Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 5
Frá samkomura, sem Maharishi jógi hélt í Kössen í Austurrfki:
Nemendur hans færa honum bióm að launum.
mannsins að upphafi sínu. Við
iðkunina kynnist maðurinn meiri
hvíld og ró en hann þekkti áður.
Innhverf íhugun byggist á
engan hátt á heimspekikerfi eða
hugsun, heldur eðlilegri hæfni
mannsins til að láta sér líða vel.
Það er ekkert skilyrði að geta
hugsað rökrétt — og yfirleitt er
ekki farið i neitt manngreinarálit.
Eina skilyrðið er að sitja og hafa
aftur augun. Tæknin er ekki
erfið, þegar nokkrum grund-
vallaratriðum er fylgt. Eiginlega
er hún alveg sjálfvirk.
Þessa tækni, segir Maharishi,
að menn eigi að iðka tvisvar á
dag, kvölds og morguns, tuttugu
mínútur í senn. Það nægi til að
veita mönnum jafnvægi til vinnu-
dagsins. Öll verðandi i náttúrunni
byggist á tveimur skrefum, segir
hann: hvíld og starfi, og með þess-
ari iókun kvölds og morguns
kynnist menn dýpri hvíld en þeir
hafi áður þekkt og verói því fær-
ari til starfa að deginum. Hún
hvetur ekki til athafnaleysis
heldur greiðir hún fyrir aukinni
afkastagetu."
„Nálgast þessar kenningar
Maharishi á einhvern hátt að vera
trúarbrögð?"
„Maharishi neitar því að þessi
fræði flokkist undir trúarbrögð.
Hann segir að kynning við þessar
kenningar styrki trúhneigt fólk i
þeirri trú, sem þvi hefur verið
innrætt, en „intellektúelt" fólk
skerpist í hugsun.
Ég hef aldrei verið trú-
hneigður, en ég velti því fyrir
mér, þegar ég byrjaði að kynna
mér þessi mál, hvort ég væri að
ganga á hönd einhverjum annar-
legum trúarbrögðum. Mér
fundust þau þó áhugaverð, svo ég
hélt áfram. Síðan hef ég fundið að
Maharishi hefur á réttu að
standa, hvað þetta snertir.
Maharishi leggur áherslu á að
hann sé aó ieitast við að endur-
vekja ævagamla hefð, færa hana i
nýjan búning og hæfa hana okkar
hugsunarhætti. Við lifum á
tímum visinda og tækni. Visindi
og tækni eru okkar einkenni.
Þessi fornu fræði hafa margoft
verið sett fram og skilin á marg-
vislegan hátt. Maharishi segir að
framsetningin og skilningurinn
útvatnist á nokkrum hundruóum
ára. Nú sé t.d. timabært að skilja
þau visindalegum skilningi. Hann
leggur lika mikla áherslu á að
þessar kenningar séu á engan
hátt hans eigið hugarfóstur,
heldur séu þær erfðagóss mann-
kynsins, sem það snúi sér að
þegar þörfin er mest. Þessi stöð-
uga endurvakning sýni að tæknin
er einstök. Engin önnur þekkist,
sem hefur eins greinileg áhrif á
líkama og sál til góðs.“
„Hvernig?"
„Maharishi grípur oft til lik-
ingamáis: Hugsum okkur tré, sem
stendur fölnað og hálfdautt í
þurrum jarðvegi. Þaö er vökvað
— og fer að laufgast og dafna, en
tréð veit ekki hvernig á því
stendur. Þessi tækni leiðir
mannshugann inn á hin óendan-
legu svið. Þaðan nær andinn
vökvanum, sem nauðsynlegur er
til að kynnast ómælinu — og
verða eitt með því. Kannski mætti
ætla, að iðkendur Ihugunarinnar
verði innhverfir og utanvelta, en
það er öðru nær. Ihugendur taka
virkari þátt í dagsins önn eftir en
áður og rannsóknir hafa meðal
annars leitt i ljós, að viðbragðs-
flýtir manna eykst að mun við
iðkunina."
„Heldurðu að þessar kenningar
falli i frjóan jaróveg hjá mörgum
í dag?“
„Nú á timum tæknivæðingar-
innar hefur áhugi á andlegum
efnum aukist meðal fólks — það
finnur öryggisleysið þrátt fyrir
allt. Það sér að efnaleg velsæld
hefur ekki fært það nær hamingj-
unni — aðeins ger.t það feitara.
Góður efnahagur er ekki nógur
einn, þótt hann sé ein undirstaða
velsældar. Menn fara þá að svip-
ast um eftir nýjum gildum og í
þessum fornu fræðum er verið að
fjalla um gildi, sem ekki hefur
verið gefinn nægur gaumur til
þessa. Þarna virðist vera leið hins
almenna borgara til að kynnast
sönnum gæðum. Þess vegna eru
þessi fræði mikilvæg ásamt því að
vera einstök. —
Maharishi vitnar í Biblíuna:
Ríki guðs er hið innra með yður.
A Indlandi eru annars óteljandi
Yogareglur — og ekki allar ekta
— og margir sértrúarflokkar, en
flestir höfða mest til hjartans, þ.e.
tilfinninganna.
Og Sigurþór heldur áfram:
Sumir halda að yogaþjálfun sé
óskaplega erfið — menn þurfi að
sýna mikla sjálfsafneitun til að ná
árangri. En Maharishi varpar öllu
slíku fyrir róða. Kenningar hans
byggjast sem sagt á því, að menn
leiti á svið þar sem þeim líður
betur — þar komi engin áreynsla
til. Mönnum verði þetta eins eðli-
legt og að draga andann eða líta í
kring um sig. Menn eigi ekki að
reyna með valdi að hafa áhrif á
neinn sérstakan þátt í eðli sínu
heldur leitast við að þroska alla,
jákvætt og jafnt.
Flestar reglur til hugþjálfunar
byggjast annaðhvort á einbeit-
ingu eða hugardreifingu.
Maharishi afneitar hvoru tveggja.
Hann segir að hugsanirnar séu
alltaf á yfirborði sálarlífsins. Með
þvi að beita hugsuninni séu menn
eins og sífellt að stökkva á milli
fljótandi pramma — alltaf á yfir-
borðinu. En með innhverfri íhug-
un fari menn sjálfkrafa að kafa
dýpra og dýpra í vitundina af því
vellíðanin aukist stöðugt við
'iðkunina. Hann likir mannlegri
hegðun við öldur á úthafinu. Við
notkun þessarar tækni takist öld-
unni að sameinast öllu hafinu.
Innhverf ihugun sé skilyrði til að
komast að uppruna hugsunar-
innar eða verndarinnar (the
beeing). Þegar hugurinn kynnist
verundinni þá öðlist hann eigin-
leika hennar, og þar sem
verundin sé grundvöllur alls í al-
heiminum, hlýtur andinn eða
hugurinn að þroskast við það.
Maharishi segir: „An slíkrar
tækni sem innhverf íhugun er, er
öll menntun grundvallarlaus.
Menntun byggist á orðum, orð á
stafrófi — en á hverju byggist
stafróf? Svo lengi sem menn
þekkja ekki innsta kjarna til-
verunnar og sin sjálfs, svífa menn
i lausu lofti."
Glöggt dæmi um vanþekkingu
manna á þessum efnum er hve
þeim tekst illa að hafa stjórn á
sjálfum sér og halda frió i heimin-
um.
I dag nýta menn ekki nema
lítinn hluta af möguleikum
sínum. Sálfræðingar segja líka að
menn noti ekki að jafnaði nema
10—15% af andlegu atgervi sinu.
Maharishi heldur þvf fram, að
innhverf ihugun sé tæki til að
taka allt atgervið i gagnið. öll
mein mannsins stafi af því að
hann þekkir ekki uppruna allrar
orku, sem er „verundin". Um leið
og hann kynnist henni, eykst hon-
um orka. Þetta feli þó ekki í sér
lausn allra vandamála, heldur sé
iðkunin sá þrekauki, sem geri
Framhald á bls. 13.
HVILO
Meðan á iðkun innhverfrar fhugunar stendur, minnkar súrefnisnotkun
Ifkamans greinilega og efnaskipti hægjast jafnvel meira en i fasta-
svefni. Það ber vott um djúpa hvfld. Við dáleiðslu er hins vegar um
aukningu að ræða.
NEKSuebr
L f FEFNAFRÆÐILEGAR BRE * ! INGAR
Við taugaveiklun, hræðsluköst og háan blóðþrýsting, mælist mikið
magn mjólkursýru í blóðinu. í innhverfri ihugun minnkar mjólkursýru-
magn blóðsins allmjög.
x
o
*<c
CÚ
<
cc
<
c
'O
X
£
s
>
400
300
?00
100
0
StÖKUN
BREYTING A RAFVIUNAMI HÚÐARINNAR
I NNHVERF
ÍHIJOUN V
?0 40 bO
T ÍMI (MÍNÚTUR)
Við streitu eða hræðslu minnkar viðnám húðarinnar. j innhverfri
ihugun eykst viðnám húðarinnar hins vegar verulega. Það bendir til
djúprar slökunar, ásamt minnkandi ótta og taugaæsings.
HEIMILD: R.K.Wallace og H.Benson: The Physiology of Meditation
Scientific American 226, 84—90 (1974).
\
©