Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Síða 4
Aiþingi
*
undir Armannsfelli
Góður
drengur
Smásaga
eftir
Tove Ditlevsen
landsig í jarðskjálftunum 1789.
Á þessum völlum voru búðir
þingmanna, en þar var ekkert
vatn. Einu vatnsból á þing-
staðnum hafa verið gjárnar i
hrauninu og þar sem nú er
Þingvallatún, en erfitt hefir
verið að sækja vatn þangað, og
öllu erfiðara en nú mundi vera
vegna þess að þá var einni al-
in lengra niður að vatninu í
gjánum. Sennilega hefir vatn
aðallega verið sótt suður i
Þingvallavatn.
Vér vitum ekki hve marg-
mennt var á þingunum. Senni
lega hafa fyrstu þingin verið
fámennari heldur en þegar
fram í sótti og höfðingjar upp-
götvuðu, að vænlegast var að
fara þangað með herflokka, ef
þeir áttu að geta komið fram
málum sínum. Óhætt mun að
fullyrða, að mannfjöldi á þing-
um hafi oft skipt þúsundum, og
mun slíkur sægur hafa þurft á
allmiklu vatni að halda. Ókost
irnir við hin óhentugu vatns-
ból hafa þvi orðið tilfinnan-
legri með ári hverju, og er lík
legt að höfðingjar hafi þá far
ið að bera ráð sín saman um
hvort ekki væri einhver leið
til að bæta úr þessu.
Þá voru engir verkfræðing-
ar hér á landi og um allar fram
kvæmdir urðu menn að treysta
á sitt eigið hyggjuvit. Dælur
þekktust þá ekki og þess vegna
var ekki hægt að dæla vatni
upp úr gjánum. Ekki hefir
mönnum heldur litist á að gera
þar brunna. Eina ráðið var að
veita þangað vatni, og þá var
ekki um neitt annað vatnsból
að ræða en Öxará. En var
hægt að koma henni niður á
Þingvöll? Engin áhöld voru þá
til hallamælinga á landslagi,
heidur urðu menn að treysta á
sjónina. Þeir hafa og veitt því
athygli vegna rennslis öxarár,
að öllu landi þarna mundi halla
til suðurs, en þó virtist ekki
frágangssök að breyta rennsl-
inu þannig, að áin stefndi fram
á bakka Almannagjár. En hvað
tók þá við er hún kom ofan af
hamrinum? Mundi gjáin
gleypa allt vatnið og það
hverfa I hraunið?
Allt þetta og margt fleira
munu menn hafa athugað
gaumgæfilega, áður en þeir hðf
izt handa fyrr en þeir voru full-
árinnar. Og þeir hafa ekki haf-
izt handa fyrr en þeir voru full-
vissir um, að botni Almanna-
gjár hallaði til suðurs og hún
mundi skila árvatninu. En það
hefir ekki verið fyrr en 30 ár-
um eftir að Alþing var stofn
að, að ákveðið hefir verið að
ráðast í þetta fyrirtæki, sem á
sinni tíð hefir sennilega þótt
ámóta stórt í sniðum og Stein-
grímsstöðin við Efra Sog þótti
á vorum dögum. Það var því
eðlilegt að verkið þyrfti all-
mikinn undirbúning.
Um framkvæmd verksins
verður ekkert vitað. Vér vitum
ekki einu sinni hvaða áhöld
menn höfðu til þess að leysa
af höndum þetta stórvirki, en
þau mundu áreiðanlega ekki
þykja beysin nú á tímum. Senni
lega hafa það verið rekur og
grjótpálar, sleggjur og ef til
vill járnkarlar.
Það munu hafa verið helztu
höfðingjar og lögsögumaður
(Þórarinn Ragabróðir), sem
réðu því að verkið skyldi haf
ið, og sennilega hefur einnig
þurft til þess alþingissamþykkt
þar sem kostnaður hefir verið
greiddur af almannafé. Verk-
hyggnustu menn hafa verið
valdir til þess að stjórna verk
inu og mörgum verkamönnum
hafa þeir haft á að skipa. Senni
lega hefir verið byrjað á þvi að
gera nýjan farveg frá ánni nið-
ur á gjárbarminn, og siðan hef
ir áin verið stífluð og hleypt í
hinn nýja farveg. Seinasta og
erfiðasta verkið hefir verið að
brjóta skarð í eystri bakka A1
mannagjár þar sem hann var
lægstur, svo áin gæti brotizt
þar fram úr gjánni og út á
völlinn. Yfir þetta skarð er nú
brúin á veginum upp í gjána,
en það er eflaust mörgum sinn
um stærra nú en að upphafi,
því að áin hefir hjálpað til um
aldir að víkka það og dýpka.
En hvenær var þá Öxará
hleypt ofan i Almannagjá?
Það er aðeins til ein heimild
um að fornmenn hafi breytt
rennsli árinnar, og þetta er ein
af þeim traustu heimildum, sem
komnar eru frá Mosfellingum
og Haukdælum. Sagnaritarar
hafa yfirleitt hleypt því fram af
sér að minnast á verklegar
framkvæmdir hér á landi á
söguöld. Hvergi er t.d. sagt frá
hinu mikla mannvirki Borgar-
virki í Víðidal og hvers vegna
það hefir verið hlaðið.
Það er heldur ékki nema ein
heimild, er getur gefið oss bend
ingu um hvenær rennsli Öxar-
ár muni hafa verið breytt.
Þessa heimild er að finna í
Hænsna-Þórissögu. Hún segir
svo frá, að sumarið sem málin
út af Blundketils-brennu komu
fyrir Alþingi, þá hafi þingið
verið undir Ármannsfelli.
Þessa er hvergi getið annars
staðar, og vegna þess að nokkr
ar missagnir koma fyrir í sög-
unni, þá hafa flestir talið að
ekki væri mark á þessu tak-
andi. Til hafa þó verið þeir
menn, sem reynt hafa að leita
skýringar á þessu, og það var
erlendur maður, dr. Konrad
Maurer, sem fann eðlilegustu
skýringuna. Hann gizkaði á ,,að
þingið hefði verið flutt af ein-
hverjum ástæðum, flokkadrátt-
um eða náttúruviðburði, en
staðið þar skamma stund."
(Fomritaútgáfan).
Ekki nefnir Maurer þó neinn
sérstakan atburð, er þessu hafi
getað valdið. En bersýnilega
þarf ekki að fara í neinar graf
Frainhald á bls. 13.
Sonur skógræktarmannsins
þrengdi sér fram milli hinna í
búðinni. Hann tyllti sér á tær
svo eftir honum yrði tekið og
fylgdist náið með, hve margir
komu í búðina á eftir honum.
Drengnum lá á. Reyndar lá
honum nær alltaf á. Nú átti
hann að kaupa mjólkurflösku
handa litla bróður sínum, því
móðir þeirra gat ekki lengur
haft hann á brjósti. Hún hafði
fengið þrot í brjóstið og var
nú með hita.
Hann teygði úr sér sem
hann gat til að bakarinn kæmi
auga á hann. Skelfing fór bak-
arinn sér hægt. Móðir eins
skólafélaga hans kom inn i búð
ina og hann þreif ofan húf-
una einna líkast sem nýliði
frammi fyrir yfirmanninum.
— Góðan daginn, sagði
hann hátt.
Konan bisaðist með inn-
kaupanet fyrir sér og út úr
þvi stóðu laukhnúðar, sem kitl
uðu hann i hnakkann.
— Góðan daginn, John. Til
hamingju með litla bróðurinn.
Þykir þér ekki vænt um hann?
— Jú, svaraði hann og. eld-
roðnaði af áreynslunni við að
sýnast mjög glaður.
Allt i einu horfðu allir á
hann. Var hann nú svo mjög
ánægður?
— Jahá. Á þessu hefði mað-
ur nú ekki átt von, sagði bak-
arinn og glotti til eins við-
skiptavinarins. Þetta var vist
á elleftu stundu!
Svo snéri hann sér að
drengnum. — Hvað átt þú svo
að kaupa i dag?
John lyfti körfunni upp á
búðarborðið og rétti fram blað
ið, sem móðir hans hafði skrif-
að á. — Annars gleymir þú
bara helmingnum, hafði hún
sagt. Ennþá hafði hann aldrei
gleymt neinu, en henni var
gjarnt að taka sér eitthvað
svonalagað i munn. Hann fékk
körfuna aftur — fulla, og af-
ganginum af peningunum var
pakkað inn í blaðið.
— Er hann fallegur? spurði
bakarinn og strauk skegg
sitt.
Drengurinn kinkaði kolli. —
Já, sagði hann. En hann skæl-
ir bara svo mikið.
Allir fóru að hlæja. Alitaf
byrjaði fullorðna fólkið að
hlæja, ef maður svaraði ekki
bara já og nei. Honum fannst
fólkið líta hvert til annars og
depla auga og hann flýtti sér
út úr búðinni.
Úti smaug kuldinn i vit hon-
um svo hann hnerraði. Fram-
undan lá skógurinn sem stórt
fjall og húsið við rætur þess
sem einn örlítill depili. Ef
hann nú hlypi yfir akrana,
kæmist hann heim á einu
kortéri. Leiðin eftir veginum
tók hálftíma. En það var of
bjart til að fara hina forboðnu
leið.
Karfan var þung. Hann
skipti um hendi og hálf hljóp.
Hann ætlaði að koma móð-
ur sinni á óvart með, hve fljótt
hann kæmi aftur. Það gerði
hann reyndar alltaf. En í dag
skyldi undrun hennar verða
enn meiri, þvi hún var veik og
litla bróður lá á mjólkinni
sinni. Bílarnir þutu fram hjá
honum. Og hann gat ekki les-
ið númerin á þeim fyrir snjó-
drífunni. Annars var hann
vanur að safna bílnúmerum. 1
keng yfir stýrinu börðust
nokkrir hjólreiðarmenn áfram,
með eyrnaskjól og voru rauð-
ir og votir í framan. En þeir,
sem komu á móti honum, höfðu
vindinn í bakið og þá þekkti
hann alla. —Daginn, John,
kölluðu þeir og hann kinkaði
ákaft kolli. Enginn skyldi geta
sagt, að hann væri ókurteis.
Hann var fúsasti drengurinn i
sveitinni til að hlaupa í bæ-
inn, höggva í eldinn, þvo bleyj-
ur og einnig beztur við allt,
sem komið getur nokkkrum
manni áfram í þessum heimi.
Aðeins við skólalærdóminn
gekk honum illa.
— Skítt með það, sagði móð-
ir hans, fyrst þú ert góður
strákur.
En hvað móðir hans var fal-
leg og góð. Við föðurinn var
hann eilítið hræddur. Hann tal
aði ekki mikið við hann og
röddin var dálítið gróf og harð
neskjuleg. Alveg eins og hend-
urnar á honum, þegar hann
varpaði byssunni af öxl sér og
fleyigði dauðum íkorna á eld-
húsborðið. Þeir voru nefnilega
meindýr og faðirinn fékk pen-
inga hjá óðalseigandanum fyr-
ir hvern íkorna, sem hann
skaut. En þeir voru svo
skemmtilega skrýtnir, þeg-
ar þeir þutu upp trjástofnana;
alltaf á flótta. John gæti vel
hugsað sér að halda einhvern
tima á lifandi íkorna. Ekki
þyrftu þeir að óttast hann.
Hann hafði aðeins einu sinni
snert á byssu föður síns og
rassskellurinn, sem hann fékk
þá, var honum enn I fersku
minni.
— Það hefði getað hlaupið
skot úr henni, sagði móðir
hans. Og lent í þér eða ein-
hverju okkar hinna. Hugsaðu
þér bara, ef kúlan hefði lent
í litla bróður. Hvernig hefði þá
orðið á heimilinu? örugglega
hefði pabba og mömmu iðrafl
þess að hafa tekið hann til sín.
Hugsunin fékk svo á hann,
að hann byrjaði að hlaupa.
Hann vissi, að hann stðð í
þakkarskuld við mannkærleik-
ann, þvi að hann var ekki
fæddur í fjölskylduna eins og
litli bróðir, heldur hafði hann
fyrir einskæra heppni hafnað
hjá pabba og mömmu. Hann
var tökubarn. Réttu foreldr
arnir voru einhverjar hræði-
Iegar manneskjur í Kaup-
mannahöfn, sem ekki einu
sinni voru giftar. — Guð forði
þér frá að sjá þau nokkum
tíma, hafði móðir hans sagt, þeg
ar hún skýrði honum frá þeim.
Um tíma hafði hann fyrir sið
að stara á ókunnugt fólk, seni
kom til þorpsins, og ímyndaði
sér, að þau væru komin frá
Kaupmannahöfn til að hafa
hann á burt með sér. Hvað
hann myndi þá streitast i móti
þeim og kalla á mömmu. Að
vísu var hann smár vexti af
sjö ára dreng að vera, en hann
var sterkur. Hann gat dælt
vatni upp úr brunninum og bor
ið tvær fötur í einu. Það var
alls ekki víst, að litli brððir
yrði nokkum tíma maður til
þess. Hann var soddan ræf-
ill. Þama lá hann við brjóst
móðurinnar og saug þar til
hún varð véik. Dag nokkum
spurði John, hvort hann hefði
einhvem tíma matast á þenn-
an hátt. Þó hló móðir hans: —
Nei, skinnið mitt. Þú ert
flöskubarn. Og hann ímyndaði
sér, að hann hefði þá verið bú
inn til í flösku, svona eins og
hægt er að smiða skip i flösk-
ur. En nú vissi hann betur og
skildi, hvað mamma meinti. Það
hljómaði bara svo undarlega
að vera öðru visi en aðrir. Það
vildi hann sosum vera, en bara
hvað snerti góðu hliðarnar.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
25. apríl 1971