Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Side 9
MálttS ð veitingahúsi: Dýrast að borða f Tokyo, ódýrast
f í Moskvu.
ALLT er í heiminum hverfult
og breytilegt, ekki sízt verð-
lagið. Mismunandi verðbólga
á ekki hvað minnstan þátt í
því. í annan stað eru sum
lönd lágtekjusvæði; þar er öll
þjónusta ódýr og verðið er að
minnsta kosti hagstætt fyrir
þá, sem koma frá löndum
með betri launakjör. Á
hátekjusvæðum eins og
Vestur-Þýzkalandi og Sviss
verður þessu öfugt farið.
Um siðustu áramót birtist i
blaðinu Financial Times fróð-
legt yfirlit um verðlag í 60
borgum i öllum heimsálfum.
Þær tölur eru ugglaust að ein-
hverju leyti breyttar núna, en
ættu þó að duga til saman-
burðar. Samkvæmt þessari
skýrslu er dýrasta land jarðar-
innar Abu Dhabi við Persa-
flóann, en hefur að öllu saman-
lögðu ekki nema örlítið yfir
New York, sem annars er dýr-
ust borga. Hér er aðeins tekinn
úrdráttur úr skýrslunni og vald-
ar úr 25 borgir, sem flestar eru
í Evrópu og annasstaðar þar
sem búast má við að íslend-
ingar ferðist. Hins vegar höfum
við sleppt borgum i fjarlægari
Austurlöndum, SuðurAmeríku
og Ástralíu.
Af þessu yfirliti er Ijóst, að
fyrir utan New York eru dýr-
ustu borgir heimsins Frankfurt í
Þýzkalandi, Paris, Brússel og.
Stokkhólmur. Tokyo, Mont-
real, Osló og Kaupmannahöfn
fylgja fast á eftir, en þrátt fyrir
dýrtíðina hér, er Reykjavík um
það bil á listanum miðjum; þó
heldur ofar. Nitján borgireru
taldar dýrari en Reykjavik, en
40 eru ódýrari. Líkast verðlag
og í Reykjavík er samkvæmt
þessu i Genf og Helsinki. Að
öllu samanlögðu er lægsta
verðlagið á Kýpur og litið eitt
hærra í Jóhannesarborg i
Suður Afriku.
Dublin og Lissabon í
sérflokki
íslenzkir ferðamenn leggja
ekki leið sina austur fyrir Járn-
Hótelherbergi — þá er ekki átt við
neinn fburS og heldur ekki þaS ódýr-
asta — kostar mest í New York, en
minnst f Jóhannesarborg.
Til vinstri: Parls. borg Ijósanna, er
fögur jafnt a8 nóttu sem degi. En
verSlagiS þar er ekki a8 sama skapi
hagstætt.
RliSÍSlilÍSSi
Þa8 er öllu fremur Svipur gamla tfmans á Dublin hér a8 ofan og
Lissabon til hægri, en þessar borgir eiga þa8 sameiginlegt a8 vera
borga ódýrastar f Evrópu ásamt Belgrad og Moskvu.