Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Blaðsíða 4
ABOKKUM LAXAR Hugað að frægum laxveiðislóðum og rætt við Hermóð í Arnesi Eítir Gísla Sigurðss<m, vísirinn aS því sem koma skal: Landsmenn hafi ekki efni á að renna fyrir Iax í hinum skárri laxveiðiám okkar. En þarna er f rauninni ekki við neinn að sakast. Laxveiðiá á borð við Laxá í Þing- eyjarsýslu er gullkista og það er ofur eðlilegt, að hver og einn reyni að láta sér verða sem mest úr sinni gullkistu. Laxveiðar geta heldur ekki talizt neinskonar al- menningssport, heldur rándýr lúxus. Menn sem sæmilega teljast fjáðir, geta kannski leyft sér að fara fáeinar ferðir á sumri hverju í beztu árnar. Og þá er kostnaður- inn orðinn á borð við utanlands- reisu. FLESTUM FINNST ANÆGJULEGRA AÐ VEIÐA í FALLEGRI A. Gengi Laxár hækkar fyrir það eitt, að umhverfið er dýrindis fag- urt. Það er ekki nóg með að vatn- ið, sem glitrar í streng og á flúð- um sé silfurtært, heldur eru hólmarnir eins og skrúðgarðar; þar verður ekki séð, að fæti hafi verið drepið niður. Þeir eru de luxe á nútíma viðskiptamáli, eða fimm stjörnu á hótelmáli. Þar dafnar valllendisgróður í nábýli við hvönn og víði. Gróskan slútir framaf bökkunum og horfir í blá- an strenginn; vatnið, sem áður hefur myndað spegil Mývatns, fallið yfir sprengda stífiu Mið- kvíslar og snúið vatnshjólum Lax- árvirkjunar. En niðri á flatlendi Aðaldalsins nærir það laxinn og gleður veiðimenn. Mikið er hlut- verk þitt, Laxá. Fyrr meir var frægt um allt land, hvað mikil lax veiddist á Laxamýri. Sú jörð var talin ásamt Þingeyrum og Reykhólum með meiriháttar hlunnindajörðum landsins. Sagt var, að hundar gengju út á Laxamýri, ef þeir heyrðu nefndan lax. Og heyrt hef ég þess getið, að vinnuhjú hafi ráðist á bæi við Laxá með því skilyrði einu, að þau þyrftu ekki að borða lax oftar en þrisvar í viku. Eða var það kannski fjórum sinnum? Allavega virðist svo sem fólk á þessum slóðum hafi verið búið að fá nóg af laxi, enda vel kunnugt að hann þykir leiðigjarn til lengdar. Hins vegar gátu hlunnindi af þessu tagi ráðið úr- slitum um, hvort fólk svalt eða hafði magafylli, og það er hreint ekki lítill munur. Þó virðist svo sem laxinn hafi ekki hrokkið til stundum, þar sem munnarnir voru margir. Guðmundur skáld á Sandi kveður f ljóði sínu um ekkj- una við ána, sem „barðist þar við sultinn í næstum hálfa öld“. Stangaveiðisvæði Laxár eru margskipt. Laxárfélagið, sem rek- ur veiðiheimilið á Laxamýri, hef- ur í sinn hlut 10—12 stengur og er sá partur stærstur. Stanga- veiðifélagið „Kristinn Jónsson“ hefur hálfa aðra stöng, Ames 6—7 stengur, Stangaveiðifélagið á Dalvík 2 og félög á Akureyri 4 stengur. Alls eru þetta eitthvað nálægt 25 stengur. Þannig er þetta allt saman mælt og vegið, hve stóran hlut hver aðili hefur úr gullkistunni. Ekki er nóg að eiga land að ánni; að- eins veiðimálastjóri ríkisins ákveður stangaf jöldann, og undir það verða allir að beygja sig. Á Laxamýri og í Ámesi hafa þessi fornu hlunnindi verið gerð að ábatasamri atvinnugrein. Sú vertíð stendur að vísu aðeins yfir sumarmánuðina. Nú þykir naum- ast lengur fært að selja svo góða veiði, nema geta boðið veiðmönn- um þokkalegan iverustað. Stór- laxarnir, sem axla sín skinn og halda norður til veiða, þeim er gisting búin í veiðihúsum, þar sem matur er fram reiddur. Skálinn á Laxamýri stendur á berangri norðvestur af bænum; þaðan er að vísu fagurt útsýni út á flóann og til Kinnarfjalla, en veiðimenn njóta þess ekki þar að sjá ána líða framhjá. Þetta er ein- lyft timburhús, hlýlegt að innan, en búið ósköp þreytulegum hús- gögnum. Þar var rólegt um að litast, þegar mig bar að garði; menn farnir til veiða eftir mið- degislúrinn, en á borði stóð hálf- full vodkaflaska og minnti á það, sem stundum hefur verið nefnt, að menn nesti sig oft heldur ríf- lega f svona ferðir. Mér er minnis- stætt, að í sumar hitti ég að máli ungan og kappsaman kaupsýslu- mann, sem hafði farið í fyrsta skipti til laxveiða. Hann sagði: „Það var svo sem ágætt, en ég var í tíu daga að ná mér.“ Ég spurði, hvort laxar hefðu gerzt svo erfiðir í togi. Önei, en drykkj- an hafði verið svo stíf. Að vísu hafði það ekki verið við Laxá. En sumir koma í þeim einlæga ásetn- ingi að veiðalax og slappa af þess á milli, og heyrzt hefur, að þeir hafi orðið að kvarta yfir hávaða og nætursvalli. Við Æðarfossana er einn feg- ursti veiðistaður Laxár. Þar stóðu tveir menn með stengur og biðu þolinmóðir eftir þeim bleika, en hann gerði ekki vart við sig þá stund, sem ég staldraði þar við. Ævinlega hef ég dáðst að þolin- mæði manna við þessar kringum- stæður; liklega vegna þess að ég Við Æðarfossa á veiðisvæði Laxamýrar. Kinnarfjöll í bak- sýn. Bæirnir IMes og Árnes í Aðaldal. Laxá rennur með- fram hæðunum i baksýn. Júlí, 1973. Blár strengur árinnar fellur milli hólmanna. Stundum er hann næstum svartur; það fer eftir veðri. Botninn er mjög dökkur. Og það sést, þegar betur er að gáð, að hann er á köfium algróinn. Grænleitar tægjurnar sveiflast í sífellu undan straumnum. Þessi botngróður myndast á vorin, nær hámarki og fellur á haustin eins og önnur grös. Þessi botn, þetta vatn, þessi dimmi strengur er eftirlæti laxa, eða öllu heldur stórlaxa í tvennum skilningi. Stórlaxarnir, sem munda stengur af dýrustu gerð á bökkunum, renna fyrir glæsilegri stórlaxa en völ er á í öðrum ám. Laxá í Þingeyjarsýslu. Nafnið eitt kitlar laxveiðimenn, ekki ein- ungis hérlendis, heldur einnig þá erlenda sportveiðimenn, sem að- eins lita við því bezta. Af því leiðir sú kunna og umrædda þró- un, að verðlag hefur á skömmum tíma snarhækkað og telja sumir með nokkurrri beiskju, að hér sé

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.