Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Page 5
göngunni til Halldórs. Og satt aó
segja er hægt aö líta með söknuði
til þeirra ánægjulegu heimsókna
á skrifstofu hans, sem alltaf bar
árangur á þeim léttu, glöðu og
kærulausu árum. Horfin tíð!
Veröld sem var! Alla vill Halldór
láta njóta vellíðunar, lóðrét sem
lárétt. Því hóf hann innflutning
og iðnframleiðslu á „listadún"
eða froðdýnum og mjúkum
púðum og sessum undir þessa
lúnu og þjökúðu þjóð, svo að hún
mun ekki i annan tima hafa notið
hvildar í jafn rikum mæli og sofið
jafn vært og nú. Þó vaknar hún og
rumskar af og til ennþá, endur-
nærð til stórræðanna, Þá hefir
Halldór hafið innflutning á
skúripúlveri, sápulegi og öðrum
snyrtivökvum. Hann hefir þannig
óbeint stuðlað að því að kenna
subbulegum samlöndum sinum að
þvo sér og var sannarlega timi til
kominn að þjóðin sæi eigió smetti
i spegli fyrir skít, flösu, lús og
annarri óværð og tæki að læra að
þekkja sjálfa sig. Þá ættu sveittir
og daunillir mörlandar og aðrir
támeyrukóngar ekki að þurfa að
lykta lengur eins og pestargemsar
og lúsablesar með tilkomu hinna
margvíslegu svitameðala, sem
Halldór framleióir og annast
dreifingu á. Þannig verður nú
mörgum óræstilegum kauðanum
ólikt betur til kvenna en fyrr.
Annars finnst mér að rita ætti
Lystadún með einföldu í, þar sem
möguleikar efnisins eru nær ótak-
markaðir til listsköpunar. Meira
að segja mætti sníða og forma
heilan svampkvenmann úr þvi,
dúnmjúkan og fjaðrandi, auk
margskonar brjóstlaga sófapúða
til makinda og hvíldar jafnt á sál
og likama. Þar með er ekki sagt,
að kvenfólkið þurfi að óttast sam-
keppni um karlhyllina.
Og mikið lofar kvenþjóðin Dóra
eins og nafna hans Dior í París
fyrir allan siðmenningarinnflutn-
inginn á þessum mixtúrum, fyrir
utan öll fegurðarsmyrslin,
„paamaðið" og perfjúmið, að
ógleymdu hárlakkinu, sem það
úðar á sig, svo að hárið verði ekki
-eins og hænurass i vindi við litinn
koss i legubekk á „Lystadún". Og
ekki kæmi heldur að sök, að
strembið fólk og harðlifislegt
tæki inn eina og eina matskeið af
sápuleginum frá Halldóri, til
laxeringar og bættrar geðheilsu.
Þó að ekki væri nema til, að sjálf-
ar sápukúlurnar lífguðu upp
lyngt og kyrrstætt sálarlifið.
Churchill gamli sagði eitt sinn
eitthvað á þessa leið um gamla
menntaskólann sinn, þar sem
hann féll eins og fluga á stærð-
fræði og fleiri fögum, flestu nema
ritsmíði og sögu: „Mér þykir fyrir
þvi og kenni i brjósti um mennta-
skólann i Harrow fyrir að hafa
fellt Sir Winston Chruchill“. Likt
gætum við bekkjarsystkinin tekið
undir og sagt: „Það er leiðinlegt
fyrir Menntaskólann á Akureyri
að hafa brugðið fæti fyrir jafn
góðan dreng og Halldór Jónsson í
skriflegri stærðfræði á mis-
kunnarlausan hátt“. Þó varð hann
stúdent og er alltaf einn af oss og
öllum kær. Sú slysni er þeim mun
óskiljanlegri, þar sem margir
frændur hans hafa getið sér
frægðarorð á því sviði og nægir að
nefna gullmedaliumanninn I
stærðfræði frá Hafnarháskóla
prófessor Ólaf Dan., dr. Gunnar
Böðvarsson, frægasta núlifandi
vísindanann þjóðarinnar út um
hinn stóra heim, og Jón Þorláks-
son verkfræðing og borgarstjóra
og ótal fleiri, sem óþarft er að
nefna til að mynda meðal Reyk-
hlíöinga. Halldór er mikill gæða-
og greiðamaður og lánsmaður, að
eignast aðra eins afbragðskonu og
Ögnu. Önnur eins matreiðslukona
er vandfundin. Danskar konur
þykja kvenna beztar um alla saðn-
ingu, matarlega og ástarlega. Þær
eru og hafa verið toppurinn á
dönsku exporti til íslands alla tið.
Þar tala ég ekki af reynslu náinn-
ar snertingar, þó ég hafi komið til
Grænlands og numið eskimóa-
dönsku, heldur var ein formóðir
mín dönsk. Hún er höfundur
fyrstu matreiðslubókar á íslandi
og hét Marta María Stephensen,
fædd Hölter. Bókin er þýdd af
mági hennar Magnúsi konferenz-
‘plSlríS'irSi/liV ÍA BAUN.KWl þ-\ a riC «"í4 L p fVrJ'
(-YSrAPiji'f
Arni L. Jónsson
NÚ BIRTIR UPP
Nú birtir upp og bráðum leysist vandinn
og bankarnir þeir fara víst að lána.
Raunir manna renna út í sandinn
— það rísa hús með fínum garði og fána
Allir brosa seðlabankinn syngur
strákar kaupa stelpum gull á fingur
og stöðunni við útlönd fer að skána.
Jerry Cox
HAUSTBLIK UM
MISSOURIHÆÐIR
Björt glóaldin glitra
í gullofnu skarlati laufs
fulllaufguð blikar þó blæösp
bjartgræn og sárþráir líf.
Vefst mistur um vengi
vorleikir hlýregns á burt
spjótlaga lauf vilja verjast
vetri en megna það ei.
Bláskin á brimlausum himni
ber til mín fjarlægð svo nær
að Ijósblik af ómfjarri árstfð
einveldi í hug mínum fær.
Árhæðir, gull þinna gjafa
glitbaugum lífga mitt full
og uppskeruverðmætin yndi
umvefja haustlitgan dag.
Þórarinn GuSmundsson þýddi
Jerry Cox er ungur kennari og bóndi viS St.
Louis, Missouri. Hann dvaldist hér á vegum
Fulbright-stofnunarinnar viS enskukennslu fyrir
nokkrum árum.
Jerry tengdist islandi það sterkum böndum aS
hann kom hingað aftur á brúSkaupsferS sinni.
Þau hjónin skrifuSu síðan greinar um Ísland i
tfmarit vestra.
ráði og gefin út af honum í Leirár-
görðum árið 1800 og virðist lítið
hafa skánað í þýðingu ef dæma á
eftir titlinum, sem hún ber: Ein-
faldt matreiðslu vasaqver og
undirtitill eitthvað á þessa leið:
fyrir heldri manna frúr. Telja
fróðir, að konferenzráðið sjálft
hafi lagt þar til drjúgan skerf
uppskrifta, þar sem hann var
maður vakandi og með nefnið
niður í öllum pottum og koppum
þjóðfélagsins og lét sig varða flest
og fátt eitt óviðkomandi. Þar leyn-
ist vist aðeins ein litil uppskrift
urn meðhöndlun á bjúgunt, drjúp-
ánum eða sperðlum fyrir „undir-
fólk“. Hver er ekki barn sins
tima?.
Þær dönsku fluttu með sér
meira en matgerðaflist, þær
fluttu meö sér hjartavarma til
okkar ísakalda lands, menning,
þokka og „Hjemmets Hygge“ og
siðast en ekki sízt humör. Þar er
.frú Agna engin undantekning.
Þær eru það varanlegasta og
bezta, sem frá Danmörku hefir
komið, þegar þær hafa setzt hér
að á annað borð, fyrir utan
væntanleg handrit. Og þeim hefir
tekizt blóðblöndun bezt allra
kvenna við íslendinga, sem sýnir
sig bezt á Thorvaldsen og Niels
Finsen. Þær hafa kunnað bezt
allra að samlagast hrjúfri skap-
höfn mörlandans af þvi að þær
hafa mildað hana með sjarma sín-
um. kvenlegri hlýju og mýkt og
þitt þykkan klaka sálarinnar,
stundum bara með volgum dönsk-
um rauðgraut. Þær hafa tekið ást-
föstri við island og þökk sé þeini
fyrir það, þessum dönsku þokka-
dísum, þessum fósturdætrum
Fjallkonunnar.
Agna og Halldór lifi „með et
hjerteligt dansk Hurrah! De skal
leve! De skal leve til De dör og saa
skal vi alle sammen synge med et
rigtigt Tempo og Pep:
„Det er ikke sikkert vi faar
brendvin naar vi dör...“