Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Blaðsíða 8
Ég varð að komast. Þetta var
orðin mín óhagganleg ákvörð-
un. Reyndar hafði ég tekið shk
ar óhagganlegar ákvarðanir síð
ustu tvö árin og ekkert orðið
úr framkvæmdum. Núna horfði
málið þó öðruvisi við, því ég
hafði verið töluvent á hestbaki
í sumar og vetur sem leið og
auk þess reynt að efla þrekið á
alla lund. Ekki veitti af, því
þessi margfrestaða ákvörðun
mín var hvorki meira eða
minna en að fara í sjálfar Land
mannaleitir, með lengstu og erí-
iðustu f járleitum landsins.
Notaleg orð, eins og leitir
og göngur, þekkjast varia í
Landsveit. Þar heitir það, ,.að
fara á fjall“ og sé lega afrétt-
arins könnuð nánar, sést bezt
hversu það er nafn með réttu.
Hekla og Torfajökull marka
afréttinn að sunnan og fjöll
eins og Krakatindur, Hrafna-
björg, Hábarmur, Loðmundur
og Kaldaklof minna ekki á
neina letigöngur á jafnsléttu.
Ekki vantar heldur aðrar nafn
giftir til þess að koma hrolli
að venjulegu fólki, eins og t.d.
Tæpistígur, Svartikrókur, Kíl-
ingar, Hamragilseinstigi og
Markarfljótsgljúfur og sé ein-
hver í vafa, þá er það alveg
öruggt, að sauðfé ratar ekki á
beztu staðina fyrir þann, sem
er að klöngrast á eftir því.
Góður f jallmaður er þvx gulls
ígildi á Landmannaafrétti og
því ekkert undarlegt, þótt
erfitt reynist að komast þang-
að „á f jall.“
Afrétturinn er sameiginlegur
fyrir tvö sveitarfélög, Land-
mannahrepp og Holtahrepp, en
auk þess eiga tveir bæir í Rang
árvallahreppi upprekstur þang
að, þ.e. Næfurholt og Hóiar.
Áður fyrr á'ttu einnig Selsund
og Svinhagi upprekstur þang-
að, en reka nú á Rangárvaila-
afrétt.
Það vildi svo vel til, að fjall-
kóngur Holtamanna, Sigurður
Sigurðsson á Skammbeinsstöð-
um, var í heimsókn, þegar ég
enn einu sinni bar upp erindið
við Eyjólf Ágústsson bónda í
Hvammi á Landi, hvort ég kæm
ist á fjall. „Tataðu við hrepp-
stjórann, hann ræður þessu"
sögðu þeir báðir og glettnin
skein af þeim. Stutit er á milli
vina við Skarðsfjall og við
Guðni hreppstjóri Kristinsson
á Skarði á Landi bundum fjall-
ferðina fastmælium.
„Nú er það svart" sagði
hreppstjórinn, þegar hann
nokkrum vikum seinna tók á
móti mér við Landvegamót.
„Vegna stærstu sandgræðslu-
girðingar landsins, 40,000 hekt-
arar á afréttinum, þá er búið
að breyta öllu skipulaginu, og
nú á að ríða fyrsta daginn í ein
um áfanga upp að Landmanna-
laugum." Hvað er það langt
spurði ég með öndina í hálsin-
um. „Minnst 80 km,“ sagði
hreppstjórinn og leit fast á mig.
„Treystirðu þér x það?“ „Ég
fór nú einu sinni á fjall fyrir
Grímsnesinga," sagði ég og
gerði lítið úr mér í sætinu. —
Ég þorði ekki að geta þess, að
þá eftir viðlíka reiðtúr, hafði
ég neer dauða en lífi verið sett-
ur inn í trússabíl í ástandi sem
lýsa mætti helzt sem ófær til
gangs, setu, legu eða yfirleitt
nokkurs.
„Vogun vinnur, vogun tap-
ar,“ sagði hreppstjórinn. „fjað
verður hvort sem er talstöðv-
arbíll með ykkur, ef eiíthvað
kemur fyrir.“ Ég sagði ekki
neitt, en hugsaði þeim mun
hlýrra til allra neyðarflutn-
ingatækja. Á Skarði var mér
tekið með kostum og kynjum
af húsfreyjunni, Sigriði Theó-
dóru Sæmundsdóttur og hresst-
ist ég nú svo, að mér var bara
farið að hlakka mikið til hesta-
mennskunnar daginn eftir.
„1 morgunljómann er lagt at
stað,“ sagði skáldið og árla
morguns 17. september riðum
við Kris-tinn Guðnason úr hlað-
inu á Skarði, ásamt fleirum,
sem þar voru mættir. Á Galta-
læk var fyrir fjölmenni. Þar
var meðal annarra kominn f jall
kóngur Landmanna, Ásgeir
Auðunsson á Minni-Völlum og
Sverrir Haraldsson í Selsundi.
Sá síðarnefndi sagði mér, að
þótt hann ætti ekki upprekst-
ur á Landmannaafrétt, þá ætti
hann svo mikið skyldfólk í þess
ari fjallferð, að hann þyrði
ekki annað, en að fara líka. Ég
sá líka brátt son hans, Harald,
systur Ester og föður hans,
Harald Runólfsson á Hólum, í
hópnum, en auk þess er vist
ekki ofmælt, að stutt sé á miili
frænda í nærsveitum Heklu.
Fyrsti áningarstaður okkar
var í Sölvahrauni og við höfð-
um hestaskipti. Nóg var af að
taka, því sumir höfðu látið
reka fyrir sig hestana upp að
Laugum, en komu sjálfir dag-
inn eftir þegar hinar eiginlegu
leitir byrjuðu. Ég hafði riðið
lúsþýðum töltara, en nú fór að
„kárna reiðargaman", svo ég
var settur á kappreiðai’hest,
sem var ólatur eftir því. Þetta
kostaði það, að nokkrir hestar
sluppu upp í svokallað Áfanga
gil, því ég, sem fræðilega séð
var á fljótasta hestinum og var
því settur í oddastöðu við
hestareksturinn, átti nóg með
að tolla á baki, hvað þá að ég
hætti mér í kappreið við band-
vitlausa strokuhesta. Þetta
tafði okkur drjúga stund og
þótti ekki beint vísindalega
framkvæmt. Varð ég af þessum
sökum að sitja uppi með ávarps
orðin helv. hagfræðingurinn
talsverðan tíma á eftir.
Um kaffileytið komum við að
Landmannahelli. Þar kom
trússabíllinn okkar og við feng-
um okkur kaffi í miklu húsi sem
kallað var Höll Landshöfðingj-
ans, því Eyjólfur Ágústsson í
Hvammi hafði byggt það upp á
sitt eindæmi fyrir gangnamenn.
Eyjólfur er sem kunnugt er
sonarsonur Eyjólfs Guðmunds-
sonar, Landshöfðingja og
finnst mörgum að tignarheitið
megi fylgja nafni. 1 húsinu eru
kojur fyrir sex manns niðri og
svefnpláss fyrir eina tíu til við
bótar uppi. Hesthús er sam-
byggt og rúmar það tólf til
fimmtán hesta. Ferðafólk á
sumrin virðist einnig kunna að
meta húsið og sagt er, að þegar
þau hjónin í Hvammi, Guðrún
Sigriður Kristinsdóttir og Eyj-
ólfur gistu þar í sumar, þá ætl-
uðu þau varla að komast inn
fyrir þ.vi fjölmenni, sem fyrir
var.
Þegar lagt var aftur af stað
spurðu mig margir, hvort ég
vildi ekki sitja i trússabilnum
frá Hellinum upp að Laugum,
en ég var hinn bi~attasti, og
sagðist vilja dudda á baki með
hinum. Kappreiðarhesturinn
var líka orðinn rólegur, og satt
að segja svo rólegur, að ég
hafði hestaskipti skömmu
seinna, fór þá á rauðan gæð-
ing, sem Sigbjörn Björnsson,
kaupamaður í Skarði átti. í
Laugarnar komum við svo fyr-
ir myrkur, en þar er eins og
paradis á jörð, bæði frá náttúr-
unnar hendi og Ferðafélagsins,
sem hefur reist þar mjög glæsi-
legan skála, og leitarmenn fá
að nota á haustin.
Morguninn eftir dreif að
okkur mikið lið neðan úr byggð
og vorum við nú orðnir yfir
tuttugu. Skipað var í leitir og
var ég sendur með Oddi Árna-
syni í Hrólfstaðahelli í svokall-
aðan Litla-Kíling, sem er nokk-
urskonar eyja í Tungnaá. Við
losnuðum við alla sandbleytu í
vaðinu og riðum fyrir fjallið.
Oddur sagði mér margargangna
sögur. Bezt þótti mér að sjálf-
sögðu, þegar hann hrósaði afa
mínum, sem hann sagði hafa
verið með albeztu fjallmönnutn
sveitarinnar og eitt sinn geng-
ið eftir lambasporum upp með
Tungnaá, hálfa leið upp í Jök-
ulheima, en þá var fé einnig
sett á Veiðivatnasvæðið. Til
baka kom hann með 5 kind-
ur og hafði auk þess fundið
margar ritjur af kindum. Þótti
ferðin hin fræknasta og sagði
Oddur að ég mætti verða góð-
ur á fjalli, ef ég yrði jafnoki
hans. — Skyndilega hættir
Oddur samræðum og er kominn
á þeysisprett upp að fjallinu.
Ég glápti og glápti, sá ekkert
fyrstJ, en eygði svo tvær kind-
ur í gili nokkru á hraðri ferð
fram fjallið. Ég flýtti mér nú á
Efst: Járningar. Frá vinstri,
Ásgteir köngur, Brynjólfur og
Kristinn.
I miðið: Þeir hraustustu sváfu
í tjöldum. Frá vinstri, Kristinn,
Ásgreir kóng-ur og Oddur.
Efst til liægri: Fjallkóngarnir:
Frá vinstri, Sigurður Sigurðs-
son á Skainnibeinsstöðiini fyrir
Holtamenn og Ásgeir Auðuns-
son á Miuni Völlum fyrir Land-
nienn.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. október 1971