Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1970, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1970, Page 10
Jokulsárgljúfur inn kastar geislum, eins og spegill, í sólskininu. Og þarna er kerling, álika gömul, en svona fjandi bein í baki og pattaraleg. Uppi á melunum, sunnan við ána, eru raðir af bílum. Þar standa líka menn, með sjónauka. Og allir mæna þeir til okkar, en þeir, sem standa á fletinum, neðan við virðast þó horfa hærra, upp í loftið. Þar er þó, fjanda komið ekkert að sjá, nema heiðan him ininn. Eða — gæti það verið, að þeir eigi von á heilögum anda? Eitthvað er það stór- kostlegt. Það má bóka. Þytur í lofti. Fugl? Ég lít upp. Stúlka, — með útréttar hendur, á blikandi loftskíðum, svifur yfir mig. Og svei mér þá ég sé ekki betur en þetta sé hún Barbara Geirs. Hún lækk ar flugið, niður með brekkunni, að austan, og sveigir svo fagur lega inn á miðjan völlinn. Þar hafnar hún, á afmörkuðum reit. Óviðjafnanlegt. Og þama kem ur önnur — þriðja og fjórða. Það er annars meiri náman, af kvenfólkinu þarna uppi á bjarginu, því þaðan komu þær. Gamar. væri að mega gægj ást þangað upp. Hvað svif þeirra er undur fagurt og all- ar beygja þær inn á miðjan flötinn og hafna þar. Og húrra- hrópin, sem byrjuðu strax, eru nú orðin svo mögnuð, að þau rekast á og troðast undir, milli klettanna. Ég sé ekki betur en gamli maðurinn sé orðinn rjóð- ur í vöngum af einskærri hrifn ingu og augun i kerlingunni fái jafnvel leitt munka í freistni. Það voru líka smá- munir að sjá þá spranga á tunglinu, í samanburði við þetta. Mikið dæmalaust var ég annars heppinn, að vera ekki dauður. Hrifning mín hefur líka náð hámarki. Ég get ekki annað en tekið undir. Og nú skal ekki draga af. Húúú — rrr — aaa —-. Það er stjakað við mér. Hvað eiga svona djö........ öskur að þýða maður? Þú ert þó aldrei farinn að dotta? HVERNIG Á A» SNÚAST VIÐ ÞEIM, SEM FREM.JA SKEMT.IDARVEBK? Með hjálp ljósmyndavéla, hljóðritunar, hljóðvarps og nú síðast sjónvarps hafa skapazt meiri möguleikar, en nokkru sinni áður, til að vekja fólk til umhugsunar um það, hve skemmdarverk eru fjarlæg og ósamrýmanleg allri menningu. Með vaxandi þunga er nú líka farið að nota þessi tæki, með ótvíræðum árangri, og er það mikið gleðiefni. Þó vantar enn nokkuð á, að þeir, sem eru vitni að slíkum verkum, veiti það aðhald, sem verða mætti að kæmi í veg fyrir þau. Tök- um dæmi, sem þó eru ýkt, af ásettu ráði: Hver gæti látið það afskiptalaust, ef hann horfði á, að bíl væri ekið gegnum kinda hóp á alfaraleið og án þess að dregið sé verulega úr hraðan- um, með þeim afleiðingum, að ein kindin liggur eftir á veg- inum, með báðar afturfætur brotna? Og mundi nokkur geta látið það afskiptalaust, ef hann vaknaði í tjaldi sínu hjá heiðavatni, við skothvelli. Og þegar hann litast um, sér hann svanahjón, með unga, á sundi, við hinn vatnsbakkann. Um- hverfis þau gjósa upp hvítir strókar, frá gljáskyggndum vatnsfletinum. Þar eru riffils- kúlur á ferð, með þeim afleið- ingum, að annar fullorðni fugl- inn og einn unginn, láta höfuð falla og liggja hreyfingalausir? Það væri gaman að vita hvernig ferðamenn teldu réttast að haga sér, ef þeir kæmu að nýjum bílförum, í gróðurríku skóglendi, þar sem bannað er að aka, og sæju að ekið hefði verið svo langt, sem kom- izt varð? Fagurt rjóður, við lítinn klett, þar rétt hjá, er allt traðkað og þakið dósum og drasli og við einn klettinn liggja brotnar flöskur í tugatali? Það virðist eðlilegt að fyrsta spurningin til þeirra, sem þarna væru næstir, hljóð- aði eitthvað á þessa leið: Vitið þið hverjir hafa tjaldað hér í nótt? „Já. Þið fáið að sjá þá og heyra þá spjalla, í sjónvarp inu fljótlega." Þannig er ein aðferð, af mörg um, og mjög áhrifarík, til að vekja menn til umhugsunar um það, hve óverjandi svona verknaður er. Um hana fer ég þó ekki mörgum orðum, því ætlun mín hér er sú, að vekja máls á annarri, sem enn mun of lítið reynd, við fyrsta og ann að brot, þegar skemmdarverk eru framin í ríki náttúrunnar, sem ég vildi sýna samhug minn, með þessari fábrotnu kveðju. Þeir, sem komnir eru á lög- aldur og nægar sannanir eru fyrir að framið hafi slík verk verði beðnir að mæta í heima- héraði sínu, þegar vel stendur á hjá þeim aðilum, sem þar eiga að fjalla um þessi mál. Þar er þeim boðið upp á ávexti og þann drykkinn, sem ennþá er hollastur, til að væta kverkamar, en það er islenzka lindarvatnið. I bróðemi — yfir borðum — er svo talið leitt að verkinu, sem valdið hefur komu þeima þangað. Þar er þeim gefinn kostur á að færa fram sínar ástæður, fyrir þeim athöfnum, sem um er deilt, og þeir voru valdir að. Ef slíkar samræður geta ekki vakið löng un þeima til að forðast slíkan verknað framvegis, þá er það vonlaust með hnefarétti og handjárnum, þótt ekki verði komizt hjá að beita þeim, þegar sá, er verkið fremur, skynjar ekki lengur hve alvarlegar af- leiðingar það getur haft. ÁBÆTTR Oft kemur margt broslegt fyr ir á ferðalagi og einnig líka lærdómsrikt. Þeir, sem hitta ferðamenn á friðsælum stöð- um, hafa líka sömu sögu að segja, þegar sólin skín og skap ið er í topplagi. Hér verðurþví að lokum brugðið á léttara hjal. Fyrir nokkrum árum komu til mín ung hjón, þar sem ég var við heyþurrkun. Veður var hið fegursta og glampandi sól- skin. Hjónin ávörpuðu mig blíð lega, dásömuðu veðrið og þann stað, er þau lýstu fyrir mér, þar skammt frá, og ég þekkti vel. Þá spurði frúin, með blíðu brosi og ómótstæðilegum augna glömpum: „Megum við tjalda þar?“ Því er mér Ijúft að játa, svaraði ég, og sagði henni eins og var, að ég gæti varla lýst undrun minni, yfir því hve fá- gætt væri að heyra svona spurningu. Það eina, sem bænd ur færu fram á væri að allur umgangur værí óaðfinnanlegur. Við þetta svar ljómaði andliir frúarinnar og taldi hún það óskráð lög, að sýna fyllstu til- litssemi i sambýli við náttúr- una, og bætti svo við það mörg um blessunarríkum orðum. Og auðvitað hafði ég ekki augun af frúnni, þar sem hún stóð, svona hér um bil eins fáklædd og Eva í Paradís beint á móti mér og sólúnni, með bros á vörum og svo töfrandi augna- glampa, að ég hefði þorað að hengja mig upp á það, að jafn- vel guð almáttugur hefði ekki efazt um, að á bak við þessi hvelfdu brjóst, bærðist hreint og falslaust hjarta. Sama kvöldið sannfrétti ég, að þessi hjón hefðu tjaldað þama minnst tvær undanfam ar nætur. Og frúin hefði látið í það skína, með áberandi drýg indum, að þau hefðu gómað ný- runninn og spikaðan silung í ánni, skammt frá tjaldstaðnum. Og annan eins mat hefðu þau bara aldrei bragðað. Svo var það fyrir fáum árum, að leið mín lá um yndisfagr- an stað, í Jökulsárgljúfrum. Sólskin var þá einnig og blíður blær strauk um vanga. Ég gekk þar fram hjá bíl úr Reykjavík. Þar voru líka ung hjón, að ganga frá farangri sín um, og sýnilega að búast til brottfarar. Ég ávarpaði þau og leyndi sér ekki hve sæl þau voru yfir að hafa dvalizt áþess um stað síðustu nætur og fá svona dásamlegt veður. Með óvenju vel völduM orðum og í auðsærri hrifningu, lýstu þau þessum stað og þeim áhrifum, sem hann hafði á þau, og þó sérstaklega frúin. „Mamma — mamma. Komdu hérna, komdu hérna“, heyrðist skyndilega kallað. „Sjáðu bara hvað við höfum fundið. Það hef ur einhver verið að búa til of- urlítið hús, úr blöðunum á greininni hérna, með svo fín- um þráðum, að við sjáum þá varla. Hver hefur gert það?“ Samtímis birtust tveir Ijósir kollar, í skóginum skammt frá okkur. „Ég skal segja ykkur það bráðum“, svaraði konan. „En gerið fyrst bón mina, elsk urnar. Hérna er bréfpoki. Far ið niður að læknum, þar sem tjaldið okkar stóð, og tinið í hann hverja örðu, sem þar hef- ur óviljandi orðið eftir. Ég kem svo til ykkar bráðum". Svo bætti hún við: „Við skulum ávallt hafa það hugfast, að skilja við svona staði, nákvæm lega eins og við viljum að þeir liti út, ef við ætlum að tjalda þar sjálf“. — Eftir nokkra stund lá leið mín þama um aftur. Þá var bíllinn farinn. Ég hljóp eftir stígnum, niður að læknum, þar sem tjaldið hafði staðið. Gras- ið var að vísu bælt, en þar sást ekkert, sem benti til að börn hefðu verið að leik, og í lækinn hafði engu verið hent. Og eftir stígunum, sem þama voru áður, hafði alltaf verið gengið. Hér gátu allir greint, að tillitssemin, hin tiginboma döttir menningarinnar, hafði verið á ferð. Og mér varð það Ijóst, að þessi unga móðir úr Reykjavík, hafði vakið þessar hugsanir mínar og aðdáun. Og þó var annað, sem hreif mig meira. Það voru hin miklu lífssannindi, sem birtust í orð- um hennar tfl bamanna sinna. Hún virtist gera sér fulla grein fyrir þvi, að sú löngun og þrá, sem á upptök sín í eigin brjósti og leitar í sóíar- átt, hefur sömu möguleika til að bæta mannlífið, og þetta undranna land hefur til unað- ar og þroska fyrir íbúa sína, í kyrrð óbyggðanna, þar sem mjallhvítar jökulbungur ber við bláan himin og bera hrein- leika þess vitni, eins lengi og mannlegt auga fær þær greint. Bolludaginn 1970. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Þann 15. þessa mánaðar varð Jean Renoir 76 ára gamall, og má segja að hann sjái fyrst dagsins ljós um leið og fyrstu kvíkmyndirnar, en áiitið er að sú listgrein eigi 75 ára afmæli í ár. Heíur hinn aldni meist- ari verið lítt í fréttum að und- anfömu, enda litið aðhafzt. Eftir að hann lauk við „Le Caporal Epinglé" 1962, hefur hann haldið áfram að hugsa um ný viðfangsefni og skrifað handrit. En ár eftir ár hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. Re.noir hefur aldrei verið eftir- læti framleiðenda, hvorki í Frakklandi né í Ameríku; ástríða hans til að „improvis- era“ og gera ýmsar tilraunir fyrir framan myndavélina, hef- ur verið framleiðendum þyrn- ir í augum, þar sem þeir vildu vlta hvert orð og hvert skref fyrirfram. Þekktur gagnrýn- andi Penelope Giliiat, segir einhvers staðar: Þótt það sé sama að neita Renoir um hrá- filmu og að neita Mozart um nótnablöð, þá stendur framleið endum iijartojilega á sania. Erf- iðleikar Renoirs til fjáröflun- ar aukast nú í réttu lilutfalli við hækkandi framleiðslukostn að ár eftir ár. En 1968 leit út fyrir að loks mundi sjást fyrir endann á þessu vandræðaástandi. Renoir hafði vakið áhuga Jeanne Moreau á handriti sem hann nefndi „Julienne et son Amour“ en titilhlutverkið hafði hann skrifað með Moreau í huga. Ilafði nokkuð fjármagn fengizt tryggt til að byrja á myndinni og von var tun aukinn stuðn- ing. Bjóst Renoir við að geta liafið töku myndarinnar í júní 1968. En stúdentaóeirðirnar í maí þetta sama ár gerðu skyndilega strik í reikninginn. Franski kvikmyndaiðnaðurinn dró að sér fjárloppuna og áætlun Renoirs rann út í sandinn eins og margra annarra. Hann varð svartsýnn á, að honum tækist nú að gera aðra mynd. „En ég harma það, þvi að mér finnst ég enn eiga margt eftir ósagt.“ Árið ’68 hafði þó ekki sagt skilið við Renoir. Á kvikmynda hátíðinni I Feneyjum var sér- stakur liður i liátíðinni sýning á 17 myndum eftir hann frá ár- unuin 1924—1939. Leiddi það til þess að eitt dagblaðanna i París birti eftirfarandi fyrirsögn á forsíðu: „Yngsti kvikmynda- leikstjórinn í Feneyjum: Jean Renoir." Fleiri sérsýningar komu í kjölfarið, í Bandarikj- unum m.a. í Dartmouth College og síðar í Los Angeles County Museum of Art. Áætlanir um „Julienne et son 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 27, septeimiber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.