Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Síða 3
læra hvernig á að ala upp börn! Ég hlakka alveg sérstaklega mikið til! Alveg afskaplega mikið? Og hvað sagði hann svo kennarinn, þegar hann vissi þetta? Sá hann í gcgnum það? Eða hvað? Hvers vegna ertu svona aumingjaleg á svipinn? — Já, en hann hefur alls ekki séö það ... — Hvað áttu við. Að hann hafi ekki séð það? — Það var enginn, sem sá það? Maðurinn settist aftur. — Hvers konar rugl er þetta eiginlega. — Vegna þess — stúlkan dró djúpt andann. — Það var ekki hann sem hafði skrifað þaö. — Hvað hefur hann ekki skrifað? Er það ekki undirskrift hans sem er hérna. — Jú, að vísu, — en í cinkunnahókinni sko, það er ekki hann. — Hvað áttu við? — Jú, þetta aö foreldrarnir eigi að konia í skólann. — Hver var það þá? Litla stúlkan þagði. — Það var forstöðukonan ... — Hver þá? — Já, það var hún. Maðurinn beit á vör sér. — Vegna þess — fyrst var það hún, sem skrifaði í bókina — og svo af því að ég varð svo hrædd og svo — svo sendi hann þetta bréf. — Hvað meinarðu með því að segjast hafa orðið hrædd? Hvers vegna? — Jú, þegar hún skrifaöi þetta í bókina — stúlkuna rak f vörðurnar. — Þá varð ég hrædd fyrir alvöru. — Bibi! Maðurinn þagnaði aftur. — í fyrsta lagi hættir þú að kjökra. Þér verður ekkert ágengt með því móti. Hann talaði ákaflega skýrt. Og reyndu svo að tala svo að ég skilji hvað þú segir. Ég botna ekki orð f neinu. Stúlkan lagöi höfuðið niður á borðið. — Og svo höldum við áfram. — Já. Hún hugsaði sig um andartak. Svo tyllti hún hökunni á spenntar greiparnar andartak. — Jú, sko, — það var í söngtfmanum — já og við sungum: í garðinum stendur perutré. Og svo — Maðurinn hrukkaði ennið. — Réttu mér bókina. Litla stúlkan stóð upp. Hún tók einkunnabókina og lagði hana á borðið. Þvf næst settist hún aftur á sinn stað. Maðurinn fletti bókinni óþolinmóður. Lítið hvftt um- slag datt úr bókinni. Stúlkan stökk á fætur til að ná í umslagið, en maðurinn varð fyrri til. — Hvað er þetta? Heyriðu mig hvað er nú þetta. Hann sncri umslaginu milli fingra sér. Það hafði ekki verið opnað. — Ilver á að fá þetta? — Þetta er ekki neitt. Láttu mig fá það! Láttu mig fá það, pabbi! Stúlkan teygði sig eftir hönd föðurins. — Láttu mig fá það. Maðurinn ýtti henni frá. — Viltu gera svo vel og setjast. Og það strax. Ég er orðinn þreyttur á þessu. Og hananú. Stúlkan færði sig aftur að fjærri enda borðsins. Maðurinn las utan á umslagið. — Hvern þekkir þú í Prag? — Láttu mig fá það, pabbi. — Ég var aö spyrja, hvern þekkir þú í Prag? Hver er þaö? Ilverjum ertu að skrifa þar? Viltu gera svo vel að Ieysa frá skjóðunni. — Þaö — er — kona. Maðurinn reif upp umslagið. — Kona. — Æ, nei. Láttu mig fá það. Nei. Stúlkan réðst að honum. — Pabbi þú mátt ekki lesa það, heyrirðu þaö, elsku bezti pabbi minn! Maðurinn teygði sig eftir sfgarettunum. — Ég efast ekki um ég hafi gaman af því, það geturðu bókað! Hann kveikti sér í nýrri sfgarettu. — Nú sezt þú niður og rcynir að hafa þig hæga. Og svo geturðu byrjað. Hann talaði nú lágt og rólega. — Og ef þú segir ekki sannleikann, þá skaltu eiga mig á fæti. Þá gef ég þig bara upp á bátinn í eilt skipti fyrir öll. Mundu það. Jæja, ég er tilbúinn. — Ilvað viltu vita? Stúlkan var ókyrr á stólnum. — Fyrst vil ég vita hvers konarnréf þetta er? Og sfðan geturðu sagt mér sitt af hverju: Hvers vegna ég er kallaður f skólann? 1 öðru lagi, hvers vegna sýndir þú mér ekki bókina, heldur skrifaðir undir sjálf? Og f þriðja lagi: Hvers vegna vill söngkennarinn tala við mig? Maðurinn taldi spurningarnar sanian á fingrum scr. — Og í fjórða lagi verður þú að sýna mér, hvað þú hefur verið að makka upp á sfðkastiö án minnar vitundar. Sfðast í fyrradag læstirðu þig inni á klósetti, líklega heldurðu að ég sé algert flón. Og aó lokum til að allt komist nú á hreint á milli okkar, geturðu kannski vcrið svo elskuleg að'segja mér, hvað þú hafðir fyrir stafni í þrjá daga um daginn, þegar ég var að heiman. Er þetta skilið? Ogþágeturðu byrjað. Stúlkan lét fara betur um sig. — Og á þetta að koma f réttri röð? — Já, Ilvaða bréf er þetta? — Það er bréf — bréf, sem ég átti að skrifa fyrir konu. — Hvaða konu. — Það er kona — þú þekkir hana ekki — hún er hjá konunum, sko. — Frú Tischa, sé.ég. Og hvað gerir hún hjá konunum? — Hún þrífur salérnin. En það er ekki hún, frú Tiseha. Það er nefnilega frænka hennar. — Hver er frænka hvers? — Konan sem ég átti að skrifa. — Og hvað kemur hún klóscttunum við? — Ég veit það ekki. Hún situr þar bara. — Þessi frú Tischa? — Nei, ekki hún. Frú Plaeova. — Placova? — Já, Og veiztu það — þegar hún situr bara og horfir, — sko þegar hún hlær ekki, þá er hún alveg venjuleg í framan. En þegar hún hlær, hlær hún bara með hálfu andlitinu. — Um hvað ertu eiginlega að talá? — Það er um þetta bréf, sem þú spurðir mig um. Ég skrifaði það fyrir hana. Hún getur nefnilcga ckki séð mcð hinum helmingnum. — Og fæ ég að vita, hvers konar bréf þetta var? — Ég var að segja að hún bað mig að skrifa þctta bréf. Sko. Og svo skrifaöi ég það. — Og hver á það? — Hún frú Tischa. Frænka hennar. — Og hvers vegna skrifaðir þú það fyrir hana? — Af þvf að hún þurfti að senda tösku. — Tösku? — Já, tösku undir epli. — Hver? — Auðvitað hún frú Tischa. — Sem sagt frú Tischa ætlaði að senda frú PÍacovu tösku? — Já. Bibi! Stúlkan hikaði við. — Hvað? Maðurinn einblfndi á liana. — Hvar hefurðu verið að tala við hana? — Á klósettunum. — Hvar? — f garðinum. — Hvað hefurðu oft hitt hana? — Það man ég ekki. — Svona nokkurn veginn þá? — Svona einu sinni... — Manstu, hvað ég var búinn að segja þér? Maðurinn hnyklaði brýnnar. — Já, Að ég megi ekki fara neitt meö neinum. Og ekki taka við neinu að borða frá ókunnugum. Því að hann — maðurinn Iiggur á gægjum, þar sem börn eru. Aöallega á leikvellinum. Ilann cr klikkaður. Maðurinn hlustaði á hana, án þess að hræra legg né liö. — Hefurðu séð hann? — Nei. — Hvernig veiztu það þá? — Þau voru að scgja það í skólanum. — Hvenær? — Þarna þegar þau fundu hann — hann sem sagt. Og hann hékk uppi á snaga og var dauóur, — og svo á járnbrautarstööinni fundu þau hana — sem var með mér í fyrsta bekk og var örvhent og sem var svo lítil... — Og hvað? Og hún þekkir alls ekki litina. Hún var nefnilega litblind. — Ilvað hét hún? — Jirina Barvicova. Stúlkan ók sér á stólnum. — Og þó var hún bezt í teikningu. Og einu sinni kenndi leikfimiskennarinn okkur tcikningu, því aö okkar teikni- kennari var í baði. En liann sat bara við kennaraborðið og sagði að allir mættu teikna það sem þeir vildu, bara að við hefðum ekki hátt. Maðurinn kinkaði kolli og blés frá sér reykjarmekki. — Og þegar liringdi út, þá fór hann bara og rétt skoðaði það sem við höfðum gert. Og varð bálvondur og tók allar teikningarnar með sér. Og síðan hefur hann bara kennt okkur leikfimi. — Ifvað teiknaðir þú? Ég? Stúlkan lagðist á hné í stólnum og studdi andlitið í höndum sér. — Mfn mynd var ekki orðin þurr, en ég hafði málað — svona garð. — Hvernig þá garð? — Jú, svona garð yfir næstum alla örkina, það var svona garðhlið. — Og hvað var í garðinum? — Það veit ég ekki. Það sást ekki inn fyrir hliðið. — Það var sem sé ekki almennilegur garður. — Jú, víst! Hefði maður komið inn í garðinn þá hefði niaður séð það allt. — Hvað? Stúlkan liugsaði sig uni. — Peningana. — Peninga? Peninga í garðinum? — Já. — Hvernig veiztu það? — Hvað meinarðu. — Að það hafi verið peningar í garðinuin? Það var ekki hægt að sjá inn f garðinn. — Jú, obbolítið. Gegnuin rimlana á hliðinu. — Málaðir þú peningana þar? — Nei. Þeir voru grafnir niður f jörðina. Maðurinn reykti þegjandi nokkra stund. — Gæturðu ekki sagt mér frá henni Jirinu? — Nei. \ Árni ÖIq HAUSTBYLUR Býður ærið kalda kosti kveifum grimmlegt pólarhaust. Norðanhríð með hörkufrosti hurðir skekur vægarlaust, fönnum hleður í faðmatali, fjúka þök og brotnar gler, gustar kalt um setusali, sími slitnar, rafmagn fer. Hitadælur hætta að finna, hér er hvergi yl að finna. — Fyrrum mæddi ei frost og él, fjósbaðstofan dugði vel. Yngvi Jöhannesson FRÍÐ ERU GÖMUL SKJÖL Fjarlæg reis fjallabrún, friðsælt var angantún, barnssálin opineyg á æskunnar draumateig. Á brosandi blómateig með blikandi himna sveig. Með ógleymdan upphafs frið, álengdar lífsins nið. Vályndra veðra oft velta blikur á loft með uggs og angurs él. Andar köldu frá Hel. En eilifa ástarsól æsku frá sjónarhól aldrei að fullu fól. Fríð eru gömul skjól. Jenna Jensdöttir MANNHELGI Ég er maðurinn sem veit hver er skáld og hver er ekki skáld ég hefi lokið upp sálum ykkar með lykli vizku minnar efsti dómur daga ykkar er minn dómur Ég veit hver er og hver er ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.