Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Síða 12
SJÖTTA ÓGNUNIN — STJÓRNLAUS TÆKNI Stjórnmálamenn, svo a<3 ekki sé minnzt á kjósendur, geta ekki gert sér fulla grein fyrir og þar nteó ekki heldur haft eftirlit með hinum hraðvaxandi straumi tæknilegra nýjunga. Ýmsir vís- indamenn, sem lengi hafa haft áhyggjur af efnafræðilegum, líf- fræðiJegum og geislavirkum vopnum, eru nú áhyggjufullir út af sakleysislegum framförum eins og t.d. efnafræðilegum við- aukum í matvæli — við notum yfir 2000 slík efni. Sumir hafa neitað að vinna við tilraunir í sameindaerfðafræði af ótta við að framkalla bakteríur, sem væru ónæniar fyrir eitri og gætu eytt jarðarhúum. Misreikningar hafa ekki verið óalgengir — frá thalid- omide til hönnunar flugvéla, frá skordýraeitrinu DDT til sulfa dioxid. „Rannsóknum, framförum og þróun" er ekki beint í skynsam- legar áttir. IIelminí*ur þess fjár. sem veitt er til rannsókna, fer til hernaðarlegra hluta, og megin- hluti hins lil aö finna yfirborös- kenndar endurbætur á söluvarn- ingi eða til geimferöa að meira eða minna leyti vegna þjóðar- stolts og samkeppni I þvi. Um tveimur prósentum er varið tii hinna sérstöku þarfa íbúa suður- hluta heims. Rannsóknir, er varða akuryrkju í hitabeltislöndum og tæknivandamál i þvi sambandi, eru háðar fjárvana sjóðum. Við flytjum hjörtu á millum manna, á meðan flesta samferðamenn okk- ar skortir nauðsynlegustu lyf. SJÖUNDI ÓVINURINN Mannlegt og stjörnmálalegt val kveður á um, hvort tæknilegum möguleikum sé beitl. Ef til vill er hugsanlegt, að hver hinna sex ópersönulegu ógnana sé afstýran- leg tæknilega séð og að við getum fundiö leið einhvern veginn til þolanlegrar framtíðar með sam- stilltum, öflugum aðgerðum. En þó eru þessar hættur mjög þétt samofnar. Sumar lausnir kalla frant ný vandamál: sigurinn yfir bölusólt og mýrarköldu jók á hæltuna á offjölgun mannkyns- ins. Sumar ráðstafanir bera ekki árangur fyrr en eftir áratugi. Höf- um við tíma til að bíöa? Eða vilj- ann? Eða getu til að hrinda slíkum áætlunum í framkvæmd? Eitt helzta einkenni hins sjö- unda óvinar er hin siðferðilega blindni okkar. Við á noróurhlutá heims erum meira eða minna aö- gerðalaus vitni að átakanlegri ör- birgð í suðurhlutanum, sem viö myndum ekki þola i okkar eigin þjóðfélögum. Við muldrum eill- hvaó um, að hver sé sjálfum sér næstur og snúum okkur burt vandræðaleg. Hugsjón hins sam- eiginlega mannfélags hefur ekki enn náö fullum þroska nieðal jaröarbarna. Ef til vill cr það mínna að kenna ágirnd og sjálfs- elsku en tregðu og sljóleika. Okk- ur hefur ekki tekizt að skilja til fulls, að hinn sameiginlegi vandi mannkynsins er ekki lengur kenning eða kjörorð. Annað einkenni sjöunda óvin- arins er hið alvaiTega tregðulög- mál hinna ráðandi stofnana okk- ar, þjöðlegra sem alþjóðlegra. 1 klunnalegri stærð sinni og flók- inni samsetningu verða þær eins og gigtveikar manneskjur. Erfitt er að komast áfram, en það tekur langan tíma og það þarf að gæta mikillar varúðar, ef á að breyta um stefnu eða snúa sér við. Að gera upp á mllli valkosla er marg- brotið vandamál, hagsmunir rek- ast á, máttur og meðul éru tak- mörkunum háð. Hagsmunum, sem helgast af hefð, verður trauðla haggað. Hinir andleg^ eða vitsmunalegu erfiðleikar einir eru geipilegir. Svo að skammtíma lausnir eru nógu torveldar, til þess að hinar varanlegu verði að bíða á tillögustigi. Það er engin furða, þó að „meistaralegt að- gerðaleysi" virðist oft vera örugg- asta leiðin. Ríkisstjórnir okkar sjá lítið samband milli velmegunar norð- urhluta heims og örbirgðar suður- hlutans. „Enginn," sagði Ford, forseti, í Detroit í september s.I., „getur gert sér að fullu grein fyr- ir því tjóni og þeim geigvænlegu afleiðingum, sem það mun hafa í för með sér, ef þjóðir neita að deila auðlindum náttúrunnar með öðrum þjóðum í þágu alls mann- kyns.“ Hann átti við hina meintu ágirnd Arabaþjóðanna í krafti olí- unnar, en ekki hina feikilegu neyzlu 4m<:‘ríku á öllum sköpuð- um hlutum. Ibúar suðurhluta heims kunna að meta þau gæði, sem við njót- um, þótt við viljum ekki telja þau fram: hinn norölægi minnihluti neytir allt að 85% margra lífs- nauósynlegra vara, sem sumar hverjar koma aöallega frá suður- hlutanum. Eflir því sem bilið breikkar milli ríkra þjóða og fátækra og hungrið sverfur að, hlýtur reiði, tilkall og heimting og þar með þrýstingur af hálfu hinna fátæku að aukast. Milljónir hinna landlausu öreiga eru þegar að yfirfylla, svo að til stór- vandræða horfir, margar borgir, sem áttu viö yfriö nóg að stríða fyrir: Caleutta, Lagos, Rio, Jakarta, Manila og tugi annarra borga. Víða munu byltingarmenn reyna að velta sínum eigin stjórn- endum úr sessi. Agirnd er ekki bundin einvörðungu við norður- hluta heims: innan við 10 af hundraöi íbúa i mörgum rikjum í suðurhlutanum eiga allt að 40 af hundraði þjóðarauðsins. Spilling er mikil, og mestur hluti hagnaðarins af hinum nýju en dýru nútíma aðferðum, sem beitt er í landbúnaði, rennur tíl hinna auðugu jarðeigenda. Þeir einir geta fengið bankalán. Endur- bætur í landbúnaði eru knýjandi, en háskalegar — Allende var drepinn, þegar hann reyndi að koma þeim á í Chile. Hinn strangi agi í sumum stjórnkerfum eins og í Kina hefur borið mikinn ár- angur, þótt hann væri dýrú verði keyptur á sinn hátt, en ósennilegt er, að víðtækar breytingar séu væntanlegar á svipuðum grund- velli. Margar rikisstjórnir í suður- hluta heims eru að verða enn borgaralegri en áður. En alla vega munu vanþróuðu rikin halda áfrant að krefjast rót- tækrar breytingar á skiptingu á auöi heimsins. 1 fyrstu stór- hækkaðs verðs á útflutnings- vörum sínum. Þau eru þegar farin að ntynda auðhringa eða einokunarsamtök eins og t.d. varðandi olíusölu. í öðru lagi neyðarhjálpar í formi kornvara og áburöar. I þriðja lagi viðtækr- ar fjárniagnsaðstoðar og tækni- legs stuðnings, enda þott slíkt hafi verið og verði oft misnotað og fari að ýmsu leyti i súginn. Ef við streitumst á móti hinni friðsamlegu ásókn, megum við búast við því fyrr eða síðar, að gegn okkur verði hafið ,,stríð end- urskiptingar auðsins" annaðhvort allsherjar eða nteð skæruhernaði. Kröfurnar um alheims réttlæti munu verða studdar röksemdum og vígorðum varöandi hcfnd i garð auðugu þjóöanna vegna fyrri • • suðurhlutans eru sundraðar vegna stjórnmálaskoðana, sögu- legs fjandskapar, trúarlegs og kynþáttalegs metnaðar og af gagnkvæmum ótta og tortryggni. I Vietnam og Kambódíu hefur verið barizt fram til þessa. Miðausturlönd eru púðurtunna. Risaveldin tvö halda áfram vig- búnaðarkapphlaupinu þrátt fyrir allt afvopnunartalið. Sam- einuðu þjóðirnar eru í upplausn. Sumar ríkisstjórnir eru of veikar eða óáreiðanlegar til þess að hægt sé að semja við þær i alvöru. Bæði sem veitandi og þiggjandi getur hver þjóð óttazt, að varnir hennar gagnvart óvinum sínum muni veikjast. Sú ríkisstjórn, sem freistast til að taka upp stefnu fórnarlundar, á hvarvetna mikið i hættu heima fyrir. Hún myndi mæta heiftar- legri andspyrnu, sérstaklega á tímum dýrtíðar og verðhruns, og þess yrði vissulega krafizt af henni, að fyrst leysti hún erfið- ustu innanlands vandamálin. Aðeins það myndi valda stjórn- málalegri ókyrrð. Hvaða ríkis- stjórn í norðurhluta heims myndi voga sér að fylgja slíkri stefnu? Hin brezka? Við erum betur settir en flestir aðrir. Við eigum nóg þrátt fyrir erfiðleika okkar. Vegna Samveldisins þekkjum við suðurhlutann vel og vitum sitt- hvað um aðstoð. Við erum ekki eins viðkvæmir fyrir kynþáttum og margir aðrir og tölum auðveld- asta tungumálið. Stjórnmála- menn okkar eru tiltölulega vel upplýstir, og við höfum nánastra hagsmuna að gæta varðandi utan- ríkisverzlun og festu i alþjóðantál- um. Við erum sagðir bregðast prýðilega við ögrunum. Dean Acheson 'skapraunaði okkur, þeg- ar hann sagði, að Bretar hefðu glatað heimsveldi sinu án þess að finna sér nýtt hlutverk í staðinn. Gæti eitthvað veriö til i þessu? Eybyggja-hugsunarhátturinn og þröngsýnin voru áberandi i síð- ustu kosningabaráttunni hjá okk- ur. Stjórnmálamenn vita, að „að- stoð við erlend riki“ verkar ekki vel á kjósendur. Stjórnmálahorfurnar kunna að nýlendustefnu þeirra og meints arðráns þeirra, sem eigi að halda áfrant. Ef ríkisstjórnirnar í suóur- hluta heims aðhafast ekkert, munu hryðjuverkasveitir gera það. En enn um skeið mun frum- kvæðið verða í höndum þróuðu ríkjanna í norðri. Vestrænu ríkin og olíufurstarnir eiga enn eftir að leysa þann mikla vanda, sem oliu- peningarnir valda fjármála- og viðskiptakerfi heimsins — þótt það sé að mestu unniö i þeirra eigin þágu. Bæði þau og austrænu ríkin skelfast tilhugsunina um ntinni hagvöxt, sent þó er aðeins einn liðurinn i þeirri langtima áætlun um framtíð heimsins, sem við sennilega þurfum að fallast á. Skyldu þeir að minnsta kosti geta komið sér saman um ákveðna stefnu varðandi aðstoð íbúa norðurhluta heims við íbúa suóur- hlutans í bráðustu neyð þeirra? Snögg fjórföldun aðstoðarinnar við vanþróuðu löndin myndi skapa vonir. (I reyndinni hefur aðstoðin farið minnkandi.) En jafnvel þetta myndi krefjast meiri alþjóðlegrar samkenndar en nokkurn tíma hefur þekkzt í sögunni. Sé litið á fyrirsagnir heimsblað- anna í dag, sýna þær, að þjóðir norðurhluta heims jafnt sem SFfellt fullkomnar! vopn hrann- ast upp um heimsbyggðina. Hvert verður þeim stefnt, hvar verður þeim beitt? Menn sjá nú fyrir sér þá ógn, að ofbeldis- flokkar komist yfir kjarnorku- sprengju; því verði ekki trúað I fyrstu og einhverri borg verði fórnað. Menn sjá lika fyrir sér þá hættu. að auðug herveldi reyni að taka með vopnavaldi ollulindir, þega orkuskortur fer að sverfa að. Eítir Ronald Higgins - Síðari hlnti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.