Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1973, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1973, Page 12
LÍFIÐ SJÍLFT OG MAWLEG SAMSKIPTI er það skemmtilegasta Jóhaima Kristjónsdóttir ræðír við Jóhann G. Jóhannsson VEGGIRNIR eru málaðir á ný- stárlegan hátt, myndir eftir hús- ráðanda, á skattholi trónir glaðleg hauskúpa, segulband meðmislitri músík, kaffi og kex. Ég er stödd í heimsókn hjá Jóhanni að Hjalla- vegi 42. Jóhann segist hafa þvegið sér um hárið í tilefni agsins og vonar að Ijósmyndarinn láti ekki standa upp á sig að ná einstakri mynd af sér. Sýningu Jóhanns í Hamragörðum var nýlokið um þær mundir, sem við töluðum saman og hún hafði gengið mætavel, margir lagt þangað leið sína og góðar undirtektir verið hjá gestum. Meðal yngra fólks er Jóhann alþekktur pophjómlistarmaður, en hann hefur einnig fengizt við listmálun og var þetta þriðja sýning hans. Iíann hefur ort öðru hverju og auk þess samið flesta texta við þau lög, sem hann hefur samið. Hann er fæddur í Keflavík 22. febrúar fyrir 26 árum og segist hafa verið alinn upp i guðsótta og góðum siðum. Sfðar hafi hann þó orðið að taka ýmislegt til endur- skoðunar og athugunar, sem hann var alinn uppvið einsog gengur. 1 skóla byrjaði hann snemma að fást við teiknun af miklum áhuga og það togaðist á í honum, og gerir reyndar enn, hvort ætti að sinna annarri greininni eða báð- um. Þegar ég var sextán ára í Samvinnuskólanum, segir hann, lenti égþarí skólahljómsveit. Lék á rythmagítar. Ég kunni þessi þrjú grip, sem allir kunna, en svo tókst mér að bæta fleirum við. Þetta var um sama leyti og Bítlarnir komu. Hér voru Hljóm- ar nýstofnaðir. Maður var gagn- tekinn af þessari músík. Ég var ákveðinn að leggja tónlistina fyrir mig. Við lékum saman nokkrir úr skólanum sumarið eftir og síðan tók við þátttaka í Oðmönnum 1 meðþeim Engilbert Jensen, Eiríki Jóhannssyni, og Val Emilssyni. Sfðar komu þar margir við sögu, Pétur östlund byrjaði þar og við fundum Shady Owens. Magnús Kjartansson var með okkur á tímabili. Svo hættum við 1967 af ýmsum ástæðum, bæði praktiskum og persónulegum. Við vorum á dálitlu sérstöku plani, ef svo má segja, því að Shady og Pétur gáfu hljómsveitinni vissa möguleika, við spiluðum soul- músík og tókum lög eftir Bacharach og fleiri. Þegar Öð- menn hættu var að brjótast f mér, hvort ég ætti að hætta sem popp- ari og læra eitthvað. Ég fór svo í Tönlistarskólann og ætlaði að læra á kontrabassa, pfanó og margt annað. Ég entist ekki nema hálfan vetur, þótt ég færi í próf um vorið. Á þessum tíma spilaði ég í Musica Prima, en gaf það upp á bátinn. Það átti ekki við mig að spila fyrir fína fólkið í Þjóðleik- húskjallaranum. Það á raunar ekki við mig að vera bundinn, ég þarf að fá að ráða ferðinni sjálfur. Eg för aftur í poppið og við Olafur Garðarsson og Finnur Torfi Stefánsson endurvöktum Oðmenn og spiluðum „progressiva músík,“ meðal annars. Gerðum tvær plötur „Spilltur heimur" og „Bróðir", sem má kannski flokka undir ádeilumúsík, þótt hún hafi ekki verið frumleg. Okkur gekk ekkert of vel með óðmenn II. Því aðein- hvern veginn komst það orð á, að það væri betra að hlusta á okkur en dansa eftir því, sem við spiluð- um. Það, sem hélt í okkur lífinu var „Poppleikurinn Oli“, sem var mjög skemmtilegt að taka þátt í og átti ég þar mestan hlutann af tónlistinni. Við notuðum sfðan hluta af músíkinni f fyrsta tveggja plötu albúmið, sem ekki hlaut umtalsverða sölu, en var kosin plata ársins 1970. Okkur fundust nú þessar plötur vera allveglegur minnisvarði um hljómsveit, sem að okkar dómi hafði ekki verið virt að verðleik- um. Við reyndum að taka allt það Jóhann G. Jóhannsson og nokkrar myndanna, sem hann sýndi í félagsheimilinu á Hávallagötu 24. bezta með, og ein hliðin er t.d. nánast öll „improviseruð“ í upptökunni. Við vorum svo sem ekki alveg nógu ánægðir með það, enda oft gert betur, þar sem við spiluðum. Vegna þess að Finnur og Reynir hurfu að öðru fengum við síðan Tatara inn í Poppleikinn Óla, en sú hljómsveit leystist upp, þegar hætt var að sýna ieikinn, féll einhvern veginn aldrei al- mennilega saman. Þegar sýning- um var hætt fór ég svo að velta fyrir mér, hvað skyldi til bragðs taka. Mig Iangaði ekki aftur inn í kerfið. Eg var þreyttur á öllu því sem poppmúsíkinni get- ur fylgt. Ég hafði verið hvattur til að mála. Eg fór að lesa, mikið um andleg efni, gerðist ákaflega heilbrigður, hætti nánast alveg að bragða vín, snerti varla tóbak og iðka sund og gönguferðir. Og allt þetta stendur enn. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að eigin breytni skipti mestu máli. A henni byggist hamingja og vellíðan, það eftirsóknarverð- asta f lífinu. En ég fór að mála, það hófst nú meira og minna út af veðmáli. En hvað um það, einn góðan veður- dag, þegar ég var alveg sérstak- lega heilbrigður, þá keypti ég mér liti óg fór að mála. Sú mynd var ólík þvf sem ég hafði gert áður. Og smám saman greip þetta mig heljartökum og ég hélt áfram — synti og málaði á víxl. Það var heilbrigt líf. Ég gætti þess að fara ekki á sýningar, meðan þetta stóð yfir. Ég hafði lítið fylgzt með og vildi sjá, hvað væri f sjálfum mér og útiloka áhrif frá öðrum. Ýmsir, sem sáu myndirnar hvöttu mig, menn sem ég þorði að taka mark á. Þegar ég átti orðið einar tuttugu myndir, fannst mér tími til að athuga, hvar ég stæði. Sótti nú allar sýningar. Þegar ég var að horfa á myndir hinna, fannst mér mfnar alltaf falla. En þegar ég heim kom komst ég að þeirri niðurstöðu, að þær stæðu fyrir sínu. Svo að ég ákvað að sýna. Svo var mfn fyrsta sýning f Casa Nova og tókst mjög vel. Ég hafði komið fyrir sérstökum ljósum, hafði tónlist, mikið af blómum og reykelsi. Þetta féll í góðan jarð- veg. Myndirnar fengu hljóm- grunn, en þær þóttu frekar ódýr- ar og ég seldi ekki mikið. En ég kom ánægður frá þessu, þvf að umsögn sýningargesia var mér hvatning. Ég talaðioftviðþá, sem komu á sýninguna og spurði þá hreinskilningslega hvað þef/?, fyndist. Það var einkennandi, ao unga fólkið og svo aldraða virtist færast um að taka afstöðu til myndanna og segja skoðun sfna. Miðaldra fólkið — sem er í miðju lífsgæðakapphlaupinu — hafði annað viðhorf, það var líka meira að velta fyrir sér verðinu. Gamla fólkið hafði endurmetið sitt eigið líf og gildi þess og tjáði sig oft þannig að ég hafði gagn af. Næsta viðfangsefni mitt var að gera eftirprentun af mynd, sem ég hafði gert af Jimi Hendrix og var sú mynd unnin í Kassagerð- inni og fékk ég frábæra reynslu- af þeim viðskiptum og sömuleiðis siðar, þegar ég lét gera eftirprent- un af annarri, sem ég kallaði „Ast“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.