Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 3
Okkur nútímafólki, sem finnst fátt nauösynlegra og jafnvel hversdagslegra en húsgögn veitist erfitt aó átta okkur á, aö þau hafi vart verið til i landinu að nokkru ráöi nema um einnar aldar skeið. Og íslenzk húsgagnaiðn er ekki eldri en svo, að á meðal okkar eru menn, sem tekið hafa þátt i mest- allri þróunarsögu hennar. Þegar Jónas Sólmundsson lauk sveins- prófi árið 1926, var hann full- numa í snikkaraión, og það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, að farið var að gera glöggan greinarmun á húsasmíðum og húsgagnasmiðum. Þessar iðn- greinar höfðu runniö í einum far- vegi. Maður, sem fenginn var til þess að smíða hús, sá að öllu jöfnu um gerð innanstokksmuna. Uti- vinnan fór fram á sumrum, en þegar kólna tók í veðri, sneru menn sér aö gerö innréttinga og húsmuna. Og þótt nútímalækni væri ekki til að dreifa, og þeim hysteriska hraöa, sem gjarnan er fylgifiskur hennar, lók aðeins nokkra mánuði að fullgera hús. Það tók til dæmis 8 — 9 mánuði að fullgera lónó, — segir Jónas, — og hús Jóns Helgasonar biskups, sem faðir minn vann við, var í smíöum frá þvi í april fram i október santa ár. Samt var í þess- unt húsum alls konar úlskurður og skraut, en hins vegar sluppu menn við miðstöðvar, vatnslagnir og svoleióis. Blaðamaöur hefur hreiðrað vel um sig á glæsilegu heimili Jón- asar og frú Elinar Guðmundsdótt- ur konu háns, þar sem smíðisgrip- ir húsbóndans og aðrir hagleiks- hlutir frá fornu og nýju skarta innanunt niikið safn verka eftir helztu öndvegismálara þjóðar- innar. Þar getur jafnframt að líta nokkrar myndir eftir Jónas sjálf- an, sem eitt sinn ætlaði út á.mál- arabrautina, en ytri atvik réðu þvi, aö hann helgaði sig húsgagna- smiðum og er af mörgum talinn brautryðjandi í islenzkri hús- gagnalist. — Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvers vegna ég fór út i smiðar, — segir hann, — og sennilega hefur ýmislegt komið til. Ætli þessi smiðanáttúra liafi ekki verið eittlivað i ættinni, a.m.k. var faöir minn, Sólmundur Kristjánsson lærður smiður, og Kristján Teitsson faðir hans var rokkadraujari eins og kallað var, og smiðaöi allt mögulegt. En ég held, að það hafi verió ennþá þyngra á metunum, að ég var skírður í höfuðið á gullsmið, sem sagður var ákaflega laginn, og oft heyrði ég, að hann gæti smiðað, hvað sem væri. Þetta þótti mér mjög merkilegt, og sennilega hefur það verið vonin um að kafna ekki undir nafni, sem varð til þess að ég fór að föndra við alls konar smiðar. Afi hafði verkstæði heima, og þegar hann fór til kirkju á sunnudögum, en hann var meðhjálpari í Frikirkjunni, stal amma lyklunum að þvi og lánaði mér. Gamli maðurinn var hins vegar ekkert hrifinn af þessu fikti, og þegar ég var eitt sinn rígmontinn að sýna honum póleraða pennastöng, sem ég hafði gert, hristi hann bara höf- uðið og sagði: ,,Þú verður aldrei Jónas Sólmundsson heima hjá sér á Ilringbraut 108. Gripurinn, sem hann styður hendinni á, er sveins- stykki lians, skatthol meó skreyt- ingum úr innlögóum spæni. KOM M EÐ FUNKISLÍNUNA INN í ÚTSKURÐAR- TÍMABILIÐ Guðrún Egilson rœðir við JÖNAS SÓLMUNDSSON húsgagnasmið smiður." Þetta tók ég ákaflega nærri mér, og það var ekki fyrr en seinna að ég áttaði mig á því, aö þetta voru ekki spádómsorö hjá afa, heldur vildi hann koma í veg fyrir, að ég fengi smiðabakteríu og færi mér að voða innanum flugbeitt og hættuleg tól. Þegar gantli maðurinn féll skyndilega frá, átti hann eftir að afgreiða margar rokkapantanir, og við faðir minn tókum að okkur aö gera það. Þá hef ég verið 15 ára og um svipað leyti smiðuðum við feðgarnir snúinn stiga, sem þótti allmerkilegur, og upp úr þessu fannst mér brautin vera ráðin. Tveintur árunt síðar sótti ég um að komast í læri hjá Jóni Halldórssyni og co. sem var mjög viðurkennt smiðaverkstæði, og lifir reyndar enn undir heitinu Gamla kompaníið. Það var ekki auðhlaupið að þvi að komast þar að, því að hvert sæti var skipað, en ég var staðráðinn i að biða, og til þess að nota timann sem best Nýlt form. Fyrsti stóllinn, sem Jónas teinaði eftir aó hann kom heim frá Þýz.kalandi. Stóllinn er enn í fullii gildi á heintili Jónasar. fór ég i Iðnskólann á meðan. Bið- tíminn varð skemmri en staðið hafði til, því að upp komst, að einn neminn á verkstæðinu var svo róttækur aö hann las Alþýðu- blaðið, og var auk þess aö tala uni pólitik og kaupkröfur, þannig að hann þótti ekkert sérlega æskileg- ur, og ég fékk plássiö í hans stað. Þetta þætti áreiðanlega skrambi hart núna, enda er ekkert púður i pólitiki.nni lengur. A þessum árum voru húsasmið- ir og húsgagnasmiðir saman í stéttarfélagi, enda var námið það sama, nenta hvað menn höfðu frjálst val um, hvort prófsmiðin var á sviði húsa- eða húsgagna- smíða. Eg gekk eins og aðtir að hvers konar verki á námsárunum, m.a. sntiðaði ég stykki i innrétt- ingu i Landsbankahúsinu, þegar verið var að gera það upp eftir brunann mikla. Það var pláss eða skarð, sem myndaðist ntilli af- greiðsludisksins og stigans, og. það stóö eitthvað i Guðjóni Samú- elssyni að ráða fram úr því, en loks varð úr „geitin" sem við köll- uðum svo, eða hliðið, sem margir muna sjálfsagt eftir, og ég átti heiðurinn af. Svo var ntaður i alls konar innréttingavinnu, en þaö voru húsgagnasmiðar og hús- gagnaviögeröir, sem ég var helzt náttúraður fyrir, og prófsmiðin mín var skatthol, sá gripurinn minn. sem konan min, vill sizt missa úr stofunni hjá okkur. — Voru húsgögn orðin al- menningseign á þinum bernsku- og námsárum? — Þegar ég var að alast upp, var orðiö talsvert um búsgögn i bænum. Almenningur átti að visu ekki mörg eða margbrotin hús- gögn, en ég held, að i hverju húsi og i hverjum bæ i Rcykjavik hafi verið eilthvað af þessu tagi. llús- in voru venjulega fjórskipt. Fyrsl var eldhús, þá borðstofa, því næst svefnherbergi og loks var pláss, sent kallað var stofa og fólk reyndi aö hafa dálítið utan við hinn venjulega unigang. I þessari stofu voru venjulega tveir til þrir stólar, borð og divan að ógleymdri kommóðunni, sem var af sérstakri islenzkri gerð og var yfirleitt til á hverju heimili. 1 torf- og stein- bæjunum, sem voru hér uppi i Þingholtum og viðar, var yfirleitt minna um húsgögn. Þar sat maður gjarnan á kistum og koffortum, en alltaf var þar eitt- hvað, sent kalla mátti húsgögn. Til sveita voru húsgögn hins vegar ekki alntenningseign á þessum tima nema að mjög litlu leyti. Kommóður voru að visu al- gengar þar, og oft var laust borð undir baðstofuglugganum, en að- eins stórbændun og höfðingjar munu hafa átt veglega húsmuni fram á þessa öld. — Og við höfðum sjálfsagt ekki þróað með okkur neinar hefðir í húsgangagerð um aldirnar? — Nei, siður en svo. Það Jítla, sem varðveitzt hefur af islenzkgm húsgögnum frá fyrri tið, er allt gert eftir erlendutn fyrirmynd- unt. Eg stúderaði þetta dálitið á sínum tíma, því að ég gekk með þá hugntynd i maganum að gera einhver sérstök íslenzk ltúsgögn og var eins og grár köttur uppi á Þjóðminjasafni. Afraksturinn af þessu varð ekki mikill. — Er það ekki einkum viðar- skortur, sem hefur valdið þessari húsgagnafátækt? — Það held ég ekki. llér hafa allar fjörur verið fullar af fyrir- taksrekaviö og ég tel að borðviður hafi verið fluttur reglulega með kaupskipunum i gamla daga. llitt er svo annað mál, hvort menn höfðu áhöld og manndóm til þess að nota viðinn, og sjálfsagt hefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.