Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1973, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1973, Page 13
NOKKUR blaðaskrif hafa orðið upp á síð- kastið vegna meints drykkjuskapar á dansiböllum framhaldsskólanemenda í nokkrum skólum borgarinnar. Fylgir það fréttum, að í einu tilfellinu hafi hátíðin leyst upp í slagsmál og hafi nefbrot og ýmislegt annað, heldur óþekkilegt orðið afleiðingar látanna. í þessu sambandi voru nefndir tveir framhaldsskólar, Voga- skóli og Hagaskóli, sem báðir hafa haft á sér ágætt orð fyrir reglusemi og stjórn- semi skólastjóra og kennara. Því er aug- Ijóslega einhver pottur brotinn, þegar dansleikir í þessum skólum — og ugg- laust í fleirum — leysast upp í fylleríis- samkomur, sem slaga upp í sætaferða- sveitaböllin í nágrenni Reykjavíkur. Þar sem ég átti leið að Hagaskóla það kvöld, sem umræddur dansleikur fór fram, þykir mér ekki úr vegi að lýsa því smáveg- is sem fyrir augu bar. Dansleiknum inni var þá ekki lokið en úti fyrir var kraðak barna og unglinga: sumum hafði verið varpað út af ballinu fyrir sakir ölvunar og gengu nú þróttmikinn berserksgang um skólalóðina, veifuðu áfengisflöskum og höfðu uppi stór og kyngimögnuð orð um þennan kennaralýð þarna inni, sem vildi ekki leyfa unglingum að skemmta sér á heiibrigðan hátt. Þarna hengluðust líka eldri unglingar, allt upp í 17—19 ára og þarna voru börn, sem örugglega hafa ekki verið eldri en 11 —12 ára. Héldu þau sig nokkuð út af fyrir sig, supu ótæpilega á flöskum og öskruðu sýnu hærra en eldri unglingarnir, grýttu flöskum frá sér geð- illskulega, þegar lokið var úr, slöngruðu stjórnlítið um umhverfið og lá við borð að þau færu að syngja ættjarðarsöngva, svo drukknar voru þessar verur orðnar. Sú hugsun leitar ekki á áhorfanda á þvíliku og öðrueins hvers vegna ungling- arnir hafa drukkið, heidur hvar í ósköpun- um börn allt niður í 11 —12 ára og jafnvel þótt ögn eldri séu, hafi komizt yfir vínið, sem ekki virtist nokkur skortur á þarna. Og En ekki aðeins hvarflar hugur að því. heldur einnig, hvernig gera foreldrar börn sín úr garði, þegar þeim er leyft að fara á skólaböll? Er ekkert fylgzt með því af hálfu heimilanna, hvort þau hafi komizt yfir vín, eða drukkið áður en þau fara á ballið, eins og algengt virðist vera? Það er auðvitað sjálfsagt að skella hluta ábyrgð- arinnar á unglingana sjálfa, að minnsta kosti er ekki úr vegi að ætlast til þess af unglingum, sem komnir eru í framhalds- skóla, að þeir viti í aðra röndina, hvað þeir eru að gera, en meginábyrgðin virðist mér hvíla á foreldrunum — og varla er hægt að búast við að börn hliti aga skóla — og ekki einu sinni lögreglu — þegar foreldrar taka með ókvæðisorðum á móti lögreglu- þjónum, sem drösla drukknu afkvæmi þeirra heim um nótt. Og eftir þvi sem lögreglumenn hafa sagt mér hafa foreldr- arnir stundum verið svo staffirugir, að halda þvi fram þar sem löggæzlumenn halda unglingum láréttum á milli sín við húsdyrnar, að barnið sé alls ekki drukkið, það hafi bara meitt sig, gott ef lögreglu- mennirnir eru ekki á stundum sakaðir um að hafa af óþarfa grimmd misþyrmt prúð- um unglingum þeirra. Það er gott og gilt að tala af skilningi um unglingavandamál og bölva áfenginu, en það dugi heldur skammt, ef foreldrar vilja ekki horfast í augu við vandann og hjálpa viðkomandi skólum, sem hafa barn þeirra undir verndarvæng, að hafa ein- hvern hemil og ögn meira eftirlit á en virðist vera i undramörgum tilfellum. Jóhanna Kristjónsdóttir. Meðan ég var að mála, var ég líka að semja lög og læra á kassagítar hjá Eyþóri Þorláks- syni. Sfðan var mér boðið að vera með í Náttúru sem gítarleikari. Ég kunni ekki mikið, en lét mig hafa það og- við æfðum myrkranna á milli í langan tíma og komum ekki fram, fyrr en við vorum þolanlega ánægðir. Þar voru með mér, Björgvin Gíslason, Áskell Másson, Sigurður Áma- son, Shady og Ölafur Garðarsson. Þetta var gott fólk og fært á sínu sviði og hlómsveitin varð fljótt vinsæl. En þar kom, að ég ákvað að hætta f Náttúru og byrjaði aftur að mála og hélt aðra sýningu í Hamragörðum í nóvem- ber 1972. Mér tókst um þessar mundir að telja Ámunda Ámundason á að gefa út tveggja laga plötu „Brotinn gítar" og „Þögnin rofin“. Sögðu þá margir að ég væri endanlega orðinn vit- laus. Hún þótti sérstæð þessi plata, óhefðbundin, improviseruð, enginn texti. Sjálf- um þótti mér þetta eins konar uppgjör við þann tíma, sem var liðinn. Ég var að reyna að gera mér betur grein fyrir hvað ég vildi. Allt sem ég hafði gert áður, fannst mér býsna tilviljunar- kennt og ýmis sjónarmið höfðu ráðið. Ég hef ekki lokið þessu uppgjöri. Sýningin í Hamragörðum tókst ágæta vel, margar myndir seldust og fólk var ánægt. Eftir sýninguna ætlaði ég, að undirbúa stóra plötu, en það breyttist og ég ákvað að gefa út þrjár litlar plöt- ur f staðinn. Það gekk á ýmsu meðan það stóð yfir. Þegar verið var að vinna þessar plötur út í Englandi fékk ég tilboð um samn- ing fyrir LP-plötu. Ekkert endan- legt er komið út úr því, en ég er bjartsýnn, en finnst mikils um vert að lenda hjá réttum umboðs- manni, ef út í slíkt er farið. I sumar sem leið málaði ég, samdi lög, ljóð. Nú þegar þessi þriðja sýning er afstaðin, held ég sjálfsagt áfram. Ég er að undir- búa stóra plötu fyrir næsta ár og kanna möguleika fyrir hinar plöt- urnar. Ég veit ekki hvort ég fer í hljómsveit í bráð. Eftirsóknar- verðast er að verða það hæfur, að maðurinn sjálfur þurfi ekki að sækjast eftir þessu svokallaða „öryggi" sem stenzt ekki. Vel ræktaður lfkami og sál f jafnvægi. Sá maður, sem getur státað af slíku hefur möguleikana alla og getur leyft sér að gera hvað sem hann langar til. Ef hægt er að samræma það að láta sér líða sæmilega vel og sjá sér skikkan- lega farborða er það hið ákjósan- lega. Fólk sem hefur öll efnisleg gæði er jafnan að leita; það vant- ar alltaf eitthvað. Lffið sjálft og mannleg samskipti eru það al- skemmtilegasta, sem ég get hugs- að mér. Hvort fólk sé almennt skemmtilegt? Það er auðvitað misjafnt. En það er hægt að læra af öllum, ef maður hefur rétt við- horf. Innibyrgð óánægja glepur sýn. Frumskilyrði til að gera aðra ánægða er að vera sjálfur ánægð- ur. Ég hygg þetta vera það eina, sem getur gefið okkur eitthvað, sem gildi hefur. h.k. Að ræða saman í vinkil Framhald af bls. 11 Leiðbeiningar um notkun. Þú lifir ekki lengi upp á jap- anska vísu, áður en þú kemst að öðrum sannleik í þarlendum hreinlætismálum. Staðreyndin er sú, að japönsk náðhús eru allfrábrugðin því, sem tíðkast í Evrópu. Ég ætla þó ekki að lýsa þessu apparati, sem grafið er niður í klósettgólfið, hvað þá heldur að útskýra, hvernig á að nota það, enda komst ég aldrei að því sjálfur. Það tók jafnvel 2 mánuði að læra, hvað sneri fram á tólinu og hvað aftur. Það kemur tæplega á óvart eftir fyrri lýsingar, að hér er farið úr einum inniskóm í aðra, áður en athöfnin hefst. Eg velti því lengi fyrir mér, hvort þessi skóskipti væru til að fyrir- byggja, að óhreinindi bærust fram í íbúðina af náðhúsinu eða öfugt, en komst þó aldrei að niðurstöðu, enda mátti ekki á milli sjá hvort væri hrein- legra. í einu glæsilegu einbýlishúsi, sem ég kom í hafði þó verið stillt upp venjulegri vestrænni klósettskál fyrir gesti, en til vonar og var héngu á veggnum fyrir ofan skálina innrammaðar leiðbeiningar um, hvernig nota ætti gripinn. Konunga auglýsinganna Japanir eru góðir neytendur, bíll í hverri meðalfjölskyldu, stundum tveir, eitt eða tvö mótorhjól, reiðhjól, litasjónvarp og þvottavél. Og að sjálfsögðu eru öll þessi lífsins gæði ,,Made in Japan". Það heyrir t.d. til undantekninga, að þú rekir augun í innfluttan bil á japönskum vegum. En það kostar mikla aug- lýsingakænsku að selja alla þessa hluti og enginn vafi á, að Japanir verja eins stórum hluta af hug- og enginn vati á, að Japanir verja eins stórum hluta af hug- viti sínu í að selja vöruna eins og að búa hana til. Enda býr engin þjóð við eins mikið aug- lýsingaflóð og Japanir. Sifellt eru sölumenn að banka upp á og bjóða ísskáp eða líftrygg- ingu. Og eins og íslendingar hafa orðið varir við er settur á stofn fjöldinn allur af alþjóðleg- um fegurðarsamkeppnum eða söngvakeppnum til að auglýsa eitt eða annað. Meðfram þjóð- vegum eru brosandi auglýs- ingaskilti til mikillar prýði fyrir landslagið og í verzlunarhverf- unum hanga gjallarhorn í hverjum Ijósastaur, sem þylja stanzlaust tilkynningar og var þó varla á hávaðann bætandi. Lestir og strætisvagnar eru út- klindir auglýsingum að utan sem innan og 6 til 7 sjónvarps- stöðvar flytja bunu af slíkum á fárra mínútna fresti. Þar hafa Japanir keypt Hollywood til liðs við sig og við sjáum Steve McQueen spóla af stað á Hondu, Sammy Davis jr. drekka japanskt Suntory whiskey og Charles Bronson bera á sig einhvern óviðjafnan- legan rakspíra. En nýjasta hug- myndin er þó að nota texta- rýmið á sjónvarpsskerminum undir myndinni fyrir stöðugan straum auglýsinga. Útkoman verður stundum spaugileg, eins og í amerísku kossaseri- unni, þegar Nissan auglýsti nýja gerð af höggdeyfum eða óhugnanleg eins dg í heimild- armyndinni um Gyðingaaftök- ur nasista. Á gólfi gasklefans mátti sjá lítt geðslegan hóp fórnarlamba, og samtímis birt- ist auglýsingaruna um Lotte- súkkulaði neðanmáls.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.