Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Qupperneq 9
Hannibal til aö fara frá Sevilla og
hertaka Rúmeníu."
„Setjum svo. En nú er Hannibal
allur. Er þá laxinn einn um þaö að
prjóna við mannkynssöguna
núna?“
„Einmitt. En iika jarðskjálfta-
stöðvar og þyngdaraflsmunur! Og
satt að segja er fátt liklegra, en
laxinn taki mið af þessum miklu
átökum, fæðingarhriðum jarð-
fræðinnar."
X — X — X
„... Yður liggur ekki gott orð til
lýðræðisins. Hví skrifið þér þá, að
Bandariki Norðurameriku hafi
sigraö yður?“
„Ég held að ég hafi sagt þveröf-
ugt — að ég hafi sigrað Bandarík-
in.“
„Nei, þér sögðuð reyndar, að
Bandaríkin hefðu sigrað yður.“
„Kannski þau hafi sigrað mig á
vissan hátt. Mér féll þaðan pen-
ingaregn, regn doilara, sem kom
yfir mig eins og guðdómlegur nió-
urgangur."
„Er þetta hugur yðar til Banda-
ríkjanna í hnotskurn?"
„Bandaríkin eru land, sem
hvorki á sér góðan smekk né arf-
leifð og því hefur Bandarikja-
mönnum tekizt að skapa nýja list,
sem er eins og nýútsprungin rós
— það er bandarískt ljósmynda-
raunsæi. Þetta er list, sem lífgar á
ný alla þá, er frömdu sjálfsmorð
með óhlutlægri list. Þannig
kynntumst við Bandaríkin.“
„Nú eruð þér að segja satt.“
„Má vera. Og jafnvel þótt það sé
ekki sannleikurinn, hentar það
mér altént. Einu sinni var málari
að halda fyrirlestur um barokk-
list og einn nemandi hans segir:
„Herra minn, ég held, að þér séuð
500 árum á eftir timanum." „Veit
ég vel,“ svaraði kennarinn, „en
það hentar mér“.“
„Og það hentar yður að féfletta
snobba, sem kaupa myndir yðar
hærra verði, en þær eru metnar."
„Já, ég ræð mér tæpast, þegar
ég fæ milljónamæring til þess að
eyða tuttugu sinnum meiru, en
hann bjóst við.“
„Og hvað er það einkum, sem
vekur yður svo mikla ánægju?"
„Það er einfalt mál. Þar sem ég
er ónýtur i bólinu (að visu ekki
gjörónýtur, eins og ég segi stund-
um, til að monta mig) ...“
„Það er enn eitt, sem hentar
yður..
„Já, það hentar mér. Nú, auðvit-
að er það tilhugsunin um það, að
peningarnir streymi stöðugt inn á
bankareikninginn minn. Ég geri
ekkert við þá, þvi ég er sviðingur,
en tilhugsunin um þetta vekur
mér nautn. Svo get ég gert alls
kyns hluti, sem ég gæti ekki fá-
tækur. Þetta eru nokkurs konar
kynferðislegar sárabætur fyrir
getuleysi mitt.“
„Þér talið yfirleitt frernur um
gull en peninga. Eigið þér við
gullið i geðsögulegum skilningi?"
„Nei, ég tala um guli eða pen-
inga, gjafir eða dollara, nota
hvaða heiti sem er yfir þetta ...
Búi ég eitthvað til, einhvern hlut,
(sem kann að virðast einskisverð-
ur), þá geri ég mér ijóst gildi
hans um ieið og hann umbreytist í
ávísun, ekki fyrr.“
X — X — X
„Ég ætla að lesa yður smá-
klausu, sem einn vina yðar frá
Madrid skrifaði: „Dali bættist i
hópinn, en yfirgaf hann siðar og
lagði fyrir sig, þótt ærnir væru
hæfileikarnir, hneyksli og fífla-
læti, jafn heimskuleg og þau
reyndust frjó. Hann er nú tæki-
færissinni. Hann er sjálfur orðinn
eitt þessara putrefactos, sem
hann var að búa til“.“
„Af öllu þvi, sem sagt hefur
verið um mig held ég að þetta sé
næst lagi. Það er ekki lengra sið-
an en í gær, að ég sagði í sjón-
varpi, að líta yrði á mig sem rot-
inn lifrarbita. Þér vitið, að vilji
maður veiða fljótakrabba, á hann
að beita úldnasta lifrarstykki,
sem völ er á. Þá drifur krabbann
að. Krabbinn, það eruð þér, blaða-
mennirnir, fyrirsæturnar. Og að
smátíma liðnum, er orðið krökkt
af fólki, sem vill éta mig, hagnast
á mér. Þetta er laukrétt, ég er
putrefacto, ég er hræ. Hvað sem
öðru líður er ég mesti ntálari rotn-
unarinnar, sem uppi er.“
„Það var ekki það, sem vinur j
yðar átti við.“ i
„Nei, en ég mála rotnun og
sjálfur er ég hluti hennar; verðið i
er hið sarna." I
„Eruð þér ekki orðnir þreyttir á
þessum leik?“
„Alls ekki! Þeir dagar koma 1
jafnvel, að ég held ég muni deyja
úr of mikilli ánægju." j
„Hefurðu þér ekki getað látið i
yður nægja að vera mikill mál-
ari?“ ]
„Ég held, að það sé aðeins agn- i
arlitill hlut hæfileika minna, '
sniliigáfu minnar. Það er aðeins
ein aðferðin, sem ég hef til þess ,
að setja fram heimsfræði mína.“ i
„Nú hefur fjöldi manns fyrir
satt, að myndlistarhæfileikinn sé
i rauninni eini hæfileiki yðar, en
afgangurinn, — fyrirgefið munn-
söfnuðinn — aðeins vitleysa.“
„Það held ég sé rétt hjá yður.
Væri fólk beðið að greiða atkvæði
með iýðræðislegum hætti mundi
það áreiðanlega gera bölvaða vit-
leysi og segja, að ég væri mjög
góður málari."
„Er það ekki rétt til getið, að
„sýningar" yðar „áreiti“, eða
hvað, sem á að kalla það ..—
„Já, áreitni, ég er skapraunari."
„Séu nokkurs konar gríma?“
„Einmitt. Ég geng með grimu.
Ég segi frá því í upphafi bókar
minnar. Á latinu.“
„Haldið þér ekki, að sá tími
komi, að þér verðið að taka ofan
grimuna?“
„Þessu dettur mér sko ekki í
hug að svara.“
„Ekki er ég hissa á þvi. En
haldið þér ekki að komi að
þessu?“
„Nei, það held ég ekki. Ég hef
hugsað upp ráð til þess að verða
grímuklæddari en nokkru sinni
þegar ég dey.. Ég hef hugleitt það
að leggjast í dvala. Það er sú bezta
gríma, sem hugsazt getur, því þá
veit enginn, hvort maóur er dauð-
ur eða lifandi."
„Þér trúið þessu þó væntanlega
ekki?“
„Jú, fræðilega geri ég það.
íkornar leggjast í dvala.“
„En fræðikenningin bliknar,
þegar þér deyið.“
„0, nei, nei. Og hvað dvalanum
viðvíkur, þá þætti mér hann ekki
sízt skemmtilegur vegna þess,
hve hann mundi valda mönnum í
Iþróttakaffinu í Figueras miklum
heilabrotum."
„Hvers vegna skyldi hann gera
það?“
„Þegar fréttin berst, að „Dali sé
dáinn“, munu þeir segja hver við
annan: „Dáinn! Við vitum ekki
hvort hann er dáinn eða lifir!
Kannski liggur hann í dvala!“ Ég
er því að hugsa um að leggjast I
dvala.“
„Hugsið þér oft um dauðann?"
„Ekkert er verra en fólky sem
aldrei hugsar um dauðann; það
verður aldeilis hissa, þegar hann
ber að dyrum. Montaigne segir, að
þegar dauðinn berji að dyrum
hans ætli hann að segja: „Viljið
þér ekki fá yður sæti? Við eigum
ýmislegt vantalað"."
„Trúið þér á ódauðleik sálar-
innar?“
„A, þar er mikið vafamál. Ég
held ég vildi helzt geta trúað á
ódauóleik sálarinnar. En ...“
„En hvað?“
„Vegna fortíðar minnar, frí-
þenkjandi foreldra og frönsku
byltingarinnar er ég ákaflega ef-
ins. Allt, sem ég les mér til um
visindi styður heldur að trú á
ódauðleika sálarinnar. En ég get
einhvern veginn ekki komið mér
að þessu. Þetta er náðargjöf."
„Það kann að vera, að þér takið
það illa upp, en ntig langar að
Framhald á bls. 11.