Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Blaðsíða 12
Á öðrum stað hér í blaðinu eru leiddar líkur að því að veðurfar muni kólna verulega hér á norðurslóðum á næstunni. Reynist sú tilgáta rétt, kemur tímasetning þeirra harðinda heldur óþægilega til móts við það ástand, sem nú ríkir í orkumálum heimsins. Heimur- inn siglir um þessar mundir hraðbyri til móts við gífurlega kreppu, sem enn verður ekki séð, hvernig leysist. Forsmekkinn að ástandinu höfum við í nágrannalöndunum, þar sem fólk býr sig undir köld jól og dimm. Á forsíðu bandaríska fréttaritsins Newsweek mátti nýverið sjá teikningu af Sam frænda með frosinn sultar- dropa á nefinu og tóman mal. Running out of everything, stóð þar: Allt er að klárast. Hér er fyrst og fremst átt við oliuna; svo háður er meiripartur heimsins þessum vökva, að án hans erflest í kaldakoli. Það kostar mun meira en sunnudaga- aksturinn, þegar lífæðar olíunnar skerðast. í sifellt vaxandi mæli hefur plast og önnur álika efni komið i stað málma og hver einasti maður notar hluti úr ódýrum, léttum og þægi legum gerviefnum. Hinn tröllaukni gervi- efnaiðnaður rekur nú upp ramakvein: ýmis efni, sem til verða við oliuhreinsun, hafa gert plastöldina mögulega. Þótt ekki sé langt um liðið siðan Arabar virtust skilja til fulls að þeirra er mátturinn í þessu efni, berast nú þegar fregnir um að stutt sé í skort á að- skiljanlegum hlutum, sem hafa orðið hluti af lífi okkar. Þar má nefna hvaðeina úr plasti, gerviefni í fatnað, frostlög, hljómplötur og málningu, svo aðeins litið brot sé nefnt af öllu þvi, sem kemur við sögu. Og þar að auki. Framleiðslan sem enn um sinn fær nauðsyn- leg efni, mun verða að gjalda fyrir þau stór- hækkað verð. í vetur verða Vesturlandabúar trúlega áþreyfanlegast varir við oliukreppuna á stofu- hitanum heima hjá sér. Ekki dugar úr að bæta með rafmagnsofnum; að minnsta kosti ekki þar sem olia knýr raforkuverin. Margir Islendingar þekkja af eigin raun, hvað hús- kuldi getur verið eitraður erlendis, þar sem einfalt gler er í gluggum og einangrun litil- fjörleg. Menn geta nú tekið upp gamla þjóðariðju Breta að baka á sér forhliðina við arineld meðan bakhliðin er blá af kulda. í Bandaríkjunum eru læknar nú þegar tekn- ir að skrifa í blöð og benda á hugsanleg áhrif þess að hverfa frá „Saharaloftslagi" í stofum. í staðinn fyrir 26 stiga hita á Celcius, sem þeir segja að þjóðin hafi búið við, hefur stofuhitanum nú verið snarað niður í 20 stig. Læknar telja, að þessi ráðstöfun muni hafa ákjósanleg áhrif á heilsufar manna; háls- bólga, kvef og ýmsir kvillar muni stórum batna og aðeins öldnu og lasburða fólki sé hætta búin af breytingunni. Þeir mæla ein- dregið með því, að þjóðin birgi sig vel upp af ullarpeysum og treflum. Kannski oliuleysið verði til þess að blessaðar konurnar, sem hér eru sífellt að prjóna fyrir Bandarikjamarkað- inn, komist upp í verkamannataxta fyrir sína vinnu. I sambandi við stofuhitann, sem nú er dagskrármál, mætti geta þess, að sjálf búum við yfirleitt við of mikinn húshita. Tæki til rakastillingar eru sjaldgæf og „Sahara- loftslagið" sem þeir nefna svo fyrir vestan, er ugglaust alltof algengt hér. Mér þykir líklegt að vinnutap minnkaði og heilsa manna batn- aði almennt ef hægt væri að minnka hitakæs- una, sem víða ríkir í hýbýlum. Við búum að þeirri sérstöðu að geta hitað upp höfuðborgina og mesta þéttbýlissvæði landsins með jarðvarma. Afganginn af byggð landsins getum við og eigum að hita upp með rafmagni. Síðustu atburðir gefa okkur þá vísbendingu ótvíræða, að á næstunni verði því hraðað svo sem kostur er að hita upp húsakost landsmanna með innlendri orku. Við eigum ekki að þurfa að flytja inn dropa af oliu til þeirra þarfa. Eins og sakir standa erum við í þeirri lukkulegu aðstöðu að hafa samið við Rússa um oliukaup fram á árið 1975. Við getum því haldið sunnudagsakstrinum gang- andi enn um sinn. En jafnframt erum við svo háð risaveldinu í austri, að uggvænlegt hlýtur að teljast. Gísli Sigurðsson. teiknibólu: lýst með G. Butsa Maurer og Frl. K. Hochen Leitner. Rautt ljós í kórnum eins og í kaþólsku kirkjunni heima á Landakotstúni. Allt heldur áfram, hugsaði ég, þegar ég gekk út. Seinna kemur annar íslenzkur rithöfundur til þessa bæjar, kannski gengur hann inn í kirkju- garðinn, hann er sá eini, sem alltaf bíður og þá stendur kannski á einum legsteininum: Maurer, Geb ..., Gest... Ég setti á mig skinnhúfuna, sem ég hafði erft eftir föður minn og flýtti mér út. Það var farið að dimma, samt sá ég enn nokkur nöfn; engu líkara en þetta fólk krefðist athygli minnar: mynd af ungum manni í þýzkum her- mannabúningi, örn á hægra brjósti, einkennishúfa á höfði. Yfir henni Kristur á krossi skorinn í tré, enn ómálaður: Hier ruht Sebastian Zwink 1860—1937, Tobias Zwink, obergautreifer Panz Pionier Befel. (Kannski er þetta afbakað, enda áttaði ég mig ekki á þessum titlum öllum), Geb. bei Wennett 2.12. 1915, Gest. 24.11 1914. Það hafa verið ömurleg jól fyrir önnu Zwink, sem dó um áttrætt, 14 árum eftir fall sonar hennar, sem hún ól á fimmtugsaldri, einnig skömmu fyrir jól ... Zum Gedenken an unser guten Gatten und Vater Leonard Schmid, 1908—1944, im Osten ... Ég stóð mig að því að vera farinn að hlaupa við fót út úr garðinum, fyrsta sinn, sem hann fyllti mig óhug, þessi yndislegi friðarreitur. ,,Im Osten“. Allt gleypir þessi garður, hugsaði ég, þegar ég var setztur í næstu bjórstofu, jafnvel þá sem enginn veit, hvar féllu. Samt hafði hann ekki enn náð vini mfnum. Það liðu tveir eða þrír dagar, án þess ég hitti hann, þá gekk hann til mfn á götu. „Griiss Gott,“ sagði hann. Ég heilsaði honum, sá, að hann var kenndur og bauð honum bjórglas. Hann vildi bjór frá Númberg, dökkan. Tók ekki annað í mál. Það varð úr, að við fórum til vinar hans í einu bjór- stofunni, sem hafði þennan sér- staka bjór á boðstólum. Hann fékk lánaðar nokkrar flöskur, svo bauð hann mér heim. „Eg þarf að sýna þér svolítið," sagði hann. Það var enginn heima. Hann kveikti upp í ofninum, hitaði vatn og setti bjórflösku í pott. „Maður á aldrei að drekka kaldan bjór,“ sagði hann, „það er óhollt." Á tjá og tundri voru bækur um list, tréskurðaráhöld, gamlir munir, sumt fallegt. Hann var hálfnaður með tréskurðarmynd, sem lá á borðinu, andlit guðsmóður horfði á mig og Jesúbarnið var að fæðast í timbrinu. Hann talaði um list, stjórnmál, óð elginn, stóð svo upp, kom að vörmu spori aftur með gulnað samanbrotið blað: „Völkischer Beobachter" föstu- dagur 1. september 1939. „Eg hef alltaf geymt þetta,“ sagði hann, „Ég ætla að gefa syni mfnum þetta blað, svo að hann kynnist viðbjóðnum, gleymi honum aldrei, berjist gegn honum. Nú er allt gert til aðgleyma. Sögubækur þýzkra unglinga fjalla bara um miðaldirnar. En það á að segja börnunum okkar allan sann- Ieikann.“ Svo talaði hann um blekk- ínguna og hvernig fólk varleitttil slátrunar í stríðinu. „Fyrst hljóp ofvöxtur i kirkju- garðana, svo voru menn urðaðir, þar sem þeir lágu, og þessir fmynduðu óvinir þurftu ekkert pláss: þeir hurfu bara með reykn- um upp f himininn, þar sem rúm er fyrir alla, segir kirkjan, sem lét sér þá fátt um finnast og óskaði okkur sigurs yfir heiðingjunum. Og svo var öskunni stráð eins og áburði yfir akrana, þar sem ég lék mér drengur við Dachau." Ég hafði nú áttað mig á, að blaðið á borðinu fyrir framan mig, þessi gulnaði vitnisburður liðins tíma, sem betur hefði verið martröð en veruleiki, var aðal- málgagn Hitlers og nasista: þetta var eintakið, sem skýrði þýzku þjóðinni frá því, að stríðið væri hafið. Nei, ekki stríð, ef ég man rétt, heldur var fólkinu sagt frá því að foringinn hefði tekið ákvörðun um aðgerðir til að tryggja öryggi þess, kannski frelsi þess, ég man það ekki. Samt sé ég blaðið enn fyrir mér, kirkjugarð alls konar orða löngu gleymdra í grafreitum timans eins og Wolf og Schmid og Zwink og hvað þeir nú hétu, sem urðu styrjaldar- pestinni að bráð „Sálin verður stundum að laxéra, ekki síður en líkaminn," sagði hann og kveikti f sígarettu. Svo drakk hann rólega úr glasinu og fór að segja mér tíðindi af minningum, sem voru grafnar djúpt í sál hans: „Ég för fagnandi í Hitlersjugend,“ sagði hann, en ég sneri við blaðinu á borðinu, sem verkaði á mig eins og dánartilkynning heillar kyn slöðar. „Ég trúði auðvitað eins og aðrir á foringjann og fyrirheit hans.“ „Lfklega á enginn þetta blað lengur,“ sagði ég eins og utan við mig, „þú gætir selt það fyrir stórfé.“ Ég sá honum var illa við að ég truflaði hann, því að nú opnuðust grafirnar í brjösti hans hver af annarri og minningarnar risu upp frá dauðum. „Ég hef aldrei hagn- azt á neinu,“ sagði hann, „ég hef aldrei skilið peninga, þeir eru handa öðru fólki. Peningar lykta, hvað sem hver segir.“ Mér datt f hug, það sem róm- verski keisarinn Vespasianus sagði, þegar fólkið neitaði að borga fyrir að fara á almennings- salerni í Rómaborg hinni fornu: „Peningar lykta ekki.“ Síðartóku Gyðingar við þessu vfgorði keisar- ans og þó að vinur minn hefði í hjarta sínu barizt með Gyðingum í stríðinu, var honum ómögulegt að sætta sig við þá tilhugsun að peningar lyktuðu ekki. En hann gat líka trútt um talað, því að hann átti sérlega góða konu, sem var dugnaðarforkur og sá um, að þau höfðu i kringum sig öll nauðsynlegustu veraldargæði, en átti samt listræna æð og skildi hann eins og guðsmóðir þjáningar og syndir barna sinna; hún hafði erft talsvert af eignum, því að allir féllu í stríðinu, sem voru henni nákomnir, og hafði meira vit á peningum en barnsleg ein- lægnin í andliti hennar gaf til kynna. Hann þurfti engu að kvíða, og hann vissi það. Hann flaut ekki síður en aðrir á trjá- fleka velferðarríkisins um straum ana og hvítfyssandi iðuköst efnis- hyggjunnar. Hafði það raunar betra en almennt gerist. En hann kærði sig kollóttan, svo lengi sem hann var sinn eigin herra og gat ráðið vinnudegi sínum sjálfur. „Ég hef ekki grætt á styrjöldum," sagði hann, „það hafa aðrir gert.“ Hann tók af mér blaðið, braut það varfærnislega saman og stakk þessum hræðilega vitnisburði um heimsku mannsins í vasann. Ég drakk stóran teyg og hugsaði um tindátana, sem faðir minn gaf mér þegar ég var 7 eða 8 ára: af þýzkum hermönnum, stórglæsi- legum og fallega gerðum og svo Hindenburg með kaskeytið og Ludendorf í bláum skósíðum frakka, fulltrúi Oðins á jörðinni. Ég féll fyrir þessum her og vissi, að hershöfðingjamir voru ekki „Generalen ohne Truppen“ eins og Þjóðverjar komast stundum að orði. Þeir voru, var mér sagt ung- um dreng, ósigrandi. Ég var barn eins og fólkið, sem trúði forsíð- unni á „Völkischer Beobachter“, allir eru börn. Og hjartað sprikl- aði í brjósti mínu eins og fiskur í neti, hefði Sigrid Undset sagt, ef hún hefði skráð þessa frásögn. Hann tók nú aftur til máls og nú komst ég ekki að: „Ég var svo heppinn að lenda í vinnusveitum hersins og aldrei á neinum raun- verulegum vígstöðvum. En ég sá nóg. Ég var í Dieppe, þegar brezk- ir fallhlífahermenn komu þýzka hernum í opna skjöldu og náðu ratsjártækjum, sem þar voru til reynslu og voru algert hernaðar- leyndarmál. Við vorum að vinna þarna skamml frá með skóflur ein ar að vopni, þá komu þeir allt í einu eins og leðUrblökur úr myrkrinu. Við köstuðum okkur niður. Þeir náðu tækj- unum, sem við höfðum kom- ið þarna f.vrir, hraðbátar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.