Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Blaðsíða 6
 i i I í I •i J Með haustinu kemur út bók hjá Ragnari í Smára. Þetta er bók eftir íslenzkan kvenhöfund, Ragnhildi Ólafsdóttur, sem fram undir fimmtugt var „venjuleg" húsmóðir f Danmörku og hefur aldrei áður gefið neitt út af skáld- skap eða öðrum fagurmcnntum, heldur unnið á heimilinu og utan þess þegar svo bar undir. Hún hefur þó skrifað frá ungum aldri, reynt að koma sumu á framfæri hjá útgefendum, en þeir jafnan verið uppteknir af öðrum verk- efnum sfnum. Ragnhildur er ein 16 systkina frá Vindheimum f Tálknafirði, var ung á Laugar- vatnsskóla, en fór tvítug út í heim og staðfestist þar við húshald, — stríðsárin í hersetnu landi, þar blóð flaut á götum. Höfundurinn hefur skrifað ýmislegt fleira en þá bók sem út kemur á Islandi í haust: balletta og mfmuleiki og fleiri skáldsögur og vinnur Ifka að verkefnum nú. Bók hennar, Forfald, Hrörnun, sem út kom f fyrrasumar hjá for- lagi Pouls Andersens, hefur fengið ágæta dóma vandlátustu rýnenda og blöð f Danmörku hafa keppzt um að hafa viðtöl við höf- undinn og lýsa þessari óvenju- legu sögu, sem er ekki skáldsaga og ekki heimildabók, heldur raunsæ, — og þó f jarstæð lýsing á innhverfunni, þar sem tómleik- inn ríkir, og miskunnsami Sam- verjinn á sjaldan leið um. Óvenjuleg bók Bókin fjallar um allmargt gamalt fólk á sjúkra- og elli- heimili, um hagi þessa fólks, ein- manaleika og það óréttlæti sem því er boðið. Það getur ekki þrifið sig, á í erfiðleikum að fylgjast með því sem fram fer; en fyrst og fremst eru það þó nánustu ætt- ingjar þessara sjúklinga, sem hafa skilið þá eftir í þessum bið- sal dauðans, án þess að vitja þeirra, nema til að hafa eitthvað út úr þeim ef það er hægt. Þar er t.d. gömul kona, sem kemst að því að á heimilinu er aldraður maður, sem á sínum velmektardögum var frægur óperusöngvari. Hún verður „ástfangin" af honum og nokkru síðar, óvænt, er hún flutt f einkastofu. Smám saman rennur það upp fyrir henni, að herbergið, sem hún fékk, var herbergi óperusöngvarans. Hann hlýtur því að vera dáinn. Og það er sagan um gamla manninn, sem hafði gifzt ungri stúlku. Það er sagan um, hvernig hún giftist peningun- um hans og dregur hann á tálar í öllum efnum. Bókin er átakanleg lýsing á lífi þessara gömlu manná og kvenna, sem hafast við I þessari biðstöð. Lýsingarnar eru oft bráðfyndnar og höfundurinn beitir ættingja og aðstandendur gamla fólksins oft nöpru háði. Verkið er ekki í sjálfu sér nein ádeila á stofnanir, sem geyma gamalt fólk, þar til það deyr. Og það er ekki ætlunin að sýna fram á að þetta gamla fólk glími við nein sérstök vandamál. En lýst er, hvernig þessar mis- veiku og hrörnuðu manneskjur verða einar að berjast við allt: eigið bjargarleysi og hrörnun, geðillsku félaganna, gigtina, sjón- leysið eða aðra sjúkdóma. Gaml- ingjarnir eru bæði bjartsýnir og tortryggnir, þrá samfélag annarra Rabbað við og um Ragnhildi Ólafsdóttur rithöfund í Danmörku FA AÐ DEYJA LIFANDI EFIR BRAGA KRISTJÓNSSON og vísa því jafnframt á bug. Þessi síðustu ár þeirra eru sýnd í bók- inni sem samfelld sorgarsaga, þar sem baráttan við sinnuleysið og miskunnarleysi eigin afkvæma er oft átakanlegt. Óhugnanlegt afskiptaleysi — Ég hef unnið við hjúkrun mörg undanfarin ár, segir Ragn- hildur Olafsdóttir. Þau sex ár, sem ég vann við hjúkrun á deild fyrir gamalt, veikt fólk, hugsaði ég á hverjum degi: bara að ég verði aldrei gömul Ég hafði ekki hugmynd um, að svona hræði- legur einmanaleiki og örvænting fyrirfyndist og ég hafði ekki látið mig dreyma um, að hægt væri að gera svona lítið úr fólki með því að láta það liggja afskiptalaust í rúminu. Það hefði verið til mikilla bóta fyrir þetta gamla og veika fólk, ef einn starfsmaður á þessari deild hefði verið látinn ganga um meðal sjúklinganna, tala við þá, dútla eitthvað með þeim, taka utan af epli fyrir þá og segja við þá nokkur orð. Hvað eftir annað sögðu þeir hálfgrátandi: Farið nú ekki strax frá mér, talið aðeins við mig. En það var ekki hægt. Það varð að vinna þessi tilætluðu störf og maður varð að yfirgefa þá. Margir hafa spurt mig, af hverju ég hafi skrifað þessa bók og lýst þessum sjúklingum, ytra og innra lífi þeirra á elli- og sjúkrastofnun. Og ég get ekki öðru svarað en þvf: þessar manneskjur eru svo hræðilega af- skiptar, að mér ber skylda til að minna á þær og vandamál þcirra. Það hlýtur og verður að vera hægt að bæta hag þessa fólks, það getur ekki verið réttlátt að láta svona marga finna að þeim sé algerlega ofaukið — til einskis nýtir, þótt þeir séu gamlir og veikir. Ég skrifa þessa bók fyrir þá gömlu, fyrir börnin þeirra og aðra ætt- ingja og fyrir þá, sem eiga að annast þetta fólk og líka fyrir okkur hin, sem verðum gömul. Það standa rnargir í þeim sporum að verða einhverntíma gamlir... Það væri mjög æskilegt, að fleiri ættingjar gamals fólks á elli og sjúkraheimilum reyndu að lífga oggulítið meira upp á tilveru þessara nánu ættingja. Gefa lífi þeirra pínulítinn tilgang. Hvað sem væri: stoppa í sokka jafnvel, hjalpa ofurlítið til með eitthvað, bara ekki þessa köldu einangrun, sem verður til þess að þeir gömlu visna upp og eru útilokaðir frá lífinu sjálfu, löngu fyrr en því er lokið. Ættingjarnir oft miskunnarlausir Það er ekki þjóðfélagið, sem ég tel að eigi aðalsökina á því, hvern- ig búið er að þessum ntanneskj- um. Það eru miklu fremur nánustu ættingjar þeirra, sem vilja gleynta feðrunt sínum og mæðrum, eða í mesta lagi heimsækja gamlingjana til að reyna að hafa eitthvað út úr þeim. Sumir meira að segja skammast sín fyrir fólkið sitt, gamalt og veikt. Þessvegná er ætlazt til þess af starfsliðinu að það láti þessum gleymdu einstaklingum í té þá umhyggju og hlýju, sem þeir þarfnast. En það er hægara sagt en gert, því að starfsliðið er jafn- an fáliðað og rétt miðað við kröf- ur þess opinbera, en ekki á neinn hátt við andlegar þarfir einstakl- inganna. Margir hinna gömlu falla alveg saman, þegar þeir koma á elli — eða sjúkraheimili. Og ef maður reynir ekki að uppörva þá og gleðja, þótt í litlu sé, sökkva þeir oft djúpt niður í þunglyndi, víl og annarlegt ástand, hætta jafnvel alveg að reyna að hafa samband við meðbræður sína. Mér finnst að það ætti að leyfa fólki að deyja lifandi. Hrörnun manneskjunnar, and- leg og líkamleg, tómleikinn, veikl- un ellinnar og sjúkdómar sem fylgja í kjölfar uppgjafarinnar eru óttalegir. Mörgum hinna gömlu finnst líka að þeim sé ger- samlega ofaukið. En auðvitað bý ég ekki yfir neinu albatalyfi á þessu sviði. Ég leyfi mér aðeins að benda á hve slæmt ástandið getur orðið. Það er heldur ekki nein lausn að láta þetta veika og gamla fólk búa hjá sinum nán- ustu. Við verðum auðvitað að hafa elli- og sjúkraheimili. En fyrir mér vakir að benda á hve geysilega þýðingu það hefur fyrir gamla fólkið að hafa áfram eðlileg samskipti við ættingja sína, þótt það sé komið í þennan biðsal. Ættingjarnir eru nú oftast nær hið eina, sem eftir er af til- veru þeirra. Það er sárt fyrir gamla manneskju að leysa upp heimili sitt og flytja með eina vekjaraklukku á gamalmenna- stofnun, — og eyða tímanum að- eins í þögla bið eftir dauðanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.