Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1973, Blaðsíða 19
/■ Vi rock og roll konur HLJÓMSVEITIN Fanny er tvímælalaust lang frægasta rokk- hljómsveit heimsins, sem eingöngru er skipuð stúlkum. Fanny hefur nú fengið skæðan keppinaut, þar sem hljómsveit-in Birtha er. Hljómsveitina skipa fjórar stúlkur, ættaðar úr Kaliforníu í U.S.A. Þær heita Birtha, sem spilar á sólógítar, Shelly Pin- izzotto, sem spilar á bassa, Rosemary Butler er orgelleikari hljómsveitarinnar og sú er lemur trommurnar heitir Olivia Favela og vegur hún talsvert á annað hundrað kiló. Allar syngja þær fullum hálsi. Rosemary og Shelly hafa verið vinkonur í þrettán ár og fyrir átta árum byrjuðu þær að spila saman á kassagítara. 1 staðinn fyrir allt strákastand á þessum timum héngu þær alltaf utan I Bítlunum frægu er þeir voru á ferðalagi um Bandarfkin og þess á milli voru þær með hljómsveit, sem hét Eddie. Þær stofnuðu svo sína eigin hljómsveit með tveim öðrum stúlkum, en þær gáfust upp og þá fengu þær Birthu og Oliviu i félagsskapinn og þannig skipuð er hljómsveitin í dag. Eina plötu hafa þær sent frá sér og lofar sú mjög góðu, að sögn fróðustu manna. Efni plötunnar er þungt rokk og er það svo vel flutt, að þær afsanna með öllu þann þráláta orðróm, að aðeins karlmenn geti spilað rokk svo eitthvert vit sé í. Ættu sem flestir að leggja eyrun við því sem stúlkurnar hafa hlustendum að flytja og munu þeir áreiðanlega vel njóta tónlistarinnar. ffö. BIÍMI iÍÍSIifiÍTÍ! leg-a plötu nú í haust. Plata þessi ber nafnið „Rest In Peace“ og hefur ekki að geyma neitt nýtt, heldur eldgamalt og útjaskað efni frá því að John Kay var með þeim. Plata þessi sýnir betur en nokkuð annað hversu frámunalega lélegir Stepp- enwolf eru í dag. Svo gjörsamlega sneyddir eru þeir öllu því sem nefn- ist skapandi listagáfa og er þeir sáu það, þá reyndu þeir að pranga inn á mann plötu með efni sem maður á, á öðrum plötum frá „Foggy Mental Breakdown" o.fl. Maður er satt að segja steini lost- inn yfir því að platan skyldi ekki vera nefnd „Best Of Steppenwolf", þeim hefði vel verið trúandi tU þess, þó svo að hún sé langt frá því að geta borið það nafn. Þetta er ekki einu sinni það næst bezta sem frá þeim hefur komið. Sorg- legt er til þess að vita, hve smekk- laus hljómsveit Steppenwwolf er orðin, og seint hefði maður trúað þvi að þeir ættu eftir að senda frá sér jafn nauða ómerldlega plötu og „Rest In Peace“. Síðan gamla kempan John Kay sagði skilið við sína gömlu félaga í Steppenwolf hefur allt gengið á afturfótunum hjá þeim. John hætti á réttum tíma í liljómsveitinni, hann sá að hún gat ekki náð lengra eins og hún var. Þetta sáu félagar hans hins vegar ekki og nú berjast þeir árangurslausri baráttu fyrir vin- sældum sinum, sem fara minnk- andi dag frá degi. Ástæðan fyrir þessari hnignun Steppenwolf er m.a. sú að þeir geta ekki skapað neitt nýtt. Þeir eru ennþá með gamla efnið sitt og bjóða fóiki það sama á hverjum tónleik- unum á fætur öðrum. Ekki er von til að fólk endist til að lilusta á jafn andlausa listamenn og Stepp- enwolf eru, en það geta þeir ekki skilið og verða þvi að horfast í augu við sólsetur fornrar frægðarsólar sinnar, sem brátt fer undir hafflöt- in, verði ekki breyting á hið snar- asta. Til að kóróna mistök sín sendu þeir frá sér frámunalega hallæris- Ráð undir rifi hverju Framhald af bls. 15. mændi áfjáður eftir henni, þegar hún gekk brott. Seinna þennan sama dag mætti unga konan gamalli kerlingu, sem bjó þarna i grenndinni, og sagði henni að bún ætti von á gestum, og hvenær þeir kæmu. Bað hún kerlinguna að koma að dyrum sínum skömmu eftir klukkan níu og eftir klukkan tíu og berja hraustlega. Lofaði kerl- ing þessu. Klukkan nlu kom svo hrepp- stjórinn og snaraðist inn í hús konunnar. En hann hafði ekki fyrr setzt en barið var harkaiega að dyrum. — Feldu mig einhvers staðar áður en þú opnar, bað hreppstjór inn. Og konan faldi 'hann í stór- um skáp og læsti vandlega. Kiukkan tlu kom svo sýslumað urinn. En það fór á svipaðan veg og áður: Það var barið harka lega að dyrum. — Ég má ekki sjást hér, kona góð. Feldu mig einhvers staðar áður en þú gengur til dyra. — Og konan lét hann skríða niður i stóra kistu, sem hún læsti sið- an og bjó um sem tryggilegast. Hún fór síðan út tii gömlu kon- unnar, þakkaði henni fyrir hjálp ina og bað hana heila að fara. Leið nú af nóttin. Snemma nassta morgun gerði kóngurinn boð eftir sýslumanni, en þá var hann hvergi finnanleg- ur, heim tii sín hafði hann ekki komið. Þá var leitað eftir hrepp- stjóranum, en allt fór á sömu lund. Þetta var bænadagur og kóng- urinn gekk til mosku sinnar og fjöldi bæjarbúa ásamt honum. Það var 'landsvenja að æöstu emb ættismennirnir skiptust á um bæna'lesturinn. En nú var hvorki hreppstjóri né sýslumaður viðlátinn svo einn prestanna las morgunbænina. Kóngur lét sér það lynda, fór síðan heim og 'lagði sig. En ekki fékk hann lengi að njóta hvíldarinnar. Þar var kom- in ung kona og beiddist áheyrn- ar. — Hvað er það? spurði kóngur. Ég bið þess, að fá að sýna konunginum stóra kyrkislöngu og ámóta stóra eiturslöngu, sem eru I húsi mínu. — Hó, hó, hrópaði konungur- inn og stökk upp af beði sínum, komdu með þær. — Það er ekki svo auðvelt, sagði konan, — þær eru læstar niður I tveim þungum kistum og ekki get ég borið þær til yðar hátignar. Kóngur sendi þá með henni átta sterka þræla. Þeir fylgdu konunni í hús hennar og hún benti þeim á klæðaskápinn og kistuna, og þeir roguðust ti( baka með byrðar slnar, og settu þær niður fyrir fótum konungs. — Má ég nú opna? spurði kon- an. — Nei, dýrin geta bitið fólkið sagði kóngur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.