Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Side 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Side 18
Parsar Framhald af bls. 13. æðri prest hæfan til að vigja nýja turninn — og að fá lánað- an slíkan prest frá Indlandi kemur, sem stendur, ekki til greina vegna hins póli- tiska haturs milli þessara tveggja landa. Parsar eiga marga merka og þekkta menn í heimalandi sínu. Er þar efst á lista Tata fjöl- skyldan, sem á stærsta og ný- tizkulegasta einkafyrirtækið í Indlandi, og er um gjörvallt landið virt fyrir velvilja og góða meðferð á starfsfólki sínu, ekki sizt hinum ómennt- aða verkalýð (en slíkt er því miður mjög sjaldgæft í þessu landi) og fyrir stórkostlegar gjafir 'í þágu góðgerðarstarf- semi og margs konar almenn- ingsfræðslu. Tveir Parsar eru kunnir á alþjóðavettvangi. Tónlistarunnendur þekkja Zubin Mehta, stjórnanda Fil- harmoniuMjómsveitarinnar í Los Angeies. Hinn gat sér ný- lega orðstir, en það er General Manekshaw, sem átti hvað mestan þátt í sigri Indverja í Indó-Pakistanska striðinu. Ég gæti skrifað heila bók um þá mörgu fjölskrúðugu Parsa, sem ég hef kynnzt hér — atlt frá Mani, hinni fallegu og snaggaralegu ungu stúlku, sem hristir sig alla og skekur af hryllingi við tilhugsunina um að hún muni einhvemtíma verða hræfuglabráð, Patels, sem eyðir öllum sínum frítíma og mestöllum peningum í veð- reiðar, Hakim, hinum ötula lækni, sem hefur rannsak- að nær allar draumsóleyjateg- undir jarðarinnar (þar á með- al islenzka draumsóley) og telur sig hafa fundið þar efni, sem orsakar krabbamein í maga. Og allt til gamla, lotna Gorwala, sem helzt hefði átt að lifa í Englandi, á tímum Charl- es Dickens, og hins fluggáfaða Minoo Masani, sem er þekktur stjórnmálamaður og lærlingpr Mahatma Gandhis. Hann reifst manna mest á opinberum vett- vangi gegn Nehru og hefði kannski setið þar sem Indira Gandhi situr nú, hefði hann verið eilitið ótrúrri sínum hug- myndum, eilítið spiilltari, eilít- ið meiri tækifærissinni. Parsar hafa nú við mikið vandamád að stríða, sem snert- ir framtiðartilveru þeirra. Síð- ustu áratugi hefur þeim farið óhugnanlega ört fækkandi. Veldur það þeim skiljanlega miklu hugarangri. Aðalástæð- una fyrir þessari fækkun hef ég þegar minnzt á, en það er hinn þröngi stakkur, sem þeir hafa sniðið sjálfum sér með því að hléypa engu „nýju blóði“ inn í trúarflokk sinn. Við það Útgefandl; Il.f, Árvakur, Reykjavík Framkv.stJ.: Haraldar Svelnason Ritstjórar: Matthias Johannessen Eyjólfor Konráð Jónsson StyrxnJr Gunnarsson RiUtJ.fltr.: Gísll EÍgurCsson Auflýslngar: Arni Garöar Krixtlnuon Rltstjórn: ACalatrœU 6. Sími 10100 bætist, að Parsar voru með fyrstu Indverjum, sem aðhyllt- ust fæðingarhömlur, og eign- ast þeir sjaldnast fleiri en tvö börn. Nú verða æ háværari örvæntingaróp Parsa, einkum unga fólksins, um að fá fram breytingar á þessum fornu, ströngu lögum, því að losnun á hömlum virðist eina lausnin til sjálfsbjargar. Þessar hug- myndir mæta sterkri mótstöðu frá hinum íhaldssama hópi eldri Parsa, einkum presta- stéttarinnar. Það væri sorglegt, ef þessi frumlegi, fjörmikli og metnað- argjarni hópur mundi líða undir lok. í hið ótrúlega fjöl- breytta þjóðfélag Indverja yrði þar með höggvið óbætan- legt skarð. Rúskinn Framhald af bls. 10. mjög rangar hugmyndir um, hvað megi bjóða rúskinnsflík- unum. Rúskinn er að vísu mjög sterkt og það er áferðarfallegt, en það er að sumu leyti mjög viðkvæmt. I>að drekkur i sig alla fitu og setjast þá auðveld lega óhreinindi í fituna. Rú- skinn hrindir að vísu að nokkru leyti frá sér vatni, en það er alls ekki hæft í regn- fatnað. Sá sem vill halda við fallegu útliti rúskinnsyfirhafn- arinnar, verðúr eingöngu að nota hana á þiirrviðrisdöguin. Ekki er heldur unnt að ætl- ast til að jakkar sem eru rnjög óhreinir, geti orðið eins og ný- ir í hreinsun. Við gætum hreinsað margar rúskinnsflík- ur með góðum árangri ef þær kæmu til okkar áður en þær eru orðnar allt of óhreinar. Ég er sammála fréttatilkynn ingunni frá Statens Husholdn ingsrád hvað blettunum viðvík ur. Það er erfitt að fjarlægja bletti úr rúskinni, sérstaklega vatnsbletti, eggjahvítubletti, bletti eftir mjólk, gosdrykki og því um líkt. Hins vegar er auð veldara að ná úr fitublettum, hreinisvökvinn sér um það. Við erum hættir að reyna að»rífa upp bletti úr rúskinni, það er. reynsla okkar að þá koma ljós- ar skellur á skinnið. Það lítur enn verr út en meðan blettur- inn sat í því.“ „En svo að við víkjum að öðru Magnxis, er ekki meiri hætta á að flík skemmist í hreinsun nú á dögum en áð- ur?“ „Ekki get ég neitað því. Nxi eru til svo margar tegundir af vefjarefnum, og það er ekki unnt að láta öll efni sæta sömu meðferð. Stunðum eru mismunandi efni sett saman í sömu flíkina og þau efni þoia ekki alltaf sömu hreinsunar- meðferð. Vef jarefnafram- leiðendur eru orðnir svo dug- legir, að þeir geta látið alls konar gerviefni líta út eins og hin náttúrulegu vefjarefni, en þau hafa hins vegar alit aðra eiginleika og þar með erum við í vanda staddir. Framleiðendur verða að merkja framleiðslu sína og segja frá því hvernig eigi að þvo eða hreinsa. Margir eru þegar farnir að gera það. Neyt endur ættu ekki að kaupa annan fatnað en þann sem merktur er.“ TÖLUR um meðalaldur íslendinga gefa til kynna, áð stór hluti landsmanna geti átt von á að ná háum aldri. Þegar frá er talið bœndafólk í Andesfjöllum og aust- ur í Kákasus, sem óvenjulegum aldri nœr, eru islendingar meðal þeirra þjóða, sem samkvœmt skýrslum ná einna hæstum meðalaldri. Einkum og sér í lagi gildir þetta um konur, sem af einhverjum ástæð- um verða að jafnaði langlífari en karlar. Hvort hár aldur er guðsgjöf eða bölvun er svo annað mál og einstaklingsbundið mjög. Ráða heilsufar og ytri aðstœður þar mestu um. Þegar haft er í huga, að ráðamenn okk->■ ar — og annarra þjóða — eru yfirleitt komnir á miðjan aldur og gera ugglaust ráð fyrir að verða gamlir eins og flestir aðrir, þá er nœsta undravert hversu naum sneið af kökunni er ætluö þeim, sem daps- verkinu hafa skilað. Að vísu má benda á mýgrút af lifeyrissjóðum, sem eiga að tryggja að hin vinnandi kynslóð vorra tíma fari ekki á vonarvöl um það er lýk- ur. Þar á ofan kemur svo blessuð velferð- in, tryggingakerfið með skrifstofubáknið sitt, sem dundar við að taka úr einum vasa og setja í annan. Þar á meðal eru ellilaun, sem afar okkar og ömmur fá, sé það al- veg víst, að þau reyni ekki að bjarga sér með öðru fnóti. Sem sagt; við búum að tvöföldu kerji, minna má það ekki vera. Gamla fólkið sýnist vera tryggt í bak og fyrir. En hver skyldi útkoman vera í raun? Blaðamað- ur frá Morgunblaðinu átti á síðasta ári samtal við framsóknarþingmanninn Björn á Löngumýri í sjónvarpinu. Það vakti at- hygli, aö Björn taldi þetta tvöfalda kerfi hina mestu ráðleysu og að auðvelt vœri að sýna framá með tölum, að hinn al- menni launþegi hefði einungis skaða af þátttöku í lífeyrissjóði á verðbólgutím- um. Auk þess hafa rekstursfjárvandrœði fyrirtœkja verið aukin með því að þeim er gert að leggja drjúgan skerf á móti launþeganum, en upp koma nýjar pen- ingastofnanir, sem í raun eru lánastofn- anir og þykir flestum aö nóg sé af bönk- um fyrir. Hversvegna erum við að burð- ast með tvöfalt kerfi til að auka milli- liðina og skriffinnskuna? Hversvegna dug- ar ekki tryggingakerfi ríkisins, fyrst hér er á annað borð rekin velferðarpólitík? Og hversvegna þarf sífellt nýjar lána- stofnanjr? Eitthvað virðist bogið við þetta allt saman. Af samtölum við gamalt fólk má ráða, að ellilífeyririnn hrökkvi fyrir brýnustu nauðsynjum. Þetta fólk hefur samkvœmt hlutarins eðli góðan tíma; það er jafnvel í vandræðum með tímann. En það lög- mál þekkja víst flestir, að œtli maður að njóta lífsins og láta sér verða eitthvað úr þeim tíma, sem stendur til frjálsrar ráö- stöfunar, þá kostar það talsvert fé. Þetta fólk mundi gjarnan vitja hafa getu til að> kaupa dagblöðin, einstaka tímarit svo og oækur. Innan sicynsamiegra tahmarka mundi slíkt teljast tiltijlulega ódýr skemmtun og satt að segja hélt ég, að því- líkan lúxus gœti aldrað fólk þó veitt sér. En það gagnstœða rann upp fyrir mér þegar ég átti á dögunum tal við sjötugan heiðursmann, sem um langt árabil var þjóðkunnur embœttismaður ríkisstofnun-* ar. Hann kvaðst nýverið hafa neyözt til að segja upp áskrift sinni að tveimur dag- blöðum; svo smátt var honum skammt- að, að hann gat ekki lengur veitt sér þann munað að kaupa tvö dagblöð. Auðheyrt var, að hann var mjög bitur vegna þessa fjárhagslega getuleysis og er erfitt að lá honum það. Þegar rœtt er um ámóta dœmi manna á meðal, virðist einatt ríkja skilningur og ^stundum er bætt viö með hneykslunartóni: „Þetta eru launin fyrir að vinna hörðum höndum og fórná sér og skila okkur landinu eins og það er nú.“ Þesskonar dramatískar yfirlýsingar eru dálvlsið barnalegar. Auðvitað var eftir- launakynslóðin ekkert að fórna sér frem- ur en við erum að fórna okkur núna. Fólk var og er að reyna að vinna fyrir sér, það er allt og sumt. En samt sem áður ættum við fjárakorniö að geta búið svo að þeim öldruðu, að þeir geti veitt sér áskrift að dagblaði. Áreiðanlega er œskilegast að aldrað fólk getA búið hjá börnum sínum og af- komendum œvikvöldið út. En það er ekki alltaf hœgt. Kommóðuskúffur kjarnafjöl- skyldunnar í háhúsum úthverfanna eru að jafnaði svo smáar, að þar er ekki húsrými fyrir afann og ömmuna. Eldri kynslóöin og sú yngri eiga heldur ekki alltaf skap saman og eitruð sambúð er verri en eng- in. Sú sambúð hefur alltaf gengið snurðu- lausar í sveitum; þar gefást einhver verk- efni meðan getan endist. Elliheimili, þar sem gamla fólkið getur ekki verið út af fyrir sig, virðast mér ömurlegir staðir. En hjónahúsið við Hrafnistu og litlu ein- býlishúsin á vegum Grundar í Hveragerði hljóta að teljast fyrirmyndar ráðstafanir, sem miö verður tekið af í framtíðinni. Við megum ekki láta duga að búa þol- anlega að eftirlaunakynslóðinni; við eig- um að gera stórvel við hana. Fyrir full- hraustan mann getur áreiðanlega verið nægilega þungbœrt að verða að hœtta að vinna, þó ekki bœtist við mun slakari af- koma. Og samfélagið veröur einhvern veginn að koma til móts við þá öldruðu og gefa þeim kost á verkefnum, sem gœtu orðið 'til gleði. Það er ekki til neins að bæta árum við lífið; aðalatriðið er að bœta lífi viö árin, hefur einhver vitur maður sagt. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.