Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1975, Page 16
Eitt dagblaðanna, Vísir, hefur nú nýlega gert úttekt á því í dálkunum „Vísir spyr" hvernig hinn fullkomni maki eigi aS vera. Enda þótt ekki sé við því að búast, að fólk geti rutt úr sér visdómi og margslunginni speki þegar gengið er að því á götu og borin upp spurning, sem verður að svara á stund- inni, gefa þó svörin athyglisverðar visbend- ingar. Og vissulega kemur sú afstaða sem speglast i svörum karlanna/kvenanna nokkuð á óvart. Á þessum síðustu tímum, þegar allir eru meira og minna fylgjandi jafnrétti kynja, alténd í orði. Oft hefur verið bent á það af sérfræð- ingum, að íslendingar séu með pattaralegri þjóðum í Vestur Evrópu, enda kemur upp úr kafinu að eiginmennirnir, sem spurðir eru, leggja verulega mikið upp úr þvi að eigin- konan sé dálítið dugleg að búa til mat. Væri raunar fróðlegt að vita, — þótt það sé útúrdúr — hvað eiginmönnum finnst góður matur. Ætli það séu nautalundir með berne- sósu, grillsteiktir kjúklingar, fiskibollur með smjöri eða ný ýsa með hamsatólg? Er það út af fyrir sig rannsóknarefni fyrir áhugamenn að kynna sér matarsmekk landans. Einn karlmaður nefndi að konan ætti að vera skemmtileg i viðræðum og annar að hún ætti að leyfa manninum að sjá um fjárhag heimilisins. Eru þetta eins og annað hógværar og stillilegar óskir í hvívetna. Hjá kvenfólkinu voru þær prúðmannlegu óskir bornar fram að eiginmaðurinn væri alúðlegur við börnin og svo átti hann að vera dáiítið traustur og heiðarlegur. Ekki virtist skaða þótt hann væri myndarlegur á velli. Aftur á móti tók enginn karlmannanna það fram að eiginkonan þyrfti að vera sérstakt augnayndi og er það út af fyrir sig einnig efni í ritgerð fyrir þjóðfélagsfræðinema að gera könnun á því. Konurnar voru mjög umburðarlyndar varð- andi heimilisverkin. Það tók ekki að minnast á að hann ætti að þvo upp — það var greinilega framtíðarsýn svo fjarlæg að nánast mátti heyra andköfin, þegar blaða- maðurinn hefur innt sérstaklega eftir því. Ein kona aðeins tók fram að eiginmaðurinn ætti að elska konuna sina og einn karlmanna var á þeirri skoðun að ánægjulegt væri ef konan væri góð við manninn sinn. En að slepptu öllu gamni þá gefa slík svör óneitanlega ýmis sjónarmið til kynna, þótt þeim verði ekki til skila komið í svo stuttu máli sem þarna er ætlað. Hjónabandið og fjölskyldan hefur verið mjög til umræðu hin síðari ár og margir sagt það úrelt í núverandi mynd. Alls konar róttækar og allfráleitar skoðanir hafa verið fram settar um hið eftir- sóknarverða framtíðarskipulag þeirra mála. Sumar á þann veg að ekki er ástæða til að leggja of mikið kapp á að framfylgja þeim. En slík svör gefa fyrst og fremst tilefni til vangaveltna i framhaldi af spurningunni, og þær vangaveltur gætu farið út í ýmsa sálma og niðurstöður orðið hinar fjörlegustu. Fyrir nú utan allar þær vinsælu úttektir sem mætti síðan gera af þeim. Jóhanna Kristjónsdóttir. \hN/ J Ir \Hi íf \ 1 V (X TURr HiH J KTtAK AifíFU V lTf?r flfZ fflK ru \M£> 1 [51© flDlR WTÍ JÍSN K 5K- IK'K’" ye\ íX ÞR' ÆLir- U M Y IÐfíR- bUtuR (Jprir í/1 vnL IA a X >flM- m-j. X" TolU 'XI . > F o Í2- To LUM e. R r i l 'o\J\l P- f STVR- KTUV\ GRfe/R- brrft R Díiec,i LEQff X D UUti- frÐUR YUDIÐ ’mz- xm \r SlLf\' K-£ppur 'pOLff IÐfJ- M£NM X p ToTL- LIR Hfl ie SoL 1 N a»' UÐUR. T<\ LA9I UM Srtin- TEHT- (/ k+tks - X>S/R. FERIK- R R. CiT- U< M - U R ■ H/fFUR n fí/E&l- LEUfí JUPT/N 0LAÐUR SflUR- M F7 RIQ- LE sr- 1 ? f\ 1 ■ K«orr- rówN X LEWLO are'iN'- INílhJ UMDfl Femz ; *.* Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Í npv1 ^ is-5? Pffflmí PVDOI x1- D!KM- ViDRI ílH HARK ifsp'-* t* B 1 M s b T r M R í|í 5 £ ÓKfl O R M H Tafl L R u T SLK.K) MATuR / L L s 'JÍI Ht- Llfl F L A A ■ *■ V A K o*0 O F V Hucl AÐS H«r HJ A Sm£> N u D J> kcxi iK-a- 01 R 0 & T A LiTmR »T«) K Ö L b T T ú R ÚR. 1 N *T*t>l rÖL- S T A L [Kki ruii ö R Á s> Ö 5 A R % A F r Ú R £ FRulA Er fJi H A nritiw u R T A B x- flLKfl A ffl A u K Úfl/J- IR í> V£Tt 1 Duc- LEfil A A A' R WKC.f>| FTÓU U R M u L sv. IWflfl U R R A R jr S 1 T U R ▼ « £ A' T A N l >í L.K N Á R / V 1 r r N U áw. S«ói» H 1 i> L < H K A & r 1 £> R A M M U R krflr- ve« rfcCI A L A L 1 £> Fc« V-T A u R d S rRutrt ÉFNl E F J- F 1 Ð * L> R ú Nl -♦ A H N S 1 H & M 1“ N J> S K £ R P R S 1* a

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.