Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 4
orkngjafi í dagsins önn
Indversk fræði hafa löngum
vakið áhuga manna á Vesturlönd-
um, ekki sfður hér á landi en
annars staðar. Mikið hefur verið
rætt og ritað um það sem skrifað
stendur í hinum fornu Veda-
bókum enda af nógu að taka.
Síðan 1958 hefur indverski yog-
inn Maharishi ferðast víða um
heim til að kynna kenningar
sínar, sem byggjast á þessum
fornu fræðum og hefur hann
eignast fjölda lærisveina. Þeir
hafa mvndað með sér starfshópa
bæði í Evrópu, Ameríku og Ástr-
alfu en aðalstöðvar hreyfinga-
rinnar munu vera í Seelisberg f
Sviss, þar sem áhuga og vísinda-
mannahópur hefur gengist fyrir
stofnun skóla, sem ber nafnið
Maharishi International Uni-
versity. 1 ráði mun vera að koma á
fót alhliða skóla, þar sem veitt
verður kennsla f sem' flestum
greinum háskólastigs, sem yrði
þó frábrugðin öðrum háskólum
að því leyti, að ljósi þeirra vís-
inda sem byggja á kenningum
Maharishi yrði varpað á aðrar
greinar.
Maharishi kom til Islands árið
1963 og hélt fyrirlestur um kenn-
ingar sfnar í Stjörnubfói. Ekki
munu margir lslendingar hafa
lagt það á sig að kynnast kenn-
ingum Maharishi að ráði, en þó
munu þeir nokkrir, einkum nú
síðustu árin.
Einn þeirra er ungur arkitekt,
Sigurþór Aðalsteinsson, sem ný-
kominn er frá námi i húsagerðar-
list í Braunsweig í V-Þýskalandi.
Skömmu fyrir jól fórum við á
fund Sigurþórs til að spyrja hann
um Maharishi og tildrög þess að
hann fór að kynna sér þessi fræði.
„Upphafið er líklega það,‘‘
sagði Sigurþór, „að ég rakst á
veggauglýsingu á götu í Brauns-
weig um fyrirlestur með mynd af
Maharishi. Ég þekkti strax að
þarna var Bitla-joginn svokallaði
og hugsaði sem svo, að það gæti
verið forvitnilegt að hlusta á
hann, og ákvað að fara. Fyrir-
lesturinn var haldinn í háskól-
anum í Braunsweig en þegar til
kom reyndist það ekki vera
Maharishi sjálfur á ferðinni
heldur einn af leiðbeinendum,
sem hann hefur menntaó, með
kynningarfyrirlestur.
Mér fannst margt áhugavert af
því sem hann sagði og framkoma
hans var þannig, aö ég átti bágt
með að trúa því, að hann væri að
fara með einhverja vitleysu.
Fyrirlesturinn fjallaði um inn-
hverfa ihugun (Transendental
Meditation) og ræðumaðurinn
bauð áheyrendum að taka þátt i
fjögurra kvölda námskeiði til að
læra tæknina. Þá magnaðist for-
vitni mín og ég ákvað að eina
ráðið til að sannprófa, hvort eitt-
hvert vit væri i þessu væri að
sækja þetta námskeið og gerði
það.
Effir námskeiðið töldust menn
færirnim að iðka þessa tækni upp
á eigin spýtur.
Fyrstu 3 mánuðina pukraðist ég
með æfingarnar á laun. Ég þóttist
vita, að mjög gagnrýnir vinir
minir mundu segja, að nú væri ég
heldur betur búinn að láta draga
mig á tálar. En eftir 3 mánuði fór
ég að finna verulegan árangur og
hætti pukrinu. Þá var ég viss um
að ekki væru nein brögð i tafli.
Síðan kynntist ég fólki, sem
hafði lært meira i þessum efnum
og varð enn áhugasamari. Ég fór á
námskeið hjá útlærðum leiðbein-
anda. Eftir það námskeið töldust
menn hafa næga þekkingu til að
prófa og yfirfara tækni annarra.
Þegar ég lauk arkitektúrnámi
tveimur árum síðar fór ég að
vinna á arkitektastofu i Brauns-
weig. Þá rýmkaðist um fjár-
haginn svo ég fór enn á námskeið
um þessi fræði í Seelisberg i
Sviss, þar sem aðalstöðvar alþjóð-
legu ihugunarhreyfingarinnar
eru í Evrópu. Námskeiðið var
rtyndar haldið á fjallahóteli þar
skammt frá. Það var fólgið í 33
fyrirlestrum meistarans Mahar-
ishi af myndsegulböndum, en
okkur gafst þó tækifæri til að
hlýða á hann sjálfan á bátsferðum
sem hann fór með nemendur út á
Vierwaldstettervatnið.
Vorið 1973 fór ég á visindaþing
um þessar kenningar, sem haldið
var við háskólann í Hamborg, þar
sem margir þekktir vísindamenn
fjölluðu um íhugunina með tilliti
til sinnar sérgreinar. Meðal
þekktra manna, sem hafa kynnt
sér kenningar Maharishi og veitt
þeim brautargengi er hinn heims-
frægi arkitekt R. Buchminster
Fuller, sem m.a. hannaði sýn-
ingarskála Bandaríkjanna á
©
Sigurþór Aðalsteinsson, arkitekt.
Hann lærði fræðin f Þýzkalandi,
þar sem hann var við nám, og f
Seelisberg f Sviss.
heimssýningunni í Montreal í
Kanada 1968 og margir munu
kannast við.“
„Hvað geturðu sagt okkur um
Maharishi?"
„Maharishi er indverskur að
ætt og uppruna og fór ungur að
árum að kynna sér hin fornu
fræði Veda-bókanna. Hann hafði
þó lokið háskólaprófi í eðlisfræði
áður en hann fór að setja fram
sínar eigin kenningar um þessi
fræði, enda ber framsetning hans
þess vott að hann hefur hlotið
þjálfun í akademisku umhverfi.
Hann vill svipta burt líkhjúp
dulrænunnar, sem hann telur að
hafi staðið þessum fræðum fyrir
þrifum. I þeim efnum greinir
hann á við landa sina og aðra
yoga. Hann bendir líka á, að ekki
þurfi allir yogar að vera munkar,
og vitnar þar um til Veda-bók-
anna. Það fari eftir persónuleika
hvers og eins. Fastbundnar reglur
og bönn eru honum yfirleitt fjarri
skapi.
Aðrir yogar leggja mikla
áherslu á 7—8 stig þjálfunar og
aga, sem enda svo með því að
lærisseinum tekst að temja sér
það sem þeir kalla fullkomna
hdgóun. En eftir að hafa lokið
þessum þjálfunarstigum veitist
yogum fyrst heimild til að hefja
íhugun (meditation).
Maharishi er hins vegar á ann-
arri skoðun og snýr dæminu
reyndar við. Hann vill að menn
leggi fyrst áherslu á innhverfa
Ihugun, því, eins og hann segir,
getur enginn, sem hefur ekki til
Rætt við
Sigurþór
Aðalsteinsson,
arkitekt
að bera innri frið og hugljómun,
hegðað sér á fullkominn hátt.“
„Hvað er innhverf íhugun?"
„Innhverf ihugun er einföld
andleg tækni sem notast er við til
að auka og dýpka hið meðvitaða
vitundarlif. Hún veitir manninum
aðgang að þeim slóðum hugans,
sem annars eru vitundinni
huldar.
Eftir að Maharishi hafði haldið
fyrirlestra um kenningar sínar
viða um Evrópu, safnaðist að
honum hópur akademikera, sem
stóðu síðan að stofnun sérstakrar
visindagreinar, sem nefnist „Vís-
indin um sköpunargáfuna.“
(Science of Creative Intelligence,
S.C.I.) Þessi sami hópur stendur
fyrir útbreiðslu og kynningu á
þeirri tækni, sem notuð er við
innhverfa íhugun og sömuleiðis
fyrir vísindalegum rannsóknum á
áhrifum tækninnar á líkama og
sál þess sem iðkar hana.
Á síðustu árum hafa þekktir
vísindamenn viða um heim beitt
þekkingu sinni til að útskýra
þessi áhrif.“
„Geturðu gert okkur nánari
grein fyrir þessari tækni?“
„Hún byggist eingöngu á því,
sem manninum er náttúrulegt og
eðlilegt — eða á þeirri staðreynd
að maðurinn leitar þangað sem
honum líður vel. Við getum tekið
sem hliðstætt dæmi, að sé leikin i
útvarp músik, sem hefur þægileg
áhrif á mann, þá leitar athyglin
að henni. Við innhverfa íhugun
er athyglinni beint inn á við með
ákveðinni aðferð. Hún er leit
Hinn frægi jógi Maharishi, sem á slnum tíma gerðist lærifaðir
Bítlanna. Hann er lærifaðir þeirra, sem iðka innhverfa íhugun.