið — svona okkar á
milli? Hún er alls engin um-
sókn. Rétt og slétt pappírsörk,
annað ekki. „Skrifið þegar og
skrifið honum að senda oss lög
boðið stimpilmerki — ella verði
umsókn hans ekki tekin til at-
hugunar!"
Að loknum þessum strengi-
legu fyrirmælum til Penchevs
undirmanns síns og mjög tilvon
andi einkaritara, beindi Gen-
chev deildarstjóri athygli sinni
að öðrum viðfangsefnum.
Penchev, mjög tilvonandi
einkaritari dró sig þegar í hlé
á skrifstofu sinni, svo sem vera
bar, gjörði uppkast að bréfi til
hins sjúka samstarfsmanns, og
afhenti það ljóshærðum einka-
ritara með blóðrauðar neglur.
Daginn eftir færði svonefndur
einkaritari honum bréfið, vél-
ritað á eigin bréfsefni deildar-
innar.
Panchev, mjög tilvonandi
einkaritari signdi síðan plagg-
ið með ólæsliegu hrafnasparki,
og lét afrek sitt þvínæst ganga
boðleið til skjalavarðarins.
Eftir nokkurra daga vafstur
var bréfið loks sent í ábyrgð-
arpósti með hraðlest út á land.
Svar barst eftir tiltölulega
skamma bið, og kúrði nú
krypplað fimm lava stimpil-
merki úti í horni á bláu um-
slaginu.
En í stað þess að greiða úr
málinu, gjörðist nú bréf þetta
upphaf að nýjum málaflokkum.
„Hefðuð þér rennt grun í
annað eins!“
Genchev deildarstjóri beindi
orðum sínum til Penchevs, mjög
tilvonandi einkaritara, með
þeim þykkjuþunga er sæmir
opinberum ákæranda.
„Jafnvel í eigin starfsliði
rekst maður á fólk, sem virðist
vanrækja að lesa Ríkistíðindin
sín! Komið þér manni þessum
nú í skilning um það að sam-
kvæmt viðbót við lög um notk-
un stimpilmerkja ber að ein-
kenna orlofsumsóknir ríkis.
starfsmanna með tíu lava stimp-
ilmerkjum — og ekki fimmlava
stimpilmerkjum. TilkynniS hon
um jafnframt að hann verði að
senda oss fimm lava stimpil-
merki til viðbótar, og vitn-
ið orðrétt í téða lagagrein."
Er hér var komið sögu, reis
Genchev deildarstjóri hægt úr
sæti sínu, setti upp stórfeng-
legan merkissvip, og mælti ógn
andi raust:
„Og þessa lagagrein getur
hann iesið í Ríkistíðindum nr.
121, 2. september 1944. Vanræki
maðurinn þetta, verður umsókn
hans alls ekki virt viðlits.
Punktum!"
Og enn varð Penchev, mjög
tilvonandi einkaritari að skríða
í skjól á skrifstofu sinni.
Gjörði hann þegar boð eftir
Ríkistíðindum nr, 121, 2. sept-
ember 1944.
En nú brá svo við (eins og
oft vill verða, er maður þarfn-
ast hlutanna hvað mest) að um-
beðið hefti Ríkistíðinda virtist
með öllu afmáð af yfirborði
j arðar.
Fyrr en varði hafði Penchev,
mjög tilvonandi einkaritari kom
ið öllum á skrifstofunni í upp-
nám, er læsti sig um aðrar
deildir, svo brátt ríkti almenn-
ur glundroði í stofnuninni allri.
Menn leituðu í dyrum og
dyngjum — á ótrúlegustu stöð-
um: skrifborðum og skúffum,
hillum og bókaröðum, settu allt
á annan endann, jafnvel þungu
leðurstólana í sjálfum fundar-
salnum — en höfðu ekki annað
en skúm upp úr krafsinu.
Eftir tíu daga árangurslausa
leit tók almenn örvænting að
grípa starfsliðið. Þá skeði það
að ósköp lítilþægur bókari
rakst af hreinni tilviljun á hið
vegvillta rit undir kaktuspotti
á gjaldkeraskrifstofunni. Þrátt
fyrir reglulega vökvun höfðu
blöðin ekki sprungið út, svo
letrið mátti heita nokkurn veg-
in læsilegt.
Ög loks gat þá Penchev, mjög
tilvonandi einkaritari gert upp
kast, uppkast að bréfi til Ger-
vas Zehtnikovs. Vitnaði hann
ítarlega í lagagrein þá um
notkun stimpilmerkja, er mál
þetta varðaði. Því næst hrein-
ritaði ljóshærði einkaritarinn
verkið á ritvél sína, og síðan
hafnaði það hjá skjalaverði, en
hann póstlagði svo bréfið að
nokkrum dögum liðnum.
I þetta skipti seinkaði venju
fremur um svörin. En þá er
skjalavörður opnaði bréfið
lagði höfgan reykelsisilm um
skrifstofuna. Þetta bréf var
ekki frá Gervasi Zehtnikov.
það var frá eiginkonu hans, og
færði þá harmafregn að fyrr-
nefndur Gervasi Zehtnikov
hefði látizt á sjúkrahúsi að
afloknum uppskurði.
Hin sorgmædda ekkja fór
átakanlegu orðskrúði um harm
sinn, en krafðist jafnframt
ákveðinna skilríkja, er veittu
henni rétt á ekkjulaunum. Og
4 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS
28. júnii 1970