Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1970, Blaðsíða 1
ANDREW WILSON HEIMUR GAGNKVÆMRA HÓTANA HVE LENGI MUN HANN STANDA? Kjarnorkusprengjan 1945 markaði mannkyninu tímamót. Síðan hefur þróunin í gereyðingar- vopnum verið hrollvekjandi og hú eru til kjarna vopn til að eyða allri byggð, sýklavopn til gereyðingar, og partur þess taugagass, sem til er, mundi sálga mannkyninu. — Að morgni mánudagsins 6. ágúst 1945 lögðu þrjár am- erískar sprengjuflugvélar upp frá eynni Tinian i vestur Kyrrahafi og stefndu á Japan, rúrna 2000 kílómetra í burtu. Tvær þeirra fluttu visinda- menn og magn flókinna mæl- ingatækja. Sú þriðja, sem hét Enola Gay, eftir móður flug- stjórans, Paul Tibbets höf- uðsmanns, flutti úransprengj- una Little Boy, sem verið hafði í smiðum í meira en fjögur ár. Enola Gay mætti engri mót- spyrnu þar sem hún nálgaðist mark sitt — brú nokkra í miðri iðnaðarborginni Hiroshima. Hún sleppti sprengjunni, sem sveif niður í fallhlíf, og sveigði frá til að forðast sprengju- þrýstinginn. Um leið og sprengj an sprakk, mættu 75.000 manns dauða sínum, skjótum eða hæg- fara af völdum sprengingar, bruna eða geislunar — en það voru nærfeilt fjórum sinnum sinnum fleiri en framleiðendur sprengjunnar höfðu gert ráð fyrir. Fregnin um að spi’engjan væri fallin barst til Washing- ton og þaðan til kjarnorku- rannsóknastöðvanna i Los Ala- mos, New Mexico, þar sem hún var básúnuð gegnum hátalara- kerfi. Einn þeirra, sem heyrðu hana, vísindamaðurinn Otto Frisch, minntist þess síðar að hafa heyrt köll starfsbræðra sinna er þeir geystust að síma- tækjunum til að panta hátíða- kvöldverðina. En Frisch sjálf- um óaði við því að það skyldi ekki aðeins vera tæknisigur heldur dauði þúsunda manna, sem skálað var fyrir í kampa- vini þetta kvöld. 1 óeiginlegri mei'kingu var Enola Gay ekki fyrsta flugvél- in, sem flutti kjarnasprengju. Önnur hafði orðið til þess fyrst, í ímyndun rithöfundarins H. G. Wells 31 ári áður. Skot- mark hennar voru aðalbæki- stöðvar Frakka í styrjöld milli Frakka og Þjóðverja. Hugmyndaflug Wells náði lengra en atburðirnir í Hiro- shima, því hann lýsti stríði þar sem kjarnasprengjurnar voru gerðar af ódýrum málmi, sem nefndist carolinum. París vstrð fyrst fyrir barðinu á þeim, síð- an Berlín. Milljónir fórust í bruna og hungursneyð áður en ríkisstjórnir fengust til að láta % af heimsveldastefnu sinni og hefja friðsamlega atómöld. Athyglisverðasta atriðið í bók Wells, „The World Set Free,“ var spá hennar um hern aðarleg og siðferðileg vand- kvæði er risa mundu við það að maðurinn næði valdi yfir kjarnorkunni. 1 raunveruleik- anum gerðu jafnvel færustu vis . •-•-L' v ./ . .. ■ \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.