Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 7
dapurlegra. Snjóstormar og
brunagaddur höföu þar að auki i
för með sér fyrir hina illa klæddu
fanga auknar þjáningar og oft
dauða. Ösjaldan sýndi hitamælir-
inn minus 50 gráður á celsius.
Þessi ægilegi kuldi var þó ekki
eins slæmur og „Purga", æðisleg-
ur snjóstormur, sem gróf bragg-
ana í snjó, svo að reykháfarnir
sáust aðeins .... Ef spurt er,
hvernig það hafi yfirleitt verið
hægt að lifa i bröggunum á vet-
urna, þá er svarið þetta: Þar sem
nóg var af kolum, sloknaði eldur-
inn aldrei i ofnunum, og ég minn-
ist þess ekki, að mér hafi nokkurn
tíma orðið kalt i bröggunum.
Það virðist vera almenn skoðun
erlendis, að réttarfarið á keisara-
tímunum hafi verið alveg eins
ómannúðlegt og hið bolséviska,
þar sem hvorugt kerfið hafi veitt
neitt réttaröryggi. Ég hef vissu-
lega enga ástæðu til að verja hið
keisaralega kerfi, þvi að min
reynsla af kúgun landa minna
hefur ávallt legið þungt á sál
minni. En eftir langt nám í
„æðstu akademíum kommún-
ismans“, — sem voru auknefni,
sem fangelsunum og fangabúðun-
um voru gefin, — hlýt ég óhjá-
kvæmilega að gera samanburð á
þessum tveimur kerfum, og hann
verður tvimælalaust kommún-
ismanum í óhag.
Það er staðreynd, að einnig á
tímum keisaranna voru menn
dæmdir án málaferla og sendir í
margra mánaða eða ára útlegð.
En í flestum tilfellum var ekki
erfitt að þola útlegóardóm á þeim
tímum, og það var vegna þess, að
óæskilegum persónum var aðeins
visað úr landi. Ötlaginn gat hagað
lífi sinu að eigin geðþótta, og rík-
ið greiddi honum niu gullrúblur á
mánuði, sem þá nægðu fyllilega
til að lifa uppi i sveit. Ef þeir áttu
fé, máttu þeir nota eins mikið af
því og þeim sýndist, og þeir voru
frjálsir ferða sinna á útlegðar-
staðnum og gátu fengið frændur
og vini í heimsókn eða tekið fjöl-
skylduna með sér. Þeim var
einnig leyfilegt að senda bréf í
pósti og panta blöð, bækur og
aðra hluti, sem þeir þörfnuðust og
gátu greitt fyrir.
Glöggt dæmi um þessar aðstæð-
ur á keisaratímanum er útlegð
Lenins i Siberíu, þar sem hann
var nær tvö ár (1898—1900 ) í
þorpinu Schuschenskoje nálægt
Minussinsk. Hann bað unnustu
sína að koma til sin| og þau giftust
í útlegðinni. Margir félaga hans
ferðuðust hvað eftir annað til
hans tii aó leita ráða. Hann fór á
veiðar og fór um nágrenni þorps-
ins, eins og honum sýndist. Hann
stóð í bréfasamböndum við menn
í útlöndum, og hann skrifaði bók
sina „Þróun kapitalismans i Rúss-
landi" i útlegðinni. Þegar hann
svo sneri þaðan, fékk hann að
beiðni sinni vegabréf til að
ferðast til útlanda.
Meginmunurinn liggur þó i þvi,
að þeir sem ákærðir voru á keis-
aratimanum voru yfirleitt ekki
dæmdir án ástæðu. Almennt voru
dómarnir felldir að undangengn-
um réttarhöldum, þar sem hinn
ákærði hafði kost á að verja sig.
Engar fangabúðir voru til, og
dauðadómar voru sjaldgæfir og
bæði ræddir í blöðum og öðrum
opinberum vettvangi.
Flestir gömlu bolsévikanna
sátu um tima í fangelsum keisar-
ans án þess að týna lífinu, en það
gerðu þeir ekki, fyrr en sovét-
stjórnin snerist gegn þeim. Það er
vissulega rétt, að margir þeirra
hafa fengið uppreisn æru eftir
dauðann, — þeir hafa verið „end-
urreistir“. Hann hefur nokkuó
rétt fyrir sér, sá sem mótaði þessa
draugalegu setningu: „Kristnir
menn trúa á upprisuna eftir dauó-
ann, en kommúnistar trúa á upp-
reisn æru eftir dauðann.“
AinoKuusinen lifði Workuta af
og var látin laus, gefið „frelsi“, en
það var ekki auðvelt að fá leyfi til
neins fyrir fyrrverandi pólitískan
fanga í landi, þar sem þurfti leyfi
til alls. Enn var hún handtekin og
varpað i Moskvu-fangelsin, sem
hún þekkti vel fyrir. Siðan var
hún send til Potma-fangabúðanna
i Mið-Rússlandi, þar sem hún varð
að vera í fimm og hálft ár. Síðan
var hún látin laus 17. október
1955. En enn liðu 9 ár, unz hún
fengi vegabréf, til að heimsækja
ættland sitt, Finnland. Hún gerði
sér ljóst, að hún myndi ekki fá
brottfararleyfi, meðan maður
hennar að lögum, Otto Kuusinen,
væri á lifi, þau höfðu ekki búið
saman eftir að hún fór erinda
Komintern til Bandaríkjanna
1931.
17. maí 1964 dó Otto Kuusinen,
84 ára gamall. Daginn eftir var
sorgarrönd á öllum Moskvu-
blöðunum, og margar minningar-
greinar um hann birtust, þar sem
hann var fyrst og fremst lofaður
sem vinur Lenins og framúrskar-
andi merkur hugmyndafræðingur
flokksins.
Um morguninn þar næsta dag
klæddi ég mig vel og settist við
gluggann. Ég hafði það á tilfinn-
ingunni, að eitthvað merkilegt
myndi gerast.... Og kl. nákvæm-
lega 11 nam stór, svartur Cadiliac
staðar fyrir utan húsið og úr bíln-
um stigu tveir menn. Ég bar
þegar kennsl á annan þeirra,
Alexander Scheljepin, varafor-
sætisráðherra. 1 fylgd með honum
var orðum prýddur herforingi.
Scheljepin sagði: „Frú Kuusin-
en, við erum komnir til að fylgja
yður til sorgarathafnarinnar, sem
þér vitið vafalaust um.“ Ég ætlaði
að segja eitthvað, en hann band-
aði frá með hendinni. „Við vitum,
að þið hafið lifað aðskilin. En þér
hljótið að skilja, að hinu ytra
formi verður að halda. Athöfnin
hefst eftir klukkutima. Mætti ég
biðja yður um að koma í sorgar-
klæðum?“ Hann vissi auðvitað
ekki, að svarti kjóllinn minn var
tilbúinn, þvi að ég vissi betur en
margir aðrir um „skyldurnar út á
við“.
Þegar ég var komin aftur í her-
bergi mitt, gat ég loksins greint
vonargeisla. Var kannski hið
sanna frelsi á leið til min núna,
þegar Otto var ekki lengur á lífi?
Myndi ég verða laus úr þessari
borg, sem ég hataði, laus frá
þessu landi, sem hafði fótum
troðið mannréttindi min, laus við
ógnir og ótta? Nú, þegar ekkert er
eftir af Kuusinen nema nafnið,
skyldu þeir þá ekki leyfa mér að
fara?
Þannig snerust hugsanir mínar
um fortíð, nútið og framtíð, um
mín eigin örlög og meðbræðra
minna. Ég hafði lifað Workuta
af .... Eg var á lifi, en Otto var
dáinn. Lengi sat ég og reyndi að
gera mér endanlega grein fyrir
því, hvers konar maður Otto hafði
verið.... Hann var alla tið út-
lendingur í þessu landi. Hann
talaði vel sænsku og þýzku og
kunni nægilegamikiði frönskutil
að geta lesið stjórnmálaskýrslur.
En rússneska hans var alltaf
óhefluð. Honum tókst aldrei að
Framhald á bls. 11.
Fangarnir voru aðallega menntamenn. Þeir dóu unnvörpum við járnbrautarlagninguna. Aðeins sárafáir
komu lifandi aftur.
Ekki grunaði mig, að
þessi gráföli vetrardagur
ætti eftir að enda á jafnlit-
rikan hátt og raun varð á.
Tíu skammdegisfölar frúr
litu í spegil um morgun-
inn, býsnuðust yfir litllaus-
um vöngum og dökkum
baugum og datt ekki í hug,
að þar yrði dásamleg breyt-
ing á innan skamms. En
alltaf getur eitthvað
skemmtilegt skeð. Síminn
hringdi og ein kvenfélags-
konan bauð einum tugi
félagssystra sinna og fleiri
kvenna heim til sín til þess
að vera viðstaddar snyrti-
vörukynningu.
Ekki er mér örgrannt
um, að einstaka okkar hafi
þegið þetta góða boð jafn-
mikið i von um skemmti-
legan félagsskap eins og af
áhuga á snyrtivörunum.
En hvað um það, þarna var
mætt elskuleg og aðlað-
andi kona, snyrtisér-
fræðingur, og hófst nú
handa við að sýna okkur
nokkra tugi glasa og
krukkna og kynna okkur
innihald þeirra.
Þarna var hreinsikrem
og andlitsvatn (ég þorði
ekki fyrir mitt litla líf að
viðurkenna, að ég þvoði
mér alltaf úr vatni og sápu)
einnig margskonar nætur-
krem, dagkrem, ,,make",
púður, kinnalitur, varalit-
ur, augnskuggar, augna-
brúna- og augnaháralitur,
handáburður, naglalakk,
sólkrem, „body lotion",
naglabandaeyðir og ilm-
vatn.
Snyrtisérfræðingurinn
utskýrði fyrir okkur,
hvernig allt þetta er notað,
í hvaða röð og hversu oft i
viku. Ég fór nú að hugsa
um, að líklega færi í þetta
dálitill tími. En kannski er
þetta ekki verra „hobbý"
en ýmislegt annað.
En nú tók gestgjafinn
sér sæti á stóli beint fram-
an við okkur og snyrti-
daman hófst handa við að
snyrta hana og mála kvöld-
málningu. Við hinar sátum
andaktugar oghorfðum á
og féll ekki orð af munni.
Já, þetta var ekki sem
verst og við fórum að gefa
gætur að pöntunarlistan-
um, sem hver fyrir sig
hafði fengið í hendur.
Helmingur okkar gerði það
virðulega gegnum les-
gleraugu.
Nú vorum við kallaðar
upp, allar i röð og málaðar
með augnskuggum og
kinnalit. Vorum við mis-
jafnlega fúsar til slikrar
meðhöndlunar.
En þar kom, að við sát-
Framhald á bls. 13.
Lit-
ríkur
skamm-
degis-
dagur