Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1971, Blaðsíða 15
Kvikmyndir Framh. af bls. 11 hermanni nokkrum, sem varð fyrir sprengikúlu og missti báða fætur og báða handleggi, skaddaðist í andliti og haldið er leyndum i sérstöku herbergi á herspítala. Taklng Off er fyrsta mynd Formans i Ameriku og hefur hún hlotið misjafna dóma, þó fremur jákvæða. Mymdin segir frá foreidrum ungrar stúlku, sem hleypur að heiman yfir sumartimann, áhyggjum þeirra af henni, fíflalátum þeirra í drykkjuskap og tilraunum til að reykja hass. Þegar aumingja stúlkan kemur heim aftur kemur hún að foreldrum sínum í ailsherjar vímu eiturlyfja og drykkju, þar sem þau eru að spila „strip“-póker við önnur hjón, sem eins er ástatt fyrir. Panic in Needle Park fjallar um eiturlyfjavandamálið og byggist einna mest á stöðugum sprautunum. — Per Grazia Ricevuta (By Graee Received) er gerð af ítalska gamanleik- aranum Nino Manfredo, og er að sjálfsögðu gamanmynd. Seg- ir hún frá manni nokkrum sem ér hreint og beint eltur af kraftaverkum, án þess þó að heilagleikinn komi þar nærri. — Walkabout, gerð af brezka kvikmyndatökumann- inum Nicolas Roeg (Far From the Madding Crowd) er yfir- full af viðbjóði á nútíma menn ingu en nálgast jafnframt að vera dæmisaga urn glötun nú- timamannsins á eigin sak- leysi. Segir sagan frá kaup- sýslumanni í Sydney, sem ekur út í eyðimörkina með börn sín tvö, reynir að drepa þau og skýtur svo sjálfan sig. A'lgiörlega villt í eyðimörkinni reyna börnin tvö að finna leið- ina tii baka til menningarinn- ar, sem þau komu frá. The Trojan Woman. eftir Caep- yannis er talin einna merki- legust fyrir frábæran leik þeirra Vanessa Redgrave, Trene Papas og Katherine Henburn. En Cannes er annað og meira en bara keppni. Samhliða þess- um stærsta lið hátíðarinnar er Critics Week og pirectprs Fort night, auk hinnar alhliða sölu- sýningar, Marché du Film, þar sem . fólk frá öh'Wim lönd- um safnast saman og reynir að seiia ,• hugsmiðar sínar (frá póhtískum áróðri niður í ðmengað klám)- - ... Frá þessari .hlið hátiðarinn- ár; eru einna mnrkiLegastar þriár myndir: Agnus I>ei eftir Tln overiann Miklos Jancsp; E1 Toun eftir .Todorowsky. Chile- búa af rússneskum gyðingaætt um sem húsettur er. í Mexíkó; o« The Mvsteries óf ibc Org- anism eftir .Túgóslavann ÍJusan Makavejey (Switcbboard Oper ator. mánudagsmynd). F,1 Tppo er upphaflega boðið til keppni sem opinberri mynd fyr>r Mexikó, en stjórn- völd þar í landi neituðu, vegna memts guðlasts í myndinni. Og um það er svo samniarlega að ræða, samkvæmt hefðbundnum siðareglum. Guð er sýndur sem hefnigjarn kúreki; Jesús sem sköllóttur trúður. Sviðset ning- in á margt sámeiginlegt með Bunuel, Dali og Árrabal. Mynd Makavejevs er skipt í tvo kafla. Sá fyrsti fjallar um líf kennimannsins William Reich, sem hélt þvi fram, að kynlífið frelsaði menn, en hann var ofsóttur í Evrópu og dó loks vansæll í fangelsi í Ameríku. 1 seinni hluta myndarinnar er kenningum Reichs beitt við rauniverulegar kringumstæður — líf í Júgó- slavíu í dag. Er þetta af sum- um talin vera bezta mynd Makavejevs til þessa, mannleg, fyndin og boðar mönnum von um betra líf. Eftir velgengni sína í Cann- es, er Losey nú að undirbúa mynd um morðið á Trotsky. Mun kvikmyndataka hefjast í þessum mánuði á Spáni. Með hlutverk Trotskys fer Dirk Bogarde, en morðinginn er leikinn af Alain Delon. Handritið er byggt á rann sóknum Amerikumannsins Ian Hunters, sem var lagalegur ráð gjafi við Nurnberg-réttairhöld- in. Hjá Sigurjóni Framh. af bls. 10 á torgum eigi fremur að vera natúralísk?“ „Alls ekki. Þau gætu alveg eins verið abstrakt. Hér úti undir vegg stendur tilbúið minnismerki um Nínu héitna Tryggvadóttur, listmálara. Það er algjörlega abstrakt verk. Ætlunin er, að sú mynd risi ein hverntíma hjá nýja myndlistar- húsinu á Miklatorgi. En með- an ég man; ég má til með að segja þér sögu í sambandi við minnismerkið um séra Friðrik. Myndin yar sett upp meðan ég var úti i Danmörku og ég sá hana fyrst á stallinum við Lækjargötuna á sumardaginn fyrsta. Þá var þar bamaskemmt un og ég stóð í mannfjöldan- um með börnin min. Þá er það, að maður við hliðina á mér seg- ir við annan mann: „Þetta er nú bara ágæt mynd áf honum séra Friðrik.“ Ég gat ekki stað- izt mátið, en greip framí og sagði: „Þáð gleður mig, )>ví ég hef gert myndina." Maðurinn mældi mig út þégjándi nokkra stund og sagði síðan: „Þú hef- ur líklega fengið þér einum of mikið.“ „Já, ekki hefur honum fund- izt þú mjög líklegur til afreka." „Sennilega :ékki:“ , -•* (•' * 1 „Myndin á stöðvarhúsinu við Búrfell er trúlega mesta verk- éfni, sem þú hefur féhgið hér „Ég er að passa Laugarnes- ið,“ sagði hann. „Jæja, hefurðu verið beðinn um það?“ „Já, eiginlega. Ég var hús- vörður i Nýhöfninni, meðan ég átti heima i Kaupmannahöfn, og þegar ég kom heim var ég beðinn um að passa Laugarnes- ið og þó einkum og sér i lagi fjöruna. Og það veitir sannar- lega ekki af. Menn koma þeg- ar minnst varir með heila vöru bíla og bera sig að sturta rusli niður í fjöruna. Fjaran er fal- leg eins og þú sérð og hún er furðu hrein. Hérna var Holds- veikraspítalinn skammt frá og þá sá maður sjúklingana á rjátli. Eftirlætisstaður þeirra var einmitt hér á hólnum við húsið. Sumir voru afmyndaðir í andliti, jafnvel augnalausir. Það var llkt og ósjálfrátt við- bragð hjá þeirn, að þeir brugðu handleggnum fyrir andlitið, þegar þeir mættu vegfarend- um. Biskupssetrið i Laugarnesi var hér líka skammt frá. Það lagðist í eyði út af drauga gangi. Menn gátu ekki haldizt þar \dð.“ „Er nokkuð reimt hér hjá þér?“ „Jú, það er draugur hér á rjátli. Það er eins og sjálfsagð- ur hlutur. En hann lætur mig i friði.“ „En þú hefur auðvitað heyrt tajað um Stapadrauginn?" ,4Ú, ætli það ekki. Hann er einn af þessum frægu.“ „Mér datt í hug, hvort þú ■ hefðir haft hann í huga, þegar þú gerðir þessa mynd, sem á að rísa við Stapa. Þú hefur kannski ætlað að kveða hann niður.“ „Verkið er nú ekki í tengsl- um við drauginn, svo að ég viti til. Og ég mundi ekki fara að kveða hann niður. Frekar þyrfti að magna hann.“ „Já, það er vist orðið dauft yfir honum í seinni tíð.“ „Draugamagnari, já því ekki það.“ „Sem sagt, ég heyri að þú trúir á drauga." „Draugar eru skemmfileg til- breyting í hversdagsleikanum. En ég trúi ekki á framhalds- líf.“ „Néi, þú hefur áður lýst þvi yfir. En ef þú hefðir verið uppi eins og tveim mannsöldr- um fyrr, þá- hefðir þú ef til vill borið mikia virðingu fyrir sendingum, tilberum og þéss- háttar." „Ég gét veí trúað þvi. Og mér er nær að halda, að ég hafi fengið sértdingu. Eitt smn bar svo iil, að hér rak býSna fal- heima um dagána. Margir hafa volt þvi fyrir sér, hvort mynd- irnáf tákni eitthváð.“ „Nei, þær standa ékki fyrir neitt sérstakt. Ég var þar um tíma fyrir aústan, þegar fórm- in voru sett upþ, ög karlárn- ir voru að þýfga mig um þetta; þeir vildu fá að vita, hvað myndirnar hétú. Ég kvaðst ekki hafa skýrt þier nema eina; hún héti: „Haltu kjafti.“ Þeim fannst það víst ágætt nafn og héldu ánægðir áfram við vinnu síná.“ Síðar þegar mig bar að garði i Láugarnesi, sat Sigurjón úti á hólnum og horfði á hafið. tltgefandi; H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stJ.: liaraldur Sveinsson . Ritstjórar: Matthias Johannessen EyJólfur KonráS Jónsson AðstoðarritstJ.: StyrmJr Ounnarsson RltstJ.fltr.: Gísll SÍgurðsson Auglýslngar: Árni GarSar Krlstinsson Ritstjórn: ASalstrætl 6. Slml 10100 legan viðarbol að landi. Ég fylgist með því sem rekur á fjörur og sá, að eitthvað mátti gera við bolinn. Ég dró hann inn í vinnustofu og breytti hon um í nútímaskúlptúr. Og þarna stendur hann reyndar uppá endann, utan við húsið. En viti menn: Þetta var bölvuð ekke- sen eiturspýta. Það var í henni eitthvert fúavarnarefni, svo ég fékk asma um tima og þótti þá vænlegast að koma drumbnum út úr dyrunum. Þarna stendur hann og svei mér þá; ég þori ekki að snerta á honum. Sjáðu, það vellur óþverrinn útúr kvikindinu." BRIDGE Eftirfarandi spil er frá tvímenninga- keppni og má margt af því læra. Norður A K-G-3 4 Á-7 4 8-6-5-4-2 4 7-3-2 Vestur A 5-2 V K-8-5-4-2 4 K-9 4 10-9-8-4 Austur A 8-6 4 G-10-9-6 4 G-10-7-3 4 K-D-G Suöiir 4 Á-D-10-9-7-4 4 D-3 4 Á-D 4 Á-6-5 Lokasögnin var sú sama á öllum borð- um þ. e. 4 spaðar og alls staðar var út- spil það sama eða laufa 10. Aðeins einum spilara tókst að vinma spilið, en áður en við athugum hvemig hpnm hagaði úrspilinu, skulum við fylgjast með hvemig hinir spilaramir spiluðu. Drepið trar með laufa ási, tromp ás tekiinn, Iátið út tromp og drepið í borði með kóngi. Næst var tígull látinn út, drepið heima með drottnimgu og Vestur drap með kóngi. Nú lét Vestur út lauf, Áustur tók 2 slagi á lauf og lét út hjarta gosa. Síðar í spilinu urðu sagnhafamir að gefa slag á hjarta og þar með tapað- ist spilið. Augljóst er, að ástæðan fyrir því að spilið tapast er sú, að sagnhafarnir telja, að ekki sé6 hægt að vinma spilið aema Austur hafl tígul kórig. Þetta var ékki rétt, þvi sá sem varrn Spilið sýndi, að ékki skipti máli hvdr andstæðinganina hafði tígul könginn. . .. ■ Hann hagáði úrspilinu þannig: Drap rriéð laufa ási, tók spaða ás,1 lét þvínæst út tígul ás og siðan tígul drottningu. Vestur drap með kóngi, lét út lauf og Vestur tók 2 slagi á lauf’og lét síðan út hjarta. Saghhafi drap með ási, lét út tigul; trompaði heima með spaða 9, lét út spaða 4 ' drap í borði'með gösanum, lét enn út tígul og trompaði heima með spaða 10. Nú lét sagnhafi út spaða 7,, drap í borði með kóngi og þar. með voru, and- stæðingarnir orðnir tromplausir.. Næst , lét. hann út fimmta tígulinn, sem var . orðinm góður Qg losnaði þannig við hjarta heima og van.n þar með spilið, 8. ágúst 1971 - . « . . l.ESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15 mmmmmmmmmmmmmmamammm^^^mmmmmmmmmmmmm^i^mmi^mmm^^^m^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^m^m^mmmm^mmmmmmmm^mmmmmmmmmmmm^m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.