Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Blaðsíða 11
Joseph Losey og frú með Gullpúlniann. „The Go-Between“: Alan Bates meö sendiboðannni, Doniinie Guard. þvi Bogarde, sem talinn var líklegastur til verðlauna fyrir beztan leik í karlhlutverki, var settur út af sakramentinu og talinn ógildur við verðlauna- veitimguna, vegna þess að ha'run var „dubbaður", hann talaði ekki sín- ar línur sjálfur!! Hins vegar hlaut myndin sér- stök verðlaun, 25 ára afmælis- verðlaun hátíðarinnar. Þar með lokaðist hringurinn um eitt af þessum málum, þar sem rétt- hverfunni er snúið ranghverft og það látið viðgangast, þótt öllum sé ljóst óréttlætið. Sú mynd, sem vakti samt mesta athygli og hlaut Gull- pálmann, var mynd Joseph Losey, Tlie Go-Between, með Alan Bates og Julie Christie í aðalhlutverkum. Þessi mynd á líka sína sögu, Lucino Visconti á hátíðinni. sem of iangt yrði að rekja í smáatriðum, en i stuttu máli hófst hún, þegar Alexander Korda keypti kvikmyndarétt- inn á sögunni, sem skrifuð er af L.P. Hartely. Sjálfur segir Hartely: „Það, sem angr- aði mig, var að Korda keypti réttinn, en ætlaði aldrei að gera myndina. Hann bara hélt réttinum í þeirri von að sagan hækkaði i verði. Þegar ég komst að þessu varð ég svo vondur, að ég óskaði hon- um norður og niður og hann dó innan örfárra daga.“ Þegar Losey ætlaði síðan að láta Pinter skrifa handritið, kom í ljós, að rétturinn var hjá einhverjum séntilmanni í Swiss og það tók 5 ár að ná honum þaðan. Söguþráður myndarinnar er mjög hversdagslegur, ástair- sambönd ungrar yfirstéttar stúlku og bóndasonar, sem hag nýta sér litinn pllt sem sendi- boða (the go-between), er hleypur á mi'lli þeirra með leynileg skilaboð, án þess að vita hvað á miðunum stendur. Það, sem vekur athygli við myndina er uppbyggingin, þar sern Pinter og Losey reyna að rugla saman nútið og fortið i sama rúmi. Sagarn er sögð í gegnurn piltinn unga, er hann kemur sem gamall maður á þennan stað, blaðar í dagbók og endurlifir minninguna um liðna tíð. Myndin heldur samt stöðugu samhengi milli nútíðar og fortíðar og smám saman kem ur t.d. i ljós, að gömul kona, sem kemur við sögu í nútíðinni, er unga stúlkan, sem upp- haflega var minnzt á. Þar sem all't er lát ið gerast á sama stað, með margra ára millibili, er tæpast um að ræða afmark- aða nútið og fortíð, heldur ein- hvers konar samruna þessara tveggja timabila. Er tilhlökk- unarefni að fá að sjá þessa til- raun Losey og Pinters, sem eft- ir þessari viðurkenningu að dæma, hefur heppnazt rnjög vel. En þá er að lita á fleiri furðufregnir frá Cannes: Franska stjórnin komst í rnjög erfiða aðstöðu vegna þeirrar myndar, sem átti að vera opinber keppnismynd þeirra á hátíðinni. Var hér um að ræða mynd Louis Malle „Le Souffle Cauer“, sem f jallar á kíminn og berorðan hátt um sifja- spell, þar sem sýnd er ástar- sena milli somar og móður. Franska stjórnin dró fyrst til baka alla fjárhagslega aðstoð við myndina, meðan hún var í framleiðslu og siðam afneituðu þeir henni sem „opinberri franskri keppnismynd.“ Þar með áttu Frakkar enga opin- bera kvikmynd í keppni á sinni eigin kvikmyjidahátið. Malle gaf sínar skýringar á efnisvalinu í viðtaii í Cannes: „Öll forboð (taboo) eru smátt og smátt að hrynja saman vegna framfara í tækni. Það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja, að pillan eyði- leggi hina líffræðiiegu réttlæt- ingu, sem sif jaspellsbannið byggir á!“ Og enn ein furðufregn frá Cannes: f þrjú ár hefur verið gengið fram hjá Rússum en í ár áttu þeir eina mynd í keppni. Og til þess að geðjast þeim allavega ekki til að geðjast öðrum — þá var brezk norska rnyndin Om> Day in the Life of Ivan Dcnisovicli gerð eftir sögu A. Solzhenitsyn, með Tom Courtnay í aðalhlutverki, bönnuð á þeim forsendum, að sagan væri hugsanlega anti — sovézk (hún fjallar um fanga- búðalíf i Siberiu). Af öðrum myndum er það að segja i stuttu máli, að Jolinny Got His Gun fjallar um hörm- ungar styrjalda og greinir frá Framh. á bls. 15 CANNES 1971 SÖGULEG 25 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ SIGURÐUR SVERRIR PALSSOF VERÐLAUN í CANNES 1971 Palme D‘or: „The Go-Beiween“. 25 ára afmælisviðurkenning: „Death in Venice“. Sérstök verðlaun dómenda: „Taking Off“ (USA), leik- stjóri Milos Forman og „Johnny Got Ilis Gun“ (USA), lcikstjóri Dalton Trumbo. Þriðju verðlaun: „Love“ (ungvcrsk; Szerelem), leik- stjóri Karoly Makk og ,,Joe Hill“ (sænsk), leik- stjóri Bo Widerberg. Bezti leikari: Riccardo Cucciola í „Sacco et Vanzetti“ (Ítalía). Bezta Ieikkona: Kitty Winn í „Panic in Needle Park“ (USA). Leikstjóri (bezta frumraun): Nino Manfredi („Per Grazia Ricevuta“) ltalía. 8. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.