Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Blaðsíða 6
Endurminningar
Aino Kuusinen,
Þriðjý og síðasti hluti
Sveinn Asgeirsson þýddi
Við fengum litlar fréttir aðrar
en sovétáróður af hinum frjálsa
heimi, en þó fréttum við stundum
eitt og annað. Þannig kynntist ég
til dæmis ungum Litháa sumarið
1940, og hann var nýkominn frá
heimalandi sinu. Hann hafði frá
mörgum átakanlegum hlutum að
segja varðandi finnska vetrar-
striðið. Þrátt fyrir hugarangur
mitt fylltist hjarta mitt djúpu
þakklæti og hrifningu. „I hverju
landi, á öllum tungumálum lofa|
menn hugrekki Finna og föður-
landsást. Finnar hafa einnig gert
land sitt frægt, þar sem enginn
hafði áður neitt um Finnland
vitað.“
Sumarið 1940 var skipaður nýr
yfirmaður fangabúðanna í
Workuta Wom, og mér til undr-
unar var ég dag nokkurn boðuð á
hans fund. Það voru engin tignar-
merki á einkennisbqningi hans.
Hann heilsaði mér vingjarnlega,
spurði um liðan mína og þá kæru,
sem ég lá undir, og vildi síðan
heyra álit mitt á striðinu milli
Finnlands og Sovétrikjanna. Ég-
svaraði því til, að ég hefði heyrt
þáð í útvarpi, að striðið hefói brot-
izt út, en vissi ekki neitt frekar
um það. „Er stríðinu lokið?“
spurði ég. „Já, að vísu. Og hvílik-
an endi það fékk! Rússar gátu
ekkert við Finna ráðið. Ég var
yfirforingi á einum hluta víg-
stöðvanna, svo að ég veit nákvæm-
lega um þetta. Og svo kenndu þeir
mér um ófarirnar." Hann hafði þá
verið háttsettur foringi i hernum.
Síðan sagði hann mér hrein-
skilnislega frá reynslu sinni og
svaraði fúslega öllum mínum
mörgu spurningum....
Síðla hausts 1940 hlustuðum við
á minnisverða útvarpssendingu,
þegar Kuusinen flutti ávarp, sem
sent var út um allar útvarps-
stöðvar Sovétríkjanna, þar sem
hann óskaði eistnesku þjóðinni til
hamingju með það, að hún
„hefði verið svo vitur að sækja
um upptöku í samfélag Sovét-
ríkjanna". Ég stóð í hnédjúpum
snjónum fyrir utan braggann
minn undir hátalaranum til að
hlusta á þessa ræðu mannsins
míns, og reyndi að gera mér i
hugarlund tilfinningar hinna
eistnesku þjáningarfélaga minna
í fangabúðum, þegar þeir heyrðu
þessa „kveðju".
Bygging járnbrautarinnar frá
Koschwa til Workuta kostaði þús-
undir fanga lífið. NKWD var
verktakinn, en Frankel, verk-
fræðingur, stjórnaði fram-
kvæmdum. Hann hafði hlotið dóm
í sambandi við „Schachty-
málaferlin“ 1928. Allt það mál var
búið til af öryggislögreglunni til
að finna blórabögla vegna 5 ára
áætlunarinnar. 11 voru dæmdir
til dauða, en yfir þrjátíu fengu
þunga fangelsisdóma. Fránkel
var þó ekki lengi i fangelsi,
heldur fékk öryggislögreglan
honum það hlutverk á hendur að
hafa yfirumsjón með byggingu
skipaskurðar milli Onega og
Hvitahafsins.... Fránkel tók
verkið fúslega að sér og lofaði að
byggja skurðinn á stytzta hugsan-
legum tíma, svo fremi hann fengi
nægan mannafla til ráðstöfunar.
GPU uppfyllti allar þær kröfur
hans ... og það voru aðallega póli-
tískir fangar, sem reknir voru til
ómannlegrar þrælavinnu við hin
hræðilegustu lifsskilyrði, og þeir
dóu eins og flugur.... Skipa-
skurðinum, sem kenndur var við
Stalin, var lokið á tilsettum tíma
árið 1933, og að launum var refsi-
dómur Fránkels felldur niður.
Nú beið Fránkels nýtt og mikið
ve-kefni: framlenging járn-
b'rautarlínunnar Kotlas-Koschwa
til Workuta. Feikilegt magn af
kolum var hægt að vinna úr
Workuta-námunum, en það vant-
aði járnbraut.
Og svo var tekið til við hina 400
km löngu járnbrautarlínu yfir
óbyggt merski og mýrlendi og
P’ránkel var falin umsjá verksins.
Enn var honum lofaður ótak-
markaður fjöldi verkamanna, og
aftur hófst harmleikurinn, sem
hafði kostað ótöluleg mannslíf við
byggingu Stalíns-skurðarins. En
aðstæðurnar við Workutajárn-
brautina voru þó enn frum-
stæðari og erfiðara að þola heim-
skautsloftslagið. En hinn mann-
legi forði í fangabúðunum í Wor-
kuta var ótæmandi, svo að hann
þurfti ekki að spara! Árum saman
stóðu fangarnir kvöld eftir kvöld
við talningu í dauðans angist,
þegar foringjar verkamannasveit-
anna birtust með listana og nöfn
þeirra voru lesin upp, sem morg-
uninn eftir átti að senda til járn-
brautarvinnu. Þótt ekki væri
nokkur einasti möguleiki til und-
ankomu, voru hinir uppkölluðu
menn læstir inni um nóttina.
Aðeins lítill hluti þeirra kom
aftur, en þeir sem það gerðu,
höfðu hörmulegar sögur að segja
af örlögum þjáningarbræðra
sinna. Matarskammturinn var
ótrúlega naumur, og enginn
annaðist þá, sem veikir urðu.
Félli einhver af máttleysi og gæti
ekki staðið upp aftur af eigin
rammleik, var hann hiklaust skot-
inn.'
Fránkel óx stöðugt i áliti, og í
viðurkenningarskyni fyrir afrek
sin sæmdi Stalín hann hershöfð-
ingjanafnbót. En meðal fanganna
i Workuta var hann hataðasti og
fyrirlitlegasti maður meðal allra
kvalara....
Meirihluti hinna pólitísku
fanga í Workuta voru mennta-
menn, og Rússarnir á meðal
þeirra voru oft flokksfélagar og
embættismenn, liðsforingjar,
læknar og prófessorar. Margir
höfðu verið hermenn, sem Þjóð-
verjar höfðu tekið til fanga, en í
stað þess að fremja sjálfsmorð,
eins og þeim var fyrir lagt, ef þeir
stæðu andspænis handtöku,
höfðu þeir flúið úr fangabúðum
Þjóðverja og komizt aftur til
sinna manna.
Ákæran gegn kvenföngunum
var oftast fólgin í þvi, að þær
tilheyrðu „gagnbyltingarsinnuð-
um fjölskyldum“, sem táknaði
það, að þær hefðu látið undir
höfuð leggjast að skýra yfirvöld-
unum frá hinni meintu gagnbyit-
Sovézkar fangabúðir f Síberfu.
ingarstarfsemi eiginmanna
sinna....
Stríðið varð til þess að frelsa
marga fanga og af eftirfarandi
ástæðu: Eftir því sem striðið
dróst meira á langinn, þeim mun
meiri varð þörfin fyrir liðsfor-
ingja, og í Workuta voru margir
liðsforingjar, sem dæmdir höfðu
verið í langa fangabúðavist. Nú
voru þeir skyldaðir til herþjón-
ustu aftur. Meðal þeirra var hers-
höfðinginn — og síðar marskálk-
urinn — Rokossowski, sem hafði
verið handtekinn árið 1937, þegar
Stalín var að „hreinsa" rauða her-
inn. Þegar ég kynntist Rokoss-
owski i Workuta, vann hann sem
þjónn hjá einum af ómennt-
uðustu og ruddalegustu varð-
mönnunum, sem hét Butschko.
Hinar auðmýkjandi skyldur hans
voru í því fólgnar að sækja mat-
inn fyrir Butschko og halda litla
húsinu hans heitu og hreinu.
Seinna barst sú frétt um búð-
irnar, að Rokossowski hefði sent
Butschko bréf, og ég sá það með
eigin augum, þvi að konan hans
sýndi mér það. Það var stutt og
gagnort: „Félagi yfirmaður. Ég
hef verið gerður að hershöfð-
ingja. Brauðskammturinn hér er
rikulegur. Yðar fyrrverandi
þjónn Rokossowski.“
Margar þjóðir innan Sovétrikj-
anna áttu fulltrúa i Workuta. Þar
á meðal var stór hópur Ukrainu-
manna, sem flestir höfðu verið
ákærðir fyrir „borgaralega þjóð-
ernisstefnu". Þá var þarna og
fjöldi útlendra fanga frá nær öll-
um Evrópuþjóðum og mörgum
Asíuþjóðum. Sérstaklega var þar
inikill fjöldi Eistlendinga, Letta
og Litháa, jafnt óbreyttir bændur
sem menntamenn .... Vegna legu
sinnar fyrir norðan heimskauts-
baug, varaði veturinn i Workuta í
10 mánuði, og þetta óslitna myrk-
ur gerði hið ömurlega líf enn