Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Side 10
Skór taafa stundum orðið afkáralegir. Hér er einn spiiagosi frá 15. öld. Bún- ingur hans fellur allur þétt að Ifkam- anum, en ermar belgjast út og táin á skónum hans er lengri en skórinn sjálfur. TIZKA OG TIÐAKANÐI Eftir Fríði Olafsdóttur, fatahönnuð Skósmiður við vinnu sína. Teikn ingin er frá gotneska skeiðinu, 1350—1500. (Jr blaði skósmiðsins 1887. Dag hvern háir maðurínn harða baráttu gegn ytri náttúruöflum, jörðinni og veðurfari, og endar hún oft með sársaukafullum sigri yfir eigin innri náttúru. Eins og ytri náttúru verður fyrst að breyta til hagræðis fyrir mann- kynið, verður einnig að „tjóðra" innri náttúru mannsins. Það er gaman að virða fyrir sér baráttu mannsins við ytri og innri náttúru sína þar sem þær mætast, niðri á skósólanum, á fætinum, sem treð- ur á jörðunni. Þrátt fyrir að maðurinn gangi enn í skóm sér til varnar er ekki hægt að útskýra allar breytingar á fótabúnaði og skótísku eftir þeirri kenningu. Þar sem mikil- vægara er að aga sjálfan sig en að berjast gegn ytri náttúruöflum, þróast fótabúnaður frá baráttu mannsins við sjálfan sig. Þá er skórinn, eða form hans, sigur- merki þeirrar baráttu. Þá verða hinir oddmjóu, háu, eða alltof löngu skór til. Skór sem sýna stéttamuninn á vinnumanni eða hefðarmanni, því enginn gengur til starfa á akri eða túni í slíkum skóm. Við hinar ríkulegu kon- ungshirðir gengu menn fyrst i háum, oddmjóum skóm, skóm sem krefjast þess af þeim, sem þá ber, að hann gangi hægt og glæsi- lega. Alltof langar uppbrettar tær, sem seinna komu og þykkir sólar eru tákn helgi og sjálfsaga. Einnig hinar þröngu buxur, sem á miðri 15. öld voru í hávegum i franskri, enskri og spænskri tízku höfðu þann tilgang að undirstrika vöðvana á kálfum og lærum, stöðu fótanna og til að sýna að eigand- inn gat haft fulla stjórn á fóta- burði sinum. — Skór og buxur urðu að spegli persónuleikans. — Létt og nærri þyngdarlaus liður hirðsveinninn yfir parkett og flísar, laus við ytri og innri þving- anir, sem hann og sýnist vera í þessu gervi sinu. Barbarisk eru aftur á móti hin þungu stigvél hermannsins eins og þau þróast frá Barok-timanum. Þau valda því, að sá sem þau ber, virðist ógnvekjandi og voldugur. Hann gengur ekki skref fyrir skref, heldur trampar valdsmannslega, svo heyrist í honum langar leiðir. Hann treður á jörðinni eins og á óvini sinum. Reiðstigvélin eru andstaða þröngra buxna hirómannsins; þær eru nauðsynlegur fylgifiskur hins öfgafulla; að láta þann, sem þau ber virðast fullan af innri þrýstingi, sem hann sprengir utan af sér um leið og hann treður allt undir fótum sínum. Sveitir nasista báru t.d. þessi háu glans- andi reiðstígvél, stígvél herdýrk- unar og einræðis, voru ekki valin með tilliti til þess notagildis, að berjast á vígstöðvum, heldur fyrir „samninga“-fundina og götuóeirð- irnar, til að skelfa almúgann. Þau þjóna uppreisninni með krafti og styrkleika, láta þann sem þau ber sýnast voldugan og gefa honum sjálfum þar með öryggi. Við sjáum hermenn fyrir okkur þramma eftir hertónlist. Víðu buxnaskálmarnar og þessir há- væru hælar gera hermanninn lík- an fll, sem trampar áfram þungur og styrkur. Sandalar eða tátiljur eru allt annað en glæsilegu skórnir eða herstígvélin. Sandalinn snertir jörðu léttilega og er henni tengd- ur. Sá sem gengur í sandiflum berst ekki, háir ekki baráttu við sjálfan sig né jörðina, eóa þá að hann hefur þegar háð baráttuna. Jesús gekk í sandölum, læri- sveinar hans, prestar, páfar, Jesúbörn og einnig hippar, sem boða þvingunarlaust mannkyn, feta í fótspor Jesú og ganga í sandölum og Jesú-skóm gegnum heim þeirra, sem aðlaga sig. Nóg um karlmannsfætur. Hjá yfirstéttunum áður fyrr var kon- unni ekki leyft að sýna neitt fram- tak miðað vió karlmanninn. Hinar fáu og oft nefndu undantekning- ar sanna aðeins regluna. Hefðar- konan þurfti ekki að heyja bar- áttu við móður jörð, þvi það var að mestu leyti hlutverk karl- mannsins. Hún var ekki í neinum embættisstöðum þjóðfélagsins, það var og hlutverk karlmanns- ins. Konan þurfti ekki að þroska með sér persónulega ábyrgðartil- finningu gagnvart náttúrunni, hún átti að vera móðir og vera innan veggja heimilisins, sem karlmaðurinn sá farborða. Hún var mannveran „án fótleggja og fóta“. Hún stóð þannig bókstaf- lega ekki á eigin fótum i þjóð- félaginu, mátti þess vegna hvorki láta sjá i fætur né fótleggi heldur hvíldi hún á hringlaga gólfsíðu pilsinu, hinu víða og dularfulla, sem ekki hafði neitt beint sam- band við móður jöró. Jörðin var ekki skilin með skörpum línum frá fótum hennar, heldur hélst óljóst form áfram upp að mittis- línu. En konan sjálf stjórnaði ekki þessu sambandi eða sam- bandsleysi við náttúruna, heldur var þetta eitt af verkum karlmannsins, til að hann gæti fært sér það í nyt. Hnéhástfgvél með uppábrotum voru einkennandi fyrir baroktímann á 17. öld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.