Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.1977, Side 10
London er meSal þeirra borga. sem
íslendingar heimsækja hvaS mest og
þrátt fyrir allt er verðlag f London
enn tiltölulega hagstætt.
vera mjög ódýr í Frankfurt, sem
annars er meðal dýrustu borga.
í yfirlitinu hefur verið leitað
eftir verðlagi á 8 atriðum, sem
snerta ferðamenn Þau eru:
Hótelherbergi með morgun-
verði, máltið á veitingahúsi án
vins, flaska af góðu vini, ein-
faldur viskýsjúss, einn bjór, létt
máltíð og leiguíll í hálfs kíló-
metra spöl.
Séu þessi atriði tekin fyrir lið
fyrir lið, er hótelherbergið dýr-
astiNewYork: 14.973 krón-
ur, en dýrast i Evrópu er það i
París: 1 1.624 krónur. Ódýrust
gisting er í boði i Jóhannesar-
borg: 3 1 00 krónur nóttin, en
ódýrast i Evrópu er i Belgrad:
3.604 kr.Að borða á veitinga-
húsi án vins er dýrast i Tokyo:
6 202 krónur, en Moskva
býður bezt kjör að þessu leyti:
453 krónur máltiðina. Vilji
tjald i þeim mæli, að verðlag
þar skipti miklu máli. Á áhrifa-
svæði íslenzkra ferðamála i
vestanverðri Evrópu eru hins
vegar tvær borgir sem skera sig
nokkuð úr um lágt verðlag
Annars vegar er Dublin á ír-
landi og hins vegar Lissabon i
Portúgal írland hefurverið
vanrækt af hálfu íslendinga að
þessu leyti og er það ekki mak-
legt, þar sem irland er meðal
næstu nágrannalanda okkar,
einstaklega fagurt land og írar
kannske okkur skyldastir
þjóða En írar hafa farið var-
hluta af þeim efnahags-
undrum, sem breyta löndum úr
lágtekjusvæðum í hátekju-
svæði. Þess vegna er hótelher-
bergi i Dublin helmingi ódýrara
en i Franfurt og Paris; sæmileg
máltið er sömuleiðis helmingi
ódýrari þar en i fyrrnefndum
borgum. Einfaldur viskysjúss
er nærri þvi þrisvar sinnum
ódýrari þaren i Reykjavík, bjór-
inn þar er helmingi ódýrari en í
New York og um það bil fjórum
sinnum ódýrari en i Stokk-
hólmi. Létt máltið er þrisvar
sinnum ódýrari i Dublin en i
Tokyo, fimm sinnum ódýrari en
í Frankfurt og hérumbil fjórum
sinnum ódýrari en i Kaup-
mannahöfn. Leigubíll hálfan
kilómetra er þar meira en sex
sinrium ódýrari en i Bru^ssel og
Frankfurt.
Fjórum sinnum ódýr-
ara að gista í Lissa-
bon en New York
Portúgal er miklu meira
ferðamannaland en írland; þar
eru baðstrendur og þekktir
staðir, sem auglýsa sólina og
pólitiskt ástand i landinu er nú
með þeim hætti, að ferðamenn
þurfa ekki að óttast það Að
öllu samanlögðu er Lissabon
ennþá ódýrari borg en Dublin
Hótelherbergi þarerfjórum
sinnum ódýrara en i New York,
þrisvar sinnum ódýrara en i
París og helmingi ódýrara en í
Kaupmannahöfn og Osló. Mál-
tið i Lissabon er á sama hátt
helmingi ódýrari en i Frankfurt,
Paris, Brússel og Stokkhólmi
og þrisvar sinnum ódýrari en i
Tokyo. Leigubíllinn kostar þar
meira en þrisvar sinnum minna
en i Reykjavík og rúmlega tiu
sinnum minna en í Brússel
Því miður nær yfirlitið ekki til
Edinborgarog Glasgow, sem
eru borga næstar íslandi og
báðar hagstæðar að verðlagi.
En kannske er engin erlend
borg eins fjölsótt af Islend-
ingum og London og verðlag i
London verður að minnsta
kosti að teljast hagstætt borið
saman við löndin handan
Ermarsundsins. Hótelherbergi í
London kostar næstum
nákvæmlega helmingi minna
en i Paris; máltíðir í Frankfurt
Nœst um ferðamöl:
Hvað kostar
að fljúga?
og Paris eru á sama hátt nálega
helmingi dýrari en i London
Máltið í Reykjavik er einnig um
50% dýrari en í London. Flaska
af góðu vini er fjórum sinnum
ódýrari i London en i Brússel og
helmingi ódýrari en í New York
og Stokkhólmi Létt máltið i
London er fjórum sinnum ódýr-
ari en í Frankfurt og rúmlega
helmingi ódýrari en i Paris og
Kaupmannahöfn. Leigubilar i
London eru samkvæmt skýrsl-
unni nálega helmingi ódýrari
en í Reykjavik og hvorki meira
né minna en fimm sinnum
ódýrari en i Frankfurt.
Það ódýrasta er
ekki allt á einum
stað
Til þessaðverða þessaðnjót-
andi, sem ódýrast er á boð-
stólum kostar að visu nokkurn
eltingaleik. Þá kaupir maður
sér gistingu í Jóhannesarborg,
snæðir léttan morgunverð í
Varsjá, fær sér einn viskýsjúss i
Dublin, borðar i Moskvu,
kaupir sér flösku af góðu víni í
Belgrad og tekur leigubíl i
Lissabon. Og þaðertalandi
tákn fyrir ..ýmislegheitin i
kringumstæðunum" eins og
Kjarval orðaði það, að flaska af
góðu vini skuli af öllum stöðum
maður bæta máltiðina með
flösku af góðu vini, er það
einnig dýrast i Tokyo: 7.035
og mundi þá máltið með slikri
vinflösku kosta rúmlega 1 3
þúsund krónurihöfuðborg
Japans. í Evrópu er vínflaskan
dýrust i Brússel: 7.029, sem er
harla undarlegt í námunda við
alla þá vínrækt Ódýrust er vin-
flaskan i Belgrad og eins og
áður segir i Frankfurt. En sam-
kvæmt yfirlitinu er hún lika það
eina, sem ódýrt i Frankfurt.
Að hressa sig á einföldum
viskýsjússi er dýrast i París:
797 krónur, en i Dublin kostar
sá sjúss 1 35 krónur og er ekki
völ á því ódýrara. Bjórinn er
dýrastur i Stokkhólmi; flaskan
kostar þar 564 krónur, en
ódýrust er bjórflaskan í
Moskvu: 1 05 kr.
Smámáltíð — þá er líklega
átt við grillstaði eða þviumlíkt
— er dýrust i Frakklandi:
1 663 krónur, en i Varsjá er völ
á slikri máltíð fyrir aðeins 23o
krónur og er það ódýrast.
Að bregða sér hálfan kíló-
metra i leigubil er nokkuð sem
ferðalangurinn þarf oft að gera,
hvar sem hann er staddur. Á
leigubílaverði er ótrúlegur
munur eftir löndum. Dýrast er
aðtaka leigubíl i Brússel; þar
kostar 'A km 2.161 krónu og
mjög svipað i Frankfurt, en i
Lissabon kemst maður þennan
spöl fyrir aðeins 1 57 krónur.