Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1971, Síða 7
Fyrir koni afi fólaKamir báðn b.iómistustúlkurn-
ar að lilanda lituóu vatni i vínió. Þeir boldu ekki
að drekka á móti Stalín.
•v
dug'andi sonu. Þið sjáið það
bara á syni Goethes, hann
dugði ekki til neins.“
Athyglisvert er, að í þessum
umrœðum minntist Hitler svo
að segja ekki á Gyðinga og
þaðan af síður á útrýmingar-
búðir.
★
Máltíðir með þeim herrum,
Hitler og Stalin, hafa reynt
mjög á þolinmæði nánustu sam
starfsmanna. Hjá HiÖer pindu
þeir sig til að hlusta á einræður
hans; við borð Stalíns var
mannraunin hinsvegar fólgin i
að þola drykkjuna. 1 endur-
minningabók Krúséffs segir
svo um hin kvíðvænlegu kvöld
verðarboð Stalíns:
„Á daginn var ég vanur að
léggja mig stundarkom, þvi
Stalín gat boðið til kvöldverð-
ar og þá var sú hætta að sofna
við borðið. Þeir sem urðu syf j
aðir við borð Stalíns, gátu orð-
ið að þola þungbær örlög.
Stundum voru stórkostlegar
drykkjuveizlur. Ég man, að
Beria, Malenkov og Mikojan
urðu að biðja þjðnustustúlk-
umar að bera þeim litað vatn
i stað vins, því þeir þoldu ekki
dryfkkjusiði Stalíns.
Allt frá því á árunum fyrir
striðið hafði verið óhóflegur
dryhkjuskapur við borð Stal-
ns, Ég þori að fullyrða, að
Stalin skemmti sér við að sjá
gestina komast i erfiða aðstöðu
eða verða sér tll skammar.
Einu sinni fékk Stalín niig
til að dansa úkraínskan
þjóðdans, sem lieitir gópak.
Einhverjir flokksleiðtogar
horfðu á. Ég varð að setjast
á rófuna og sparka lit hæl-
unum og satt að segja var
það ekki sérstaklega auðvelt
fyrir mig. En ég Iiafði í htiga
það, sem ég sagði síðar við
Míkojan: „Þegar Stalín segir
., dansaðu, þá er rétt að
dansa.“
„Við þessi endalausu, þraut-
pinandi kvöldverðarboð var
Stalin vanur að segja okkur
sögur. Þær gátu verið sí
svona: „Þegar ég var svo ung-
ur, að ég lá í vöggu, var faðir
minn vanur að dýfa fingri í
vínglas óg láta mig sleikja.
Hann kenndi mér að drekka,
þá þegar, er ég Iá í vöggunni."
Stalín gumaði af skotfimi
sinni en ég hafði sjálfur séð að
hún var engin. Einu sinni
greip hann riffil meðan við sát
um við kvöldverðarboð og fór
út til að flæma nokkra spör-
fugla i burtu. Hann hafði ekki
annað upp úr þvi en að særa
einn lífvarða sinna úr leynilög
reglunni. I annað skiptið sat
hann og fiktaði við riffil og allt
í einu hleypti hann af í ógáti.
Það munaði hársbreidd að
hann dræpi Mikojan. Enginn
sagði orð, en við vorum allir
óttaslegnir,"
★
Krúséff var kominn í þá að-
stöðu að njóta náðar Stalíns á
sama hátt og Speer var I náð-
inni hjá Hitler. Það var ekkí
síður vandasamt hlutverk I
Kreml en Obersalzberg. Krús-
éff talar um daglegt samneyti
við Stalín sem hreint kvalræði:
„Siæmt var að lenda í kvöld
verðarboði hjá Stalín en
verra var þó að eyða sumar-
leyfi með lionum. Stalín hlýt
ur að Iiafa haft sérstakar
mætur á mér, því þegar hann
fór í leyfi, hringdi liann oft
í mig og sagði: „Við skuluin
fara suðurúr. Þú þarft líka
að fá þér frí.“ „Ágætt," svar
aði ég alltaf, „ég vil endi-
Iega koma með.“ Að sjálf-
sögðu hefði ég lieldur viljað
vera heima, en það var óhugs
ndi að segja nei. Einu sinni
var ég heilan niánuð með hon
um í fríi. Þá bjiiggum við sam
an hlið við hllð. Sérstakt
kvalræði var að sitja með
hnnum við endalausar máltíð
ir.
Þegar ég talaði við aðra um
fórnfýsi mína, var Bería vanur
að hugga mig og segja: „Ein-
hver verður að þjást og því
ekki þú eins og einhver ann-
Albert Speer segir, að í borð
samtölum hjá Hitler hafi yfir-
leitt aldrei tekið þátt neinir
menn, sem höfðu reynslu á
heimsmælikvarða. Flestir höfðu
aldrei út fyrir Þýzkaland kom-
ið; færi einhver í skemmtiferð
til ttalíu, var það talinn stór-
atburður við borð Hitlers og
jafnað við alþjóðlega reynslu.
Flokksbroddarnir í nánasta um
hverfi Hitlers voru sem heild
án æðri menntunar. Af 50
flokksleiðtogum, sem mynduðu
kjarnann, höfðu aðeins 10
embættispróf.
1 einræðum sínum kom Hitl-
er að því aftur og aftur, að
hann mundi draga sig til baka
frá stjóm ríkisins eftir að hafa
náð hinum stjómmálalegu mark
miðum sínum og þá mundi hann
enda líf sitt í Linz, þar sem
hann einnig óskaði að verða
grafinn. Hann mundi þá, sagði
hann, ekki gegna neinu póli-
tísku hlutverki og ekki skipta
sér af málefnum eftirmanns
síns. Auk þess mundi hann
fljótlega gleymast. Allir
mundu svíkja hann. Og þá var
það vitaskuld siður, að hirðin
mótmælti og fullvissaði hann
um, að hún mundi aldrei yfir
gefa hann.
Eftir eitt slíkt umræðu-
kvöld stóðu þeir einir við
gluggann í Obersalzberg,
Hitler og Speer. Hitler liorfði
lengi út og sagði síðan: „Égá
tvo kosti: annaðhvort kem
ég liugmyndum mínum alveg
í framkvæmd, eða ég bíð skip
brot. Iíomi ég hugmyndunum
í framkvæmd, verð ég eítt
stærsta nafn sögunnar —
bíði ég skipbrot, verð ég for-
dæmdur, hataður og fyrirlit-
inn.“
Líkt og flestir aðrir í for-
ustuliði nasista hafði Hitler
óraunhæfar hugmyndir um aðr
ar þjóðir. Stundum talaði hann
um þátttöku sina i fyrri heims
styrjöldinni og þá var að visu
ekki laust við að hann dáðist
að seiglu og þolgæði Englend-
inga. En svo bætti hann við í
háði, að alltaf hætti stórskota-
liðið á nákvæmlega sama tíma,
þvi þá fóru allir inn að fá sér
te og meðan þeir voru í teinu,
Framhald á bls. 13.
líiansinn tarmn at: Ainert speer I tangaklæöiun
við réttarhöldin í Niirnberg.
Berghof. hiístaour Hitlers.
inaður rikisins. Meðan Stalín lifði, átti hann i aðra röndina alltaf
von á að verða tekinn fastur og stimplaður „óvinur fólksins".
25. april 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7