Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Blaðsíða 13
vera daprari en allt þetta bendir til, þegar á heildina er litið. Það er ekki að marki tekið mið af persónulegum breyzkleikum, spillingarhneigð manns eins og Nixons, vanmætti manns eins og Fords eða óútreiknanlegum eitur- spýtingum manns eins og Amins. Og ekki er heldur gert ráð fyrir neinu á borð við ný sprengigos vitstola vonzku eins og nasismans á örvilnuðum tímum. Næstu áratugir gætu gefið til- efni til skyndilegs miskunnarleys- is, í norðri eða suðri, af „illri nauðsyn". Umræður um það, hvort „hagkvæmt og nauðsyn- legt“ myndi reynast fyrir vest- rænu ríkin að hertaka olíulindirn- ar í Miðausturlöndum, hófust þeg- ar eftir að oliukreppan byrjaði. Slíkt hefði getað hrundið af stað kjarnorkustríði milli austurs og vesturs. Norðrið gæti því með leynimakki reynt að ná yfirráðum yfir suðlægu auðlindasvæði og síðan reist öflugan varnarvegg um forréttindi sin. Það gæti ákv- eðið að veita aðeins þeini stjórn- um aðstoð í suðri, sem framfylgdu hinni ströngustu stefnu varðandi offjölgun íbúanna, þar sem til dæmis væru ákvæði um lögþving- aðar ófrjósemisaðgerðir eða aflíf- un „óleyfilegra" afkvæma. Þetta myndi valda hungursneyð í öðrum löndum, sérstaklega víða í Suður-Asíu. Myndi þaó, ef ekk- ert annað kæmi til, leysa mann- fjölda- og fæðu-vandamálið? Ekki einu sinni að tölunni til: flestar fjölskyldur láta hungrið ganga jafnt yfir alla, svo að fleiri lifa áfram máttvana og sjúkir en jarð- aðir eru. Hið sama gildir einnig að minnsta kosti urn venjuleg stríð, sem drepa allt of fáa. Milli 1939 og 1945 drápust í heimsstyrjöld- inni síðustu um 30 milljónir manna af hennar völdunt — sem er innan við helmingur árlegrar aukningar mannfjöldans nú. En þó er það nú svo, að heimurinn okkar er ekki lengur þannig, að heil landsvæði og þjóðir geti talið sig algjörlega örugg. Nú er hægt að ógna iðnaðarsvæðunum í norðri og þar með viðkvæmustu og lifsnauðsynleguslu hlutum í tilveru íbúanna í norðri. 1 fyrstu lotu átakanna kann að virðast svo sem mest eyðilegging hafi orðið í suðri. En suðurbúar verða ekki úr leik. Þeir geta lifað af litlu og þekkja ekki mikið ann- að. Hversu mikið tjón, sem þeir bíða, eru þeir visir til að lifa það af fram að næstu lotu vegna hins mikla mannfjölda og hinna ein- földu búskaparhátta, og þá — eða í þriðju lotu — er sókn þeirra gegn norðurbúum væntanlega samstillt og árangursrík. Hið hörmulega í þokkabót er, að ef reikningsskil jarðarbúa gerast með langvinnum átökum fremur en með snarlegu samþykki norðurbúa, þá verður það aðeins til að auka á ógnirnar sex. 1 ljósi þess hafa því margir hinna frjáls- lyndustu ntanna farið að velta fyr- ir sér áleitnum spurningum um stjórnmála- og efnahagsástand heintsins um þessar mundir. Hvað getum við sem einstak- lingar gert til að gera slíka fram- tíð sem þessa ofurlítið ósenni- legri? Einfaldasta svarið er að minnka neyzlu, eyða minna, láta duga og gera við, breyta mataræð- inu og svo framvegis I þeirn dúr. En þótt þessi atriði séu mikils virði, þá nægja þau þó ekki. Við verðum að minnsta kosti að reyna að fá ríkisstjórnir til að hugsa hið óhugsanlega. draga úr forréttind- um sínum — og okkar sjálfra. Margir samtíma rithöfundar eins og t.d. Ivan Illich, Fraser Darling og E.F. Schumacher eru þeirrar skoðunar, að uppruni kreppunnar i heiminum sé sál- ræns eðlis, en ekki aðeins tækni- legs eða stjórnmálalegs. Þeir telja, að við þurfum að endurmeta ýmsar af grundvallarhugmyndum okkar. Þeir hafna engan veginn aðgjörðum, en segja, að þær þurfi að eiga rætur i einhverju djúp- stæðara en hinum hefðbundnu siðalögmálum okkar eða eigin- hagsmunum tegundarinnar. Sú röksemdafræsla, sem mér finnst sannfærandi, byggist á þeirri grunsemd, að hugsanir Framhald á bls. 14 HAGALAGÐAR DYSIN VIÐ GRAF- GILIÐ Eftir sögn Ilelga Eyjólfs- sonar og Björns Jónssonar. Það mun hafa verið um 1970, að vegabætur stóðu yfir í Borgarfirði eystra. Rétt utan við bæinn Geitavík er svonefnt Grafgil, sem vegurinn ligg- ur yfir í átt lil Héraðs. A eystri barmi gilsins er lág grasi gróin hæð á móabarði. Ilæð þessi liefur verið taliu dys, þótt uin hana séu engar sagnir svo niilifandi nienn viti til. Nú átti að rétta veginn eitthvað af, þvf að þarna var bugða á honum og blindhæð. Einnig átti að ýta burtu hinni lágu hæð svo síður skefldi á veginn. Ytustjóri var ntaður að nafni Friðmann frá Meðalnesi f Fellum. Þegar hann hóf vinnu þarna við Grafgilið og liafði tekið eina sköfu ofan af hinní lágu hæð, kont dálftið atvik fyrir. Þegar hann ætlar að halda áfram verkinu og byrja aðra untferð, kemur yfir hann einln erskonar stjarfi svo honuni finnst hann ekki geta koniizt áfram. Þetta endaði með þvi, aö hann neitaði algjörlega aö 'ryðja hæð þessari burlu. Enginn vildi heldui verða til að ganga i þetta svo liæðin stendur þarna enn f dag með dokk i kollinum. Helgi Eyjólfsson heitir ntaður og býr í liúsi þvf er Artiin lieitir á Byggðinni. Hann er maður listrænn, hug- uII á gamla gripi og völundur. Einnig liefur hann mikinn áhuga á fornminjum. Ilelgi fékk fljótt áhuga á þessari dys og gröf þar niður. Þarna kom hann niður á þró úr ratiðum steinum. Stærð þróar- innar svaraði til þess, aö mannslíkami hefði getaö livílt þarna. Ekkert sást f þrö þessari, sem benti til beina eða neinna niinja. Ekki hreyföi Ilelgi við þrónni og sléttaði vandlega yfir aftur. svo þar er allt ineð sömu umnterkjum. Ekki virðist vafi leika á þvf, að þrö þessi er mannaverk og steinarnir fluttir þangað úr gilinu. Þróin snýr f austur og vestu r. Ilugsanlegt er að grafið liafi verið í dys þessa í leit að gripum eða vopnum, en að grafarræningjar fari að lireinsa liurtu liein. er ekki IriVlegl og engar sögur liefi ég um slfkt. Aftur á möti gadi sú skýring staöizt, að þarna hefði maður verið heygður rétt fyrir kristnitöku. en síöan verið grafinn upp og fluttur í vfgða inold. Þrátt fyrir bústaðaskiptin bendir atburður þessi til. að maiiiiiiium hafi verió sárt uni þessa dys sína og i iljað að hún va*ri óhreyfð. Halldör Pjetursson tök saman FRA ÁSÓLFI GOÐA Asólfur hét maður göfugur og ættstór og blötniaður mik- ill. Ilann för frá Noregi til lslands siiemma á landnámstíð fyrir ofrfki Haralds hárfagra sem margir aðrir. Asölfur kom út á Ströndum, niá vera í Skeljavík eða Reykjavík. utan við Kleifar á Selslrönd, þvf aö þar var áður skipalagi. Þá voru vfða nuniin beztu löndin. Asölfur nam nokkurn hluta Bjarnarfjarðar og dal þann sem kallaður er Goðadalur og kenndi við goð þau er liann blótaði. Þar reisti liann bæ og bjó til elli. Ilann lét reisa hof mikið á bæiiuui. Asölfur \ar höfðingi mikill og liafði héraðsstjórn norður þar. Ilof Asólfs var reist yfir fossi þeim er hann taldi lielgan vera og kallaði Goðafoss. Þegar vanda- mál bar að hönduni, |>á leiluðu nienn úrskurðar hans þvi að hann var spakur að viti og lög- fröður. Asölfur varð maöur gamall og er hann fann dauða sinn nálgast skipaði hann hús- körlum sfnum að kasta goða- Ifkneskjiinum f fossinn og gerðu þeir svo. Hugðu nienn að liann ællaði síðan að húa undir fossinuin. Andaðist liaiin síöan og var heygður að fornum sið og lýkur hér Irá lionuin að segja. ( Það þykir líklegl að brot þetta af Asölfi sem að ofan er ritað. sé úr lengri sögu sem nú niuii vera með iillu týnd eins og svo margar siigur aörar. sem ritaðar liafa verið. Saga þessi er rituö eltir Jöni Jóus- syni á Skarði.) Bylgjan blið Framhald af bls. 4 — Jirina? — Jú, hana fundu þeir á járnbrautarstöð- inni. 1 fatageymslunni. Þvf að þar lá hún — skorin f þúsund mola. Maðurinn hallaði sér fram. — Ilvað þá? — Jú, þarna í töskunni. — I töskunni. Skorin f stykki. Maðurinn leit aftur á telpuna lengi og hugsaði. Um stund sagði hann ekkert. — Nú, það er sem sagt svona vitleysa sem hún frú Placova er að segja þér. Hann fitlaði við umslagið. — Eða var það fleira? — Pabbi! Nei! Þú mátt ekki lesa það. Heyrirðu það! — Og hvers vegna ekki? Hvers vegna leggurðu svona mikið uppúr að ég lesi það ekki. Segðu mér það. — Pabbi minn, viltu nú ekki gera það fyrir mig að lesa það ekki? — Auðvitað ætla ég mér að lesa það. — Má ég ekki frekar segja þér það! —Segðu mér til dæmis hvers vegna þú hcfur ekki sent það? — Vegna þess — ég átti ekki frfmerki. — Konan Iét þig fá bréfið án þess að setja á það frímerki? — Nei. — Lét hún þig ekki fá peninga fyrir frímerki? Stúlkan svaraði ekki. — Sem sagt, hún lét þig fá peninga fyrir frfmerki og f stað þess að kaupa þá frfmerki og senda bréfið — hvað þá? Stúikan yppti öxlum. Maðurinn kipraði augun. — Heyrðu mig nú, Bibi. Veiztu, hvað maður kallar svoleiðis? Ilann hikaði andar- tak. — Nú, veiztu það ekki. Það er kallaður þjófnaður. Stúlkan horfði niður fyrir sig. — Þjófnaður. Þá hefurðu það. Hvað gcrðir þú við peningana? Stúlkan svaraði ekki. — Hefurðu eytt þeim sjálf? Maðurinn talaði lágróma. — Þú hefur notað þá sjálf. — Nei. Ég — bara týndi þeim. — Geturðu svarið þú hafir týnt þeim? — Já. — Mér finnst þetta harla skrítið. Áttu kannski ekki peninga sjálf í sparibauknum þfnum. Hvað hefurðu sparað mikið. Komdu með sparibaukinn þinn. — Nei — pabbi. Maðurinn hrukkaði cnnið. — Ilvað á það að þýða. Náðu í sparibaukinn f einum grænum hvelli. Og strax, hcyr- irðuþað. — Ég skal gera það — pabbi þú mátt ekki lesa bréfið — þú mátt það ekki — Hún skalf frá hvirfli til ilja. — Ég skal segja þér þetta allt. Augu hennar fylltust tárum. — Hvað er þetta eiginlega? Maðurinn bandaði frá sér með hendinni. — Segðu eitthvað. Af hverju varðstu svona hrædd? Segðu mér það. Bibi. Lfttu á ntig. Ilann lagði sfgarettuna f öskubakkann og stóð upp. — Hvar er vasaklúturinn þinn? — Ég á engan. Ilún hikstaði og neri rauð augun með litlum lófum. Maðurinn þerraði tárin. — Svona. Það er laglcgt að sjá þig eða liitt þó heldur. Sjá hvað nefið á þér bólgnar upp. Það er ekki sjón að sjá þig. Telpan reyndi að hlæja. — Jæja, við höldum áfram þar scm frá var horfið, sagði maðurinn. Stúlkan hvarflaði augum að umslaginu — Ertu búinn að lesa það? — Þegiðu nú? Ilvenær skrifaðirðu þetta bréf? — Það var á föstudaginn... — Föstudaginn, einmitt. Og hvað gerðir þú á laugar- daginn? — Þá var ég hcima. — Allan daginn? — Já — — Ber að skilja það svo að þú hafir ekki farið í skðlann? — Jú, éggerði það. — Ilvað varstu lengi í skólanum? — Til hádegis. — Og hvert fórstu svo? — Heim. — Án þess að hafa borðað hádegisverð? — Nei, ég borðaði sko f skólaeldhúsinu. Maðurinn kinkaði kolli. — Einmitt. En svo við víkjum aftur að bréfinu. — Hún, frú Plaeova. hún las sem sagt fyrir, livað þú ættir að skrifa: að frú Tischa ætti aö senda tösku, sem ætti að nota f sérstökum tilgangi. Og hvað svo? — Ekkert fleira. Maðurinn hló. — Og gætir þú þá sagt mér, hvers vegna bréfið er svona mikiö leyndarmál, að ég má ekki einu sinni lcsa það? — Nei! Nei, pabbi! Þú mátt ekki lesa þaö! Stúlkan stökk upp og rak hnéð f borðröndina. — Hvað stendur f bréfinu? Og segðu sannleikann. Stúlkan ýtti stólnum aftur á bak. — Ég vek athygli þfna á þvf að þolinmæði mfn er senn á þrotum. Allir aðrir feður væru fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Og það er engin furða. Því að það er svei mér sjaldgæft að rekast á svona útsmoginn krakka- anga. Krakki sem lýgur upp f opið geðið á inanni. En ég ætla mér ekki að una við þetta. Það máttu svo sannarlega vera viss um. Þú skalt vita að ég er búinn að sjá hvernig þú ert innrætt, Bibi. En ég tala kannski ekki alltaf um þaö. Vegna þess að mér sárnar það af þvf að ég er faðir þinn. Þú hefur valdið mér mikilli sorg, Bibi, ég get ekki annað sagt. Stúlkan horfði dapurlega niður fyrir sig. — Ilvers vegna er ég beðinn um aö koma f skólann? Litla telpan ba'rði vandra'ðalega á sér. — Vegna þess — Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.