Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Síða 15
HVAÐ VARÐ
UM PABBA?
Framhald af bls. 3
handarbökin. „Geri ég nógu mikið fyrir hana? Ættum við
ekki að taka sumarfrí sitt í hvoru lagi og ég hef börnin
hjá mér? Þegar allt kemur til alls, þá fer ég oft einn á
fundi eða ráðstefnur... Nú og svo hitt. Hún hefur
kannski bara gott af því að reyna, hvernig það er að
komast af á sínum eigin launum. Hvað skyldu þau endast
henni lengi? Æ, þetta er ekki sanngjarnt af mér...“
Það hefur verið bent á það hér að framan, að um er að
ræða milli- og yfirstéttar hegðunarmunstur. En hvernig
fara feður í hinum lægri stéttum að því að leysa sfn
vandamál? Þeir mæta meiri andstöðu heima fyrir, vegna
þess að þeir hafa lakari laun og búa auk þess ekki við
atvinnuöryggi. Þannig hafa þeir minna til þess að láta í
skiptum. Samt hafa þeir bitið sig enn fastar en aðrir í þá
hugmynd, að eiginmaðurinn eigi að vinna fyrir peningun-
um, en konan að annast um heimilið.
Mirra Komarovsky lýsir f bókinni „Kakískyrtuhjóna-
bönd“ þeim öfugsnúningi sem verður hjá verkamanna-
fjölskyldu, þar sem staða eiginmannsins fer eftir því,
hvernig hann getur séð fjölskyldu sinni farborða án
aðstoðar konunnar. Því fátækari og menntunarsnauðari
sem þessar fjölskyldur eru, þeim mun ákveðnari er
eiginmaðurinn í því að konan vinni ekki úti. Vandræðin
eru, að einmitt hjá svona fjölskyldu myndi það rfða
baggamuninn, ef konan færi út að vinna. Hún fellir sig
því enn verr við umkomuleysi sitt og einangrun. Ein
lausnin er sú, að eiginmaðurinn fái sér aðra og betur
launaða vinnu, en þá getur farið svo, að þau þurfi að
flytja og eignast nýja vini, sem er mjög erfitt fyrir þetta
fólk. „Þessi skörpu skil á hlutverki manns og konu og svo
hitt, að þau vænta sér ekki félagsskapar í hjónabandinu,
skapa erfiðleika bæði fyrir eiginmanninn og eiginkon-
una. Konan verður uppstökk eða leggst í sinnuleysi. Hana
langar út að vinna og rjúfa þannig einangrun sína.
Jafnvel þótt gjörbylting hafi orðið á þessu í þjóðfélaginu
sem heild, þá nær hún ekki að milda afbrýðisemi og kvíða
eiginmannsins í þessu tilfelli. Hann heldur að nú sé hann
að missa töglin og hagldirnar."
Þau hjón sem aðlaga sig bezt hinum nýju kringumstæð-
um koma úr millistétt. Þau eru nægilega menntuð til þess
að skilja, að konan hefur þörf fyrir að komast í burtu frá
heimilinu og öðlast þannig víðari sjóndeildarhring og
eignast nýja vini utan heimilisins.
Á meðal svertingja er ástandið enn verra. Liebow segir
frá þessu f bókinni „Tally’s Corner”. Hann lýsir þar
mönnum sem vinna svona ef eitthvað fellur til. Þessir
menn eru oftast mikið á ferðinni og eiga börn f öðrum
landshlutum, sem þeir hafa kannski aldrei augum litið.
Svo annast þeir uppeldið á börnum sambýliskonu sinnar.
Mest halda þeir sig þó úti á næsta götuhorni og biða þess,
að eitthvað hlaupi á snærið. Flestir þeirra hafa verið
giftir og höfðu vonast til þess að hjónabandið entist. Þeir
trúa því að það sé skylda mannsins að sjá fyrir fjölskyld-
unni, en aðstaða þeirra er svo bágborgin, að þeir ná
engan veginn þvi takmarki. Stundum snýst þetta uppi
annarlega hegðun. Þeir fara að notfæra sér konur, annað-
hvort fjárhagslega eða kynferðislega og reyna þannig að
sýna yfirburði sfna og karlmennsku. Konur þeirra kvarta
svo undan þvf, að þeir séu einskis nýtir sem eiginmenn.
Vmis konar sambýlisform eða samsuða verður til upp úr
þessu, en ekkert sem getur staðizt til lengdar, sumpart
vegna fátæktar og sumpart vegna þess að allur grund-
völlurinn er rangur.
Þannig verður sá, sem ætlar sér að vera húsbóndi á
sínu heimili f dag fyrir sárum vonbrigðum, hverrar
stéttar sem hann kann að vera. Hver og einn verður að
standast kröfur vinnumarkaðarins og sjálft starfið hefur
líka sfna áhrif. Daniel Miller, prófessor í sálarfræði við
Brunuel háskóla í Bretlandi, segir f niðurstöðu rann-
sókna um áhrif starfsins á fjölskyldulifið: „Hvað ef
þrýstingurinn f starfi krefst hegðunar, sem er gjörólik
því sem viðkomandi á að venjast? Rannsóknir hafa leitt í
ljós, að maður sem hlýðir í blindni því, sem einhver
verkstjóri fyrirskipar 40 stundir á viku, fer að sýna sömu
undirgefni heima fyrir, jafnvel þótt hann hafi alizt upp
við að draga í efa ákvarðanir annarra og eiga sjálfur
frumkvæðið. Konunni er ef til vill tamt að sýna manni
sfnum virðingu, en samt neyðist hún smátt og smátt til
þess að taka að sér stjórnina, enda skorast hann æ meir
undan því.
Um þessar mundir eru börn dr. Spocks að verða
fuflvaxta. Við höfum tilhneigingu til þess að lfta svo á, að
hann sé i raun og veru faðir þeirra. Hann hélt því fram,
að ekki ætti að lemja börn né refsa þeim. Þeir sem vilja
koma unglingavandræðunum f dag yfir á hann, kalla
aðferðir hans „Undanlátssemi". En nú er komin önnur
kynslóð foreldra og nýjar bækur um uppeldisfræði, eru
þegar f arnar að hrannast upp.
Kjarni málsins er sá, að barnauppeldi í Amríku er orðin
sálfræðileg vísindagrein, sem bæði móðirin og faðirinn
hefur jafnan aðgang að. Hitt er jafn vfst að refsing,
sérstaklega líkamleg, sem til skamms tíma var sérgrein
föðurins, er úr sögunni. Ein bezta bókin sem hefur verið
skrifuð um þetta efni heitir „Hvernig á að vera pabbi",
og er eftir Fitzhugh Dodson. Höfundurinn ráðleggur þar
föðurnum að rassskella börnin af og til, ekki þeirra
vegna, heldur sjálfs sín vegna. Það hreinsar andrúms-
loftið, segir dr. Dodson. Pabbinn verður rólegri og þá er
hægt að halda áfram að ræða málin af meiri skynsemi.
Hér er það sálarheill hans, sem um er að tefla en ekki
skyldur.
I þessari bók eru ráðleggingarnar þær sömu bæði fyrir
föður og móður, þ.e. hvernig á að kenna og reyna að skilja
á grundvelli uppeldisfræðinnar. Hvernig á að leitast við
að skiptast á skoðunum. Eini munurinn er sá: 1) Það er
gengið út frá þvf sem vfsu, að faðirinn sé talsvert að
heiman og geti þess vegna ekki verið inni f öllum
málum. 2) Samband 'hans við syni sína er frábrugðið
sambandi hans við dæturnar og kemur hér til þessi
alþekkta Oedipusarduld. 3) Hann á að reyna að undir-
strika það karlmannlega í fari sona sinna, án þess þó að
kyngreina áhugamál barnanna.
í köflunum sem fjalfa um æskuna, er foreldrunum
ráðlagt að líta á könnunarferðir hennar inná svið full-
orðna fólksins af samúð og áhuga. Foreldrarnir eru
hvattir til þess að horfast í augu við það, að þeir eru
dálítið ráðvilltir, enda svo margar breytingar á orðið
síðan þeir voru unglingar. Unglingar í dag hafa greiðari
aðgang að peningum, eiturlyfjum, kynferðismálum og
nýjum hugmyndum almennt en nokkur undangengin
kynslóð. Foreldrunum er uppálagt að reyna að kynnast
börnum sínum betur og tala við þau.
Ennþá fellur það þó meira í hlut móðurinnar að tala við
börnin, vegna þess að hún er oftar heima við. Sannleikur
inn er raunar sá, að margar mæður líta á þetta hlutverk
sitt sem þungbæra skyldu. Faðirinn er elskulegi maður-
inn, sem er aðeins heima á kvöldin og um helgar.
Samverustundir hans og barnanna eru þess vegna of
dýrmætar til þess að hægt sé að eyða þeim í tómar
aðfinnslur. I þess stað finnst honum hann eigi að efla
samband sitt við börnin. Osamræmið hvað snertir agann
verður enn meira, vegna þess hversu skilnaður er orðinn
tfður. Undir slíkum kringumstæðum hefur móðirin um-
ráðarétt yfir börnunum, en faðirinn er skemmtilegi mað-
urinn, sem kemur í heimsókn aðra hverja helgi eða svo.
Fráskildar millistéttarkonur halda oft, að vandræði
þeirra í sambandi við börnin, stafi nær eingöngu af þvf,
að ekki sé karlmaður á heimilinu. Lægri stéttar konur
eru alveg sannfærðar um þetta og setja sig ekki úr færi
að ná í einhvern til þess að lemja viti inní hausinn á
krakkagrislingunum. Þetta skapar togstreitu, sérstaklega
ef maðurinn er ekki jafnframt faðir barnanna.
Ef jafna þarf meiri háttar ágreining, þá er faðirinn því
í mörgum tilfellum enn nauðsynlegur. Þetta strandar
hins vegar á þvf, að hann nýtur ekki nægilegrar virðing-
ar. örþrifapabbinn í okkar þjóðfélagi vill þess vegna oft
verða einhvers konar ráðgefandi stofnun, barnaverndar-
nefnd eða lögreglan. Um það bil helmingur allra útkalla
lögreglunnar i New York er vegna heimilisvandræða.
Þegar þannig stendur á, er lögregluþjónninn eins konar
gervipabbi eða móðurbróðir eða afi. Þar sem stórfjöl-
skyldan var áður, er nú kominn fulltrúi þjóðfélagsins.
Faðirinn kemur sér upp tómstundaiðju, sem felur í sér
fþróttir, viðhald á húsinu og bílnum og þvíumlíkt. Á
undanförnum árum hafa sprottið upp deilur út af kyn-
festu þessara þátta. Það er skiljanlegt, vegna þess að
einmitt hér hefur faðirinn getað smokrað sér undan
heimilislífinu og barnauppeldinu. Seinna þegar synirnir
hafa náð þeim aldrei, leiðir hann þá með sér inní þennan
dularheim. Hér er kominn vettvangur, þar sem faðir og
sonur geta talast við um gildi, vandamál og lausnir sem
eru þvi samfara að vera karlmaður.
Iþróttir krefjast auk styrkleika og hæfni þess, að
viðkomandi hafi vald á sjálfum sér undir erfiðum
kringumstæðum. Iþróttamaður þarf að búa yfir því, sem
kalfað hefur verið íþróttaandi, þ.e. að kunna að halda
aftur af sjálfum sér í þágu heildarinnar. Hann þarf að
bæla niður að vissu marki bæði gleði og niðurlægingu.
I heimi íþrótta kemur faðirinn ýmist fram sem beinn
þátttakandi eða áhorfandi. Þessar athafnir eru að vissu
leyti táknrænar og skfrskota til þess, er maðurinn hér
fyrr meir barðist við náttúruöflin eða aðra menn og ann
að hvort sigraði eða beið lægri hlut á jafnréttisgrund-
velli. Sé þetta borið saman við hinn raunverulega heim í
hagræddu skriffinnskuþjóðfélagi, þennan heim sem
menn eru stöðugt að reyna að flýja, heim vanabundinnar
vinnu og óvissrar umbunar, er mismunurinn auðsær.
I seinni tíð hafa konur ráðist inn í þennan „flóttaheim"
líka. Þær stunda golf og tennis, stangaveiði og útilegur og
„fara á völlinn". Langþráð ósk um að komast í burtu úr
litla húsinu með þessum fjórum persónum, hefur nú
rætzt, ekki síður fyrir móður og dóttur en föður og son.
En áður átti sér stað togstreita, sem raunar lenti alla leið
fyrir dómstólunum. Það átti ekki að leyfa konum að horfa
á knattspyrnukappleiki. Rökin voru hins vegar hlægileg
og það var augljóst, að hér voru karlmenn einungis að
verja reit, sem þeir höfðu helgað sér og töldu sig hafa
einkarétt á. Aðal flóttagrín og sfðasta vígi karlmannsins,
bílaviðgerðir, er meira að segja fallið. Ef konan yill,
getur hún skriðið undir bíl, alveg eins og henni er heimilt
að fara á klámbfó. I báðum tilfellum, mætir hún kannski
smá fyrirstöðu, en hún getur fengið sínu framgengt ef
hún vill. Konur eru nú farnar að sækjast eftir því að
verða pipulagningamenn og húsasmiðir. Þær hafa stofn-
að eigin skóla í því augnamiði og þær eru farnar að gefa
út íþróttablað.
Hvað hefur gerzt? Nærri helmingur allra giftra kvenna
vinna úti, eftir að börn þeirra hafa náð skólaskyldualdri.
Þær hafa á höndum sams konar vanabundin störf og
karlmennirnir. Tilveran er í stórum dráttum eins hjá
eiginmanni og eiginkonu í millistétt. Sú breyting sem
hefur orðið á heiminum og börnunum gerir mæðurnar
jafn ráðvilltar og feðurna. Þær vita ekki hvað snýr upp
og hvað snýr niður á þessu öllu saman og eru jafn
óánægóar og óöruggar um sig. Þær hafa því jafn mikla
þörf og karlmennirnir fyrir að gera eitthvað jákvætt og
skemmtilegt.
Eftir því sem öll þessi atriði hafa orðið minna bundin
við karlmennina, hefur tómstundaiðja hjá hvftflibbastétt
æ meir orðið miðpunktur heimilislífsins. Það sem hver
einstaklingur aðhefst, annað hvort í hóp eða einn út af
fyrir sig, er orðið þáttur í persónuleika hans. Það er sagt
að þessi eða hin fjölskyldan stundi sjóskíðaíþróttina.
Sonurinn er í rokkhljómsveit. Faðirinn er skátahöfðingi
eða organisti. Hver og einn gengur upp í sinni grein og
aðrir virða hann fyrir það.
En eftir allar þessar breytingar, er pabbinn sem slíkur
þá ekki orðinn algjörlega óþarfur? Sálfræðingar eru ekki
á eitt sáttir um þetta. Þeir róttækustu telja að faðirinn sé
sfður en svo ómissandi varðandi uppeldi barnanna, enda
geta einhleypar konur nú tekið að sér barn og dómstólar
hafa ekkert við það að athuga.
A hinn bóginn, segir einn vinur minn, sem er heldur
kall í krapinu og býr í slæmu hverfi. Hann segir: „Ein-
hver verður að kenna börnunum, hvernig á að bita frá
sér.“ Sonur minn Alex, sem er 8 ára, segir: „Feður eru
nauðsynlegir vegna þess að þeir kenna okkur krökkununt
ýmislegt. Þeir bera okkur á háhesti og þegar ég er orðinn
pabbi, ætla ég líka að bera mína krakka á háhesti." Þetta
eru sannfærandi rök. Þau minna okkur á, að það verður
að líta á hlutverk föðurins af sérstakri nærfærni, því að
ennþá er hann til staðar þrátt fyrir allt og mikilvægur í
augum margra.
Það fer ekki framhjá okkur, sem afskipti höfum af
vandræðafjölskyldum, að mikið í hegðunarmunstri barn-
anna, er eitthvað sem þau taka upp eftir öðrum á
heimilinu. Venjulega er það faðirinn eða móðirin. Þær
hugmyndir sem verða hvað rótgrónastar hjá þeim um t.d.
blíðu, kjark, vonbrigði og fyrirgefningu, fara eftir því
hvernig foreldrarnir koma fram hvert við annað.
Á eitt skal bent hér. Fyrir hvert eitt tilfelli, sem hin
kynbundna hefð, hefur skapað samræmi f lífi föður og
móður og veitt þeim styrk og ró, get ég nefnt annað þar
sem því er öfugt farið. Eiginmaður og eiginkona reka
saman lítið fyrirtæki, en þau gera hvort öðru lífið leitt.
Hún hefur meiri skipulagsgáfur en hann. Samt heimtar
hann að vera í forsvari á stjórnarf undum og krefst þess
að hún styðji hann. Faðir nokkur hefur sérstakt auga
fyrir leikjum og að segja börnum sínum gamansögur.
Þetta notfærir hann sér til þess að skyggja á konuna. Hún
hefur hálfgerða skömm á svona barnaskap, en getur ekki
almennilega játað það og finnst hún ekki ná hylli barn-
anna til jafns við hann. Auk þess finnst henni hún
bregðast sem móðir. Þess eru mýmörg dæmi, að hjón sem
hafa skilið á miðjum aldrei, hafa notið sín miklu betur
eftir á. Þegar sárasta tómleikanum sleppir, detta þau
niður á lífsstíl, sem hefði verið óhugsandi á meðari þau
voru að leika óæskilegt hlutverk sem mótpartur hins.
Sem sálfræðingur hef ég ekki rekizt á svo fá dæmi þess,
hvernig upplag og forfð hæfir illa lífi sumra. Sannleikur
inn er sá að foreldrar gera börnurn sínum mestan greiða,
ef þau leitast við að vera þau sjálf á skapandi hátt og
reyna að njóta hæfileika sinna og menntunar til hins
ýtrasta. Þetta ætti barnið að taka sér til fyrirmyndar, en
ekki einblína á kynhlutverkið.
Aðal skerfur föðurins ætti því að vera að veita móður-
inni stuðning, þannig að þau geti hvort um sig unnið að
þeim hugðarefnum, sem standa hjarta þeirra næst.