Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1971, Blaðsíða 4
V. S. NAIPAUL
Skýrslur
næturvarðarins
SMÁSAGA k- Aðalsteinn Ingólfsson þýddi
BÖKMENNTIR
OG LISTIR
Um höfundinn
Kithöfundurinn V. S. Nai-
paul er eitt bezta dæmið um
útbreiðslu og framtíðar-
möguleika enskrar tungu,
ekki aðeins sem talaðs máls,
heldur sem skapandi tungu
(ef hægt er að aðskilja
þessi tvö hugtök í verkum
Naipauls). Naipaul er Ind-
verji og Vestur-Indíumaður,
fæddur á Trinidad árið 1932
og bækur hans, eins og
„Miguel Street“, „The Mim-
ic Men“ og fleiri, hafa hlot-
ið ótal viðurkenningar og
lof. Söguefni hans er oft
byggt á eigin æsku og upp-
vexti á Trinidad, þar sem
hann fjallar um töfra og fá-
tækt þessara eyja, um feg-
urð þeirra og Ijótleika, í
stuttu máli um andstæður
lífsins. Um þetta allt skrifar
Naipaul af skarpskyggni, en
ávallt af samúð, sem oft er
þó beizkju blandin. í verk-
um hans skiptast á stórkost-
leg fyndni, dapurleiki og
oft snilldarlcg „írónía“ (orð
sem varla verður þýtt) sem
á köflum minnir á hinn
fræga meistara þeirrar list-
ar, skáldkonuna Jane Aust-
en. Þessi smásaga er úr
smásagnasafni hans, „A
Flag on the Island“.
í*ýð.
21sta nóvember. Kl. 10.30 e.h.
C. A. Cavander kemur á vakt
í C-Hótelinu, ailt í lagi. Ces-
ar Alwyn Cavander.
Kl. 7 f. h. C. A. Cavander
ieystur af, af Herra Vignales,
í C-Hóteiinu, allt í lagi. Cesar
Alwyn Cavander.
22. nóv. Kl. 10.30 e. h. C. A.
Cavander kemur á vakt í C-
Hótelinu, allt i lagi. Cesar Al-
wyn Cavander.
Kl. 7 f.h. C. A. Cavander
leystur af, af Herra Vignales,
í C-Hótelinu, allt í lagi. Cesar
A'lwyn Cavander.
Þetta er í þriðja skiptið sem
ég kem að C. A. Cavander, næt
urverði, sofandi á vaktinni. 1
gærkvöldi ki. 12.45, kom ég að
honum steinsofandi í ruggustól
í forstofu hótelsins. Cavander
næturvörður er því hér með
rekinn.
Hiliyard næturvörður, athug
ið: Þessa bók nefni ég „Skýrsl-
ur næturvarðar", og ætlast ég
til þess að í hana verði ritaðar
skýrslur um allt sem gerist í
hótelinu á nætumar. Látið Ca-
vender næturvörð yður að
kenningu verða. W. A. G. In-
skip, hótelstjóri.
Herra Hótelstjóri, skilaboð
meðtekin. Hafið eingar áhiggj-
ur af mér, herra Hótelstjóri.
Charles Ethelbert Hillyard,
næturvörður.
23. nóvember. Kl. 11 e.h.
Hillyard næturvörður kemur á
vagt í C-Hóteli með: eitt vasa-
ljós, tvo ískápslikla og herberg
islikla, númer I, 3, 6, 10 og 13.
Einnig eru 25 kassar af Carib
bjór og 7 kassar af Heineken
bjór og 2 kartón af Amerísk-
um sígarettum. Bjórkassar
ósnertir, barinn ósnertur, allt
í lagi. Charles Ethelbert Hilly-
ard.
Kl. 7 f.h. Hillyard næturvörð
ur leistur af, af Herra Vigna-
ies í C-Hóteli með: eitt vasa-
ljós, tvo ískápslikla og her-
bergislikla númer I, 3, 6, 10 og
13. 32 kasar af bjór. Bar ósnert
ur, allt í lagi. Charles Ethel-
bert Hillyard.
Hillyard næturvörður at-
hugið: Herra Wills bar fram
kvörtun í morgun út aif því
að þér neituðuð honum um
aðgang að bamum í gær-
kvöldi. Þér hljótið að gera
yður grein fyrir hver tilg£ing
ur þessa hótels er. 1 framtíð-
inni eiga allir hótelgestir rétt
á að fá afgreiðslu á barn-
um, hvenær sem þeim sýnist.
Það er skylda yðar að skrifa
niður hjá yður það sem þeir
fá. Þetta er aðalástæðan fyr
ir þvi að hótelið geymir viss
an fjölda af bjórkössum (vin
samlegast athugið stafsetn-
inguna). W. A. G. Inskip,
hótelstjóri.
Herra hótelstjóri, skilaboð
meðtekin. Því miður fékk ég
aldrei tækifæri til að menta
mig, herra hótelstjóri. Chas. Et-
helbert Hillyard.
24. nóv. Kl. 11 f. h. Hillyard
næturv. kemur á vagt með: eitt
vasaljós, tvo ískápslikla, 32
kasa af bjór, allt ósnert. Kl. 12
á miðnæti, loka bamum, bar-
þjónn fer heim, Herra Wills og
fleiri eftir á bamum, þeir fóru
kl. 1. Herra Wills fékk 16 Car-
ib bjóra, Herra Wilson 8, Herra
Percy 8. Kl. 2, Herra Wills
kom aftur og fékk 4 Carib
bjóra og brauð, hann skar sig
i hendi við að skera brauðið,
hafið eingar áhiggjur af blett-
unum á teppinu. K3. 6 kom
Herra Wills aftur og fékk sóda
vatn. Ekkert tU, svo hann
fékk engiferöl í staðin. Þér sjá
ið herra hótelstjóri að ég vil
vinna þetta starf vel, ég skil
ekki hvumig Cavander nætur-
vörður gat sofið á nóttunni.
Chas. Ethelbert HiUyard.
Þér virðist alltaf viss á tím
anum, og gestimir virðast
vanir því að koma á barinn
á klukkutimanum. Viljið þér
vinsamlegast skrifa niður tím
ann nákvæmlega. Klukkan
úr eldhúsinu er venjulega
skilin eftir í glugganum ná-
lægt Ijósrofunum. Þér megið
nota þessa klukku en þér
VERÐIÐ að skila henni aft-
ur á morgnana áður en þér
farið af vakt. W. A. G. In-
skip.
Meðtekið. Chas, Etheibert
Hillyard.
25. móvember. Bar lokað á
miðnæti og kl. 12.23 fór bar-
þjónn heim, Herra Wills og
fleiri eftir á barnum. Herra
Owen tók 5 flöskur af Carib
bjór, Herra Wilson 6 flöskur
af Heineken, Herra Wills 18
flöskur af Carib bjór og þeir
fóru ki. 2.52. f.h. Allt í lagi.
Herra Wills var á hvolfi, ég
skil ekki hvumig nokkur get-
ur drukið svona mikið, átján,
aleinn, þetta er nóg til þess að
gera mann að hvítasunnu-
manni, svo kom annar maður á
barinn, sem ég veit ekki hvað
heitir, þeir kölluðu hann Pauil,
hann hjálpaði mér því hinir
voru alveg útúr, og við tókum
Herra Wills upp í herbergið
sitt, tókum hann úr stígvélun-
um og leistum fötin á honum
og svo fórum við. Ég veit ekki
hvort þeir tóku meira meðan
ég var í burtu, það var ekkert
merkt á Pepsikóla spjaldið, en
þeir voru enn að dreklka, seni-
lega hafa þeir komið aftur og
fenngið sér meira, en ég þarf
að fá hjálp með Herra Wills,
herra hótelstjóri.
Herra hótelstjöri, klukkan
bilaði. Ég fann hana svoleiðis
þegar ég kom til baka frá
Herra Wills. Hún stopaði
kiukkan 3.19. Chas. E. Hilly-
ard.
Það var stolið meira en
kílói af kjöti úr ísskápnum í
gærkvöldi, og tekið var af
köku sem geymd var í skápn
um. Það er skylda yðar,
Hillyard næturvörður, að
hafa auga með þessum hlut-
um. Svo vil ég aðvara yður
að ég bað lögregluna að hafa
gát á öllum starfsmönnum
hótelsins við brottför, til
þess að koma í veg fyrir að
svona nokkuð komi fyrir aft
ur. W. A. G. Inskip.
Herra hótelstjóri, ég veit
ekki hvursvegna allir kena allt
aif þjónustufólkiinu um. Hvað
kökuna snertir, er skápurin
lokaður á nóttunni og ég er
ekki með iikilinn, það er allt í
lagi meðan ég er á vakt, herra
hótelstjóri. Chas. Hillyard.
26. nóv. Bar lokað á miðnætti,
barþjónninn fór heim. Herra
Wills kom ekki, mér var sagt
að hann væri í amrisku herstöð
inni í kvöld, allt toljótt, állt í
'lagi.
Herra hótelstjóri, má ég
biðja um eitt. Gjörið svo vel að
segja barþjóninum að segja
mér þegar kvenfólk er á hótel
inu. C. E. Hillyard.
1 morgun fékk ég kvörtun
um það að það hafi verið óp
og óhljóð í hótelinu í nótt.
Þér skrifuðuð „allt hljótt.“
Viljið þér gjöra svo vel að
koma með skýringu, skrif-
lega. W. A. G. Inskip. Skrif-
ið skýringuna hér:
SKÝRING. Stuttu eftir mið-
næti hringdi símin og kona
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. október 1971