Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Side 7
Til vinstri: Kenneth Haigh og Mary
Ure I fyrstu uppfærslu „HorfSu rei8-
ur um öxl" árið 1956. Að neðan:
John Osborne heima hjá sér, 43 ára
að aldri.
morguninn eftir aö ég kom fór ég
niður á jarnbrautarstöð að taka á
móti leiktjöldum og öðrum leik-
munum. Svo fór ég niður í
Empireleikhúsið að búa mig
undir fyrstu sýninguna. Þetta var
mesta puð, og það voru tvær sýn-
ingar á kvöldi. Atriðaskipti voru
hröð. Einu sinni hafði ég svo
hraðar hendur, að ég var ekki
nema 21 sekúndu að skipta um
sviðsbúnað.
Tvennt vakti athygli mína sér-
staklega, þegar ég fór að vinna í
leikhúsum. Annað var jafnrétti
kynjanna. Allir höfðu jafnt kaup,
fengu jafna auglýsingu, skiptu
með sér kostnaði. Hitt var það, að
hvarvetna voru kynvillingar
fyrir. Það var krökkt af þeim. Og
þetta hefur lítið breyzt. Alla tíð
siðan hef ég verið hundeltur af
þessum dýrum.
Ég var mér nú úti um skrá yfir
gististaði leikara og í næstu viku
fann ég annan og miklu betri en
þann, sem ég gisti fyrst. Hann var
i Huddersfield. Fyrir þrjú pund á
viku fékk maður herbergi,
morgunmat — og kvöldmat. Þetta
var sanngjarn pris á þeim tíma,
nokkurn veginn i meðallagi.
Sums staðar kostaði gisting og
morgunmatur ekki nema 15 shill-
inga, í Glasgow, til dæmis. En
yfirleitt áttu menn ekki góða vist
í slíkum gistihúsum, og gat svo
farið, að þeir kæmust aldrei úr
frakkanum fyrir kulda en stæðu
upp við skilvegg öll kvöld og
reyndu að orna sér við hitann af
arineldinum í herberginu við
hliðina. En það voru annars stór-
merkilegir staðir, þessi gistihús,
sem leikarar sóttu. I Manchester,
til dæmis að nefna, var nærri
hvert hús i sumum götum undir-
lagt af leikurum. Voru sumar þær
götur alræmdar, svo sem Ackers-
stræti. Leikarar tímdu sjaldnast
að gista i hótelum, jafnvel ekki
frægustu leikarar. Þeir áttu sér
margir eftirlætisstaði þar, sem
þeir gistu hvað eftir annað. Ég
kom varla svo í slikt gistihús, að
ekki héngi þar uppi árituð ljós-
mynd af G.H. Elliott ellegar
George Formby eldri, og stóð á
þeim eitthvað á þessa leið: „Til
Rósu — með beztu þökkum fyrir
yndislega viku. Maturinn indæll
eins og ævinlega — og nóg af
honum — og ekki vantaði fjörið!
Hlakka til að koma aftur“.
Veitingakonur þær, sem hystu
leikara, voru flestar allsérstæðar.
Allarólu þær með sér drauma um
það að verða leikkonur, og reynd-
ar voru þær ágætar leikkonur
sumar hverjar. Þær fengu
ókeypis leikhússmiða og komu
oftast á mánudagssýningar. Þær
voru ákaflega gagnrýnar. Og
dómar þeirra voru komnir um all-
an bæ þegar á þriðjudagsmorgun.
Það var alvarlegt mál, ef þeim
likaði ekki sýning. En þær lágu
ekki heldur á lofinu, ef þeim þótti
vel hafa tekizt. Þá sögðu þær sem
svo: „0 — þú varst svo sætur i
þessu hlutverki. Ég sagði það líka
við Albert. Hann er svo mikið
krútt í þessu hlutverki, sagði ég“.
Var það hástig lofs.
Öðru máli gegndi um eigin-
manninn, eða unnustann, sem
þær áttu sér flestar. Hann húkti
frammi í eldhúsi og lét fara litið
fyrir sér. Sat þar á skyrtunni og
las veðmálablaðið. Jafnan var
látið í veðri vaka, að hann væri
húsbóndinn á heimilinu, og réði
lögum og lofum, einkum í sið-
ferðissökum. Ef maður ætlaði að
fara upp á kvenmann inni í her-
berginu sinu var hyggilegast að
láta veitingakonuna vita af þvi.
Hún svaraði ævinlega samkvæmt
fastri forskrift: „Ja, ég verð nátt-
úrulega að segja Alberti frá þvi.
Sjálf hef ég ekkert við það að
athuga. Það er annað mál með
Albert. Hann er nefnilega trú-
aður“. Þetta lét svolítið undarlega
i eyrum þar eð Albert var búinn
að hanga í bjórkránni allan
sunnudaginn, nema hvað hann
skrapp út á hundahlaupabrautina
og heimsótti stúlku nokkra, lausa
á kostunum, sem hann þekkti þar
í nágrenninu. En hvað um það:
þegar hann skaut upp kollinum
gaf kona hans manni merki og
maður reyndi þá að láta lítið á sér
bera þar til hann fór aftur.
Oft var það eftir mikla og góða
kvöldmáltið með bjór, að þau
drógu upp hljóðfæri, ukelele,
fiðlu og harmoniku og svo var
leikið með á píanó og öll fjöl-
skyldan söng. öll sungum við.
Ég átti nú frelsi að fagna í
fyrsta sinn á ævinni. Ég lifði
kóngalifi á sjö pundum á viku. Og
ég var ástfanginn af yngstu og
efnilegustu leikkonunni i flokkn-
um. Hún hét Sheila. Þegar fram
liðu stundir skrifaði Renée mér
og hafði þau tíðindi að segja, að
við hefðum sloppið naumlega rétt
enneinu sinni; hún spurði svo,
hvenær við ættum að trúlofast.
Það væri tími til kominn. En við
Sheila fullkomnuðum ástir okkar
framan við gaseldinn í stofunni
hjá frú Coleman í Dudleystræti
70 í Wolverhampton. Það var á
föstudaginn langa. Ég var múrað-
ur, ástfanginn, alltaf að læra eitt-
hvaó nýtt og það, sem mest var
uni vert — i vinnu.
í árslokin afréð ég að reyna að
fá mér nýja vinnu og helzt betri.
Ekki svo að skilja, að mig langaði
mikið til London aftur. En ég
þreifaði fyrir mér hjá ýmsum um-
boðsmönnum. Alls staðar fékk ég
afsvar. Ég fór að halda að mér
hefði orðið á reginskyssa og hefði
verið vitið meira að halda áfram
að flakka um landsbyggðina. En
hvað um það: ég var nýfarinn aó
vera meó mér eldri konu. Það var
I fyrsta sinn. Hún var 10 árum
eldri en ég. Hún fór með mig eins
og uppivöðslusaman krakka og
kenndi mér betri siði. Hún kom
mér upp á grænmetisát. I 10 ár
eftir þaó át ég ekki annað en
grænmeti. En þessi kona hvatti
mig lfka til þess að fara að semja
leikrit. Varð hún fyrst manna til
þess. Mér þótti þetta allt með
ólíkindum. í heilt ár bjuggum við
í veglegri kjailaraíbúð í Arundel
Terrace i Brighton. Maðurinn
konunnar átti ibúðina. Hann var
hommi, mesti gæðamaður og stóð
i vafasömum fyrirtækjum. Hann
gerði út leikflokk, sem fór um
landið með leikrit, er nefndust
einu nafni Syndugar konur
(bönnuð börnum). Hann var
ævinlega á höttunum eftir ódýr-
um bjór, og alltaf var hann á
flótta undan gjaldheimtunni. En
við, ég og konan hans, dvöldum
framéftir i rúminu á hverjum
morgni. Á föstudögum fór ég með
Southdownrútunni til London.
Þar fékk ég gott að borða hjá
mömmu og veitti ekki af. Ég hélt
svo aftur heim með kassa fullan
af niðursoðnum mat og 10
shillinga að auki. Stundum vorum
við ástmey mín svo aðþrengd eftir
helgar, að við slepptum fram af
okkur beizlunum þegar við
hittumst aftur, og höfðum samfar-
ir í aftasta sætinu í strætó. Það
þótti henni gott. Lika þótti henni
gaman að því í járnbrautarlest-
um, einkum á sunnudögum. Hún
sagði að ég væri of kvenlegur til
þess að verða góður leikari en
ætti heldur að einbeita mér að
leikritagerð og verða mikið leik-
skáld. Ég var búinn að heyra hana
nota þetta orð „kvenlegur" í
ýmsum merkingum og tók þetta
ekki illa upp. (Hún notaði það um
Beethoven, aftur á móti var
Mozart það ekki o.s.frv. Hún átti
ekki við það, að ég væri kyn-
villtur).
Þár kom, að ég varð að taka
vinnu, sem mér bauðst í eld-
húsinu i Metropole. Þaó var upp-
þvottur. Siðar fékk ég vinnu i
Rank Starlets Dirty Weekend
Hotel I Rottingdean. Það var líka
uppþvottur. Þetta var mesta puð,
unnið frá hálfsjö á kvöldin til
ellefu og vikukaupið 14 pund. Svo
gerðist það að vinkona min réðst
til leikhúss i Keswick.Hún sagðist
mundu gera mér orð, þegar hún
væri búin að leggja dálitið fyrir.
En ekki löngu seinna skrifaði hún
mér svolátandi, að öllu væri lokið
okkar á milli og nú byggi hún í
hjólhýsi meó manni á sinu reki.
„Ég treysti því alltaf, að ég gæti
losað mig við þig rétt eins og að
höggva af mér handlegg,“ sagði
hún. „Og svona hlaut að fara. Þú
verður að reyna að skilja þetta.
Viltu skrúfa fyrir gasið og
slökkva öll ljós, þegar þú flytur úr
ibúðinni?" Ég lét það ógert. Og
skilning brast mig alveg. Dögum
saman ráfaði ég um og mældi
göturnar í Kemptown og
Brighton. Ég var jafnvel enn
daufari í dálkinn en ég^ hafði
nokkurn tima verið í skólanum.
Fimm næstu ár var ég atvinnu-
laus oftar en ekki. Ég fékk at-
vinnuleysisstyrk; sótti hann
tvisvár i viku. Að auki fékk ég 30
shillinga á viku frá ríkinu. Þá
sjaldan að ég fékk vinnu voru það
leikferðir vikulegar og tjaldað til
einnar nætur á hvgrjum stað.
Jafnvel fór ég með Pygmalion á
vegum Listaráðs til Wales. í
Wales var afi minn fæddur og
uppalinn. Annars fór ég víða:
kom i Huddersfield, Leicester,
Derby, Ilfracombe og Bridge-
water. í Bridgewater kvæntist ég
aðstoðarsviðsstjóranum, stór-
fallegri rauðhærðri stúlku, sem
var nýbúin að láta snöggklippa
sig.
Forráðamönnum flokksins
likaði ekki ráðahagurinn. Við vor-
um rekin. Við héldum til London.
Við áttum 20 pund alis. Ég vékk
vinnu í Camberwell, tvær
sýningar á kvöldi, og við fengum
leigða ibúð i Hammersmith.
Svo liðu þrjú ár. Þá fór konan
frá mér. Upp frá því bjó ég við
kynbindindi af fúsum og frjálsum
vilja, át einu sinni á dag og skrif-
aði í almenningsbókasafni. Þar
var hlýjan.
Um vorið 1955 var mér boðin
hálfsmánaðar vinna i Morecambe.
Ég átti að leika smáhlutverk í
Seagulls Over Sorrento. Það var
von mín að mér yrði boðió að vera
áfram um sumarið. Það varð nú
ekki. En mér þótti gott að koma
norður aftur, þótt ekki stæði ég
lengi við. Norðlendingarnir voru
langtum alúðlegri en Lundúna-
búar. Á hverjum degi sat ég lang-
timum saman niðri á bryggju,
hlustaði á skemmtiferðamennina
frá mylluborgunum, og skrifaði
tvo fyrstu þætti Look Back in
Anger — Horfðu reiður um öxl.
Mörgum árum síðar las ég það
mér til mikillar furðu I bók eftir
einhvern merkisgagnrýnanda, að
leikritið hefði upphaflega heitið
„On the Pier at Morecambe".
Framhald á bls. 14
©