Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1975, Side 15
UNDANFARNAR vikur hefur það komið fyrir æ ofan í æ að íslenzkir bátar hafa verið teknir að ólöglegum veiðum innan fimmtíu mílna mark- anna. Landhelgisgæzlan hefur verið býsna vel á verði og fært sökudólgana til hafnar og þeir hafa flestir hlotið dóma, eins og rétt er og sjálfsagt. Hins vegar kemur víða fram sérkennilegt viðhorf íslenzkra sjómanna og annarra borgara í málum sem þessum; reiði og gremja gerir vart við sig þegar tslenzkir bátar eru teknir í land- helgi. Menn gerast stóryrtir i blöðum og tala um „ofsóknir" af hálfu Landhelgisgæzlunnar. EFIRLIT EÐA OFSÖKNIR Þvílíkar yfirlýsingar eru vitaskuld út í bláinn, eiga sér enga stoð og það má hver maður sjá. En einhverra hluta vegna er svo háttað, að sé erlent skip staðið að veiðum, rís mótmælaalda gegn þessu svívirðilega athæfi um landið allt. Menn mega þá ekki vatni halda af vandlætingu yfir þessum erlendu þrjótum, sem eru að stela fiski frá okkur. Aftur á móti líta sumir svo á, að láta eigi það nánast óátalið þótt íslenzkir bátar veiði innan landhelgi og sú skoðun er mjög almenn meðal margra sjómanna, eins og dæm- in hafa sannað. Sömu lög gilda ekki um þá. En þó væri enn ríkari ástæða til að islenzkir sjómenn virtu lög sín. Það er málstað okkar til mikils vansa bæði gagnvart sjálfum okkur og erlendum þjóðum, og hlýtur óhjákvæmilega að veikja friðunarbaráttu okkar, ef islenzkir sjómenn telja sig yfir það hafna að fara að lögum. Lögbrot erlendra fiskiskipa eru vítaverð og óafsakanleg, en hliðstæð lögbrot islenzkra eru ekki síður gróf og vottur um svo fullkomið virðingarleysi fyrir eigin landslögum að engu tali tekur. Eftirtektarvert er að oft sýnist sem svo að fólk líti ekki á landhelgisbrot islenzkra báta sem alvörulögbrot. Talað er af einfeldnislegri aðdá- un um hörkudugnað og sjálfsbjargarviðleitni og það hlakkar i sumum þegar það kemur fyrir að kveðin er upp sýkna yfir islenzkum bát. En ekki hef ég orðið þess vör að talað sé af mærð um þjófa, sem stöðugt eru að brjótast inn og stela og ræna og rupla, og mætti þó ekki flokka það athæfi undir sjálfsbjargarviðleitni líka? Inn- brotsþjófar á landi njóta þó engan veginn sömu ástsældar og síbrotamenn á sjó. Ef við ætlum okkur i einhverri aivöru að fylgja fram tvö hundruð milna landhelgi með haustinu og krefjast þess að erlend skip virði landhelgi okkar, er lágmarkskrafa að okkar eigin menn séu ekki stöðugt að gerast brotleg- ir. Það er þá ekki mikil alvara í staðhæfingum okkar um verndun fiskistofna ef sjómennirnir sjálfir geta ekki verið þarna í forystu, bæði í hugarfari og gerð. Jóhanna Kristjónsdóttir. pjúösagan Myndskreyting: Elías Sigurösson Skrímslið í Grímsey Einn dag að vori til var mjög gott veður í Grímsey og glaða sólskin, og fóru því mörg börn upp á eyjuna til að leika sér. Þau komu þar að, er dýr eitt lá, mjög stórt, með ákaflega langan hala. Það lá á hliðinni og sleikti allt sem það náði til með tungunni; en börnin komu ekki svo nærri því, að það næði með tung- unni til þeirra. Þegar þau komu heim, höfðu þau gleymt þessu að mestu. Þó minntust þau á það seint um kvöldið, en þá var orðið svo dimmt, að ekki tjáði að grennslast frekar eftir dýrinu. Um morguninn var farið þangað, er börnin höfðu séð skrímslið; var það þá horfið, en svart bæli sást, þar sem dýrið hafði legið, sviðið ofan í rót. Það fylgdi sögunni, að skrfmslið hefði ekki getað hreyft sig, meðan sólskinið var. (Ó.D.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.