Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 13
Dæmi um gamla finnska sveitakofa bezt vissi um hinn glæpsamlega undirróður Ottos gegn Sovétríkj- unum. Án þess að hika sagði ég, að þessi ákæra væri ósönn og ég myndi aldrei skrifa undir hana. Eftir að hafa árangurslaust reynt að fá mig til þess með smjaðri og loforðum breytti hann um tón og reyndi að skelfa mig með hræði- legum hótunum og talaði meðal annars um pyntingar. Hann öskr- aði framan í mig, að þeir vissú það sannanlega, að Kuusinen væri brezkur njósnari . . . ... Ég stóð fast á neitun minni í öllum yfirheyrslum, og loks var mér hótað því, að ég yrði send til Lefortowo-fangelsisins og jafn- framt fékk ég nákvæma lýsingu á þvi, hvers konar staður það væri. „Skrifið nú undir og þá getið þér farið heim. Annars verðið þér send til Lefortowo, og þaðan kom- izt þér aldrei lifandi." Ég lét aldrei undan og eina nóttina sumarið 1938 var mér ýtt inn í þröngan lögreglubíl og ekið til — Lefortowo. Þar var ég lokuð inni í eins manns klefa eftir að hafa verið skipað að afklæðast og fara í rúmið. Nú verð ég að skrifa það á blað, hvað ég reyndi þessa fyrstu hryllilegu nótt í Leforlowo. En enn í dag, eftir nærri þrjátíu ár, er mér það varla mögulegt að lýsa því með orðum. Klefinn var þann- ig úr garði gerður, að allur hávaði barst þangað inn. Ég komst að þvt síðar, að fyrir neðan klefann væri viðurstyggileg bygging, sem í fegrunarskyni væri kölluð „Yfir- heyrsludeild“. Það var pyntingar- klefinn . . . Æðisleg, vart mannleg kvalaóp, hvert svipuhöggið á eftir öðru ... Gæti nokkurt kvalið dýr í ægilegustu neyð öskrað jafn- hryllilega og þessir menn, sem tímum saman urðu að þola svipu- högg, hótanir og formælingar? ... ... Nótt eftir nótt varð ég að vera vitni að þessum ofboðslegu atburðum, sem gerðust aðeins nokkurra metra fjarlægð frá mér. Frá kl. 9 á kvöldin til sex að morgni voru þessi niðingsverk framin fyrir opnum gluggum. Á daginn var hljótt. Þá sváfu böðl- arnir." I Lefortowo var Aino Kuusinen i eins manns klefa mánuðum sam- an, og við yfirheyrslurnar, þar sem ýmsum ráðum var beitt til að buga hana, var alltaf sama ákæru- skjalið lagt fyrir hana til undirrit- unar. En hún neitaði alltaf. ,, ... Margir fanganna urðu vit- firrtir i einangruninni, og við yf- irheyrslu var eitt sinn sagt við mig: „Það er furðulegt reyndar, að þér skulið ekki missa vitið eins og svo margir aðrir.“ En ég barðist gegn því af öllum kröftum að deyja eða brjálast. Ég vildi lifa, og sú von hélt mér uppi, að sá dagur myndi renna upp, þegar ég kæmist burt úr Sovét- ríkjunum og gæti skýrt frá þeim ofsóknum og kúgunum, sem þeir beittu, sem „kepptu að hinu há- leita marki kommúnismans“. Til að ná þessu varð ég að gera allt, sem í mínu valdi stæði, til að halda andlegri og likamlegri heilsu." 6. kafli bókar Aino Kuusinen nefnist: „Ferðin til Workuta og átta ára þvingunarvinna. „Wor- kuta er við Barentshaf fyrir norð- an heimskautsbaug. Hér verður gripið niður i kaflann á nokkrum stöðum: „Ég hafði verið 15 mánuði í gæzluvarðhaldi, þegar dyrnar að fangelsisklefanum voru skyndi- lega opnaðar í apríl 1939. Farið var með um 10 af okkur konunum i örlítiö herbergi, þar sem okkur var þjappað saman eins og kind- um. Bak við lítið borð sat starfs- maður með blýant í hendi. Hann kallaði upp nöfn okkar eftir röð og sagði: „Skrifið undir hér.“ Þegar röðin kom að mér, rétti hann mér litinn pappírsmiða, sem ekkert virtist standa á. En svo sá ég, að hinum meginn á miðanum stöð krotað með blýanti: „Mér hefur hérmeð verið tilkynnt, að ég verði send til átta ára vistar i fjarlægum fangabúðum." Þar fyr- ir neðan stóðu bókstafirnir KRD. Siðar frétti ég, að stafirnir tákn- uðu „gagnbyltingar-starfsemi". Á miða annarrar konu stóðu stafirn- ir KRTD, og t-ið táknaði Trotzki- isma. Ég neitaði að skrifa undir. Þá svaraði maðurinn aðeins: „Það stendur á sama. Þér verðið sendar samt.“ Þannig var ég dæmd án nokk- urra málaferla. ... Eftir tveggja daga ferð var vagn okkar losaður frá lestinni, og verðirnir til- kynntu okkur, að við værum kom- in til Kotia. Þá vissi ég ekki, hvar Kotla var, en siðar sá ég á landa- korti, að þessi borg stendur við fljótið Sewernaja Dwina um 500 km fyrir sunnan þann stað nálægt Arkangelsk, þar sem fljótið renn- ur i Hvitahaf ... . . . Hin 500 kílómetra langa bátsferð á fljötinu endaði í Arkangelsk, en þangað komum við undurfagra, bjarta sumarnótt. Meðan ibúarnir sváfu í rúmum sinum, var farið með okkur fanga- hópinn þvert í gegnum borgina til annarrar hafnar, þar sem stórt skip beið okkar. Við stóðum á hafnarbakkanum og biðum eftir skipun um að fara um borð. Okkur var ljóst, að við yrðum að standa þarna lengi, því að við konurnar 39 vorum aftast i langri röð, en fyrir framan okkur voru hundruð karlfanga. Allt i einu heyri ég, að einhver úr þeim hópi hrópar nafn mitt. Mér brá, þegar ég sá garnlan vin minn frá Komintern-dögum mínum, Þjóð- verjann Hugo Eberlein. Hann kom til mín, og það var greinilegt, að honum var erfitt um gang og virtist allsjúkur orðinn. Þegar ég spurði hann, hvort hann kæmi frá Berlín, svaraði hann: „Nei, frá Paris.“ (Að boði Komintern hafði miðstjórn þýzka kommúnista- flokksins flutt bækistöðvar sínar til Parísar 1934). Eberlein hafði verið boðaður til Moskvu með símskeyti og verið handtekinn þegar við komu sína á járn- brautarstöðinni. Hann fékk tima til að bæta þessum orðum við: „Farið nú ekki að gera yður of miklar áhyggjur, og um fram allt grátið aldrei. Þegar við komumst héðan, skulum við sannarlega segja þeim til syndanna.“ Þá þreif varðmaður í hann og fór með hann að nálægri byggingu. Við dyrnar veifaði hann enn einu sinni til mín, og þannig varð ég sá af vinum hans, sem sá hann síðast. Fangar, sem voru of veikir fyrir ferðalagið, voru skotnir handan við bygginguna. Ég spurði flutningsstjórann um borð, hvað hefði orðið um Þjóð- verjann. Hann svaraði mér með hroka: „Ég get ekki tekið á mig þá ábyrgð að taka mann með, sem er svona veikur. Hann var orðinn svo máttfarinn, að hann hefði áreiðanlega dáið á leiðinni. Þetta var bezt fyrir hann. Nú þarf hann ekki að þola erfiði ferðarinnar.“ Hugo Eberlein fulltrúi þýzka kommúnistaflokksins við stofnun Komintern. Hann var vinur og trúnaðarmaður Lenins og giftist fósturdóttur hans, systur Inessu Armands. Eberlein var heiðar- legur og hreinskilinn maður, mik- ill hugsjónamaður . . . Þegar við komum til Kotschmes eftir fjögurra mánaða ferð um miðjan ágúst 1939, var bygging járnbrautarinnar milli Kotla og Workuta að vísu hafin, en þangað til henni lauk í árslok 1941 fóru allir flutningar frarn hina löngu vatna- og sjóleið, sem við fórum Vetrarmánuðina 1939—40 var ég i Kotschmes. Við sambands- laus við umheiminn, en fréttum þó, að ný heimsstyrjöld hefði brotizt út og að Sovétrikin hefðu ráðizt á Finnland. Þá hafði Stalín sem sagt byrjað að opinbera heim- inum áætlanir sinar, áætlanir, sem Otto hafði gefið mér vísbend- ingar um þegar árið 1935 . . . Fjörðungaskil Framhald af bls. 5 fylkingar renna saman einu sinni enn á þeim slóðum. tsraelsmenn eru taldir hervæddari en nokkru sinni fyrr, en ámótiþví kemur að aðrar þjóðir heimsins en Banda- rikjamenn virðast hafa snúizt á sveif með Aröbum. Og þar á ofan bætist svo nýfengin oliuauðlegð Araba. Samstaða Arabaogoliurikjanna hefur markað meiri tímamót en nokkurn grunaði. Framleiðendur olíu fá nú tifalt verð borið saman við það sem þeir fengu i byrjun þessa áratugar. Og talið er, að á árinu 1974 hafi olíuauðurinn, sem rann í vasa Arabalandanna, num- ið rúmlega þúsund milljörðum króna. Svo neyðarlega háð eru Vestur- Iönd hinni aðkeyptu orku, að alger breyting hlýtur að verða á aðstöðu þeirra gagnvart afgangin- um af heiminum. Um þá þróun er engin leið að spá. Þvi miður hlýtur tsland að telj- ast i flokki þeirra þróuðu landa, sem lita með takmarkaðri bjart- sýni til framtíðarinnar eins og sakir standa. Okkar megin fram- leiðsla er að visu matarkyns og veröldin er svöng. í ljósi þess litur allt vel út. En hitt kemur ámótiogvegurþungt, að viðþurf- um að fá mikið fyrir snúð vorn og þar sem þörfin er mest, er kaup- getan ekki fyrir hendi. En kannski er þó minni ástæða til vondeyfðar hér en víða annars staðar. Forsætisráðherra hefur nú um áramótin mælzt til þess að óskhyggjunni linni. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þvi, að ástandið í kringum okkur er alv- arlegt, þótt við höfum sloppið við kreppu hingað til. Ennþá heldur veizlan áfram eins og ekkert hafi í skorizt: Vetrarferðirnar til Kanaríeyja eru upppantaðar og brennivínið selst jafn vel og áður. Er á meðan er; guð má ráða hvar við dönsum næstu jól, eins og segir í kvæðinu. Þrátt fyrir ískyggilegar blikur, er ennþá nóg vinna og í atvinnu- dálkum dagblaðanna er miklu oft- ar auglýst eftir fólki en að at- vinnu vanti. Ekki verður heldur neinum láð, þótt hann láti krón- urnar sínar fjúka jafnóðum, hvort heldur það er í brennivín eða utanlandsferðir. Á þessum tímamótum, þegar fjórðungur lifir aldarinnar, er umhugsunarefni, hvað margt er ógert, sem helzt hefði átt aö vera komið i kring. I svipinn man ég ekki eftir neinu, sem brýnna er að bæta úr en raforkuskortinum, sem nú um tveggja vetra skeið hefur hrellt fólk um vestan, norð- an og austanvert landið. Útfærsla landhelginnar í 200 milur markar sennilega mest tímamót af öllu, sem við tökum okkur fyrir hendur á árinu 1975. Hvort sem sú útfærsla verður annað og meira en dauður bók- stafur í fyrstu, munu áhrifin án efa koma ríkulega í ljós siðar. 1 því sambandi er vert að rifja upp orð, sem einn af okkar reyndari stjórnmálamönnum, Eysteinn Jónsson, lét falla um þessi ára- mót. Hann leit yfir stjórnmálafer- il sinn og fannst þá að mestu skipti að hafa átt þáttíaðfæra landhelgina úr þremur milum i fimmtiu. Kvaðst hann sannfærð- ur um, að án þessarar útfærslu værum við íslendingar nú orðnir efnahagslegir bónbjargamenn. Gísli Sigurðsson. Sigurður Anton Friðþjöfsson BÆN MAKKABEANS Er skuggarnir léttstlgir læðast og leika um fjallanna rætur, en dagvitund mannanna drukknar I dögg hinnar komandi nætur, beygður af hetfargi mannlegrar mæðu Makkabeinn þargrætur. Þjóðar sinnar gæfuleysi grætur. Ó, Adonai, bein vorra bræðra I brennandi þjáning stynja á meðan holskeflur harma á herleiddri þjóð dynja, er hinir bjargtraustu, meitluðu múrar musteri drottins, hrynja. Jerúsalems múrar brotna og hrynja. Hjá altari þlnu eldar erlendra guða brenna og lögmálsins lærðu feður líka af hólmi renna. I helgidómnum þln heilögu fræði hættir lýðnum að kenna — Lýðnum hættir Lögmálið að kenna. Ó, Jahve, þinn lýður lýtur með lotningu sýnd þinni móti. Á meðan bein vorra bræðra blikna á Efraims grjóti. Gef þú að syndugir Abrahams arfar eilífa blessun hljóti — blóði drifnir blessun þina hljóti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.