Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Síða 6
Við komum til Bahama síðla
dags, klukkan hefur líklega ver
ið langt gengin sjö. Það tók
sinn tíma að komast gegnum
tollinn, því að þeir leituðu í
töskunum hjá flestum nema
okkur Agnari Bogasyni. Það átt
um við bæði dálítið erfitt með
að sætta okkur við. Svo var
ferðin yfir eyjuna þvera, gegn-
um höfuðborgina Nassau og yf-
ir stóru brúna til Paradísareyj
ar. Þar er brúartollur tveir doll
arar.
Við ákváðum að taka okkur
góðan tíma til að þvo af okkur
ferðarykið og hittast í matsaln-
um klukkan hálf tíu og snæða
steik. Ég skildi ekki þá, hvað
ég var orðin óhemju syfjuð,
svo að ég mátti varla höfði
halda yfir steikinni. En þá
mundi ég, að við höfðum á ferð
inni yfir Atlantshafið grætt
hvorki meira né minna en fimm
klst. Klufckiain var reyndlar að
verða þrjú, réttu lagi, og
kannski ekki að undra, þótt
svefndrungi sækti á menn.
Sjaldan er sú spurning áhuga
verðari hvað tíminn sé, en á
ferðalögum, þegar maður er ým
ist að missa úr klukkutíma eða
þeir koma fyrirhafnarlaust upp
í hendurnar á manni.
Daginn eftir hafði Mailers,
lögfræðingur sem starfar á veg
um Int. Air Bahama, boðið hópn
um í siglingu á hraðbátnum sín
um. Þegar niður að sjónum kom
risu öldur hátt og langt úti reis
báturinn og hneig á óstýrilát-
um bylgjunum. Við urðum að
fara á fleka út. Þá leizt sumum
karlmönnunum ekki á blikuna.
Mailers fullvissaði okkur um,
að sléttur sjór væri handan
nessins, en allt kom fyrir ekki.
Þeir kváðust ekki allir vera
sjóhraustir, ferðafélagar okkar,
og ákváðu að fara í bílunum
til móts við bátinn. En eins og
ber afkomendum írskra kóngs-
dætra sættum við Margrét okk
ur ekki við þau málalok og þær
urðu lyktir, að fötum var
fækkað og í stað þess að tefla
lífi okkar í tvísýnu á hálffyllt
um fleka, afréðum við að steypa
okkur til sunds og freista þess
að ná þannig út í bátinn. Það
voru okkur dálítil vonbrigði,
þegar við fundum, að við gát-
um botnað alla leið. Karlmönn-
unum til verðugs hróss skal
frá því skýrt, að þrír þeirra
hættu einnig lífi sínu í þessum
ólgusjó og komust út í bátinn
til Mailers, ásamt okkur Mar-
gréti.
Hvergi hef ég séð dýrlegri lit
brigði í einum sjó, dimmblár út
við sjóndeildarhring, en grænn
við landsteina, inn á milli hlykkj
uðust blágrænar og grænbláar
ræmur.
Malers vissi hvað hann söng,
þegar fyrir nesið kom var þar
lygn sjór og sem við renndum
að bryggju voru þar ferðafé-
lagarnir hinir, vel greiddir og
þurrir og reiðubúnir að koma
um borð. Svo var siglt með
ströndinni og farið í land í lít-
illi vík, þar voru nokkur lítil,
'svört börn að busla í sjónum.
Flest fengum við okkur góða
sundspretti þarna og sjórinn er
svo brimsaltur að það hlýtur
að vera þrekraun, meira að
segja ósyndum manni að sökkva
þar.
Markaðurinn er við höfnina.
Þar sitja gamlar þeldökkar kon
ur, skorpnar af sól, og ungar
konur sem hafa látið taka negra
lokkana úr hárinu, með ærinni
fyrirhöfn,. og sauma strátöskur.
Þessar töskur eru ásamt skelj-
unum vænu, það sem ferða-
menn sækjast eftir að taka með
sér heim frá Bahama. Töskurn
ar eru unnar af miklu listfengi
og kosta svo sem ekki neitt,
miðað við hvað allt er óheyri-
lega dýrt í þessari ferðamanna-
paradís.
Við Margrét röltum þarna
um markaðinn lengi morguns
og keyptum töskur og skeljar,
hún keypti líka stráhatt handa
lítilli frænku sinni; sú hlýtur að
vera ein af fáum íslenzkum
telpum, sem á hatt frá Bahama.
Þessar eyjar eru ekki beinlínis
í alfaraleið íslendinga.
Þegar við vorum á Bahama
hafði ekki komið dropi úr lofti
mánuðum saman og gróðurinn
var býsna óhrjálegur. Raunar
er hann ekki tilkomumikill,
pálmatré eins og vera ber og
þarna vaxa gómsætir tómatar
á stærð við kvenmannsnögl, og
eflaust fjölmargir gómsætir
ávextir. En yfirleitt er gróður-
inn ekki miklu hærri né meiri
en íslenzka kjarrið.
En siíðari nóttiinia okkiar brast
á með þrumur og eldingar og
svo fór að rigna. Ósköp held ég
að menn og jurtir hafi fagnað
þeirri rigningu. Svo stytti upp
jafnsnögglega og rigningin
hafði byrjað.
Og það er nóg af sólskini.
Seinni daginn okkar í Nassau
sagði bílstjórinn, sem ók okkur
til hótelsins, að hann væri í
þykku bómullarskyrtunni sinni,
af því að honum fannst fremur
svalt í veðri. Þá var hitinn um
29 stig. Það þætti okkur gott á
gamla landinu.
Við bjuggum á ákaflega glæsi
legu hóteli á Paradísareyju,
Flager Inn. Það mun vera til-
tölulega nýtt af nálinni og þar
er flest við höndina sem glatt
getur ferðamenn, golfvellir,
tennisvellir, sundlaugar og
meira að segja er bar í einu
horninu á sundlauginni. Það
hafði enginn okkar séð áður,
ekki einu sinni þeir ferðavön-
ustu sem höfðu verð í flestum
heimsins hornum og kipptu sér
ekki upp við öll herlegheitin.
En hvers verður maður vís-
ari á einum og hálfum degi á
þessari fjarlægu strönd Ba-
hamaeyja? Hægur vandi væri
að teíja upp íbúafjölda og
lýsa nánar landslagi. En þvi er
líka hægt að fletta upp í ferða-
mannabæklingum. En fólkið,
þetta dökka þriflega fólk, af-
komendur þræla, sem spánskir
tóku með sér úr Afríku á sín-
um tima. Hvernig er'það?
Hárgreið'slustúlkan á hótel-
inu, ung kanadísk stúlka, segir
mér að fólkið sé gott. Að vísu
orðið dálítið spillt; þegar
Bandaríkjamenn uppgötvuðu
Jótmnna Kristjónsdóttir;
UR BLAÐAMANNA
TIL BAHAMA
mí áZJnfj
ÍWm /wZ W í / ÍIAí n
Bahamaeyjar sem ferðamanna-
stað gáfu þeir svo ríflega
drykkjupeninga, að Evrópubú-
ar geta ekki leikið slíkar kúnst
ir eftir. En fólkið er hjartagott,
dálítið barnalegt í hugsana-
gangi, ekki beint vanþróað, en
þó örlar á því finnst henni.
Hún segir sem dæmi um gæzku
fólksins, að hér sé konu óhætt
að fara upp í bíl hjá innfædd-
um, ef þeir bjóði henni. Það
dytti henni aldrei í hug í Kan-
ada. En hér eru karlmennirnir
mestu sjentilmenn. Hún kom
hingað ferðamaður sjálf og var
sagt, að allt væri innifalið í
hótelverðinu. Svo liðu dagar og
það var sama hvað var, hún
fékk enga þjónustu á neinn
hátt. Þá rumskaði hún upp við
það, að hér tekur enginn ofan,
hvað þá meira fyrir minna en
hálfan dollar.
Hún var síðar svo stálhepp-
in að hitta Þjóðverja, ættaðan
frá Luxembourg og þau voru
ekki sein á sér að trúlofast og
hún flutti í skyndi af hótelinu.
Hann vinnur í hótelbransanum
hún greiðir hár, og fjargviðr-
ast yfir því, hvað hún ætti erf-
itt með að sætta sig við verð-
lagið á öllum hlutum og svo
þjórfé. Sem ég sat lengur
undir þessu notalega hjali,
hugsaði ég með mér, að ég færi
þá varla á hausinn eftir þessa
lagningu. Svona hjartahrein og
réttþenkjandi hárgreiðsludama,
færi varla að rýja mig inn að
skinninu. Hárgreiðslan kostaði
þá tíu dollara.
Þegar ég hafði náð andanum
aftur spurði ég með heims-
mannslegu fasi, hvort þjórfé
væri innifalið. Hún horfði á mig
angurværum augum og svaraði
neitandi. Auðvitað ætti það að
vera einn dollar til viðbótar,
en hún hefði haft svo gaman
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. jún.i 1970