Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 12
STANZAÐ Á .. STROND Þetta skrif hefst á höfuðdaginn — 29. ágúst — s.l. sumar. Og við erum stödd á hlaðinu við gamlan skóla — Strönd á Rangárvöllum. Þótt enn lifi 7 vikur þessa sól- ríka sumars, er slætti víðast hvar lokið á Suðurlandi. Svo er tækn- inni og eindregnum, samfelldum þurrki á besta heyskapartímanum fyrir að þakka. En nú er komin væta. Ekki svo að skilja, að hann sé lagstur í þennan klassiska, sunnlenska rosa, þegar tæpast þornar af steini svo dögum eða jafnvel vikum, skiptir. Það fannst manni þreytandi tið í gamla daga, fyrir daga súrheysturna og súg- þurrkunar, að ekki séu nú nefnd- ar heykögglaverksmiðjurnar, sem framleiða sitt kjarngóða, gómsæta fóður handa gripunum, hvernig sem viðrar. En því eru þessar fabrikkur nefndar hér, að héðan blasir við ein slík, verksmiðjan á Hvolsvelli standandi mitt á græn- um, sléttum flötum sinna við- lendu túna. Hún framleiðir gras- mjöl af fullum krafti. Frá henni stígur léttur, hvitur eimur og ber við loft í gulu upprofi landsuðurs- ins i hægviðri þessa höfuðdags. Hér heima við Strönd ríkir kyrrð og ró, það er fámennt á þessum bæ og heyverkum lokið eins og annarsstaðar. Suður í veit- unni utan við Strandarsikið eru nokkrar ær á beit með bústin, þroskavænleg lömb. Þau verða væn í haust, blessuð lömbin, sem hljóta að deyja til þess að bóndinn fái laun fyrir vinnu sina og neyt- endur sina lambasteik. Hér er engan nautpening að sjá, hvorki mjólkurkýr né geldneyti, hér virðist því ekki rekinn það sem kallað .er af fréttamönnum fjölmiðlanna „blandaður búskap- ur“. Þó eru hér fleiri skepnur en sauðféð, því að hvað er einn sveitabær án hrossa, „þarfasta þjónsins" í gamalli og nýrri merk- ingu þessara orða, þótt þörfin sé önnur en áður fyrr. Og það væri synd að segja að hér sé hrossa vant. Þó skulu ekki nefndar nein- ar tölur. Rangæingar hafa líka jafnan verið með hrossaríkustu bændum þessa lands. En þótt kyrrð og rósemi fá- mennisins sé nú hér í algleym- ingi, þá hefur það ekki alltaf ver- ið svo. Fjarri fer þvi. Þetta hús var á sinum tíma ekki reist til þess að hingað gæti ifiað- ur farið til þess að njóta þeirra áhrifa, sem heimur þagnarinnar hefur fyrir þroska sálarinnar og jafnvægi hugans. Hér á Strönd er stæðilegt skóla- hús, reist á þeim tíma, þegar heimavistarskólarnir voru að koma til sögunnar og taka við af farkennslunni. Nú eru liðin meira en 40 ár síðan Aðalsteinn Eiríks- son skrifaði í Menntamál um „Fræðslumál sveitanna“ og bar fram tillögur I 10 liðum þar sem sá fyrsti hljóðar svo: „Lagt sé kapp á að reisa starfs- og skóla- heimili fyrir einn eða fleiri hreppa eftir ástæðum.“ En Rangvellingar sameinuðust ekki öðrum sveitarfélögum um skóla sinn. Hreppur þeirra mun líka vera einn með þeim víðlend- ustu á Suðurlandi, um 50 km á lengd og 25 km á breidd að sögn kunnugra. En hann var löngum strjálbýll, enda mikið af landinu hraun og eyðisandar. Þegar þetta sögubrot hefst voru þar hátt í 40 búendur og skólamálin með far- kennslusniði eins og í öðrum sveitum, börn hátt í 20 á skóla- skyldualdri — 10—14 ára. Þá var oddviti sá ráðsvinni klerkur sr. Erlendur í Odda og með honum í hreppsnefnd Bogi í Kirkjubæ, Elias í Oddhól, Guð- mundur á Stóra-Hofi og Skúli á Keldum. Þrír af þeim, sr. Erlend- ur, Bogi og Guðmundur, skipuðu jafnframt skólanefnd og koma því mest við þessa sögu. I annan stað er svo þess áð geta, að upp kom sú hreyfing meðal kennara og fræðsluyfirvalda, að- allega fyrir forgöngu Aðalsteins Eiríkssonar, eins og fyrr segir, að stofna heimavistarskóla í sveit- um, sem koma skyldu í stað far- kennslunnar. Einn slíkur skóli hafði þá verið rekinn alllengi hér á landi. Það var á Ásum í Eystri- hrepp og annar nýlega tekinn til starfa á Flúðum í Ytri-hrepp. Og sjálfsagt hafa þeir verið víðar. Var það um sama leyti og Aðal- steinn hratt af staó skólastofnun á Reykjanesi við Isafjarðardjúp, að hreppsnefndin í Rangárvalla- hreppi hófst handa um byggingu yfir skóla sinn. Honum var valinn staður á Strönd, gömlu eyðibýli i sandhafi Rangárþings. Þar hafði þá lengi verið auðn enda segir um Strönd i Jarðabók Á.M. og P.V. að jörðin liggi undir stórum spjöll- um, því að „túni, slægjum og hög- um grandar mikið blásturssand- ur“. Þarna var þó enn allmikið graslendi vestan við Strandarsiki, nokkuð af því girt þar sem kyn- bótanaut bænda gengu á sumrin. Þessa jörð keypti hreppurinn af ríkinu fyrir 700 krónur. Teikning af húsinu var fengin hjá Þóri Baldvinssyni, kostnaðarátælun: 27. þús. kr., heimavistarpláss fyr- ir allt að 16 börn, kennslustofur og kennaraíbúð. Þetta gekk allt eins og í sögu, enda ötulir og ráðsvinnir forgöngumenn með einhug allra hreppsbúa að baki sér. Byggingin fór 5000 kr. fram úr áætlun, svo að húsið með öllu tilheyrandi mun hafa kostað um 32 þús. kr. Ekki skai hér tekin ábyrgð á þessum tölum. Þó munu þær vera Eftir Gísla Brynjölfsson Skólahúsið á Strönd eins og það leit út f fyrrasumar. Eins og út úr málverki eftir Gunnlaug Scheving: Konan og barnið, kýrin og kálfurinn. Hér á greiniiega að fara að mjólka. 4 Hlaðan er orðin full, búið að setja í garð og tyrfa. nærri því rétta. En svo smáar eru þær að oss, börnum verðbólgunn- ar, gengur illa að átta oss á gildi þeirra. Rikið greiddi helming kostnaðar. Hitt átti að koma frá hreppsfélaginu, sem hafði aðeins 3—4 þús. kr. útsvarstekjur, enda kreppa í landi með láglendisdilk- inn i 8—10 krónum. En hér var vel haldið á málum, ekki sist fjár- málum. Eitthvað smávegis var til í sjóði. Stofnað var til nýbýlis á Strönd og út á það var slegið 6000 kr. lán i Búnaðarbanka, þótt Páli Eggert, sem þá var bankastjóri, fyndist það ekki álitleg fjárfest- ing á foksöndum Rangárþings. Gjafir komu frá góðum mönnum (Steinn í Oddhól gaf 1000 kr.) og hreppsbúar unnu sem sjálfboða- liðar. Þá voru hugsjónirnar ekki búnar að gefa upp öndina og ann- ir einyrkjastórbúskaparins i sveitunum ekki komnar í al- gleyming. Þessvegna gátu Rang- vellingar reist skóla sipn án þess að iþyngja tekjulitlum bændum með auknum útsvörum. Yfirsmið- ur var Kjartan Olafsson, Þingey- ingur að ætt. Dreif hann húsið upp á ótrúlega skömmum tíma af miklum dugnaði og ósérhlifni. Steyptir voru tvöfaldir veggir með mómylsnu á milli til einangr- unar. Steypuefni mun ekki hafa verið sem best, enda skorti á þvi vísindalegar rannsóknir. Hafa nú suðaustur veggir hússins verið klæddir bárujárni til að standast landsynnings-slagveðrin; hefur það reynst vel. Strandarskóli er mikið myndar- hús, tvær hæðir og kjallari. A neðri hæð voru í austurhluta kennslustofa og borðstofa með hreyfanlegu þili á milli. Var það með ráði gert svo sem siðar mun sagt veróa. Að vestanverðu var rúmgóð smíðastofa og eldhús. Inngangur var á miðri suðurhlið. Uppi var íbúð skólastjóra, 3 her- bergi, svefnstofur nemenda, 2 herbergi, og kames fyrir ráðs- konu eftir að hún kom til starfa við heimavistina. Nú þurfti að ráða skólastjóra. — Það val þurfti að vanda þvi að hætt var við að með honum stæði — eða félli — þessi unga mennta- stofnun, sem var nýjung i fræðslumálum sýslunnar. Hann þurfti að vera meira en kennari, þvi að það er vissulega sannmæli, sem segir i tillögum Aðalsteins Eiríkssonar um starfstilhögun heimavistar barnaskóla: „Skólinn þarf fyrst og fremst að vera heimili I þess orðs beztu merkingu. Kennarinn er þá heim- ilisfaðir og nemendur börn hans. Stjórnsemi og umhyggja verða að einkenna heimilið öðru fremur ... mikið ríóur á festu og lagni heimilisföðurins, ef vei á að tak- ast, heimilisreglur fáar og óbrotn- ar en stranglega fylgt.“ Fyrir valinu sem skólastjóri og heimilisfaðir á Strönd varð Frí- mann Jónasson frá Fremri-Kotum í Norðurárdal i Skagafirði. Hann var rúmlega þrítugur (f. 1901), hafði tekið kennarapróf 22 ára, kenndi síðan tvö ár vestur við Isafjarðardjúp. En árin 1925—33 var hann kennari á Akranesi er Rangvellingar völdu hann sem skólastjóra. Það er ekki gott að maðurinn sé einsamall, allra síst fyrir heima- vistarskólastjóra. Og Frímann fluttist ekki einn að Strönd. Árið 1926 hafði hann kvænst skólasyst- ur sinni, Málfríði Björnsdóttur frá Innsta-Vogi á Akranesi. Svo var það einn af fáum sólskinsdög- um þess mikla rigningarsumars 1933, að þau hjónin óku austur að Strönd og skólanefndin hélt fund með nýja skólastjóranum í brekk- unni sunnan við skólahúsið. Þá var bygging þess langt komin og um veturnætur var flutt inn og kennslan hófst, þótt i mörgu væri ófrágengið. Börnin voru um og yfir 20 i tveim deildum, sem voru mánuð í senn í skólanum. Þannig fengu þau þriggja mánaða kennslu yfir veturinn, en aðra 3 mánuði skyldu þau læra heima. Þeir, sem þekkja til heimavist- arskóla, vita, að vandi þeirra og viðfangsefni er ekki síst fólgið I því að hafa ofan af fyrir nemend- unum utan sjálfra kennslustund- anna. 1 nýlega birtri grein eftir heimavistarskólastjóra á Suður- landi, Gunnar Guðmundsson á Laugalandi í Holtum, segir að sá tími dagsins, þegar kennslan standi yfir, sé yfirleitt sá rólegasti í öllu skólastarfinu. „Þetta þykir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.